Þjóðviljinn - 06.09.1980, Síða 5

Þjóðviljinn - 06.09.1980, Síða 5
Rikisútvarpið: Verður fjár- máladeildin flutt frá Skúlagötunni Þannig mætti fá húsnœði fyrir fréttastofu útvarpsins „Flytja mætti fjármáladeild rfkisútvarpsins i húsnæði inn- heimtudeildarog efla fjármála- deildina þannig að hún verði rekstrar- og áætlunardeild er tryggi meiri hagkvæmni i rekstri og fjárhagslegt aðhald. Við slika breytingu skapaðist meira rými er m.a. gæti þjónað fréttastofu hljóövarps og hægt væri að standa við fyrrnefnd vilyrði um bætta starfsaðstöðu.”. Þannig hljóðar kafli úr tillögu sem Ölafur R, Einarsson varafor- maður útvarpsráðs lagði fram I ráðinu I gær, föstudag, og miðar að þvi aö bæta aöstöðu frétta- deildar útvarpsins þannig að deildin geti að nýju hafið útsend- ingu á fréttaskýringarþættinum Viösjá, en hann hefur nú legið niöri um nokkurt skeið. 1 tillögu sinni vekur ólafur m .a. athygli á þeim möguleika að flytja fjármáladeild rlkisútvarps- ins, sem nú er staðsett að Skilla- götu 4, I húsnæöi innheimtudeild- arinnar að Laugavegi 177. A þann hátt mætti eins og áður segir fá húsnæði fyrir aöþrengt starfslið fréttastofu útvarpsins. Tillaga Olafs R. veröur tekin til umfjöll- unar á fundi Útvarpsráðs n.k. þriðjudag. —þm Skemmdarverkin í bæn um átalin Borgarstjórn Reykjavikur samþykkti samhljóða svo- fellda ályktun s.I. fimmtu- dag. „Borgarstjórn Reykja- vlkur átelur harölega þau skemmdarverk sem unnin hafa verið á gróðri í görðum borgarinnar að undanfömu. Miklum fjármunum og vinnu er varið til þess aö fegra og prýöa borgina á ári hverju. óþolandi er að skemmdarvörgum skuli haldast uppi að gera sllka viðleitni aö engu á ör- skammri stund. Borgar- stjðrn hlýtur að gera þá kröfu að löggæsla i borginni sé svo öflug aö hún geti spyrnt á móti slikri skemmdarstarfsemi og varið ibúahverfi fyrir ágangi eins og þeim sem ibúar „Grjótaþorps” hafa þurft aö búa við sbr. ályktanir þeirra.” Klámhöggid skýrist Þorsteinn Þorsteinsson biöur Einar S Einarsson auömjúklega afsökunar Vegna mikilla blaðaskrifa und- anfarið um forsetaembætti Nor- ræna skáksambandsins vil ég undirritaður verða við ósk Einars S. Einarssonar og biðja hann afsökunar á öllum þeim um- mælum, er ég hef látið frá mér fara um hann á siöum dagblaö- anna undanfarið. Auövitað var það ekkert annað en klámhögg, eins og Einar segir sjálfur I Dag- blaðinu 3. sept. sl., að ég skyldi beita mér fyrir þvf, að forseta- tignin yrði af honum tekin. Einar á að sjálfsögðu að sitja I emb- ættinu svo lengi sem hann sjálfur telur eðlilegt, sama hverjir sitja I stjórn S.Í.. Astæöurnar fyrir þvi, að ég hef snúist svona gegn honum undan- farna mánuði eru auðvitað fárán- legar. Ég var t.d. svo grunnhygg- inn aö telja það yfirgang, þegar Einar tók án fundarsamþykkis kr. 150 þús. handa sjálfum sér af hlaupareikningi Skáksambands íslands og Taflfélags Reykja- vikur hinn 5. júni sl., eða tæpri viku eftir aö vondir menn felldu hann á aöalfundi S.l. Einar var i fjáröflunarnefnd IX. Reykja- vikurskákmótsins 1980 og var þvi mjög eðlilegt að hann tæki þessa upphæð fyrir bókhald og önnur störf. Auðvitað eru 150 þús. engin upphæð fyrir alla þá vinnu, er Einar hefur innt af hendi fyrir skákhreyfinguna, og margur hefur meira fengið fyrir minni vinnu, t.d. var á sinum tima sam- þykkt á fundi, að ég og annar stjórnarmaður