Þjóðviljinn - 18.05.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. mai 1980 UOÐVIUINN Máigagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis i igefandi: Utgáfufdlag ÞjóBviljans Framkvæmdastjdri: EiBur Bergmann Ritstjdrar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson Fréttastjóri: Vilborg HarBardóttir. Auglýsingastjdri: Þorgeir Oiafsson, LmsjónarmaBur SunnudagsblaBs: Ingdlfur Margeírsson Rekstrarstjóri: t'Jlfar ÞormóBsson AfgreiBslustjóri: Valþór HlöBversson BlaBamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuBjón FriBriks- son,Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H Glslason, Sigurdór Sigurdórsson Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaBur: Ingólfur Hannesson. Ljósmvndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson útlit og hönnun: GúBjón Sveinbjörnsson, Sævar GúBbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elfas Mar. SafnvörBur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: SigríBur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuBrún GuBvarBardóttir. AfgreiBsla:Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára SigurBardóttir. Slmavarsla: ölöf Halldórsdóttir, SigrlBur Kristjánsdóttir. Bllstjóri: Sigrún BánBardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gúömundsson. Ritstjórn, afgreiBsla og auglýsingar: Sföumúla 6. Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Kjaradeilur í Svíþjóð # Þrír stjórnmálaf ræðingar voru á dögunum að velta vöngum í Dagens Nyheter yfir verkföllum og verkbönn- um f Sviþjóð. Þeir voru ekki undrandi yfir því að til átaka kom í þessu landi, sem oft er til vitnað sem heim- kynna vinnufriðar. Nú er Svíþjóð orðin aftur eðlilegt vestrænt ríki, sagði einn þeirra. Það furðulegasta er, bætti hann við, er að það skuli vera meira en þrjátíu ár síðan til meiriháttar kjaradeilna kom í landinu. • Hvers vegna hefur Svíþjóð verið undantekning að þessu leyti í álf unni? Landið hef ur notið f riðar — og þar með betra næðis til að virkja tæknilegar framfarir í þágu hagvaxtar en mörg önnur ríki. Sósíaldemókratar hafa haft alltraust tök á ríkisvaldinu, og geta notað þau ásamt drjúgum hagvexti til að tryggja það miklar lífs- kjarabætur, aðsjálf sú þróun hefur dregið mjög úr Ifkum á stórátökum um kaup og kjör. Þeir hafa með nokkrum hætti flutt átökin af vinnumarkaðinum yfir á stjórn- málasviðið, og skattastefna þeirra og ýmislegir „félagsmálapakkar", sem hér heima er stundum talað um með fyrirlitningu, hafa m.a. leitttil þess, að Svíþjóð er eitt þeirra örfáu landa sem á skrá komast hjá Ef na- hagsmálastofnuninni OECD, þar sem lífskjör hafa í raun jafnast nokkuð síðasta aldarf jórðung. # Forsendur fyrir hinum sænska vinnufriði eru hins- vegar brostnar: hagvöxtur hefur mjög skroppið saman og við völd situr borgaraleg stjórn. Við þessar aðstæður reyndu hægriöf lin og atvinnurekendasambandið að efna til uppgjörs, þar sem ekki var aðeins tekist á um launa- kjör, heldur ekki síður það, hvort unnt væri að brjóta á bak aftur verkalýðshreyfinguna sænsku og hef ja lang- þráðan niðurskurð á velferðarríkinu, sem stjórn Fálldins tók í arf frá sósíaldemókrötum en hefur ekki árætt að hrófla neitt við svo heitið geti. • Alþýðusambandið sænska fékk ríflega helming þeirrar launahækkunar sem gerðar voru kröfur um, og mundi mörgum þykja sem þar hefðu aðilar mæst á miðri leið,eins og það heitir. Hitt skiptir þó