Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28,—29. júni 1980. Ægir Sigurgeirssori/ bæjarfulltrúi ”Og hvað með verkakonu sem vinnur langan og erfiðan vinnudag og verður síðan að fara að hugsa um heimilið þegar heim kemur; á hún ekki skilið að fá orðu?” Orður og titlar Þaö hefur stundum veriö sagt aö sumariö væri agúrkutfö i blaöamennsku,þá væri litiö um aö vera I hinu pólitiska þjóöllfi amk. ef miöaö er viö aörar árs- tlöir. En ekki þurfa blaöamenn og blööin aö kvarta þaö sem af er sumri, ýmislegt hefur veriö aö gerast og ber þar auövitaö hæst forsetakosningarnar á sunnudag- inn kemur og barátta frambjóö- enda fyrir kjöri. Þá má ekki gleyma 20 prósentum til þing- manna eöa réttara sagt launa- baráttu okkar ágætu alþingis- manna. Sú barátta hefur vissu- lega oröiö vatn á millu blaöanna nú aö undanförnu. Ekki má heldur gleyma sölutregöu og veröfalli á fiskafuröum I þessu sambandi. Blaöamenn geta þvl tekiö undir meö skáldinu sem sagöi: Þaö er engin þörf aö kvarta á meöan blessuö sólin skln. En vikjum aö ööru. Siöastliöiö föstudagskvöld (20. júni) birtust forsetaframbjóöendur á skjánum ásamt spyrlum svo þjóöin gæti nú vegiö og metiö þvi brátt á aö fara aö kjósa. Ekki ætla ég aö ræöa um kosti og galla frambjóöendannaj ég læt öörum þaö eftir. En mig langar hins vegar aö vikja aö einu atriöi sem þeir voru spuröir um þ.e.a.s. oröuveitingum. Ég hef ekki oröiö þess var aö teljandi umræöa færi fram um oröur og oröuveitingar á undanförnum árum — þaö er af sem áöur var þegar Skúli Guömundsson al- þingismaöur flutti heilu frum- vörpin i bundnu máli gegn oröu- veitingum. Nú er þaö þannig aö oft á ári ber fyrir augun lista yfir fólk sem hlotið hefur hinar ýmsu oröur — þessu fólki veitir forseti lslands oröur — væntanlega I nafni fslensku þjóöarinnar. Þegar ég sé umrædda lista yfir oröu- þega vakna hjá mér ýmsar spurningar og,i von um aö ein- hver sem þekkir þessi mál til hlltar upplýsi mig.og væntanlega fleiri, um sitthvaö i þessu sam- bandi, ætla ég aö setja fram fáeinar af þeim spurningum sem á hugann leita þegar minnst er á oröur: 1. Hver eiga markmiðin meö oröuveitingum aö vera? 2. Eftir hvaöa reglum er fariö viö veitingar? 3. Hver setur þær reglur? 5. Hver skipar oröunefnd? 5. Halda menn oröum þrátt fyrir þaö aö þeir gerist sekir um alvar- leg lögbrot? 6. Fylgir sumum embættum oröa, t.d. embætti rektors Há- skóla Islands? 7. Hvaö margir íslendingar hafa fengiö oröu s.l. 10 ár og hvaö margir hafa hafnaö þvi aö taka viö oröu á sama tima? 8. Hve margir hafa fengið oröur fyrir embættisstörf s.l. 10 ár? 9. Hve margir verkamenn og hve margar verkakonur hafa hlotiö oröu s.l. 10 ár? 10. Hvaö eru margar tegundir af oröum sem forseti tslands veitir og hvaöa reglur gilda um þaö hvaöa oröu hver oröuþegi fær? Ég ætla ekki aö hafa þessar spurningar fleiri en vissulega er margt annaö sem viökemur þessu máli sem gaman væri aö fræöast um. En látum þetta gott heita aö sinni. Eitt af þvl sem vakiö hefur furöu mlna I sambandi viö bless- aðar oröurnar er þaö þegar veriö er aö veita mönnum oröur fyrir embættisstörf. Hvers vegna aö vera aö veita mönnum oröur þó þeir hafi gegnt þeim embættum vel eöa sæmilega sem þeim var til trúaö ? Og meöal annarra oröa hvaöa aöili eöa