Þjóðviljinn - 13.04.1980, Qupperneq 3
Sunnudagur 13. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Niels-Henning: ótrillegur bassaleikarisem er á leiö til tslands.
Niels-Henning
með tónleika
í Háskólabíói
Danski jazzbassaleikar-
inn Niels-Henning örsted
Pedersen, sem er öllum ís-
lenskum tónlistarunnend-
um að góðu kunnur fyrir
snilli sína, mun halda tón-
leika ásamt brasilísku
söngkonunni og píanistan-
um Tania Maria, nk.
laugardag 19. apríl á veg-
um JAZZVAKNINGAR.
Niels-Henning hefur þrivegis
áöur heimsótt Island og i öll
skiptin hefur hann sannab svo um
munar ab hann er einstæöur tón-
listarmaöur. Hann handleikur
bassann einsog ekkert væri auö-
veldara og töfrar fram seiö-
magnaöa tóna úr þessu erfiöa
hljóöfæri. Söngkonan Tania
Maria hefur undanfarin 3 ár
heillaö ibúa norbur-Evrópu meö
söng sinum og planóleik, ýmist
ásamt brasllisku trlói sinu, eöa
meö evrópskum jazzleikurum.
Samstarf þeirra Tania Maria
og NHOP hefur staöiö yfir f
nokkurn tima. Þau héldu
hljómleika viös vegar um noröur-
slóöir Evrópu I fyrra og gáfu út
eina hljómplötu sem hefur hlotiö
mikiö lof gagnrýnenda og leik-
manna. Hvarvetna var þeim vel
fagnaö á tónleikaferöalagi sinu og
eru þau nú aö leggja upp I nýja
reisu um noröurálfu og er tsland
einmitt einn áfangastaöurinn I
þeirri ferö.
Þaö er Jazzvakning er stendur
aö hljómleikahaldi þessu, en
félagiö er einsog kunnugt er
áhugamannafélag sem rekiö er af
fórnfúsu og þrotlausu sjálfboöa-
liöastarfi áhugasamra jazzunn-
enda. Tónleikarnir veröa haldnir
I Háskólabiói nk. laugardag og
hefjast kl. 16.00 sidegis. Forsala
aögöngumiöa hefur gengiö mjög
vel og eru miöar nær þvi á þrotum
nú, þó enn sé vika i tónleikana.
Tvimælalaust má telja tónleika
þessa til meiriháttar tónlistar-
viöburöa.
r
! Franska sendiráðið
tilkynnir öllum námsmönnum sem hyggja
á nám viö franska háskóla skólaárið
1980—81, i öllum öðrum greinum en
frönsku fyrir útlendinga, að siðari próf I
frönsku fer fram fimmtudaginn 17. april.
Viðkomandi eru beðnir að snúa sér hið
allra fyrsta varðandi upplýsingar eða inn-
ritun til franska sendiráðsins Túngötu 22.
i---------------------------------—
gæðingurinn sem allstaöar
vekur athygli
BMW sameinar kosti sportbíls og þægindi einkabíls, kraftmikill, öruggur, stöðugur í
akstri, bjartur og rúmgóður, með þægilegum sætum.
Það þekkja allir aksturseiginleika þessa vandaða bíls, en þeir halda flestir að hann
sé mun dýrari en hann er. BMW er meira en samkeppnisfær í verði, auk þess sem
þú eignast betri bíl en verðið segir til um.
BMW - ÁNÆGJA í AKSTRI
AKUREYRARUMBOÐ: Bílaverkst. Bjumhéðins Gíslasonar. Sími: 96-22499
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633
FÍFU ELDHÚS
Eldhúsið meö fulningahurðum er sígilt og vandað, enda
keypt af þeim sem vilja vandað og skemmtilegt eldhús.
Frágangur er allur eins og best verður á kosið, sterkar
lamir, aðeins úrvals efni er notað. Þér getið valið um lit á
innréttingu og plast á borðplötu.
Allir skápahlutar eru framleiddir með innfeldum tengi-
búnaði, sem gerir það að verkum að mjog auðvelt er að
tengja þá saman og hengja upp á vegg. Tækninýjung sem
auðveldar samsetningu og festing verður öruggari.
Fffa hefur bryddað upp á mörgum nýjungum, má þar m.a.
nefna útdregna grindarskápinn, sem er mjög vinsæll í dag
og flestir taka ■ eldhús sín.
Fífa býður upp á eldhus í öllum verðflokkum og fyrir þá
sem vilja fá góð eldhús fyrir mjög lítið verð, hefur Fífa
framleitt eldhus sem stendur fyllilega fyrir sínu, látlaust
og hagkvæm lausn fyrir alla þá sem vitja ekki leggja
mikinn kostnað í eldhúsið, en vantar eldhúsinnréttingu.
í þessu eldhúsi er sama efni, lamir og aðrir þeir hlutir
sem notaðir eru í aðrar innréttingar Fífu, en spamaður-
inn iiggur í hagkvæmari staðlaðri framleiðslu, sem
kemur þeim til góða sem versla við Fífu.
Látið okkur teikna eldhúsin og gefa verðtilboð, þér að
kostnaðarlausu.
Húsgagnavinnusfofa.Smíöjuvegi 44 Köpavogi Sfmi 71100