Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 3
Helgin 28.-29. júnl 1980. WÓÐVILJINN — SÍÐA 3 6-7000 manns hafa kosiö utankjörfundar í Reykjavík: Svipaður fjöldi og árið 1978 „Þetta er óvanalega rólegt og liklega hefur aldrei veriö jafn Iftil örtröf) hér á föstudegi fyrir kjör- dag og nú”, sagði Jónas Gústavsson, borgarfógeti, I gær, en hann hefur yfirumsjón SÍB átelur seinagang Framkvæmdastjórn, samninganefnd og baknefnd Sambands byggingamanna átaldi á fundi sinum i sl. viku seinagang i samningaviðræðunum og hvatti aðildarfélög til að afla verkfalls- heimildar. „Ef samningar drag- ast enn á langinn eru verkalýös- samtökin neydd til að gripa til þeirra aögerða sem knýja á um lausn sem launafólk getur sætt sig við,” segir I ályktun fundarins. Hrapaði við Fnjóská Laxveiðimaöur á sjötugs aldri fannst látinn við Fnjóská i fyrra- dag. Að sögn lögreglunnar á Húsavík hafði maöurinn hrapað I gili við ána og voru áverkar á likinu er að var komið. Ekki er þó fullvfst hver dánarorsökin var. Nafn mannsins er Gunnar Arni Sigþórsson til heimilis að Norður- götu 41 á Akureyri. Hann var að veiðum með syni sinum en leiöir þeirra höfðu skilist um stund. með utankjörfundarkosningunni I Reykjavik. brátt fyrir rólegheitin i gær hafa álika margir kosið utankjör- fundar og i þingkosningunum 1978 eða ríflega 6000 manns. I dag er utankjörfundarkosningin I Miðbæjarskólanum opin frá kl. 10-18 og 20-22 og á morgun, kjördag, geta utanbæjarmenn kosið þar frá kl. 14-18. 1 forsetakosningunum 1968 vari kjörsóknin óvenjumikil eða 91%, og ekki ætti hún aö minnka við það aö tala frambjóðenda nú er tvöföld. Jónas Gústavsson sagði aðómögulegt væri að bera saman utankjörfundarkosninguna nú og i siðustu forsetakosningum, þar sem mikil aukning hefur orðið á kjorskránni vegna lækkunar kosningaaldurs. Um 144.000 manns eru á kjörskrá á landinu öllu. — Ai Til varnar frelsinu Ct er komin bókin Til varnar frelsinu eftir Birgi Kjaran hag- fræöing, sem var lengi einn áhrifamesti stjórnmálaforingi stærsta flokksins, Sjálfstæðis- flokksins, og skýrði stefnu hans I ræðu og riti. Bókin er greinasafn eftir hann og gefin út I tilefni fimmtíu ára afmælis Sambands ungra Sjálfstæðismanna, Jón Magnússon lögfræðingur, for- maður Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, skrifar formála hennar, en Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagnfræðingur sá um útgáfuna! Höföabakkanum þrýst gegnum bygginganefnd Kratar og íhald samþykkja brúna Ódýrari valkostum hafnað með skömmum og ásökunum um skemmdarstarfsemi Fulltrúi Alþýðuflokksins I by gginganefnd myndaði s.l. fimmtudag meirihluta I nefndinni með fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins og samþykkti gegn atkvæðum Alþýðubandaiagsins og Fram- sóknarflokksins byggingaleyfi fyrir hina umdeildu Höfðabakka- brú. Má þvl búast við aö verkið verði boöið út innan skamms. 