Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 32
DIOÐVIUINN Helgin 28.—29. júni 1980. Xðalsími l»jóð\ iljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til fösludaga. 1 tan þess tima er hægt aö ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum slmurn : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími M285. Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná í afgreióslu blaósins 1 sfma 81663. Blaöaprent hefurslma 81348 og eru blaBamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663 nafn* Hrafn Gunn- laugsson leikstjóri Mikil gróska er hlaupin I islenska kvikmyndagerö og fer sá varla aö teljast maöur meö mönnum sem ekki hefur sést f hlutverki á hvita tjald- inu. t siöustu viku var frum- sýnd kvikmyndin „óöal feöranna” gerö af Hrafni Gunniaugssyni, Snorra Þórissyni og Jóni Þór Hannessyni. Myndin hefur þegar vakiö mikla athygli og umtal og eru menn ekki á eitt sáttir um þá mynd sem þar birtist af iifi fólks tii sveita. HRAFN GUNNLAUGSSON leikstjóri er nafn vikunnar aö þessu sinni. Hvaö viltu segja um viöbrögöin viö myndinni? — Þau hafa veriö góö. Myndin virðist ætla aö skapa umræöur. Hún var frá upp- hafi hugsuð til aö takast á viö liðandi stund og ef hún vekur einhvern til umhugsunar þá er tilganginum náö. — Hvernig hefur aösóknin veriö? — Aösóknin hefur veriö góö, en viö þurfum um 45.000 manns til aö ná upp I kostn- aö, þegar laun okkar þriggja sem aö myndinni standa eru frá talin. Þessi mynd var gerö til aö sanna aö þaö er hægt aö gera kvikmyndir á Islandi og aö kvikmyndir eiga jafnan rétt á sér og annar iðnaöur og önnur list, þvi kvikmyndagerð er blanda af þessu tvennu, en þaö þarf gifurlegt fjármagn til og viö veröum aö opna augu þeirra sem ráöa digr- um sjóöum fyrir mögu- leikum kvikmyndanna. Þaö hefur nokkuö veriö deiltum þá mynd sem birtist af kaupfélagsvaldinu I „óöali feöranna” hvaö viltu segja um þaö? — Hvað sem menn segja um hugsunina i myndinni, þá hef ég oröiö var viö aö þaö fólk sem þekkir til aöstæöna i sveitunum skilur myndina. Ég átti góöa samvinnu viö bændur meöan á gerö hennar stóö og þeir bættu ýmsu viö og leiöréttu i handritinu. Ég vil nefna aö pempiur hér I bænum eru hneykslaöar á geldingunni sem er sýnd, en þetta hafa börn i sveitunum fyrir augunum á hverju vori, þetta er sá veruleiki sem þau þekkja. Hvaö er svo framundan hjá þér? — Ég er meö miljón hug- myndir I kollinum, en það er ekki gott aö segja hvaö úr veröur. Þegar Werner Hertzog var hér á ferö þá sagöi hann aö viö ættum aö kvikmynda veturinn á Islandi. Mig langar aö fjalla um allar árstiöirnar, þessa löngu, dimmu vetur, snjóinn og kuldann. Þaö heföi veriö gaman aö fjalla um einangr- unina i skammdeginu i „Óöali feöranna” þegar heyrist varla i útvarpinu og sjónvarpiö er kolómögulegt, en þaö veröur aö biöa betri i tima. —ká t gær var samankominn hópur fólks I Almannagjá til aö minnast þess aö á Alþingishátföinni 1930 var Skógræktarféiag tslands stofnaö og reyndist þar mjór mikils visir. Forseti ávarpaöi gesti f bliöunni. — Ljósm.: —gel— Auka freðfiskkaup um 5000 tonn í ár Gert er ráö fyrir umtalsveröri aukningu á útflutningi til Sovét- rikjanna samkvæmt viöskipta- samningi sem geröur hefur veriö milli lslands og Sovétrikjanna og gildir frá 1. janúar 1981 og er til 5 ára. Þá hafa Sovétmenn sam- þykkt aö kaupa til viöbótar 5000 tonn af freöfiskflökum á þessu ári. 1 samningnum er einnig gert ráö fyrir talsvert auknum kaup- um Islendinga á svartoliu frá Sovétrikjunum. Samkomulagiö um viöskipti landanna verður formlega undirritaö i Moskvu siö- ar á árinu. 