Þjóðviljinn - 18.05.1980, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 18.05.1980, Blaðsíða 24
DJÚÐVIUINN Sunnudagur 18. mai 1980 nafn* Páll Helgi Jónsson Nafn vikunnar er Páll H. Jónsson, sem annað árið i röð hlýtur verðlaun Fræöslu- ráös Reykjavikur fyrir bestu frumsömdu barnabók, islenska. Páll H. Jónsson er fæddur 1908. Hann sagði frá þvl, þegar verðlaun voru afhent, að hann myndi vel þá tíð, þegar bókahungur var mikiö og engin ganga svo erfiö, að hún væri skki sjálfsögö ef hún gæfi það i aðra hönd að ný bók fengist til láns. Hann rifjaði þaö og upp, að þegar hann, ungur drengur, var haldinn þessu bókahungri, lýsti hann því yfir við móöur sina, að hann ætlaöi að gerast skáld. Þá setti grát að móður minni, sagði Páll: skáld deyja ung. Og þar með var sú áætlun lögð á hilluna. Páll H. Jónsson hefur við margt sýslaö, verið kennari, ritstjóri Samvinnunnar, hann hefur, þrátt fyrir þann lifsháska sem mönnum þótti að skáldum steöja, samiö tvær ljóðabækur, leikrit, ævisögu Hallgrims Krist- inssonar. Og nú slðast hefur hann samið tvær barna- bækur sem þóttu öðrum betri, og þar með gert sitt til að brúa margfrægt kyn- slóðabil, sem oft er um kvartaö. Hann hefur með sögum sfnum orðiö einskonar afi allra islenskra barna, eins og Sigurjón Pétursson forseti borgar- stjórnar komst að oröi, *g«r hann ávarpaði höfund- inn á föstudagskvekti. Nú er önnur öld, sagði Páll H. Jónsson þetta sama kvöld. Ef að eitthvað er til sem kalla mætti bóka- hungur, þá er það ekki vegna skorts á bókum. Það er vist heldur ekki talinn lifsháski lengur að gerast skáld. Þvi mun að sönnu fylgja sálar- háski — en hann er ekki lengur orð sem vegur þungt á vörum manna. Vissulega, sagði Páll Helgi Jónsson, er þaö okkur sem hljótum viðurkenningu fyrir frumsamdar barnabækur og þýddar góður heiöur. En hitt skiptir meira máli, að með verðlaunum af þessu tagi er höfuðborgin að láta i ljós vaxandi skilning á þvl, að bækur fyrir börn skipti máli. Sýna sóma þeirri stööu sem bækur hafa I heimi barna. Forseti borgarstjórnar hafði I ávarpi sinu einmitt lagt á þaö áherslu, aö það væri vel til fundið aö bók- menntaverðlaun af hálfu Reykjavlkurborgar væru einmitt barnabókaverölaun: það skipti svo miklu að mál- farsuppeldi barna, hæfni þeirra til að lesa það sem máli skiptir og mynda sér skoöanir, fengi lið góðra Islenskra barnabókmennta. Við spurðum Pál H. Jóns- son hvort hann heföi fleiri barnabækur á prjónunum. Hann lofaði engu, en bros hans var jákvætt. —áb Xnalsínu pjóoviljans er 81333 kl. 3-30 mánudaga tll fóstudaga. l'tan þess tima er hægt aö ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hegt aö ná í afgreiöslu blaösins isima 81663. Blaöaprent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsíml Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 STARF OG KJÖR Sigurður Skúlason leikari Kiörin eru misjöfn 171 íFélagi íslenskra leikara fastrádið í 56 stödur Ég held að ekki sé ofsagt að um leikara og störf þeirra leiki Ivið meiri ljómi en um flestar aðrar stéttir og vlsast er það að margan mun einhvern tlma hafa um þaö dreymt að komast ,,á fjalirnar” án þess að hafa gert neitt frekar I málinu. Sjálfsagt er þetta starf eftirsóknarverðara en mörg önn- ur en ætlunin er þó ekki aö ræða starfiö sjálft að þessu sinni heldur beina athyglinni að kjörum leik- ara. Þeir veröa eins og aðrir aö vinna fyrir daglegu brauði sln og sinna, þó að vissulega sé hið sama um leiklistina að segja og aðra listsköpun, að hana verði ævin- iega erfitt að meta til fjár. Sigurður