meira máli, að sú hraða stefna, sem forysta atvinnurekendasam- bandsins reyndi að knýja f ram með víðtækum verkbönn- um,var brotin á bak aftur. Um leið hafa tilburðir borgaraflokkanna til að slást í för með vígreifari tals- mönnum hægrisveiflu f Evrópu runnið út í sandinn. — áb Bombur og skotmörk • I leiðara Morgunblaðsins á f immtudag er þvf haldið fram, að viðvaranir Herstöðvaandstæðinga gegn kjarn- orkusprengjum á Keflavíkurflugvelli séu hættulegar. Röksemdir blaðsins eru á þá leið að ef Herstöðva- andstæðingar telji Sovétmenn trú um að hér séu kjarn- orkusprengjur þá muni þeir hiklaust kasta á okkur slík- um sprengjum í styrjöld. En, segir blaðið/„komi til hern- aðarátaka trúir því enginn að með kjarnorkuvopnum verði ráðist á kjarnorkuvopnalausa þjóð eins og (slend- ingar eru". • Vitaskuld trúir ekki einu sinni leiðarahöf undur þvf sjálf ur, að risaveldin haf i ekki önnur ráð til að hnýsast í vopnabúrin hvort hjá öðru en málflutning andófshópa. Herstöðvaandstæðingarhafa ekki fundið neittuppsjálfir í þessum ef num — þeir hafa blátt áf ram reynt að átta sig á þeim vfsbendingum sem um þessi mál hafa fram kom- ið í erlendum tfmaritum og skýrslum. Hitt getur svo verið „hættuleg falskenning" að herstöð sé þá aðeins skotmark fyrir kjarnorkuvopn að þar séu kjarnavopn fyrin I meiriháttar átökum eru herstöðvar sá segull sem fyrst dregur að eldflaugar — enda þótt Varðbergsliðar geti haldið langar ráðstefnur án þess að víkja nokkru sinni orði að svo augljósum og óþægilegum möguleika. — áh # úr aimanakínu 1 Islenskum sælgætisiðnaöi hafa á undanfömum árum veriö um 300 heilsársstörf, en starfs- menn hafa veriö nokkuö fleiri. Nú hefur um 100 starfsmönnum I þessari grein veriö sagt upp störfum. Astæöan: gengdarlaus innflutningur á erlendu sælgæti, Veljum íslenskt seljum útlent sem leiddi til aö minnsta kosti þriöjungs minnkunar á sölu inn-1 lends sælgætis I slöasta mánuöi. ' En þó aö þessi tlöindi hafi komið viö marga eins og þruma úr heiösklru lofti er aðdragandi þeirra oröinn býsna langur, og kannski mörgum gleymdur. Innganga lslands I Frl- verslunarbandalag Evrópu, EFTA, fyrir tæpum tuttugu ár- um, hefur ótæpilega markaö spor sitt á Islensk framleiöslu- störf. Hver man ekki uppsagnir og erfiöleika I húsgagnaiönaöi fyrir nokkrum árum? Nú er röö- in komin aö sælgætisiönaöinum. súkkulaöikexi, en þaö er nærri 100 tonnum meira en • á fyrsta ársfjóröungi 1979. Samtals var á þessum tlma flutt inn sælgæti fyrir nærri 260 miljónir kr. sem er 326% hærri upphæö en flutt var inn fyrir þrjá fyrstu mánuöina I fyrra. I meöfylgjandi töflu sést sam- anburöur á innflutningi sælgæt- is og súkkulaöikex á þessum tlmabilum: sömu lágu launin fyrir innflutn- inginn og þeir 100 iönverka- menn sem áöur höföu viöurværi sitt af þvl aö framleiöa Islenskt sælgæti. En þaö er ekki þar með sagt, aö sælgætisverksmiöjurnar sjálfar renni beint á hausinn, þdtt framleiösluhlutverkinu sé aö mestu lokiö I bili. Stór hluti verksmiöjueigendanna var svo útsjónarsamur aö ná sér í inn- Aölögunartimi Islensks iönaö- ar aö tollfrjálsum influtningi EFTA-landanna er liöinn. Þegar umræöur um aöild Is- lands aö EFTA stóöu sem hæst á alþingi á sjöunda áratugnum, lýstu margir aöilar yfir afstööu sinni til þessa máls, þar á meöal Félag Islenskra iönrekenda, sem mælti eindregiö meö inn- göngu tslands I bandalagiö. 