Þjóðviljinn - 13.04.1980, Page 5
Sunnudagur 13. aprll 1980 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 5
RECORDS AND RECORDINGS:
Philip Jenkins með
plötu janúarmánaðar
1 janúarhefti hljómplötutlma-
ritsins Records and Recordings
birtist gagnrýni um nýútgefna
Bandalag kvenna
í Reykjavik:
Fellið niður
tekjuskatt á
lægstu tekjum
Meöal ýmissa merkra
ályktana, sem samþykktar voru á
aðalfundi Bandalags kvenna I
Reykjavik, sem haldinn var 24. og
25. febr. sl. var eftirfarandi álykt-
un frá verölags- og verslunar-
málanefnd fundarins:
„1. Vegna hækkunar á almenn-
um nauösynjum, sem bitnar
haröast á tekjulægstu heimilun-
um, leggur aöalfundurinn til aö
tekjuskattur veröi felldur niöur á
lægstu tekjum.
2. Aöalfundurinn vill vekja at-
hygli á háu vörugjaldi og miklum
tollum af heimilistækjum. Þeim
tilmælum er beint til Alþingis, aö
tollar af heimilistækjum veröi
lækkaöir og vörugjald almennt
fellt niöur.
3. Fundurinn beinir þeim til-
mælum til hlutaöeigandi aö lok-
unartimi banka og sparisjóöa
veröi færöur I sitt fyrra horf.
4. Fundurinn telur æskilegt aö
opnunartlmi verslana i
Reykjavik sé sem frjálsastur.
5. Fundurinn beinir þvi til aöila
vinnumarkaöarins, — samtaka
vinnuveitenda og launþega — aö
viö gerö kjarasamninga og
ákvöröun um vinnutima, veröi
tekiö miö af þörfum fjölskyldna
ogheimila m.a. meö sveigjanleg-
um vinnutima, þar sem þvi veröi
viö komiö, og bættu skipulagi.
6. Aöalfundurinn fer þess á leit
viö borgaryfirvöld, aö komiö
veröi á samfelldum skólatima”.
Eftirfarandi greinargerö fylgdi
fyrstu ályktuninni:
,,A árinu 1979 hækkuöu laun um
rúm 50%. Vísitala framfærslu-
kostnaöar hækkaöi á árinu um
rúm 60%. Þetta svarar til kaup-
máttarskeröingar I kringum 6%.
A þvi er rétt aö vekja athygli, aö
gagnvart matvörum og öörum
nauöþurftarvörum var kaup-
máttarskeröingin á sl. ári miklu
meiri þar sem þessar vörur
hækkuöu mun meira I veröi en
verölagsbreytingin i heild gefur
til kynna. T.d. hækkaöi matvöru-
visitalan um 77% á árinu.
Hækkun á veröi landbúnaöarvara
tekur þó ööru fram, þvi aö þær
hækkuöu almennt I veröi um
110—160%. Þessi mikla verö-
hækkun á búvörum umfram aör-
ar vörur stafar fyrst og fremst af
beinni og hlutfallslegri lækkun á
niöurgreiöslum. Þarna á rikis-
valdiö alla sök. Þessi geysimikla
veröhækkun búvöruverös kemur
sérstaklega hart niöur á lág-
launafólki og barnmörgum fjöl -
• skyldum. Af þeim sökum er hún
óréttlátari en önnur veröhækk-
un”.
— mhg
FERÐAHOPAR
Eyjaflug vekur athygli
feröahópa, á sérlega hag-
kvæmum fargjöldum milíi
lands og Eyja.
Leitiö uppíýsinga i simurh
98-1534 eöa 1464.
EYJAFLUG
y/G
hljómplötu Philip Jenkins.
Gagnrýnandinn, Richard Stoker
— þekkt tónskáld og ritstjóri
timarits um nútlmatónlist — fer
lofsamlegum oröum umpianóleik
Jenkins, velur plötuna, sem
hljómplötu janúarmánaöar I
Bretlandi og telur aö meö leik sln-
um hafi Philip Jenkins skipaö sér
á bekk meö allrafremstu pianó-
leikurum Breta.