Skúiasoner leikari við Þjóðleikhúsið og er ráðinn á svo- kölluðum B-samningi. Hann út- skrifaðist Ur Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1967 og hefur leikið stöðugt siðan. Sígurður er formaður Leikarafélags Þjóð- leikhússins og mun hann nU leiða lesendur Þjóðviljans i alian sann- leika um kjör leikara. Sigurður: Ég vil byrja á þvi að taka þaöfram að kjör leikara eru æðimisjöfn. Stór hópur leikara er atvinnulaus, aðrir vinna einstök verkefni við og við og svo eru það þeir sem eru fastráðnir. Atvinnu- leikhUsin eru þrjú, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavikur og Leik- fél. Akureyrar. 1 ÞjóðleikhUsinu er fastráðið I 32 stöður, 16 hjá Leikfél. Rvk. og 8hjá Leikfél. Ak- ureyrar. Þetta eru samtals 56 stöður en félagar I Félagi Isl. leik- ara eru 171. Þetta segir slna sögu. — Þama verða kvenleikarar miklu verr Uti. 1 leikbókmenntun- um eru karlahlutverk mun fleiri en kvenhlutverk og þess vegna er meira að gera fyrir karlmenn I leikhUsunum en konur. Samt er á- sókn kvenna I leiklist meiri en karla. S.l. 2-3 ár gengu I Félag Isl. leikara um það bil helmingi fleiri konur en karlar. Allt að 10 flokka munur Þú segist vera á B-samningi, hvað merkir þaö? — Leikarar Þjóðleikhússins eru rlkisstarfsmenn og taka laun samkv. samningum BSRB en samt sitja þeir ekki allir við sama borð. Viö hér við ÞjóöleikhUsið höfum þrenns konar samninga, A-, B- og C- samninga. Um leik- ara á A-samningi gilda sömu reglur og um aðra opinbera starfsmenn. Byrjunarlaun þeirra eru samkv. 17. launafl. þriöja þrepi og eru I dag kr. 468.463 á mán. Eftir 5 ára starf færast þeir svo upp I 19. flokk og launin þar eru kr. 497.278 á mán. Leikarar á B-samningi eru hins vegar ráðnir til eins árs I senn og byrja I 9. launafl. 1. þrepi þar sem mánaðarlaunin eru kr. 318.'67'4‘. Eftir þrjú ár fara þeir I 12. flokk og eftir önnur þrjú I þann 15. Ég er i þeim flokki og mánaðarlaun min eru kr. 439.644. Hærra I laun- um fara B-leikarar ekki. — Til viðbótar þessum launa- mun og mismiklu atvinnuöryggi þurfa B-leikarar að skila fleiri vinnustundum hér I húsinu en hinir, eöa 147 stundum á mánuði á Laun fastrád- inna leikara við Þjóðleik- húsid: A-samningur: Byrjunarlaun 17. fl. 3. þrep kr. 468.463 Hámarkslaun 19. fl. 3. þrep kr. 497.278 B-samningur: Byrjunarlaun 9. fl. 1. þrep kr. 318.674 Hámarkslaun 15. fl. 3. þrep kr. 439.644 móti 138 hjá A-leikurum. Báöum hópum er ætlaö að vinna heima þannig aö vinnustundir á ári verði samtals 1832. A-leikarar fá llka greidda yfirvinnu á sýningar um- fram 120 á ári en það fáum við á B-samningi ekki. Hjá okkur er sýningafjöldinn ótakmarkaöur. — Þetta fyrirkomulag tel ég löngu orðið úrelt.enda er það ein aðalkrafa leikara að breyta þessu þannig að þessir tveir samningar verði felldir I einn samning, þar sem vinnuskylda verði hin sama , og starfsaldur ráði launum. — C-samningur er fyrir leikara sem leika einstök hlutverk. Sá sem er ráðinn I eitt verkefni fær mánaðarlaun meðan æfingar standa yfir og eru það 80% af næsta launaflokki ofan viö þann flokk sem hann ætti að fara I yrði hann fastráðinn. A sýningatíman- um fær leikarinn svo greitt fyrir hverja sýningu og er það mis- jafnt eftir stærð hlutverka. Taxt- inn fyrir lltið hlutverk er núna kr. 25.475 fyrir meðalhlutverk kr. 30.060 og fyrir stórt hlutverk kr. 35.471. — Ef leikari á C-samningi vinn- ur við tvö eða fleiri verkefni sam- tlmis, er hann á mánaðarkaupi allan tímann, bæði meðan hann æfir og leikur. Launin eru einum flokki hærri en hann myndi fá, yrði hann