Þjóðviljinn - 20.09.1980, Page 7

Þjóðviljinn - 20.09.1980, Page 7
Helgin 20 — 21. september'1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Lært a6 binda bækur aö Löngumýri. Að Löngumýrí í október: Námskeid fyrir aldraða NámskeiO fyrir fólk sem komið er á eftirlaun eða á þau i vændum verður haldiö að Löngumýri i Skagafirði i október á vegum þjóökirkjunnar. Er þar gefinn kostur á verklegu og bóklegu námi að eigin vali og kennt meö fyrirlestrum, sýnikennslu og þátttöku i leshringum og verk- námi. Miðað er við að kenna sitthvað sem kann aö koma aö gagni á þessu timabili ævinnar og meöal kennslugreina er likamsrækt og létt matargerð, leðurvinna og bókband. Fyrirlestrar verða um tryggingamál aldraðra, um bók- menntir bibliufræði og sögu. Um ræðurhópar fjalla m.a. um hversu bregöast megi við ellinni og njóta hennar sem best. Mikil áhersla verður á útivist og hvild verður næg, enda allar náms- greinar valfrjálsar. Nokkur slik námskeið hafa verið haldin að undanförnu á vegum kirkjunnar, sem jafn- framthefur á undanförnum árum starfrækt orlofsdvalir fyrir aldraða að Löngumýri i sam- vinnu viö Reykjavikurborg, Akureyrabæ og fleiri sveitar- félög. Hafa námskeiðin verið vel sótt og virðist augljóst af reynsl- unni sem þegar er fengin, að mikil þörf sé fyrir slikt starf til þess að elliárin verði ánægju- legri. Skólastjórinn á Löngumýri, Margrét Jónsdóttir, veitir þessu námskeiði forstöðu og stendur það 6. - 20. október. Allar upplýsingar eru veittar á Löngumýri, simi 95-6116 og á Biskupstofu I Reykjavik, simi 29377. / /slandsheimsókn: Strokkvartett Kaupmannahafnar Strokkvartett Kaupmanna- hafnar — Kíbenhavns Strygekvartet — heldur tónleika I Reykjavik og á Isafirði i næstu viku. Strokkvartett þessi var stofn- aður 1957 af fiöluleikurunum Giskov og Lydolph, Bruun lág- fiöluleikara og Christiansen selló- leikara. Strokkvartettinn hefur haldið fjölda tónleika bæði heima og heiman, bæði austan hafs og vestan leikið á margri listahát- íðinni i Evrópu, og inn á fjölda- margar hljómplötur. Fyrir tæpum tveimur árum, i október 1978, léku listamennirnir SHA Austurlandi: Reynt að spyrna sam- an hagsmuni íslendinga og hersins íierstöðvaandstæðingar á Austurlandi hafa gert eftir- farandi ályktun: „Fundur Samtaka her- stöðvaandstæðinga á Austurlandi, haldinn á Egils- stöðum 14. sept. 1980, varar eindregið við þeim hug- myndum stjórnvalda að láta bandariska herinn bjarga Flugleiðum og þar með flug- málum Islendinga. Hér er á ferðinni enn ein tilraun til að spyrða saman hagsmuni Is- lands og Bandarikjahers og gera tslendinga ennþá háð- ari dvöl hersins hér á landi. A þaö skal bent aö Aust- firðingar og aörir ibúar landsbyggðarinnar eru mjög háðir flugsamgöngum, og það varðar þá miklu aö þær samgöngur séu ekki undir hemum komnar né öðrum erlendum aöilum.” i Norræna húsinu I tilefni af 10 ára afmæli þess, strokkvartett eftir Vagn Holmboe, sem tileinkaður var Norræna húsinu og var það frumflutningur, auk þess sem þeirfluttu verk eftir m.a. Þorkel Sigurbjörnsson. Aö þessu sinni heldur Strok- kvartett Kaupmannahafnar þrenna tónleika, hina fyrstu i Norræna húsinu, mánudaginn 22. október kl. 20:30, þar sem leikin verða verk eftir Mozart, Gade og Beethoven . Þvinæst fara listamennirnir til tsafjarðar og leika þar i tsafjarðarkirkju miðvikudaginn 24, september kl. 20:30. Þá flytja þeir verk eftir Mozart, Holmboe, Beethoven og Schubert. Þriðju og siöustu tón- leikarnir