Þjóðviljinn - 20.09.1980, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN , Helgin 20.— 21. september 1980
AF GRJÓTAÞORPI
Þegar ég var krakki á Vesturgötunni, var í
Grjótaþorpinu mikið og merkilegt mannlíf.
Ég átti heima á horninu á Vesturgötu og
Garðastræti í litlu timburhúsi þar sem afi
minn skóaði og amma bakaði kleinur, en
handan Garðastrætis var Grjótaþorpið. Þegar
hér var komið sögu þorðum við krakkarnir á
Vesturgötunni ekki f yrir okkar litla líf að stíga
fæti niður í Fissisund, því á þeim slóðum voru
ógnvekjandi æskumenn og til í allt.
Strákar voru grýttir, stelpurnar hárreittar
og kettir brenndir lifandi. I Grjótaþorpinu var
semsagt þegar ég var að slíta barnsskónum
mikil ógnaröld.
Og það er eins og þessi ósköp ætli að loða við
staðinn.
Allt þetta kemur mér í hug um þessar mund-
ir, þegar varla líður sá dagur að ekki sé í f jöl-
miðlum heilmikil umf jöllun um Grjótaþorpið
og f ramtíð þess. í hinni vikunni var til dæmis
efnt til blaðamannafundar um „verndun og
endurnýjun Grjótaþorps í núverandi mynd".
Manni kemur að sjálfsögðu fyrst i hug að
verndun Grjótaþorps sé mál málanna í
Reykjavík í dag og þá helst nauðsyn þess að
vernda íbúana fyrir æskulýð borgarinnar. Svo
alvarleg er þessi ógnaröld að verða þarna, að
ef menn ætla að ganga í hægðum sínum um
svæðið þá eru þeir f Ijótlega farnir að ganga í
hægðum annarra.
En það var nú eiginlega ekki þetta, sem ég
ætlaði að gera hér að umræðuefni heldur öllu
fremur alla þá fræðilegu og háspekilegu um-
ræðu, sem átt hefur sér stað um framtíð
„þorpsins".
Flestar tillögur um framtið Grjótaþorps á
síðustu áratugum hafa miðað að því að leggja
þorpið í rúst og byggja þar ný hús.
Nú er hins vegar svo komið að stjórnvöld í
Reykjavík hallast helst að því að vernda beri
þessa byggð og stendur ekki á tillögum til
borgarráðs og skipulagsnefndar.
Málið er að sjálfsögðu þegar orðið f ræðilegt.
Til hafa verið kvaddir félagsfræðingar þjóð
háttafræðingar, barnasálfræðingar, að ekki
sé nú talað um arkitekta og lögreglulið, sem
sjá á um verndunina.
A blaðamannaf undinum í hinni vikunni kom
fram sú skarplega athugasemd að gert væri
ráð f yrir því, að reynt yrði að stef na að því, að
þau hús,sem byggð yrðu í Grjótaþorpi, yrðu
látin standa áfram eftir að búið væri að
byggja þau og gömul hús yrðu ekki rifin. Ný
hús sem byggð verða í Grjótaþorpi eiga að
bera svipmótgamalla húsa, götur eiga að vera
hellulagðar og með þvagrás eftir þeim endi-
löngum eins og var í dentíð. Með þessu er
sannarlega að nokkru leystur snyrtiaðstöðu-
vandi Hallærisplansins. Þá kom fram á fund-
inum sú hugmynd að „f jarlægja" bílastæði, en
aðferðanna til þess var ekki getið.
Nú er það staðreynd að svipmót manna-
byggða markast nokkuð af því hverjir þar
búa, þannig að hætt er við að Grjótaþorpið
verði óekta, ef þar fara ekki um kynlegir
kvistir , hrekkisvín og logandi kettir. Ef ný
hús eiga þarna að bera svipmót gamalla, þá
verður lika að gera þá kröfu til íbúanna að
þeir bera svipmót gamalla kalla og kellinga.
Grjótaþorpið verður satt að segja ekkert
Grjótaþorp nema þangað flytji á ný Klásenar
og Ölsenar, Thoroddsenar, Rosenkransar og
Sörensenar. Arftakar Gvendar dúllara, Ingi-
mundar f iðlu og Runka í Merkissteini þurfa að
setja svip sinn á þorpið (sá síðastnefndi þoldi
ekki fólk sem alltaf þurfti að vera að baða sig
— það væru nú Ijótu sóðarnir).