aöilar eru þaö sem leggja dóm á þaö hvort em- bættismenn hafi gegnt störfum sinum á þann veg aö þeir verö- skuldi oröur? Og i framhaldi af þessu má spyrja, ef embættis- maður er oröuveröur hvaö þá um ýmsa aöra I þjóöfélaginu? Hvaö um hafnarverkamanninn, svo dæmi sé tekið, sem gegnir mikil- vægu starfi viö fermingu og aff- ermingu skipa — starfi sem fylgir mikil slysahætta. Væri ekki fullt eins mikil ástæöa til þess aö veita honum oröu eins og em- bættismönnum ýmsum? Og hvaö meö verkakonuna sem vinnur langan og erfiðan vinnudag og veröur síöan aö fara aö hugsa um heimiliö þegar heim kemur — á hún ekki skiliö aö fá oröu? Einn af forsetaframbjóö- endunum svaraöi spurningúnni um oröurnar eitthvaö á þá leiö aö hann væri meðmæltur oröum. Þær heföu margan glatt en engan skemmt. Kannske er þaö rétt, kannske ekki. Ég hygg aö oröur veröi fyrst og fremst til þess aö ala á hégómaskap og smáborg- arahætti. Hvaö sagöi ekki Stein- grlmur Thorsteinsson: Oröur og titlar, úrelt þing, eins og dæmin sanna, notast oft sem uppfylling I eyöur veröleikanna. Hafnarfiröi 22. júni. 1980 Ægir Sigurgeirsson. Árni Bergmann Ahugi á forsetakosningum Ég var ekki heima þegar forsetakosningarnar 1968 fóru fram, og sjálfsagt hefi ég misst af einhverju því andrúmslofti sem þá skapaðist. Þegar blaðað var eftirá í kosningablöðunum mátti giöggt sjá hvernig svotil allir stuðningsmennforsetaefna höfðu dæmt sjálfan sig inn í fremur einfaldar formúlur og þar með til þess að endurtaka sömu staðhæf ingarnar hundrað sinnum. Og þá furðaði mig mikið á því, að eftir alla þessa dembu skyldi nægur áhugi vera eftir til að efna undir lokin til stærstu mannfunda sem þá höfðu verið haldnir — ef að undanskildar eru Alþingishátíð og Lýðveldisstofnun. Sá mikii áhugi sem greip menn árið 1968 átti sér aö sjálf- sögðu sinar skýringar: þarna fór fram nýstárlegt uppgjör milli þeirra sem tengdu þjóöhöföingjann I vitund sér viö „æföan stjórnmálamann” og hinna, sem settu þaö á oddinn, aö þeir bæru fram mann sem væri „fulltrúi hins ágætasta i Islenskri menningu” — svo vitn- að sé til algengra formúla þess tlma. Engu aö siöur voru forsetakosningar 1968 ekki undantekning: áhuginn var mikill 1952. Hann er gffurlegur nú eins og fundarsókn sýnir. Fleira er sérstætt en áhuginn sjálfur. Pólitísk hugtök og skiln- ingur eru vissulega á feröinni i slikri kosningabaráttu — en stjórnmálaflokkarnir keppast viðaöþegja þunnu hljóði. Meira en svo: blööin eru full meö lof- greinar um frambjóöendur, en ritstjórar þeirra hafa svarist i þegjandi fóstbræöralag um aö leggja ekki eitt orö I belg — helsta viöfangsefni þeirra þessa dagana hefur veriö aö halda aftur af fólki sem vill segja eitthvaö veruiega krassandi og niöursallandi um tiltekna frambjóðendur — og hefur tek- ist furðuvel, meö nokkrum undantekningum þó, reyndar ekki mörgum. Kannski er áhuginn á forseta- kosningum mikill ekki sist vegna þess hve mikiö ööruvisi þær eru en aörar kosningar. Fyrst og fremst vegna þess, aö flokksböndin riölast mjög veru- lega I silkum kosningum og ýmislegt annaö kemur i ljós, sem er kannski „pólitiskt” i mjög breiöum og almennum skilningi, en ekki flokks- póiitiskt. Vegna þess arna finnst mönnum aö þeir séu frjálsari og kannski eins og i virkari