Þjóðviljinn - 18.05.1980, Blaðsíða 23
Sunnudagur 18. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23
A Biography.
Herbert R. Lottman.
Weidenfeld and
Nicolson 1979.
Þaö eru tuttugu ár liðin frá þvi
að Albert Camus lést i bilslysi,
þann 4. janiíar 1960. Herbert R.
Lottman er rithöfundur og gagn-
rýnandi m.a. við New York
Times, hann býr i Paris. Ævisaga
Camus eftir hann kom út i fyrra.
Lottman lagði mjög mikla vinnu i
Aibert Camus
þessa bók, hann vann hana á
löngum tima og hafði samband
eða átti viðtöl við flesta þá, sem
áttu náin skipti við Camus og
einnig þá sem gátu upplýst ein-
hver atriði varðandi hann, án
þess að vera honum nánir. Auk
þess vann hann tir miklu magni
prentaðra heimilda og verka,
sem snerta verk og lif Camus.
Mikil vinna fór i aö leiörétta ýmis
konar skekkjur, sem birtar höfðu
verið sem staðreyndir um
höfundinn. Lottman varö að vera
án heimilda, sem snertu barn-
æsku og æsku Camus i Alsir; með
sjálfstæði Alsir urðu miklar
breytingar á búsetu manna, sem
þekkt höfðu Camus, margir
þeirra voru horfnir og aðrir
látnir, einnig skortir mikið á aö
gjörlegt væri að afla skjallegra
heimilda þaðan sem máli skiptu i
ýmsum efnum.
Lottman hefur tekist aö skýra
myndina af uppvexti Camus i
Alslr, fátækt fjölskyldu hans og
erfiðleika hennar. Höf. fjallar um
fyrstu tilraunir Camus til rit-
starfa og þær hömlur sem veik-
indin settu honum, en hann
þjáðist ungur af berklum, sem
fylgdu honum alla tiö. Höfundi
hefur tekist að afla nýrra upplýs-
inga um þátttöku Camus I and-
spyrnuhreyfingunni á strfðsárun-
um, en þáttur hans þar var mun
meiri en hingað til hefur verið
talið. Höf. fjallar siöan um starf-
semi hans sem leikritahöfundar
og sem rithöfundar og umfjöllun
hans skýrir betur ýmsa þætti rita
hans en áður hefur verið gert.
Camus er einn þeirra höfunda,
sem var alltaf sjálfum sér trúr og
hann sá margt fyrir 20-30 árum,
sem öðrum var lengur hulið.
Þetta er ýtarleg ævisaga, um 750
blaðsiður.
Mindsplit
The Psychology of
Multiple Personality and
the Dissociated Self.
Peter McKellat.
J.M. Dent & Sons 1979.
Höfundurinn er prófessor I
sálfræði viö Otago háskólann á
Nýja Sjálandi. Hann rannsakaði
áhrif mescalins og LSD á slnum
tima og þær rannsóknir beindu
honum til þeirra rannsókna, sem
þessi bók hans fjallar um. Hann
hefur ritað nokkrar bækur um
ýmis svið sálfræðinnar.
Eitt furðulegasta fyrirbrigði
sálfræðinnar og það sem erfið-
lega hefur gengiö aö skilja og
skilgreina, eru persónuhvörf eöa
þegar persóna einstaklingsins
virðist skiptast og ný mynd eða
persóna kemur fram. Skipting
verður og sami einstaklingur
virðist hafa til að bera tvenna
persónuleika, sem geta oft lifað
aðskildir hvor öðrum. Geðklofi á
ekki skylt við þetta fyrirbrigði;
geðklofi er hrun persónuleikans.
En tveir eða fleiri persónuleikar i
einum einstaklingi lifa sinu lífi
aðskildir, stundum er einn alls-
ráðandi, stundum annar o.s.fr.
Stundum geta þessir persónu-.
leikar átt i hörðum átökum inn-1
byrðis. í bókmenntum eru mörg
dæmi um þetta fyrirbrigði, þaö
frægasta er Dr. Jekyll and Mr.
Hyde eftir Stevenson. Onnur
saga Stevensons, Markheim,
fjallar um tviklofning persónu-
leikans eða myndun tveggja
persóna. Markheim talar við hitt
sjálfið. Sektarkenndin getur orðið
svo sterk að hún getur myndað
sjálf, aðskilið eigin sjálfi. Þetta
fyrirbrigði kom t.d. fram hjá
LUther og einnig I Faust-sögninni.
Ötal sögur eru um einsetumenn
og einsetumúnka sem áttu aðeins
einhverja djöfla aö félögum I ein-
verunni, sem þeir áttu I stööugum
deilum við. Jung kallar þetta
fyrirbrigöi „skuggann”, sem býr
i hverjum manni, og getur tekiö á
sig gerð eða mynd, sem er hrein
andstæða hins eiginlega persónu-
leika eöa persónu. Þessar mann-
gerðir koma fram I sögum Dost-
ojevskys.