fastráðinn. Að jafnaði er C-mönnum tryggðar tvær sýn- ingar á viku og lágmarkstrygging er 10 sýningar. Þjóðleikhússtjóri einvaldur Eiga leikarar á B-samningi kannski rétt á að komast á A- samning eftir einhvern vissan tlma? — Nei, það er ekkert rennsli þarna á milli. Leikhússtjóri ræð- ur einn alla leikara og honum er það alveg I sjálfsvald sett hvort hann ræður leikara á A- eöa B- samning. Hann getur llka sem best haldið leikurum á B-samn-, ingi svo lengi sem verkast vill. Hérna I húsinu eru t.d. leikarar sem búnir eru að vera meira en 20 ár á B-samningi. Nú hefur þú rakið hvernig launafyrirkomulag þiö búið við hér I Þjóöleikhúsinu, en hvernig eru samningar annarra leikara sem eru fastráðnir hjá hinum at- vinnuieikhúsunum, Leikfélagi Reykjavlkur og Leikfélagi Akur- eyrar? — Eg hef ekki samninga þeirra hjá mér svo að ég get ekki sagt þaö I smáatriðum en samningar þessara leikara eru svipaðir A- samningi okkar. Uppstoppaðir og niðursprautaðir Hvernig er vinnutlma ykkar háttað? — Viö æfum alla daga vikunnar nema sunnudaga á timabilinu frá kl. 10 á morgnana til kl. 4 e.h. Sýningar eru daglega nema á mánudögum. Leikarar eiga enga fasta frldaga. 1 slðustu samning- um var samið um að viö fengjum einn frídag á viku, þó þannig að leikhúsið mætti safna þeim upp I fjóra og dreifa þeim slðan á næstu fjórar vikur en þetta er gjörsam- lega óframkvæmanlegt og samn- ingsákvæðið þvi ónýtt. Leikarar leggja mikla áherslu á að fá viku- legan frldag. — Ég vil gjarnan geta þess hér að vinnumórall leikara er á háu stigi, þeir finna til óvenjumikillar ábyrgðar gagnvart slnu starfi sem sést vel á þvl að það heyrir til tlðinda að fella þurfi niður sýn- ingu vegna veikinda leikara. A hinn bóginn getur þessi mórall orkað tvimælis og stundum geng- ið beinlínis út I öfgar eins og þeg- ar menn mæta fársjúkir, kannski með 40 stiga hita og niðurspraut- aðir til þess „bjarga leikhúsinu”. Enda sagði einu sinni við mig einn kollegi þegar við ræddum þetta: „Það er ég viss um að þó að maður dræpist yrði maður stoppaður upp, sett I mann batterl og slðan hent inn á sviðið”. Taka skal tillit til listrænnar velferðar leikara Verkefnaval Þjóðleikhússins er oft gagnrýnt, hvað telur þú að helst þurfi að hafa I huga þegar verkefnaskrá leikhússins er sam- in? — Það eru að sjálfsögðu ótal- mörg atriöi sem taka þarf með I reikninginn. Menn þurfa aö fylgj- ast vel með þvl sem er að gerast I heiminum, jafnt listaheiminum sem alþjóðamálum. Fylgjast með verkúm nýrra höfunda og nýjum verkum þekktra höfunda. Auðvit- að verður lika að taka miö af okk- ar eigin þjóðllfi og ástandi þar, og byggja upp og hlúa aö innlendri leikritagerð. — Við verkefnaval þarf svo að sjálfsögðu að taka mið af þvi starfsliði sem er til staöar til að koma þessum verkum á fram- færi. I þvl sambandi vil ég benda á eina grein I lögum um Þjóðleik- hús sem er starfsfólkinu ákaflega mikilvæg og skyldi I heiðri höfð. Hún er svona: „Við samningu verkefnaskrár skal leitast við að nýting starfs- krafta verði hagkvæm og tillit verði tekiö til listrænnar velferð- ar og þroska listamanna”. Nú hefurðu lýst vel kjörum leikara við Þjóðleikhúsið en hver eru helstu hagsmunamál leikara almennt I dag? — Það þarf að tryggja fjár- hagslegan grundvöll Leikfél. Ak- ureyrar sem atvinnuleikhúss, Það þarf aö fjölga stöðum við at- vinnuleikhúsin. Þaö veröur að tryggja fjárhag frjálsra leikhópa og það þarf að koma upp útvarps- og sjónvarpsleikhúsi með fast- ráðnum leikurum. —- hs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.