Að öðru leyti er sjálfsagt að fara vel í gegn-
um skýrslur arkitekta, sem taka vilja að sér,
fyrir dálitla umbun, að endurskipleggja
Grjótaþorpið. Ég leyfi mér að birta nokkur
gullkorn úr einni slíkri álitsgerð: „Andstæðar
athaf nir, eins og að sitja í kyrrð og ró og ganga
hratt ættu ekki að stangast á". „Ruslakörfur
ætti að setja þar sem mest þörf er f yrir þær".
„Ljós eru til að gefa birtu en Ijósastaurar til
að dreifa henni". „ Yf irborð götunnar er mjög
mikilvægt f yrir fótgangandi fólk þar eð það er
í stöðugri snertingu við það". „Veðurfarið á
íslandi er þannig að ekki er þægilegt að vera
léttklæddur á ferli". Og að lokum setningin,
sem íbúar í Grjótaþorpi framtíðarinnar geta
haft að leiðarljósi: „Skjól fyrir snjó og regni
er mikilvægt, svo og skjól fyrir vindi".
Vart verður svo skilið við málef ni Grjóta-
þorps að Þorkels Valdimarssonar stóreigna-
manns sé ekki að góðu getið. Raunir hans eru
alþjóð þegar kunnar, en hið opinbera er á góð-
um vegi með að rúinera þennan forsjála at-
hafnamann. Hann hefur hinsvegar tekið því
meðæðruleysi og stóískri ró að þurfa að bera
miklu meiri gjöld af eignum sínum en tekjur. (
réttarhöldum á dögunum kvaðst Þorkell hafa
reiknað með því að hann fengi meira gjald
fyrir eignir sínar en hann yrði að gjalda hinu
opinbera. Þá sagði dómarinn
Afar sjaldan mó í maldar
mikið kvaldan tel þó hann.
Keli Valda víst má halda
að veitist gjald fyrir eignarann.
Flosi.
Pelastikk
heitir ný skáldsaga eftir Guölaug
Arason sem kemur út hjá Máli og
menningu i næstu viku. Gerist
hún um borö i sildarbát, á árun-
um 1958—1959 og lýsir karl-
mannaþjóöfélaginu sem þar
þrlfst. Guölaugur er, svo sem
kunnugt er, frá Dalvik og mun
einmitt sumariö 1959 sem smá-
polli oft hafa fengiö aö fara meö
sildarbát út á Grfmseyjarsundiö.
Slúður
siöasta Helgarpósts fór heldur
betur fyrir brjóstiö á sjónvarps-
mönnum þvi aö þar voru rakin
fjölmörg innanhúsmál sem þeir
telja aö eigi ekki erindi til alþjóö-
ar. Er tiöindamaöur Þjóöviljans
var á ferö I sjónvarpshúsinu I gær
var búiö aö festa upp ýmsar
fréttatilkynningar þar I stil viö
slúöur Helgarpóstsins. Þær voru
efnislega á þessa leiö:
Ómar Ragnarsson gekk niöur I
bæ um daginn og keypti sér nýja
skyrtu. Hún er köflótt.
Sá orðrómur er á kreiki aö Guö-
jón Einarsson og Helgi Helgason
hafi báöir fengiö sér nýja sokka
um daginn. Viö athugun hefur
komiö i ljós aö þetta á viö rök aö
styöjast.
Sá hörmulegi atburöur geröist
um daginn aö þaö sprakk hjól-
Guölaugur: Ný skáldsaga i næstu
viku
Jónas: Situr aö Kópareykjum og
semur „show” fyrir Þjóöleikhás-
iö
Siguröur: A hann hlutabréf I
Evergreen?
baröi á einum bila sjónvarpsins.
Starfsmönnum tókst hins vegar
aöskipta um hjólbaröa án aöstoö-
ar lögreglu.
Dularfullur atburöur! A þriöju-
dag uppgötvuöu menn aö hellst
haföi niöur kaffi 1 lyftu sjónvarps-
ins. Þrátt fyrir mikla rannsókn er
máliö enn óupplýst.
O.s.frv. O.s.frv..