Höfundurinn hefur fengist við
rannsónir á þessum fyrirbrigðum
i mörg ár og setur fram i þessari
bók sinni árangur þeirra rann-
sókna. Hann telur t.a.m. að skýra
megiýmiseinkennileg fyrirbrigði
t.d. djöfulæði, ósjálfráða skrift,
ýmsartegundirfjarhrifa og fleira
sem talið er til dularfullra fyrir-
bæra, með mótun auka-sjálfa I
einum og sama einstaklingi.
Hann segir að viss öfl geti
magnaö upp auka-sjálf eða auka
persónuleika, sem láti á sér kræla
við vissar aðstæður.
McKellar leitast viö að skýra
skyld fyrirbæri, minnistap,
dáleiðslu og poltergeist. Bók þessi
er einkar fróðleg og vel skrifuð,
höfundurinn er skýr t framsetn-
ingu og fer varlega i fullyrðingar.
Kenningar þær sem höf. ber fram
eru ekki nýjar af nálinni, og hafa
ýmsir sálfræðingar gagnrýnt þær
eða gengið fram hjá þeim, en höf.
telur að þær eigi fyllilega tilveru-
rétt innan greinarinnar og skýri
margvisleg fyrirbrigði, minnsta
kosti að vissu marki.
The Country Kitchen.
Jocasta Innes.
Fraces Lincoln
Weidenfeld & Nicolson
1979.
Höfundurinn fæddist I Kina. 15
ára gömul hafði hún ferðast eitt-
hvað um flestallar álfur, siðan
gerðist hún blaöakona, eftir að
hafa lokið námi I Cambridge.
Henni leiddist fréttasnap og tók
aö skrifa kvikmyndahandrit og
siðan matreiðslubók fyrir fátækl-
inga,sem seldist vel.svo að hún
skrifaði aðra um heimilishald
fyrirþá sömu. Manneskjan giftist
blaöamanni og settist að úti i
sveit, þar sem hún stundar
matargerð, sultar, reykirog gerir
osta og tlnir sveppi, milli þess
sem hún skrifar hitt og annað
niður, sem hún hefur gaman af.
Þessi bók er fallega gefin út,
góðar myndir og enn betri
uppskriftir,en þær eru viöa að úr
heiminum. 1 slöasta kafla bókar-
innar fjallar hún um vingerö, en
vingerð eða brugg I heimahúsum
er nú stunduð vlða, þ.á m. hér á
landi. Eftir að klókir prangarar
tóku að hvetja fólk til að kaupa
hin og önnur bruggáhöld og eftir
að viss hluti millistéttanna um
allan heim aöhæfðist þeirri tisku
að brugga eigið vin, ef vin skyldi
kalla, hefur þessi ósiður borist
hingaö til lands, þar sem vin-
menning hefur íöngum verið I
lágmarki. Bruggiö hefur ekki
bætt vinmenninguna, og allra slst
smekkinn, menn brugga af lltilli
kunnáttu og þykjast framleiða vin
sem á ekkert skylt við hugtakið
vln. Venjulega er þetta drukkið
hálfhrátt og lltt gerjað og svo er
gruggið étið i ábæti af þessum
bruggurum.
Umsjón: Hafsteinn Hafliðason.
af görðum
og gróðri
sem lenti í
súpunni
Þessa dagana er í mörg
hornin að líta hjá garð-
yrkjumönnunum, svo að
skrifpúltið vill verða
nokkuð útundan. Því eru
velunnarar þessara þátta
beðnir margfaldrar
afsökunar á því, hversu
strjált er orðið á milli
þeirra. En ég lofa bót og
betrun!
Eiginlega var meiningin aö
lesendur legðu hér lika orö I
belg. Efalaust hafið þið frá
mörgu aö segja frá viðskiptum
ykkar við jurtarikiö eöa ein-
hverju sem ykkur er huglægt
um jörö og gróöur. Þaö þarf ekki
aö vera einskorðað við ræktun
eða garðyrkju. Hingað er allur
gróður velkominn, hvort sem
hann vex I óræktarmóa eða
aldingaröi. Arfi sem eðalrós.
Lausnarjurtir og lásagrös.
Nú er komið vor og skessu-
jurtin lætur ekkert tefja för sina
I sumarlandið. Rjóð af ákefð
flengjast blöð hennar upp úr
svarbrúnni moldinni, súpu-
gerðarmönnum til mikils fagn-
aöar.
Súpujurtin.
Skessujurt gerir „sklrt andlit”, „opnar
svitaholur.yljar æöar og dregur dt vondan
raka”.