1 endaniegri gerð verður brúin svipuð og borgarstjórn sam- þykkti I vor, tvær akreinar aö við- bættri eins metra breikkun fyrir göngu- og hjólreiðastig. Af þeim gögnum sem lögð voru fram á bygginganefndarfundin- um á fimmtudag er ljóst að ýmis- legthefur gengið á i kerfinu und- anfama mánuði, þótt ekki hafi það fariö hátt. 1 bókun saka tveir bygginganefndarmenn Alþýðu- bandalagsins borgarverkfræðing, gatnamálastjóra og yfirverk- fræðing gatnadeildar um að hafa reynt aö stinga gögnum undir stól og leyna nýjum tillögum verk- fræöistofunnar Hönnunar hf fyrir bygginganefnd. Sem kunnugt er samþykkti borgarstjórn I vor að brúin skyldi byggð I samræmi við gamla skipulagiö en þó skyldi hún verða mjórri og vegurinn norðan henn- ar hannaöur upp á nýtt. Verk- fræöifyrirtækið Hönnun hf sem faliö var verkið, kynnti I april- mánuði tvo nýja og ódýrari val- kosti fyrir gatnadeild borgarinn- ar, — valkosti sem upp komu vegna breyttra forsendna varð- andi, umferðarmagn, aksturs- Magnús Skúlason, form. bygginganefndar: Brúin metnaðarmál verkfræðinganna „Málið bar undariega að bygg- inganefnd þar sem borgarstjórn var búin að samþykkja brúna áð- ur en nefndin fjallaöi um það,” sagði Magnús Skúlason, formað- ur bygginganefndar i gær. „Það stafaöi af þvl að borgarverkfræö- ingur þráaðist við að viöurkenna að brýr heyri undir bygginga- nefnd og þvi fékk nefndin ekki málið til umfjöllunar fyrr en aö undangengnum úrskurði félags- málaráðuneytis.” „Þegar málið kemur siðan til nefndarinnar hlýtur hún aö taka þaö upp aö nýju eins og öll mál og skoða það ofan I kjölinn. Þá ber það hins vegar til að verkfræöing- ar borgarinnar ætla sér greini- lega að stinga nýjum upplýsing- um og tillögum hönnunarfyrir- tækisins undir stól. Það er engu likara en það sé þessum sömu mönnum eitthvað ómetanlegt metnaöarmál að Höföabakkabrú- in verði byggð I upprunalegri mynd þrátt fyrir að bent hafi ver- ið á að brúna megi laga og tillög- ur komi fram um nýjar lausnir sem bjóða upp á gifurlegan sparnað. öllu sliku er hafnaö. Brúin skal byggð hvað sem það kostar.” „Þaö er ljóst að fyrstu hug- myndir Hönnunar hf voru litt unnar” sagöi Magnús ennfremur, „en verkfræðingar borgarinnar finreiknuðu þær og dæmdu óhæf- ar án þess að gefa kost á frekari úrvinnslu og án þess að vilja taka við nýjum gögnum frá Hönnun hf. Það er furöulegt að ætla sér að leyna hlutum sem þessum fyrir opinberri nefnd eins og bygginga- nefnd og sé það rétt sem þeir halda fram aö tillögur Hönnunar séu óhæfar þá hlýtur að mega hafna þeim fyrir opnum tjöldum á þeim forsendum. Eg hef hins vegar ekki trú á þvi aö fyrirtæki á borð við Hönnunn hf. bjóði upp á blindbeygju á blindhæð ög þekki ekkert til verkfræðihönnunar.” —AI. Reykjavík kaupir þrjá Ikarusvagna Borgarráð samþykkti s.l. þriðjudag að kaupa þrjá Ikarus- strætisvagna enda verði greiðslu- skilmáiar hinir sömu og greindi I tilboði Ungverjanna I 20 vagna, sem Reykjavlkurborg bauö út á sinum tlma. Voru kaupin sam- þykkt með þremur atkvæðum fulltrúa meirihlutans en tveir fulltrúar Sjálfstæöisflokksins I borgarráði greiddi atkvæði gegn þeim. Að sögn Siguröar Magnús- sonar, stjórnarformanns