Jónas
Arnason rithöfundur hefur nú
yfirgefiö höfuöborgina meö öllu
eftir aö hann hætti á þingi og situr
nú alfariö aö Kópareykjum I
Reykholtsdal. Mun hannkenna aö
einhverju leyti I Reykholtsskóla i
vetur en stunda öðrum þræöi rit-
störf. Hefur hann aö undanförnu
veriö aö semja eins konar söng-
leik eöa „show” fyrir Þjóöleik-
húsiö sem á aö lýsa „ástandinu”
á strrösárunum. Tekur hann þar
upp hanskann fyrir stúlkur I
„ástandinu” sem hann telur aö
hafi veriö meira eöa minna
ofsóttar af yfirvöldum. Veröur
brugöiö upp mörgum svipmynd-
um frá þessum árum og sungnir
textar Jónasar viö slajfara þess-
ara ára. I bakgrunni veröur svo
varpaö ljósmyndum frá striösár-
unum á tjald.
íslensk
blöö hafa tekiö miklum stakka-
skiptum undanfarin ár og á þetta
ekki sist viö um svokölluö lands-
byggöarblöö. Fyrir 5 árum hóf
Arni Sigurösson prentari i prent-
smiöjunni lsrún á Isafiröi aö gefa
út blaö sem hann nefndi Vest-
firska fréttablaðiö og vakti þaö
strax athygli fyrir hressilegan
fréttaflutning og gott útlit. Vegur
þessa blaös hefur sifellt fariö
vaxandi og nú hefur veriö ráöinn
blaöamaöur i fullu starfi aö blaö-
inu og kemur þaö út vikulega og
er ýmist 6 eöa 8 siöur. Blaöa-
maöurinn er Eövarö T. Jónsson
og viröist vera ágætlega hæfur.
Annars er Isafjöröur þekktur fyr-
ir mikla blaöaútgáfu og hafa
a,m.k. 5 blöö komiö þar út auk
Vestfirska fréttablaösins undan-
farin ár (sum aö visu mjög
stopult). Þessi 5 blöö eru öll
flokksmálgögn: Vestfiröingur frá
Alþýöubandalaginu, ísfiröingur
frá Framsóknarflokknum, Vest-
urland frá Sjálfstæöisflokknum,
Skutull frá Alþýöuflokknum og
Vestri frá Samtökum frjálslynda
og vinstri manna (blessuö sé
minning þeirra).
Þvermóðska
nokkurra æöstu embættismanna
útvarps og Sjónvarps i samning-
um viö iþróttahreyfinguna er meö
eindæmum. Þeir hafa i rúmt ár
staöiö fast á þeirri kröfu aö ein-
ungis veröi samið viö alla iþrótta-
hreyfinguna, ekki einstök sér-
sambönd innan hennar. Nú um
nokkurt skeiö hefur legiö ljóst
fyrir aö ISÍ mun ekki gerast aöili
aö slikum heildarsamningi. Þar
með hafa blessaöir em-
bættismennirnir engan til þess aö
semja viö, en samt stendur krafa
þeirra óhögguö...
Meira
af striöi Rikisútvarpsins og
iþróttamanna. Vitaö er aö 14
sambönd innan ISI vilja gera
heildarsamning viö Rikisútvarp-
iö, en 3 vilja þaö ekki. Embættis-
menn telja að þarna sé litill
minnihluti meö skemmdarstarf-
semi. Ef hins vegar málið er
skoöaö ofan i kjölinn kemur i ljós
aö yfir 50% iþróttaiökenda eru
innan hinna þriggja sambanda og
yfir 95% áhorfenda á iþróttamót-
um koma til þess aö fylgjast meö
þessum 3 greinum, sem eru
knattspyrna, körfuknattleikur og
handknattleikur.
Undanfama
mánuöi hefur bandariska flug-
félagið Evergreen haft verulegan
hluta af afgreiösluaðstööu Flug-
leiöa á Kennedy-flugvelli i New
York og mun nú ásamt Laker -
flugfélaginu sækjast eftir aö fá
hana alla ef flug Flugleiöa til
Ameriku fellur niöur. Fjöllum
hærra gengur meöal starfsfólks
Flugleiöa aö einhver tengsl séu
milli félagsins og Evergreen og
sumir fullyröa aö Siguröur
Helgason sé hluthafi i þessu
bandariska flugfélagi.
Sem
beturfer er „kómfkin” ekkialveg
útlæg ger úr heimi flugmála. Tlö-
indamaöur Þjóðviljans rakst ný-
lega á auglýsingabækling á út-
lensku frá Leiguflugi Sverris Þór-
oddssonar, þar sem auglýstar eru
ferðir fyrir Utlendinga. Og á
ensku heitir flugfélag Sverris ab
sjálfsögðu SVERRAIR.