Af lækningamættinum
orönir eru vanir henni geta
varla verið án hennar við flesta
matargerð.
Skessujurtin, Levisticum
officinalis, er súpujurtin
umfram aörar og á bernsku-
skeiði pakkasúpanna var jafn-
vel fariö að kalla hana
„Maggi”-jurt þvi hún var mikiö
notuð I þessar súpur vegna
Jþeirra eiginleika sinna að geta
dregiö fram hinn rétta keim úr
öllum mat. Nú oröið munu þó
flestir pakkasúpuframleiöendur
farnir að nota I hennar stað
efnið monosodium glutamate,
grunaðan krabbameinsvald
sem við köllum „þriðja
kryddið”.
Enda þótt skessujurtin sé
upprunnin i hálendi Suður-
Evrópu þrifst hún með ágætum
hér um allt land. Hún er fjölær
planta af sveipjurtaætt og er þvi
náskyld hvönninni okkar
islensku. Þeim svipar nokkuð
saman, frænkunum.
I frjóum jarövegi getur
skessujurtin oröiö mannhæöar
há þó svo að meöalhæð hennar
sé oftast um nltiu sentimetrar I
frumheimkynnum hennar.
Blöðin fullvaxin eru dökkgræn
og gljá meö einkennilegri olfu-
slikju. Við minnstu snertingu
gefur öll plantan frá sér mjög
sterka og viðloöandi lykt.
Skessujurtin er gömul lækn-'
ingajurt. I jurtabók frá árinu
1628 segir að böð af seyði
hennar geri „skfrt andlit” og
ennfremur „hún opnar svita-
holur, yljar æðar og dregur út
vondan raka. Te af blööum
hennar þóttu létta mjög
mánaðarþrautir kvenna,
(Auður Haralds! — hlf upp,
minn bróðir!). Hámarki vin-
sældanna náði hún þó þó á
fimmtándu öld þegar sá kvittur
kom upp, aö auk þess að vernda
gegn hinni voðalegu fransós
efldi hún mönnum ástaþrek.
Hvort tveggja þótti nú ekki svo
litils virði I baöinnréttingum
þeirra tima! Baðhúsin báru
hana I tonnatali I baövatn gesta
og seldu dýrt.
Hvort það er vegna vaxandi
siðprýði eða vonbrigða að þessi
undrakraftur skessujurtarinnar
hefur legiö I þagnargildi slðustu
aldirnar skal ósagt látið hér.
Hitt er vlst að i hópi kryddjurta
standa fáir henni á sporöi.
Bragð hennar felur I sér á einu
bretti obbann af öllu þvi sem
aðrar kryddjurtir hafa upp á að
bjóða. Þeir sem eru óvanir jurt-
tnni þurfa að fara hægt af staö
þvi bragðið er sterkt. Þeir sem
Kjöfsúpan í æðra veldi.
Hálf til heil matskeið af
saxaöri skessujurt út I kjöt-
súpuna lyftir henni upp i æðra
veldi. Ekki er heldur slðra aö
krydda með henni fiskigratinið.
Skessujurtin er rlk af stein-
efnum og vltamlnum. ögn af
henni samanviö hrásalatið
eykur hollustu þess. Og eins og
svo margar frænkur hennar
léttir hún undir meö þeim, sem
vilja losa sig við aukakilóin.
Og hér koma nokkrar „til-
lögur um framreiðslu” eins og
það heitir á kæfudósinni frá
KEA.
Saxið saman skessujurt og
graclauk, blandið saman við
súrmjólk eða sýrðan rjóma og
borðið meö soðnum kartöflum I
hádegisverö. Hollt og gott!
Ekki er þaö heldur af bragð-
vonda taginu að raða drjúgt
meö tómatsneiðar á litinn disk,
tæta ögn af skessujurt (og gras-
lauk) saman við oliusósu og
hella yfir. Borið fram sem for-
réttur eða aukabiti.
Rúgbrauð með skessujurtar-
smjöri ber af öðrum brauðum
og er sagt eyða vinlykt!
Fryst og þurrkuð.
Til vetrarbrúks má þurrka
skessujurtina eöa frysta. Viö
þurrkun eru nokkur blöð bundin
saman i knippi og hengd með
stilkinn upp þar sem sól skin
ekki á þau. Blöðin eru hæfilega
þurr, ef blöökurnar mola af
stilkunum þegar farið er um
þau höndum. Myljiö blöðin
smátt og geymið I þéttlokaöri
krukku.
Einnig má taka upp rótar-
anga og geyma á sama hátt og
gulrætur (huldar sandi á
svölum stað) eða hafa i
Isskápnum til igripa þegar
hressa þarf upp á súpur og sós-
ur.