Sam- afls, sem flytur vagnana inn, eru þeir væntanlegir á öðrum árs- fjóröungi 1981 ásamt þremur vögnum sem Kópavogsbær hefur ákveðið að kaupa. Þá munu Ikaruskaup vera til skoðunar hjá Akureyrarbæ, sem hefur sam- þykkt að endurnýja vagnakostinn nyrðra. t júlimánuði koma til landsins tvær rútur af lkarusgerð, sem Vestfjaröarleið og aðili i Hóp- ferðamiðstöðinni hafa fest kaup á. —AI hraöa og breidd brúarinnar. Ann- ars vegar bendir fyrirtækiö á að leggja megi veginn á fyllingu yfir daiinn I staö brúar og gæti slik fylling á sinum tima tekiö viö hlutverki Arbæjarstlflu. Hins vegar aö hafa megi vegarstæöiö á lágri fyllingu rétt neöan við stlfl- una, sem sé mun ódýrari lausn en brúin. Þegar bygginganefnd fjallaði um málið I fyrsta skipti I mal- mánuði aö undangengnum úr- skuröi félagsmálaráðuneytisins voru henni ekki kynntar þessar hugmyndir Höimunar hf og ekki heldur á fundi nefndarinnar 12. júní. Þá var umfjöllun um brúna frestaö að beiðni borgarstjóra til þess að allir aðilar gætu kynnt sér tillögumar og þær útfæröar frek- ar fyrir næsta fund nefndarinnar 26. júni. 23. júnl höfnuöu gatnamála- stjöri og yfirverkfræðingur hans hins vegar tillögum Hönnunar hf án þess að hafa kynnt þær bygg- inganefnd. A fundinum á fimmtu- dag lágu þær þó fyrir enda hafði formaður bygginganefndar neit- að að afgreiða málið nema svo væri. Þá fylgdi þeim rætið skammarbréf frá gatnamála- stjdra og yfirverkfræðingi gatna- deildar þar sem verkfræðiskrif- stofan Hönnun hf er sökuð um hreina skemmdarstarfsemi. Seg- ir I bréfinu að tillögurnar séu stórhættulegar út frá umferöar- sjónarmiði, lega vegarins óhæf frá náttúruverndarsjónarmiði og furðuleg frá verktæknisjónarmið- um. 1 bókun Magnúsar Skúlasonar og Gunnars H. Gunnarssonar segir að þaö veki furðu að nýjar og ódýrari hugmyndir aö gerð brúarinnar eigi ekki greiöan að- gang að bygginganefnd og aö ámælisvert sé að saka verkfræð- inga Hönnunar hf. um skemmd- arstarfsemi. Fyrirtækið hafi að- eins gert skyldu sina með þvi að benda borgaryfirvöldum á at- hyglisverðar og mun ódýrari lausnir. _ai. Framkvœmdastjóri Hönnunar hf: Hlutverkiö að benda á leiðir til sparnaðar „Þetta er ekki fallegur lestur,” sagði Finnur Jónsson, verk- fræðingur, framkvæmdastjóri Hönnunar hf. þegar Þjóðviljinn bar bréf gatnadeildar undir hann i gær. Hann haföi ekki séð bréfið og vildi ekki tjá sig um efni þess að svo búnu. „Við höfum ekki haldið fram neinum skoðunum I þessu máli,” sagöi Finnur. „Við erum ráðgjaf- ar viö brúar- og vegargerðina og viö höfum einungis bent á leið sem við teljum þess viröi aö skoða nánar. Það er hlutverk ráö- gjafarfyrirtækja að vaka yfir verkinu I heild og benda á leiðir sem betur mættu fara og þaö gerum við, einkum ef viö teljum aö með þvl megi spara fé. Þaö er hins vegar eiganda mannviritis- ins að taka ákvöröun um hvort sllkir hlutir eru skoðaðir nánar eöa ekki, og ákveða hvort hann vill borga meira fyrir mannvirki sem hann telur henta sér betur.” —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.