Þjóðviljinn - 18.05.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.05.1980, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Ekki ætlar að viðra vel fyrir þjóðarsálina í dag, hugsa ég undir hlýrri sæng. Klukkan er níu að morgni tíunda maí. Norðangarrinn ýlfrar í þakskegginu og gamla vekjaraklukkan tifar hátt og virðist stressuð vegna Eftir dauðyf lisháttar míns. Ég teygi mig eftir henni og treð undir koddann og held áfram að dorma án teljandi samviskubits, enda er þreyta óhóflega langrar vinnuviku trauðla horfin úr beinun- um. Ekki ætti að saka, að vera vel sofinn á fundin- um i dag, þótt ekki sé þess að vænta að bylting verði gerð síðdegis. Já, i dag er 10. mai á köldu vori 1980 og þótt simastaurarnir séu ekki orðnir grænir aftur, er þess fastlega að vænta að Austurstrætisdætur og synir, eða kjarni þeirra a.m.k. minnist þess i dag með beiskju að 40 ár eru liðin siðan erlendur her steig hér fyrst á land, og að enn er her i landinu i trássi við skyn- semi og vilja þjóðarinnar. Ekki er lengra siðan en 1944, aö fagurlega var um það ritaö að þjóðin ætti eina sál og vitnaö af stolti til sjálfstæðisvitundar og vilja til ævarandi hlutleysis og vopnleysis. Kannske er of sterklega til oröa tekið, aö segja þjóöina sálarlausa orðna, en að lfkja sálinni I henni viö sápukúlu, það ætti að vera óhætt, enda er undirgefni komin i stað sjálf- stæðis, aöild að hernaðarbanda- lagi i stað hlutleysis og I stað vopnleysins her málaliða. Um hádegisbil hafði ég hrist af mér drungann og klukkan hálf tvö stóö ég á Torginu. Fáir voru mættir, en nokkrir frakka- menn komu slangrandi af há- degisbarnum á Borginni sleikj- andi sár slns brotna ástallfs og gufuöu upp eitthvert austur I bæ. Smátt og smátt fjölgar á Texti je R. Torginu, þótt aðeins litið brot af þjóðinni sé mætt. Andri setur fundinn og stjórnar af reisn og valkyrjan Vilborg flytur skyn- samlega ræðu með sjarma, um dansinn i kringum sprengjuna og þverstæðurnar i vitfirrtum heimi. Sönghópur æskufólks flytur baráttuljóð af snerpu, en allt i einu byrja sirenurnar að væla hættumerki og svo skerst fund rödd þular rikisútvarpsins út- yfir mannfjöldann og flytur hrikafregn: kjarnorku- sprenging viö Keflavikurflug- völl. Þetta er nöturleg stund og hún litla dóttir min þrýstir sér fast að mér og spyr með grát- stafi i kverkunum: — Er þetta i alvöru, pabbi? Leikarar úr röð- um hernámsandstæöinga fram- lengja áhrifin i leikþætti Þor- steins Marelssonar og i sama mund og þulurinn hefur upp raust að nýju og varar við geislavirku úrfelli, dettur norð- an gjólan niður og það byrjar að rigna. Sem betur fer var hér á ferö hrein og mild vorrigning, en atvikið minnti viðstadda óþyrmilega á hve skammt er á milli lifs og eyðileggingarinnar og dauöans I striðsbrjáluöum heimi. Enn byrja ungmennin að syngja. Skammt frá mér sé ég geöslega unga stúlku I lúinni hettuúlpu dökkri, sem ég haföi nýlega séð I allt öðru umhverfi. Ég leit niður á gömlu dökku sparifötin min og gljáburstaða skóna. Var ég i mótsögn við þetta umhverfi, þetta fólk, boð- flenna i þeirra veröld? Var stærra gap á milli fólksins og námsmannanna en ég hafði haldiö? Voru róttækir mennta- menn vitandi vits eða af óvita- skap að breikka það bil sem kenningin, lifsskoðunin sem þeir hampa, segir fyrir um, að mjókka skuli? Eða vildi stúlkan sýna fyrirlitningu sina á brodd- borgara sem væri að þykjast lifa stúdentalifi?...eða...eða. I ■ I i ■ I j i i ■ I Ungur jarðfræðingur var að ■ Þaö var fyrir viku. Ég sat i haida ræ6u> eldheita og | Stúdentakjallaranum meö grimma. Stúlkan leit til min. Ég ■ sætan vermóö i glasi og Prins brosti yiö henni, en rak síöan út Z Fats breiddi úr sér viö planóiö. ^ m^r tunguna. Hún leit undan I Ðragömikiö vimö seytlaöi um 0g eldroðnaöi, haföi liklega ■ æðar og taugar og gangrimla- þekkt mig og þá vorum viö I hjól hugans snerist hægt i vel- kvitt. liðan og tónarnir dönsuðu um nú var Andri