Þjóðviljinn - 22.06.1980, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júni 1980
Leikskóliim Hveragerði
Fóstra óskast til starfa hálfan eða allan
daginn eigi siðar en 1. september.
Umsóknarfrestur er til 18. júli.
Upplýsingar i sima 99-4139.
Tækjastjórar
Tækjastjórar óskast i vinnu i sumar. Fritt
fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar
hjá starfsmannastjóra i simum 91-19887 og
92-1575 mánudag kl. 8-17.
íslenskir aðaiverktakar
Keflavikurflugvelli
imi
KENNARAR
Kennara vantar að Grunnskóla Akraness.
Kennslugreinar: Eðlisfræði, liffræði og
danska. Umsóknarfrestur er til 1. júli.
Upplýsingar hjá formanni skólanefndar i
sima 93-2326.
Skólanefnd.
RIKISSPITALARNIR
lausar stödur
LANDSPÍTALINN
SÉRFRÆÐINGUR i barnageðlækningum
óskast til afleysinga við Geðdeild Barna-
spitala Hringsins til 1 árs frá 1. ágúst n.k.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf
sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 20.
júli n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir i
sima 84611.
SJOKRAÞJÁLFARI Og AÐSTOÐAR-
MAÐUR SJUKRAÞJALFARA óskast við
endurhæfingadeild Landspitalans frá 1.
september n.k. Upplýsingar gefur yfir-
sjúkraþjálfari i sima 29000.
KÓPAVOGSHÆLI
LÆKNARITARI óskast eftir hádegi við
Kópavogshæli. Stúdentspróf eða hliðstæð
menntun æskileg ásamt góðri vélritunar-
kunnáttu. Umsóknir er greini menntun og
fyrri störf sendist Skrifstofu rikis-
spitalanna fyrir 30. júni n.k. Upplýsingar
veitir forstöðumaður i sima 41500.
STARFSMENN óskast til sumarafleys-
inga á deildum. Upplýsingar veitir for-
stöðumaður i sima 41500.
SKRIFSTOFA RtKISSPtTALANNA
SKRIFSTOFUMAÐUR óskast nú þegar til
starfa i launadeild til lengri tima.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf sendist Skrifstofu rikis-
spitalanna fyrir 26. júni n.k. Upplýsingar
veitir starfsmannastjóri i sima 29000.
Reykjavik, 22. júni 1980.
Sigríður
Ingólfsdóttir
landvörður
Við pössum alls
ekki inn í kerfið
„Satt aö segja pössum viö
hvergi inn i kerfið. Við getum
ekki orðið aðilar að BSRB vegna
þess að viö störfum skemur en 6
mánuði á ári og viö getum heldur
ekki gerst félagar i ASI af þvi að
viö i Landvarðafélaginu erum
færri en 50. Við komumst ekki
heldur i neitt samband innan ASl
af þvi að það hefur engan félags-
skap innan sinna vébanda sem
veitir svipaða þjónustu og við
gerum.”
Þetta segir Sigriður Ingólfs-
dóttir landvöröur i Landmanna-
laugum en ég rétt náði i skottið á
henni áöur en hún fór á fjöllin. Og
Sigriöur heldur áfram: „Við vilj-
um fá Landvarðafélag Islands
viðurkennt sem stéttarfélag en
höfum ekki fengiö það ennþá”.
Hvernig gengur ykkur að semja
um kaup og kjör úr þvf að þið
eruO e.k. stéttleysingjar?
„Ekkert alltof vel. Fyrir tveim-
ur árum fórum við I nokkuð harö-
an launaslag sem bar nokkurn
árangur en þegar maður hefur
ekkert viðurkennt stéttarfélag á
bak við sig þarf alltaf miklu
meira fyrir öllu aö hafa. Annars
reyndist ASÍ okkur vel og veitti
okkur mikinn félagslegan stuön-
ing i baráttu okkar.”
Aö hreinsa og
leiðbeina
Viitu kannski áður en lengra er
haldið iýsa starfi landvarOa i
stuttu máli?
„Það er ekki auövelt að gera i
örsfuttu máli, þetta er svo yfir-
gripsmikiö starf, allt frá þvi aö
hreinsa klósettin og upp i að sinna
og hjúkra slösuöum og veikum.
Annars fer mestur timi f aö
hreinsa og leiðbeina. En við verð-
um að vera „ávallt reiðubúin”.
Þú mátt aldrei bregöa þér frá svo
að raunverulega áttu aldrei fri og
þú ert ráðinn þannig. Þú getur
ekki búist við þvi að geta skroppiö
eitthvað meö kunningjunum ef
þeir koma I heimsókn. Maöur
verður alltaf aö vera á visum stað
annars fer allt i hönk.”
En þar sem tveir verðir eru eöa
fleiri?