1 samkomulagi landanna er gengiö út frá verulegri aukningu á sölu saltsildar, lagmetis og ull- arvara miöaö viö samkomulagiö er gilt hefur fyrir timabiliö 1976- 1980. Gert er ráö fyrir sölu á 15000-20000 tonnum af saltsild i staö 2000-4000 áöur. Upphæöin fyrir lagmeti er 4,0-6,5 miljónir Bandarikjadala i staö 1,3-2,0 mil- jóna dala áöur. Samanlagt verö- mætiullarvara hækkar úr 2,1-3,1 i 4,0-4,9 miljónir dala. Talan fyrir málnineu oe lökk hækkar úr 1000- 1500 tonnum i 1500-2000 tonn. Aö þvi er varöar kaup íslend- inga á sovéskum vörum, þá er gert ráö fyrir talsvert auknum kaupum á svartoliu, 110000-180000 tonnum i staö 110000 tonna, en jafnframt talsveröum samdrætti 1 kaupum á gasoliu, 100000-190000 tonnum i staö 270000 tonna. Magn bensins hækkar úr 90000 tonnum i 100000 tonn. Þá er gert ráö fyrir meiri kaupum á vélum, tækjum og timbri en i gildandi samningi. —þm. Könnun á áhrifum hersetu „Frumrannsókn á áhrifum her- setunnar I Keflavik á Miðnesheiði á félagsgerö, hversdags- menningu og atvinnulif nálægra bæjar- og sveitarfélaga” er doktorsverkefni Friöriks H. Hallssonar félagsfræöings viö Háskólann i Bielefeld sem visindasjóöur hefur m.a. veitt styrk til á þessu ári en úthlutun er nýlokiö. Raunvisindadeild veitti aö þessu sinni 46 styrki aö upphæö 115 miljónir króna en hugvisinda- deild 39 styrki aö upphæö 50 miljónir króna. Samanlagt eru veittir styrkir aö fjárhæö 165 miljdnir og 60 þúsund krónur en heildarfjárhæöin i fyrra var 83 miljónir og 70 þúsund. Féö hefur þvl hækkaö um helming i krónum. Hæstu styrkurinn I hugvisinda- deild var veittur þeim Höskuldi Þráinssyni og Kristjáni Arna- syni til aö rannsaka sameiginlega Islenskan nútimaframburö. Er hann 5 miljónir króna. Hæsti styrkurinn i raunvisindadeild er 6 miljónir króna og var hann veittur Raunvisindastofnun Háskóla Islands til aö rannsaka efnajafnvægi milli steinda og vatns i jaröhitakerfum. —GFr Bruni í Heiðmörk Bruni varö I Heiömörk i gær (föstudag). Ekki er ljóst um upp- tök eldsins, en hann breiddist út um stórt svæði. Eldsins varö vart um kl 14 og þegar Þjóöviljinn ræddiviölögreglunaum kl. 18.00 I gær var slökkviliöiö enn aö störfum viö aö ráöa niöurlögum eldsins. Svæöiö sem brann er sunnan viö Silungapoll um einn kildmeter frá veginum. —ká Jón Kjartansson um vanda frystihúsanna: „Ljóst um áramót hvert stefndi” „Vist er þaö rétt að ástæóan fyrir vanda frystihúsanna er rekstrarerfiöleikar og sölutregöa en þaö segir ekki alla sögu,” sagöi Jón Kjartansson form. Verkalýösfélags Vestmannaeyja I viötali viö Þjóöviljann I gær. „Þaö var ljóst þegar um áramót hvert stefndi og i staö þess aö búa sig undir þann vanda var allt látiö reka á reiöanum.” Jón taldi aö of mikil áhersla heföi veriö lögö á Bandarikja- markaöinn, aörir markaöir heföu veriö vanræktir eöa beinlinis drabbaöir niöur eins og t.d. lsra- elsmarkaöurinn sem var all- nokkurfyrirum 15árum. Þetta sé stórhættulegt ekki sist þar sem Bandarikjamarkaöurinn er ekki alltof tryggur. T.d. sækja Kanadamenn nú mjög á þann markaö og ætla aö auka þorskafla sinn um helming á næstu tveimur árum. Jdn taldi aö fiskveiöapólitik Islendinga væri röng og þvi væri komiö sem komiö er. „Söluaöilar hér,” sagöi hann, „hafa sett öll sin egg i eins skál og þvi er allt i jámum ef eitthvaö bjátar á.” Svo viröist sem hætt hafi veriö viö aö láta uppsagnir fylgja launaumslögunum I Eyjum og á Austfjöröum i gær einsog for- mönnum verkalýösfélaganna haföi veriö skýrt frá og Þjóövilj- inn haföi eftir þeim. Auk Jóns Kjartanssonar ræddi blaöiöi gær um yfirvofandi uppsagnir og vanda frystiiönaöarins, viö Þóri Danielsson framkvæmdastjóra V^ISl og Ólaf Gunnarsson fram- kvæmdastjóra Sildarvinnslúnnar I Neskaupstaö. „Þaö er vist óhætt aö segja aö útlitiö er ekkert afskaplegagott, mér var sagt I gær aö þaö ætti aö fara aö segja upp fólki austur á fjörðum en hafi þaö breyst er ekki nema gott eitt um þaö aö segja,” Frh. á bls. 27 KOSNINGAHANDBOKIN frá er komin út. Fæst á bladsölustöðum og bókabúðum um land allt. FORSETAKJOR 29. júnl 1980 l\c$ninsa handbC)k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.