í gagnrýni Stokers segir ma:
„Philip Jenkins lék þriöju
pianósónötu Szymanowskis op. 36
inn á hljómplötu I Wigmore Hall i
ágúst sl. Þetta tónverk er eitt hið
erfiöasta viöfangs af öllum pianó-
verkum o g hefur aldrei veriöleikiö
inn á hljómplötu I Vesturlöndum
áður.
A þessari eftirminnilegu
upptöcu er flutningur Jenkins i
einu oröi frabær. A eftir þessum
mikilvæga flutningi kemur hóf-
samleg túlkun Jenkins á Valses
nobles et sentimentales eftir
Ravel, þar sem hann leggur
áhersu á klassiska eðlisþætti
verksins. Síöasta verkiö á plöt-
unni er þriöja sónata Prokofievs,
sem mér finnst fegurst verka
hans. Hreinasta unun er aö hlusta
á þennan meistaralega flutning
Jenkins. Þessi plata skipar hon-
um á bekk með okkar allra-
fremstu pianóleikurum, svo sem
John Ogden, Wilde og Milne.”
Philip Jenkins var um árabil
pianókennari viö Tónlistarkólann
á Akureyri, en stariar nú sem
Philip Jenkins.
prófessor i pianóleik viö Royal
Academy of Music i London. I
vetrarleyfi frá störfum þar hefur
hann kennt pianóleik viö Tón-
listarskólann á Akureyri.
Philip Jenkins hefur nú sem
fyrr tekiö virkan þátt i tón-
leikahaldi, og mun nú á næstunni
flytja allar sónötur Beethovens
fyrir fiölu og pianó ásamt Guö-
nýju Guömundsdóttur fiöluleik-
ara, bæöi i Reykjavik og á Akur-
eyri.
Ferðir
um Island
á ensku
Komin er út söluskrá Feröa-
skrifstofu rikisins vegna feröa-
laga um Island sumariö 1980.
Söluskrá þessi er gefin út á ensku
og dreift I 7000 eintökum til feröa-
skrifstofa i 17 löndum. Hafa veriö
teknar upp ýmsar nýjungar i til-
högun feröa/ en Feröaskrifstofa
rikisins er stærsti aöili hérlendis
er skipuleggur ferðir um landiö.
Töluverð aukning hefur veriö i
feröum skrifstofunnar undanfar-
in ár og hafa íslendingar i vax-
andi mæli tekið þátt I þeim. Eins
og undanfarin ár mun Feröa-
skrifstofa rikisins bjóöa lands-
mönnum upp á ýmsa feröamögu-
leika ásamt erlendum feröa-
mönnum.
1 söluskránni er m.a. aö finna
stuttar feröir til allra landshluta
svo og lengri feröir I kringum
landiö. I öllum feröunum er gist á
hótelum, leiösögn I flestum og
veröi stillt I hóf.
Innlent lán Rikissjóðs íslands
____________1980 l.fl.____________
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Fjármálaráðherra hefur f. h. ríkissjóðs
ákveðið að bjóða út til sölu innanlands
verðtryggð spariskírteini að fjárhæð allt
að 3000 milljónir kr.
Kjör skírteinanna eru í aðalatriðumþessi:
Skírteinin eru lengst til 20 ára, bundin
fyrstu 5 árin. Þau bera vexti frá 15. þ. m.,
meðalvextir eru 3,5% á ári. Verðtrygging
miðast við breytingar á lánskjaravísitölu,
sem tekur gildi 1. maí 1980.
Skírteinin eru framtalsskyld, en um
skattskyldu eða skattfrelsi skírteina fer
eftir ákvæðum tekju- og eignarskattslaga
eins og þau eru á hverjum tíma. Nú eru
gjaldfallnar vaxtatekjur, þ. m. t.
verðbætur,bæði taldar til tekna og
jafnframt að fullu frádráttarbærar frá
tekjum manna og þar með skattfrjálsar,
enda séu tekjur þessar ekki tengdar
atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi,
sbr. lög nr. 40/1978 og nr. 7/1980.
Skírteinin eru gefin út í fjórum stærðum,
10, 50, 100 og 500 þúsund krónum, og
skulu þau skráð á nafn.
Sala hefst 15. þ. m. og eru sölustaðir hjá
bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum
um land allt, svo og nokkrum
verðbréfasölum í Reykjavík.
Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja
frammi hjá þessum aðilum.
Apríl 1980
SEÐLABANKI ISLANDS