„Þau fjögur sumur sem ég hef
verið I Landmannalaugum höfum
við alltaf verið tvær. Við prófuö-
um einu sinni aö skreppa frá báð-
ar upp I Sigöldu að sækja bensin,
þaö gekk ekki. Vinna hlóðst svo
upp á meðan að við sáum að þetta
borgaði sig ekki. Það er heldur
ekki svo auðvelt að skiptast á, við
erum saman i herbergi þannig aö
báðar veröa alltaf fyrir ónæði
þegar kalla þarf á okkur. 1 sumar
veröum við aftur á móti þrjár og
þá hugsa ég að þetta breytist. Þá
getum við kannski skipt eitthvað
með okkur verkum.
70-100 stundir
á viku
Geturðu nokkuö giskaö á hvaö
vinnustundirnar hjá ykkur eru
margar á viku?
„Fyrir tveimur árum fórum
við skipulega aö kanna hvað
raunverulegur vinnutimi land-
varða væri langur. Hver vörður
skráði niöur allar vinnustundir
sinar i eina viku á þar til geröa
skýrslu. Fyrsta áriö urðu þær frá
70-100 á viku. Ekki er enn búið að
vinna úr siðari skýrslum en mér
sýnist aö niðurstööur verði svip-
aöar. Þessi mismunur á tima
stafar bæði af þvi að staðirnir eru
ólikir og eins að svolitiö var mis-
munandi hvernig fólk fyllti
skýrsluna út.”
Hvert er svo kaupið?
— Það er 387.617 á mánuði, 8. fl.
BSRB. Auk þess fáum við greidd-
ar 30 yfirvinnustundir á mánuöi
og höfum fritt húsnæði og fáum
fæöispeninga.
Ekki erfiöara fyrir
konur en karla
Er ekki erfitt fyrir konu aö vera
i þessu starfi?
„Nei, nema siður sé. Það er
skrýtiö að þaö eru yfirleitt konur
sem spyrja mig að þessu, ekki
karlar. Þaö er eins og konur hafi
litla trú á kynsystrum sinum i
svona störfum.
Er það ekki af hræðslu kvenna
viö ofbeldi?
„Kannski er það. Þeim finnst
ógnvekjandi aö þurfa að beita sér
við drukkna menn og þess háttar.
En sannleikurinn er sá að það
þýöir ekkert annaö i slikum til-
vikum en fara diplómatiskar leiö-
ir. Ef farið er með rosta að
drukknum og æstum mönnum fer
allt i bál og brand. Þaö gerir þaö
lika þó aö karlmaður eigi I hlut
enda beita þeir sömu aðferðum og
viö. Það eru ekki kraftarnir sem
þá gilda.”
Er þetta eftirsótt starf?
„A hverju sumri berast milli
100 og 200 umsóknir en um 20
manns eru ráðnir á 10 staði. Þrjú
s.l. ár hefur hlutfall kvenna I
stéttinni verið að aukast.”
Sækja þá fleiri konur en karlar
um?
„Það held ég ekki. Astæðan fyr-
ir þvi að konur eru fremur ráðnar
en karlar hlýtur að vera sú að þær
standa sig sist verr en þeir; jafn-
vel betur. Ef svo væri ekki gæti ég
trúað að körlunum yrði potaö
framfyrir.”
Happa-
og glappastefna
Eru landverðir ánægöir meö
stefnu opinberra aöila á Islandi I
feröamálum?
„Yfirleitt finnst okkur stefna
Feröamálaráös ansi ómótuö ef
ekki happa- og glappakennd. Þaö
virðist t.d. alveg undir tilviljun
komiö á hvaða staði ferðamönn-
um er beint. Sem dæmi vil ég
nefna að i fyrra kom út bæklingur
um Island ætlaður útlendingum.
Það mátti brjóta hann sundur
eins og landabréf og aftan á hon-
um var afskaplega falleg litmynd
af Ófærufossi i Eldgjá. Þar er
hins vegar allt i niðurniðslu og
engin aðstaöa til aö taka á móti
ferðamönnum. Vitaskuld vilja
þeir sem sjá svona myndir frá Is-
landi endilega koma og sjá þessa
fallegu staði. Ég vil lika nefna
annað sem mér finnst mjög áfátt i
ferðamálum og það eru allar
þessar ferðir sem útlendingar
skipuleggja hingað og stunda
eftirlitslaust. Af hálfu opinberra
aðila er ekkert gert i þvi máli enn
sem komiö er. Reynaar er búið að
ákveða aö landverðir skuli til-
kynna vegalögreglunni verði þeir
varir viö útlenda bila sem liklegt
er aö séu meö skipulagöar ferðir
um landiö. Ég veit ekki hvort
þetta veröa bara orðin tóm.”
Er umgengni feröamanna
nægilega góö?
„Hún hefur stórbatnaö aö und-
anförnu. Þaö heyrir til undan-
tekninga að maöur þurfi aö
hreinsa tjaldstæði.” —hs.