Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 15
Sunnudagur 27. apríl 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Dansmeyjar meö fugla eftir Fernand Léger. T 1962 - L 33 eftir Hans Hartung. VfMeömi eftir Gunnar S. Gundersen. Karlakórinn Stefnir I Mosfellssveit Karlakórinn Stefnir fertugur Fjögur lög eftir Gunnar Thoroddsen, þar af þrjú sem ekki hafa veriö flutt opinberlega áöur, eru á efnisskrá vortónleika Karlakórsins Stefnis i Mosfells- sveit. Einnig veröur frumflutt lagiö Mosfellssveit eftir Sigurö Óskarsson. Meöal viöameiri verka á efnis- skránni má nefna Pilagrima- kórinn úr TannhSuser Wagners og tónleikunum lýkur á Landkjending eftir Edvard Grieg. Einsöngvarar meö kórnum eru Friöbjörn G. Jónsson og Halldór Vilhelmsson, sem hafa annast raddþjálfun kórfélaga. 15 blásarar úr skólahljómsveit Mos- fellssveitar leika meö kórnum i tveim verkum. Stjórnandi Stefnis er Lárus Sveinsson og er þetta fimmta áriö sem hann stjórnar kórnum. Fyrstu vortónleikarnir veröa i Félagsgaröi i Kjós nk. þriðjudag 29. aprfl kl. 21, en sföan veröa tón- leikar á sama tima f Fólkvagni á Kjalarnesi 1. maí og aö lokum i Hlégaröikl. 15 á sunnudag, 4. mai og veröur þá minnst 40 ára af- mælis kórsins. MYNDMÁL — 4. grein Umsjón: Jón Axel Egilsson SAMTOL 1 3 grein var rætt um fimm mismunandi stööur vélar og leikara sem notaöar eru viö töku á samtölum. Þar er reiknaö meö aö vélin sé annaö hvort innan eöa utan hrings og leikararnir standandi eöa sitj- andi. Hægt er aö blanda þessu saman og nota t.d. UTAN/ANDSPÆNIS (1) og INNAN/ANDSPÆNIS (3). Meö myndmáli getum viö undirstrikaö mikilvægi og áhrif eöa dregiö úr þeim. Tök- um sem dæmi lögfræöing sem talar viö skjólstæöing sinn i fangaklefa og lögfræöingurinn er rikjandi. Hann spyr spum- inga sem eru nauösynlegar fyrir söguþráöinn, en fanginn er ósamvinnuþýöur og inn f sig. Nærmynd af lögfræöingn- um og fullmynd af fanganum undirstrika þetta. Svona mismunandi fjar- lægöir leikara frá vél er best aö nota i ,,pörum”. Fjórar mismunandi fjarlægöir (tvö pör) er nóg til aö ná góöum árangri. T.d. helmingur sam- talsmeö miömynd i stööu 1 og brjóstmynd I stööu 3, seinni helmingur brjóstmynd i stööu 1 og miömynd i stööu 3 (sjá 3. j grein). Hæð tökuvélar hefur einnig áhrifá framsetninguna. Vélin er vanalegast I sömu hæö og leikarinn. Ef annar situr en hinn stendur, túlkar hæö vélar hvemig þeir sjá hvor annan (UTAN / ANDSPÆNIS). 13 Ef vélin er i lágri stööu veröa áhrifin óraunveruleg. Þannig tökur ætti aö nota sem „sjokk” til aö leggja áherslu á vissa punkta í söguþræöinum eöa til sérstakrar áherslu á annan leikaranna. I efri myndasögunni má sjá hvernig myndmál kvik- myndarinnar er notaö viö samtal. Persónur sögunnar em ávallt sömu megin eins og iyfiraxlartökum. Svipaö sam- talikvikmynd mundi skila sér vel. 1 neöri sögunni hoppa per- sónumar frá vinstri til hægri. Þaö kemur m.a. til af þvi aö ekki er pláss fyrir konuna til aö ljúka þvi sem hún er að segja I fyrstu myndinni. Teiknarar myndasagna brjóta iöulega reglur myndmáls til aö ná fram meiri fjölbreytni. Þegar leikarar tala saman i sima og eru sýndir einir I mynd, er samtalið tekiö upp tvisvar (annar talar utan viö mynd) og slðan klippt saman. Til aö ná fram eðlilegum sam- talsmáta eru leikararnir látnir horfa I gagnstæöar áttir, sérstaklega þegar um SPLIT SCREEN er aö ræöa (þ.e. tvær myndir á tjaldinu i einu). Speglar hafa löngum hrifiö kvikmyndageröarmenn. Ein- um eöa fleiri speglum er komiö fyrir og þannig sköpuö sérstök áhrif. Vinsælast er þó aö nota einn spegil I einni af lykilstööunum þrem. Spegill- inn endurkastar mynd annars leikaransaftan viö hinn, á hliö viöhann eöa á milli þeirra. Ef spegill er t.d. fyrir aftan annan leikarann, er mynd af hinum I speglinum I fyrstu töku en hann sjálfur ekki i rammanum. 1 næstu töku veröur siöan aö gæta aö hægri/vinstri stööu leikar- anna. Viö megum ekki gleyma þvi aö fólk stendur eöa situr ekki kyrrt á meöan á samtali stendur, þaö hreyfir sig og gengur um. Samt sem áöur er þetta mjög mikiö notaö I skandinavi'sku myndmáli og leikurum jafnvel haldiö báö- um I brjóst eöa miö- mynd innan sama ramma. Þar sem Islendingar eru aldir upp viö engilsaxneskt mynd- mál sem byggir meira á stutt- um tökum og miklum hreyf- ingum vélar og leikara, er kannski komin skýring a þvi hvers vegna okkur leiöast skandinaviskar og evrópskar myndir. Þaö er nú einu sinni svo aö fólkiö vill þaö sem þaö er aliö upp viö. Þetta mynd- mál á þó fullkominn rétt á sér og verður e.t.v. hægt aö vikja aö þvi siðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.