Þjóðviljinn - 18.05.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.05.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 18. mal 1888 Litla hafmeyjan Stefnumót i júli Tékknesk kvikmyndavika i gær, laugardag, hófst í Háskólabiói tékknesk kvik- myndavika, sú fyrsta hérlendis. Þeir sem að vik- unni standa eru tékkneska sendiráðið, Tékknesk - islenska menningarfélagið og Háskólabíó. Sýndar verða sex kvikmyndir. Kvikmyndagerö i Tékkó- slóvakiu á sér nokkuð langa sögu. Upphafsmaður hennar er talinn vera arkitektinn Jan Krizenecky, sem sýndi þrjá leiknar kvik- myndir á alþjóðlegri sýningu I Prag árið 1898. Strax eftir seinni heimsstyrjöldina, nánar tiltekið 11. ágúst 1945, voru sett lög um þjóðnýtingu kvikmyndaiðnaöar- ins. Um leið var hafinn undirbún- ingur aö stofnun kvikmyndá- skóla, og tók hann til starfa tveimur árum síöar I tengslum við Listaakademiuna I Prag. Nú er unnið að þvi að setja á laggirn- ar annan kvikmyndaskóla i Bratislava i Slóvakiu. A þessu ári verða framleiddar í Tékkóslóvakiu 50 leiknar mynd- ir af fullri lengd. Stuttar myndir 3g heimildamyndir verða um 1800 talsins. Kvikmyndahátlðir eru haldnar reglulega og eru frægast- ar þeirra alþjóðlega kvikmynda- hátiðin I Karlovy Vary, sem hald- in er annað hvert ár, og hátíðin i Gottwaldov, þar sem sýndar eru tékkneskar og slóvakfskar mynd- ir og sérstök hátið fyrir barna- myndir. Teiknimynd Tékkar og Slóvakar eru heims- frægir fyrir brúðumyndir sinar og teiknimyndir, og má þar minna á myndir snillingsins Jiri Trnka. sem lést 1969. A tékknesku kvik- myndavikunni hér verður sýnd ein teiknimynd, sem einkum er ætluö börnum en fullorðnir ættu lika aðhafagaman af: .,Krabat” eftir Karel Zeman. (Sú mynd var sýnd á Kvikmyndahátiðinni i Regnboganum i febrúar s.l.) A barnamyndahátiðinni i Teheran 1978 var „Krabat” kosin besta myndin, og einnig fékk hún verð- laun á hátiðinni I Louisiana 1979. „Krabat” er byggð á ævintýri frá Lausitz. Krabat er fátækur drengur sem flakkar um héraðið og kemur að myllu einni dular- fullri þar sem hann lærir galdra. Einsog vera ber I ævintýri verða átök milli hins góða og hins illa, og hið góða sigrar að lokum Alvara og grfn Kvikmyndavikan var opnuð i gær með sýningju á myndinni „Skuggar sumarsins” eftir Frantisek Vlacil. Þessi mynd hlaut fyrstu verðlaun á hátiðinni I Karlovy Vary 1978. Hún fjallar um fjárbóndann Baran, sem býr á afskekktu býli ásamt konu sinni Krabat ara sem fæst við lagasmiö I tóm- stundum. Hann fær viðurkenn- ingu og tilboð um aö semja fleiri lög, en sá galli er á hæfileikum hans að hann getur ekkert samið nema eitthvaö voðalegt sé aö ger- ast I kringum hann. Ýmis voða- verk og stórslys eru sett á svið til að skapa forsendur fyrir innblástri. Nick Carter „Adeia er svöng” er skop- stællng á leynilögreglumynd, og hefur hlotiö viðurkenningu á 3 alþjóðlegum kvikmyndahátiöum: I Miami, Houston og Kairó. Aöalpersóna myndarinnar er enginn annar en Nick Carter, sem kemur til Prag til að rannsaka dularfullt hvarf Gerts nokkurs. Siðar kemur i ljós að Gert er hundur. Væntanlegum áhorfend- um er sennilega litill greiði gerð- ur með þvl aö rekja hér atburða- rásina, en myndin er sögð mein- fyndin á tékkneskan máta. Höfundur hennar er Oldrich Lipsky, sem áður hefur gert fjölda gamanmynda. „Litla hafmeyjan” er byggð á samnefndu ævintýri eftir H.C. Andersen. Myndin hlaut fyrstu verðlaun á kvikmyndahátiðinni i Kairó 1977. Leikstjóri ér Karel Kachyna. Söguþráöurínn ætti að vera óþarfi að rekja, en myndin er leikin og I litum. Nýjar myndir ogtveimur börnum. Sumarið 1947 tekur hópur fyrrverandi SS- manna af pólsku og úkrainsku þjóðerni hús á Baran og hótar að myrða hann og fjölskyldu hans alla ef hann aðstoöi þá ekki viö aö komast til austurrlsku landa- mæranna. Myndin segir slðan frá baráttu Barans við að losa sig við þessa óboðnu gesti af eigin rammleik og með aðstoð læknis- ins I þorpinu. „Stefnumót I júli” var kosin besta myndin á alþjóðlegri kvikmyndahátið I Panama 1978. Leikstjóri er Karel Kachyna. Myndin gerist i sumarbúðum fyrir skólakrakka sem hafa falliö á prófum og eiga að nota sumarið til að læra. „Haltu honum hræddum” var framleidd I Barrandovkvik- myndaverinu 1977. Leikstjóri er Ladislav Rychman. Þetta er gamanmynd um tónlistarkenn- Þessar sex myndir eru allar geröar á undanförnum fimm ár- um. Hér á landi hefur litið verið sýnt af nýjum, tékkneskum myndum, og ættu kvikmynda- unnendur aö nota þetta tækifæri til að sjá með eigin augum hvar tékknesk kvikmyndagerð er nú á vegi stödd. Margir muna eflaust eftir þeim frábæru tékknesku myndum sem gerðar voru á sjöunda áratugnum, þegar „ný- bylgja” reiö yfir landið og hver snillingurinn á fætur öðrum varö heimsfrægur fyrir gagnrýnar og áhrifamiklar myndir, þar sem hinn sérstæði tékkneski húmor naut sln til hins ýtrasta. Eftir innrásina 1968 varð mikill afturkippur I tékkneskri kvik- myndalist, og I nokkur næstu ár kom ekkert bitastætt þaðan, en upp á siðkastið hefur mörgum þótt sem aftur væri að rofa til. —ih Dagskrá tékknesku kvikmyndavikunnar 17. mal: Kl. 4 Skuggar sumarsins Kl. 7 Stefnumót I júli Kl. 9 Adela er svöng 18. mai: Kl. 3 Krabat Kl. 5 Adela er svöng Kl. 7 Haltu honum hræddum Kl. 9 Skuggar sumarsins 19. mai: Kl. 5 Stefnumót I júll Kl. 7 Litla hafmeyjan Kl. 9 Adela er svöng 20. mai: Kl. 5 Adela er svöng Kl. 7 Haltu honum hræddum KI. 9 Skuggar sumarsins 21. mai: Kl. 5 Skuggar sumarsins Kl. 7 Stefnumót f júll Kl. 9 Adela er svöng 22. mai: Kl. 5 Adela er svöng Skuggar sumarsins Adela er svöng Haltu honum hræddum S W fi wf laBSwB^R‘.-i*68áÍÉh| J jflH ■F lilm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.