Þjóðviljinn - 20.09.1980, Síða 4

Þjóðviljinn - 20.09.1980, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20,— 21. september ÍÖ^O Nýr djass- ballett- skóli Nýr djassballettskóli tekur til starfa á næstunni hér i Keykja- vik. Þaö er Sóley Jóhannsdóttir sem aö skölanum stendur, en hún hefur undanfarin ár stund- aö kennslu i Danmörku og rekiö þar skóla. Djassballettinn er ætlaöur bæöi konum og körlum allt niöur i 6 ára aldur og veröur lögö á- hersla á leikfimi, sviös- og sýn- ingardansa, auk djassballetts. Kennsla mun fara fram i Hreyfilshúsinu tvo dag i viku og hefjast námskeiöin 1. okt. og standa til jóla. 1 fréttatilkynningu frá skóla- num segir aö innritun standi yfirog er hægt aö skrá sig i sima 75326 i Reykjavik kl. 13—17 alla daga ogi Keflavik I sima 1395 kl. 9—12, en kennsla mun einnig fara fram þar i bæ. Sóley Jóhannsdóttir læröi djassballett i Danmörku og hefur auk kennslu dansaö viö ýmis tækifæri ög tekiö þátt i heimsmeistarakeppni i diskó- dansi og samkvæmisdönsum og veriödómari ilandskeppni fyrir tslands hönd. Sóley Jóhannsdóttir opnar nýjan djassbaliettskóla meö haustinu. Verslunarmannafélag Reykjavikur: Heimild til verkfallsboöunar Trúnaöarmannaráö Verslunar- mannafélags Reykjavikur sam- þykkti á fundi sinum i fyrradag aö boöa til vinnustöövunar meö tilskiidum fyrirvara ef nauösyn- legt reynist til aö knýja fram samninga. Trúnaöarmannaráöiö átelur harölega þann seinagang sem hefur veriö á samningagerö viö verkalýösfélögin, meöan kaup- máttur rýrnar og dýrtiö vex. Svo viröist sem ekki sé mögu- legt aö ná fram sanngjörnum leiöréttingum á launum félaga ASl nema til komi aukinn þrýst- ingur frá launafólki og þvi varö félagiö viö þeirri áskorun ASI aö afla verkfallsheimildar. Jólavertíöin að hefjast: 33 nýjar hiá MM Nýjar skáldsögur eftir Guöberg Bergsson, Guölaug Arason og Ólaf Hauk Simonarson eru meöal þeirra bóka sem Mál og menning gefur út á þessu hausti. Samtals gefur forlagiö út 56 bækur á árinu, þar af 33 nýjar, en hitt eru endur- útgáfur. Saga Guöbergs heitir Sagan af Ara Fróöasyni og Hugborgu konu hans, frá Guölaugi kemur Pela- stikkog Ólafur Haukur sendir frá sér bókina Galeiöan Þá veröur Snaran eftir Jakobinu Siguröar- HíSttiir oefin lit I 2. ÚtSáfu. Af erlendum skáldverkum má nefna splunkunýtt smásagnasafn eftir William Heinesen, Húsiö i þokunni, i þýöingu Þorgeirs Þor- geirssonar. Sú bók kemur út sam- timis hér og i Danmörku, og má segja aö þaö sé nýjung i þýöinga- málum hérlendis. Hverjum klukkan glymureftir Hemingway kemur lít i þýöingu Stefáns Bjar- man, og Attundi dagur vikunnar eftir Marek Hlasko, sem Þorgeir Þorgeirsson hefur þýtt.Af öörum þýöingum má nefna tvær bækur eftir Sjöwall og Wahlöö: Bruna- bíllinn sem týndistog Pólis, pólis, pylsa og is, og hefur ólafur Jóns- son þýtt þær. Tvö ljóöskáld senda frá sér nýj- ar ljóöabækur aö þessu sinni, Sig- uröur Pálsson og Stefán Snævarr. Bók Siguröar heitir Ljóð vega- mennog bók Stefáns Sjálfsalinn. Tvær merkar ljóöabækur veröa endurútgefnar: Andvökur Stephans G., sem hefur veriö ó- fáanlegumiangtárabil.og Kvæöi og sögur Jónasar Hallgrimssonar meö forspjalli Halldórs Laxness. Barna- og unglingabækur eru margar aö þessu sinni. Veröldin er alltaf ný eftir Jóhönnu Á. Steingrimsdóttur meö myndum eftir Harald Guöbergsson er verölaunabók úr samkeppni Máls og menningar. Aörar nýjar, is- lenskar barnabækur eru Vera eft- ir Asrúnu Matthiassóttur og Börn eru líka fólk, viötalsbók eftir Val- disi óskarsdóttur. Haraldur Guð- bergsson hefur