sambandi við kjarna lýöræöis en I þingkosningum — hvort sem þaö er nú sjálfsblekking eða ekki. Gleymum þvi heldur ekki, aö forsetakosningar hafa sjaidan verið haldnar, þær fá þvi yfir sig nokkuö af tilhlakk- elsi sem fylgir hinu fágæta. Forsetakosningar safna einnig til sin áhuga vegna þess að I þeim geta menn svamlað af miklum móð I áhuga slnum á persónum. í þeim kosningum er ekki spurt um veröbólgu, húsnæöispólitik eöa niöur- greiðslur — það hljómar ann- arlega þegar einhverjum dettur i hug aö spyrja forsetaefni um landbúnaöarkvóta. Allt þetta þokar fyrir spurningunni um þaö, hvers konar samnefnara eöa og fulltrúa fólk vill eiga i þjóðhöföingja. Og þar meö er persónuforvitni fámennis- þjóöfélags aö sjálfsögöu gefinn laus taumur, og magnast upp viö þá möguleika sem sjónvarpi fylgja. Þessi persónuáhugi er ekki allur þar sem hann er séður. Viö getum leyft okkur aö segja aö þaö sé jákvætt viö hann Ritstjórnargrein aö öörum þræöi er hann hluti af þeirri kennd, aö þaö sé ekki langt á milli manna i þessu landi (þjóöarfjölskyldan og allt það). Þaö neikvæöa er hins vegar grufl um einkahagi, slúörið, sem veröur aö sumu leyti þeim mun skæöara aö i flestum tilvikum er þar um aö ræöa hluti, sem ekki er nokkur leiö aö svara á opinberum vettvangi. Forsetinn hefur ekki áhrif á ^lífskjörin (ekki þau sem eru i •krónum reiknuö), hann er aö ööru jöfnu valdalaust. Þess- vegna hljómar þaö stundum undarlega þegar reifuð eru i sambandi við forsetaframboð ýmis stórmál sem vitað er að forseti hefur ekki aðstæður til að ráöa neinu um. En þetta þýöir aö sjálfsögöu ekki, að minnsta ástæða sé til að taka undir við þá sem fýla grön þegar þetta embætti ber á góma og segja: toppfigúra. Eitthvað I þá veru. Þær stundir, þeir dagar koma, þegar þjóðin er mjög opin fyrir þvi sem forsetinn segir og gerir. Vegna þess blátt áfram, aö i forsetanum eru menn aö leita aö einhverskonar samsvörun við sjálfan sig og sinar hugmyndir um ákveðna hluti sem skipta þá máli. Þaö sést lika á málflutningi i forsetagllmunni, að menn gera sér vel grein fyrir þessu. Menn hafa á oddi ákveöin hugtök, fyrirbæri, framkomu, sem vekja eiga jákvæða svörun: fyrirgreiösla, þjónusta, stjórnmálareynsla, óhæöi i stjórnmálum, sáttfýsi, ábyrgðarstörf, stjórnsýsla, þekking, hæfileikar, nýbreytni, þjóöarmenning, jafnrétti — þetta kannast allir viö. Samstæöur tveggja eöa þriggja slikra atriöa eru kjarninn I öll- um málflutningi fyrir hverjum frambjóöanda. Og aö svo miklu leyti sem menn leyfa sér aö segja eitthvaö neikvætt um „hina”, þá er það helst fólgiö i aö hafa endaskipti á hinum jákvæöu svörunum: fyrir greiöslan er orðin aö spillingu, sáttfýsin er gerö aö skoöana- leysi, reynslan aö embættis- hroka, menningin aö snobbi — og svo mætti lengi telja. Og þá er vlst ekki annað en óska þjóöinni til lukku meö þetta áhugamál okkar allra, forsetakosningarnar. Meira veröur ekki sagt I ritstjórnar- grein, samanber, það sem aö ofan greinir. Og vona, aö menn geri sér sem allra besta grein fyrir þvi, hvaöa samsvörun þeir eru aö leita aö I forseta, hvers- konar mennsk hugsjón þaö er sem þeir vilja helst aö hann likist. Og þar meö, aö niöur- staöan veröi þessari þjóö til sóma. — áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.