fengjum greiðslu fyrir skákstjórn á Skákþingi Is- lands. Það var algjör óþarfi fyrir Einar aö ieita samþykkis meö- nefndarmanna fyrir áðurnefndri upphæö, enda heföi veriö hætt við, aö þeir færu aö heimta peninga fyrir sjálfboðavinnu á Reykja- vikurmótinu. Helst er ég á þvi, aö þetta hafi allt saman verið ein- hver illur hugarburður i sjálfum mér, enda er ég orðinn eitthvað ruglaður af undarlegum sim- hringingum undanfarið. Ef til vill eru þær imyndun lika. Einnig hlýtur það að vera arg- asti hugarburöur að halda það, að Einar hafi komið nálægt þvi aö fella niður yfirdrátt á hlaupa- reikningi S.í. Þaö voru áreiðan- lega mannleg mistök, sem ollu þvi, enda kippti bankastjórinn málinu snarlega i liðinn, þegar gjaldkeri S.í. hafði samband við hann. Þaö er furðulegt, að ég skyldi halda, að Einar, sem er aðalbókari bankans, hafi eitthvað komiö nálægt niðurfellingu þess- ari, enda er Einar þekktur fyrir allt annað en aö fara inn á verk- svið annarra. Þaö var örugglega hrein tilviljun, að slikt skyldi ger- ast strax eftir aðalfund S.t. Ýmislegt annaö hefur og villt mér sýn i bókhaldi S.I., og held ég, að óþarft sé að telja þau atriði öll upp. Þegar er nóg komið mér til ævarandi skammar. Aö lokum skal þess getiö, að sjái Einar sér ekki fært aö taka þessa auðmjúklegu afsökunar- beiðni til greina, er vart um annað að ræða fyrir Einar S. Einarsson en leita á náöir gyðju réttvisinnar með okkar ágætu meiðyrðalöggjöf upp á vasann og stefna mér fyrir allt, er ég hef meiðandi um hann sagt, þvi að eigi verða fleiri blaðaskrif af minni hálfu i máli þessu. Reykjavik, 4. sept. 1980. Þorsteinn Þorsteinsson. Helgin 6.-7. sept. 1980 ÞJÓÐVÍLJINN — SÍÐA 5 Austurriskur arkitektúr i Ásmundarsal Arkitektafélag tslands opnaði i gær sýningu á austurriskum arki- tektúr frá timabilinu 1860 og fram um 1930. Upphaflega er sýningin unnin undir umsjón arkitektanna Karls Mang og Evu Mang- Frimmel á vegum utanrikis- ráðuneytisins í Vinarborg. A veggjum Asmundarsalar hanga eitthundrað drög og uppdrættir og sýningin verður opin fram á sunnudaginn 14. september, milli 16 og 22. Höfundar verkanna á sýning- unni eru oft taldir til Vinarskól- ans svonefnda, þeir áttu allir stóran þátt f mótun skipulags- áætlana um Vinarborg eftir að borgin hafði sprengt af sér ramma borgarmúra og nýjar viö- áttur opnuðust drátthögum arki- tektum. Menn voru sem óöast aö losa sig úr viðjum klassismans, fella burt skreytingar og fikra sig i átt til nútimans. Þungamiöja sýningarinnar eru verk eftir Otto Wagner en hann var höfuðpaur Vinarskólans og gróf farveg fyrir sporgöngumenn og nemendur á borö við Schönthal, Kaym, Olbrich, Hoff- mann og Plechnik. Sérstöðu á sýningunni hafa frumdrög Adolfs Loos. Ferill hans var einkum frá þvi um 1904 og fram yfir seinna strið, en hann er ekki siöur merkilegur fyrir þaö, sem hann sagði en verk sin. Eftir seinni heimsstyrjöldina breytast við fangsefnin, tekið er að byggja fjölbýlishús á vegum sveitar- félaga og fleira i þeim dúr og auk þess vaknar áhuginn á innrétting- unni sem slikri. Meðal arkitekta á þriðja áratugnum má meðal ann- arra nefna Frank, Strand, Theiss, Holzmeister, og Haerdtl. Formaður sýningamefndar er Gunnar S. Ólafsson og stendur sýningin sem fyrr sagði fram til 14. þessa mánaöar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.