teiknaö myndir við Eddukvæöi sem koma út i tveimur bókum: Þrymskviöa og Dauöi Baldurs. Þá koma út þrjár bækur eftir Astrid Lindgren: Emil I Kattholti lifir enn i þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur, Madditt i þýö- ingu Sigrúnar Árnadóttur, og Ég vil Hka fara i skóla, sem Asthildur Egilsson þýddi. Ný bók kemur út eftir hina vinsælu K.M. Peyton, höfund bókanna um Patrick, og heitir hún Sýndu aö þú sért hetj^ Silja Aöalsteinsdóttir þýddi. Loks má geta þriggja bóka um Einar Askel eftir Gunillu Bergström, og hefur Sigrún Arnadóttir þýtt þær. Ritsafn Jóhanns Sigurjónsson- ar kemur út i þremur bindum, og hefur Atli Rafn Kristinsson séö um útgáfuna. Þá kemur út fyrsta bindiö I ritsafni Sverris Krist- jánssonar. Haldiö er áfram meö útgáfu á þýöingum Helga Hálf- dánarsonar á leikritum Shake- speares, og kemur sjöunda bindiö út i ár. Bækur eftir Brynjolf Bjarnason og Einar Olgeirsson eru einnig á útgáfuáætluninni, og er bók Brynjólfs heimspekirit, en Einar skrifar um Island og heimsvalda- stefnuna. Magnús hefur þýtt fræga bandariska bók um indi- ána, og heitir hún Heygöu mitt hjarta viö undaö hné. Loks skal getiö Mannkynssögu 1492—1648 eftir Jón Thor Haraldsson og Ævisögu Björns Eysteinssonar i útgáfu Björns Þorsteinssonar.-ih Hvað varð um 22 kröfur ASÍ um félagslegar úrbætur? Sex afgreiddar og tíu eru vel á vegi Meö þvi aö öll landssambönd innan ASt hafa meö venjulegum fyrirvara gerst aöilar aö nýjum k jarnasam ningi um skipan starfsheita i launaflokka, er miklum áfanga náö i langdregnum samningaviöræðum. Sú einföldun og samræming sem i kjarna- samningnum felst á örugglega eftir aö breyta miklu i launa- málaumræöu og kjaramálastarfi. Ennþá er eftir aö fylla ramm- ann út meö kauptölum og semja um félagslega kröfugerö ASt. Kauphækkunin og dreifing henn- ar á launastigann veröur sá hnútur sem siöast mun höggviö á með einhverjum hætti, og þaö meö verkföllum ef ekki vill betur. En vert er aö minnast þess aö i upphafi settu atvinnurekendur fram gagnkröfu um helmingun veröbóta og skeröingu eöa afnám ýmislegra félagslegra réttinda, sem sum eru þegar i lögum eöa kjarasamningum. Nú vilja atvinnurekendur ekki halda lengra I kjaraviöræöunum fyrr en fyrir liggur hvaöa afstööu rikisvaldiö tekur til „sameigin- legra krafna ASl um félagslegar umbætur” og hvaöa kostnaö at- vinnurekendum er ætlaö aö bera I þvi sambandi. Viðamikil kröfugerð Kröfur ASI um félagslegar umbætur voru mjög viötækar og settar fram i 22 liöum af kjara- Hinar sex snúa að atvinnurekendum eða eru ekki líklegar til að ná fram að ganga að sinni málaráöstefnu sem haldin var 11. janúar 1980. Krafa 8,14 og 21 snéru aö atvinnurekendum og gert ráö fyrir aö semja viö þá um 1.) aö innheimt gjöld atvinnurek- enda i sjúkra- og orlofssjóöi veröi innheimt samhliöa innheimtu i lifeyrissjóöi, 2) aö tryggingaf jár- hæöir samningsbundinna slysa- trygginga verði hækkaðar, 3) aö trúnaöarmenn skuli einskis missa i launum, þegar þeir sækja trún- aöarmannanámskeiö. Hinar kröfurnar snúa aö rikis- valdinu og löggjafanum meö einum eöa öörum hætti, þótt mis- jafnt sé hverjum er ætlaö að bera kostnaöinn af framkvæmd þeirra. Nokkur þessara mála hafa þegar veriö afgreidd eftir aö kröfu- geröin var sett fram. Mikilvæg lagasetning Samþykkt hafa verið lög um aöbúnaö, öryggi og hollustuhætti á vinnustööum (krafa 10), ný lög hafa verið samþykkt um lög- skráningu sjómanna þar sem tryggt er aö skip séu ekki gerö út meö óskráöa áhöfn, og sjómaöur haldi samningsbundnum launum