1 blaöaviötali um slöustu mánaöamót lætur fram- kvæmdastjóri sömu samtaka hafa eftir áér m.a.: „Viö von- um auövitaö að Islensku fram- leiöendurnir komist yfir erfið- leikana þegar nýjabrumiö veröur fariö af útlenda sælgæt- inu og kexinu, en sú hætta er vissulega fyrir hendi, aö ein- hver fyrirtæki lifi þetta ekki af.” Hughreystandi, en dugir skammt. „Viö áttum ekki von á góöu, en alls ekki svona slæmum skell”, sagöi einn sælgætis- framleiöandinn I samtali viö Þjóöviljann. „Þegar sælgætis- magniösem flutt hefur veriö inn á slöustu mánuöum skiptir hundruöum tonna og nær 80 aö- ilar hafa fengið leyfi til innflutn- ings, er kannski ekki furöa þótt þaö hafi róttækar afleiðingar I för meö sér,” hélt hann áfram. Bjarni Jakobsson hjá Iöju hefur lýst þvl yfir I samtali viö Þjóöviljann, aö ástandiö sé orö- iö hrikalegt hjá kex- og sælgæt- isverksmiöjunum og um 100 Iöjufélögum hafi veriö sagt upp störfum af þeim sökum. En um hvaö er veriö aö ræöa? Hversu mikiö magn af sælgæti hefur veriö flutt inn á slöustu mánuöum, og fyrir hversu mik- inn gjaldeyri? Undirritaöur geröi sér ferö niöur á Hagstofu fyrir stutt, og fékk þar góöfúslegt leyfi starfs- fólks til aö vinna úr nýjustu inn- flutningsskýrslum sem þá voru I lokavinnslu. Hver var svo niöurstaðan? Fyrstu þrjá mánuöi ársins voru flutt til iandsms nærri 180 tonn af erlendu sæigæíi og Innflutningur erlends sælgætis á fyrsta ársfjóröungi: Tonn Miljónir ’79 ’80 ’79 ’80 Lakkrís.............1.466 10.400 1.700 12.090 Brjóstsykur....... 12.887 21.365 8.788 25.879 Karamellur..........3.321 7.261 3.466 8.067 Tyggigúmmí.........13.850 32.563 17.247 45.300 Ófyllt súkkul.......1.734 2.326 2.196 5.024 Fyllt súkkul.......10.156 30.739 13.209 66.236 Súkkulaöikex.......42.448 75.165 32.580 95.981 Samtals.................85.862 179.819. 79.150 258.550 Hvaö segja þessar tölur okkur? Jú, sælgætismagniö er- lendis frá eykst um rúmlega 200% fyrsta ársfjóröunginn. Þar af eru einstaka tegundir sem innflutningur fer langt yfir þá tölu. 712% meira magn af lakfcrls er flutt inn en á sama tíma áriö áöur, 235% meira af tyggi- gúmmi, og 302% meira af fylltu súkfculaöi. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni er sælgætisinn- flutningur I aprll mánuöi meiri en nokkru sinni fyrr, eöa svo skiptir hundruöum tonna, en endanlegar tölur lágu ekki enn fyrir, þegar þetta er skrifað. 80heildsalar hafa tekið aö sér innflutninginn og sjálfsagt eiga fleiri eftir aö bætast I hópinn, þar sem nú gefst hverjum sem er tækifæri til aö veröa „rlkur”. Eg á nefnilega bágt meö aö trúa þvl, aö þessir heildsalar þiggi Lúðvfk Geirsson skrifar flutningsleyfi fyrir erlenda sæl- gætiö, þegar sá hvert stefndi, eöa eins og einn framkvæmda- stjórinn sagöi I samtali viö Þjóöviljann: „Jú, þaö er rétt að margir sælgætisframleiöendur eru byrjaöir aö flytja inn erlent sælgæti, en viöskulum ekki tala hátt um það I bili, þetta er við- kvæmt mál.” Og annar framkvæmdastjóri var opinskárri þegar hann sagöi viö Þjóöviljann: „Jú, þaö er rétt, við höfum bæti haft og fengið ný umboö, og munum sjálfsagt flytja inn erlent sæl- gæti. Eitthvaö veröum viö aö gera til aö vega upp á móti framleiöslutapinu. Vissulega er sú hætta fólgin I sllkri ráöagerö, aö innlenda framleiöslan veröi þá jafnvel I framtlðinni auka- starfsemi fyrirtækjanna.” „Veljum Islenskt”, er löngu þekkt slagorö iönrekenda. I dag gæti þaö eins hljómaö: „Seljum útlent”:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.