að slita fundin- I veggi og þil i einu frægasta um og mannfjöldinn að þokast I danslagi allra tlma, Sjalúsi eftir af gtað áleiöis að bandariska ■ Jacob Gade. Stúlkan sat á móti sendiráðinu. Ég sá mörg ■ mér og hallaði sér upp að pia- kunnugleg andlit sem oft áöur J nóinu. Ég brosti til hennar um höfðu staöið I þessu andófi, en | leið og ég drakk út. Hún setti hjn voru mjkiu fleiri sem ég ■ upp hæðnissvip og rak siöan út kannaðist ekkert við. Hér var I úr sér tunguna I herfilegri námsfólk I meirihluta og hafði 2 grettu. Mér snarbrá og var reyndar borið uppi dagskrá ■ nærri búinn að missa glasið, en fundarins. leit svo flóttalega i kringum mig. Enginn hafði tekið eftir þessu atviki. Stúdentar i galla- buxum sátu og skeggræddu merkingar latneskra orða en illa snoðklipptir pönkarar sátu meinlætalegir, með útbrunnar sigarettur, á milli tveggja blómlegra nýstúdina sullandi I rósavini en hommarnir tveir frammi við dyrnar voru byrj- aðir að faðmast. Prinsinn var nú hættur að spila, en byrjaður að dreifa nafnspjöldum sem hann átti af skornum skammti og svo reik- aði hann fram I sal til að fá aftur I glasiö. Sama tilfinning og áður i Stúd- Z entakjallaranum greip mig I skyndilega, þvi ég far.n svo vel ■ hve litið ég átti i þessum fundi | og hve litið gagn ég haföi gert. ■ Og það sem verra var, mér I fannst einnig sem verkalýðs- J hreyfingin ætti sáralitið i bar- ■ áttu dagsins, nema nokkrar I hangandi hendur. Heim kominn um kvöldið fór | ég enn að hugsa um þessa hluti. ■ Var að gripa um sig einhver | komplex i sálinni, eða væri ef til „ vill athugandi að þessir hópar, ■ námsfólk og verkalýöur, fari aö * tala saman? -je I ■ .-.Jl Við kjósum Albert Gylfi Ægisson sjómaður Guðbjörn Sævar hárgreiðslumeistari Guðni Kjartansson iþróttakennari Jóhann Ingi Gunnarsson iþróttaþjálfari Kristin H. Waage húsmóðir Pétur Kristjánsson söngvari G. Rúnar Júliusson tónlistarmaður Ólafur Laufdal forstjóri Guðrún Valgarðsdóttir flugfreyja Brynja Nordquist húsmóðir Magnús Ketilsson verslunarmaður Maria Baldursdóttir söngkona Bjarni Bjarnason verslunarmaður Magnús Pétursson iþróttamaður Finnbogi Kjartansson augl.teiknari Anna B. Eðvarðs skrifstofumær Þórir Baldursson hljómlistarmaður Engilbert Jenssen hljómlistarm. og söngvari Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaður Marteinn Geirsson knattspyrnumaður Bentina Björgólfsdóttir snyrtisérfræðingur Magnús Kjartansson hljóðfæraleikari Helgi Steingrimsson verslunarmaður Svanlaug Jónsdóttir gjaldkeri Ólafur Júliusson verslunarmaður Jónas R. Jónsson hljómlistarmaður Snorri Guðvarðsson söngvari ómar Einarsson framkvæmdastj. Æskulýðsráðs Gunnar Þórðarson hljómlistarmaður Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona Skúli Gislason sýningarmaður Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Pálmi Gunnarsson söngvari og hljómlistarm. Árni Þ. Árnason verslunarmaður VÉLSKÓLI ÍSLANDS Inntökuskilyrði 1. stig: a) Umsækjandi hafi náð 17 ára aldri, b) Umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúkdómi eða hafi líkamsgalla sem geti orðið honum til tálmunar við starf hans, c) Umsækjandi kunni sund. 2. stig: a) Umsækjandi hafi náð 18 ára aldri, b) sama og fyrir 1. stig, c) Umsækjandi hafi lokið miðskólapróf i eða hlotið hliðstæða menntun, d) Umsækjandi hafi eitt af þrennu: 1. lokið vélstjóranámi, 1. stigs með framhaldseinkunn, 2. öðlast a.m.k. tveggja ára reynslu i meðferð véla eða í vélaviðgerðum og staðist inntökupróf við skólann, 3. lokið eins vetrar námi í verknáms- skóla iðnaðar í málmiðnaðargreinum og hlotið a.m.k. 6 mánaða reynslu að auki í meðferð véla eða vélaviðgerðum og staðist sérstakt inntöku- próf. Umsóknir Umsóknareyðublöð liggja frammi í skrifstofu skólans í Sjómannaskólanum, 2. hæð, sími 19755. Umsóknir berist skólanum fyrir 10. júní 1980. Kennsla hefst í byrjun september. Skólastjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.