þrátt fyrir afskráningu (krafa nr. 11). Réttur sjómanna til launa i veikinda- og slysatilfellum hefur veriö stóraukinn meö sérstakri lagasetningu^Krafa 12). Ný hús- næöislöggjöf hefur veriö sam- þykkt þar sem komiö er til móts viö kröfu ASI um aö Byggingar- sjóöur verkamanna fjármagni 1/3 af Ibúðarþörf landsmanna og aöild verkalýöshreyfingar aö verkamannabústaöa- og Ibúöa- lánakerfinu stóraukin. (Krafa 17). Breytingar hafa veriö geröar á lögum um rétt verkafólks tii uppsagnarfrests og til launa vegna sjúkdóma og slysatilfella, sem veita verkafólki aukinn rétt. Þar er einnig um samningamál aö ræöa. (Krafa 18). 1 sambandi viö setningu nýrra laga um hús- næöismál var m.a. komiö til móts við 20. kröfu ASt, þar sem krafist var úrbóta I dagvistunar- og hús- næöismálum aldraöra. Mikill undirbúningur 1 viöræöum milli fulltrúa rikis- valdsins og ASt hafa i vor og sumar veriö til umræöu fjölmörg atriöi sem snerta kröfur ASI um félagslegar úrbætur og eru mörg þeirra fullbúin til afgreiðslu. Meöal þess sem fjallaö hefur verið um eru breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar, fæöingarorlof, dagvistunarheim- ili, orlofsmál, skattamál, eftir- launaaldur og bætur almanna- trygginga, lögfesting fridaga á öllum fiskiskipum yfir jóladag- ana, aukiö rikisframlag til byggingar og reksturs sjómanna- stofa, löggjöf um orlofsheimili og málefnifarandverkafólks. Kröfur um þessi atriöi eru nr. 1, 2, 4, 5, 6, 7, 15, 16, 19, og 22 I félagslegri kröfugerö ASt. Hér er um stórmerk og mikil- væg réttindamál aö ræða og aö þvi er Þjóöviljinn kemst næst mun undirbúningur þeirra flestra standa velog rikisvaldiö I flestum tilfellum reiöubúiö til þess aö stuöla aö framgangi þessara krafna I meginatriöum. Farandverkam enn og sjómenn Svo aöeins sé drepiö á fram- gang þessara mála þá er Þjóö- viljanum kunnugt að fyrir liggur frumvarp um réttarstööu erlends farandverkafólks, upplýsinga- þjónustu viö Islenskt farand- verkafólk og fleira sem lýtur aö hagsmunamálum þess. Þá liggur fyrir tillaga um breytingu á lögum um almannatryggingar, þar sem gert er ráö fyrir aö sjómenn sem stundaö hafa sjó- mennsku sem aðalstarf i amk. 25 ár, skuli eiga rétt til töku ellilif- eyris frá 60 ára aldri. Dagvistarmál, fæðingarorlof og atvinnuleysisbætur Varöandi dagvistarmálin er gert ráö fyrir aö rikiö leggi fram 1000 milljónir króna á yfirstand- andi ári og næsta ári, og láti aö lokinni könnun á þörfinni, gera 10 ára áætlun um aö bæta Ur henni. Gert er ráö fyrir verulegum breytingum á lögum um atvinnu- leysistryggingar sem m.a. feli i sér rýmkaöan bótarétt, hækkun bóta og lengri bótatima og flutn- ing greiöslna i fæöingarorlofi til almannatrygginga. t fæöingar- orlofsmálinu hafa komiö fram hugmyndir sem bæta eiga úr ágöllum frumvarpsins um 3 mánaöa fæöingarorlof, sem lagt var fram á siðasta þingi. Kröfur úti i kuldanum Liklegt er taliö aö allar þær kröfur sem hér hafa veriö taldar aö framan nái fram aö ganga i meginatriöum sé á annaöborö um þær samstaöa innan verkalýös- hreyfingarinnar. Krafa þrjú um leyfi og launagreiðslur til for- eldra i veikindum barna er hins- Framhald a bls. 27 Góð aðsókn hjá Vilhjálmi Góð aösókn hefur verið á sýn- ingu Vilhjálms Bergsonar aö Kjarvalsstöðum, og hafa 17 myndir selst. Sýningunni lýkur annaö kvöld, sunnudagskvöld. Vilhjálmur nefnir sýninguna „Ljós og viddir”. A henni eru 63 oliumálverk og 10 teikningar. Sýningin veröur opin kl. 2—10 i dag og á morgun. —ih

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.