veröa hjá Kammer- músikklúbbnum sunnudaginn 28. september kl. 20:30 og veröa þar flutt verk eftir Haydn, Carl Nielsen og Beethoven. Þeir tón- leikar verða i Bustaðakirkju. Þingflokkur Sjálf- stæðismanna: Vítir Alþýdu- bandalagið Þingflokkur Sjálfstæðismanna kom saman i gær og ályktaði að hann telji „einsýnt að stjórnvöld geri itrustu tilraunir til þess að tryggja flugsamgöngur yfir Noröur-Atlantshafið og lýsir sig reiðubúinn til samstarfs i þeim efnum, enda sé ekki stefnt i rikis- rekstur flugs og gagnlausar fjár- skuldbindingar skattreiðenda.” Alþýðubandalagið fær kaldar kveðjur frá þingflokki Ihaldsins með svofelldum orðum i ályktun- inni: „Þingflokkurinn vitir vinnu- brögö fulltrúa Alþýðubandalags- ins og telur að þau hafi valdið Flugleiðum h.f. miklu tjóni, stefnt i hættu atvinnu fjölda fólks, sem að flugmálum vinnur, og skaöað þjóðarhagsmuni.”. Engin greinargerð fylgii ályktuninni né rökstuöningu fyrir ofangreindum sloðunum. —ekh Skatta- og tryggingamál einstœðra foreldra: Áhrif skattkerfís- breytingar könnuð Skipuö nefnd til þess að gera tillögur um úrbætur Fjármálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að kanna sérstak- lega álagningu skatta á einstæö foreldri. t þessum hópi skatt- greiðenda eru mörg dæmi um mjög verulega hækkun skatta og er talið nauðsynlegt að gerö verði sérstök úttekt á skattamálum þessa hóps, að þvl er segir i frétt frá fjármálaráðuneytinu. I nefndinni eiga sæti Þorkell Helgason, dósent, Jóhanna Kristjónsdóttir, blaöamaður, Jón Guðmundsson, viðskipta- fræðingur, Dóra S. Bjarnason, félagsfræðingur, og Kristján Guöjónsson, deildarstjóri. Tvö þau fyrstnefndu eru tilnefnd af Félagi einstæðra foreldra, en Jón Guðmundsson hefur verið sipaður formaður nefndarinnar. I fréttinni segir að fyrirfram hafi veriö ljóst að mikil breyting yröi á álagningu tekjuskatts á einstæð foreldri, sem ekki njóta þess lengur að fá persónuafslátt hjóna, en fá i þess stað stór- auknar barnabætur i hlutfalli viö barnafjölda. Skattkerfisbreyt- ingin felur það i sér, að sumir ein- stæðir foreldrar hækka en aörir lækka i sköttum. 1 heild lækkar álagning tekjuskatts á einstæð foreldri, þegar tillit er tekið til hækkaðra barnabóta. Einstæö foreldri eru talin vera um 6.700 og vafalaust er mjög misjafnt hversu mikil þörf er á skatta- Ivilnunum þeim til handa eða annarri aðstoð af hálfu opinbera að þvi er segir i ráöuneytisfrétt- Framhald á bls. 27 Pétur Guðjónsson áferðalagií NEW YORK í New York gefur aö líta alla heimsbyggðina í hnotskurn. Þar eru öll þjóöerni, öll trúarbrögð, öll form húsageröarlistar, öll þjóöerni matargerðar, allt vöruúrval heimsins, mestur fjöldi skýjakljúfa, er gefur borginni þann stórkostleik, er fyrirfinnst aöeins í New York. Heimsókn á topp Empire State-byggingarinnar, R.C.A.-byggingarinnar eöa World Trade Center, 110 haeðir, opinberar hvaö bezt þennan einstæða stórkostleik. World Trade Center, meö heilu verzlunarhverfi neöanjarð- ar, er syðst á Manhattan-eyjunni, langri og mjórri, liggjandi frá noröri til suöurs, en hjarta New York-borgar er á henni. Hiö fræga Wall Street, sem er líka samnafn fyrir stærsta fjármagns- markað heimsins, er hér. Hér rísa risabankarnir í eigin skýjakljúfum, og hér er stærsta kauphöll heimsins, New York Stock Exchange. Þar gefur aö líta, hvernig jafnvel smæsti fjármagnseigandi getur oröiö eigandi og þátttakandi í stórfyrirtækjum Bandaríkjanna. Federal Hall er í Wall Street meö minjagripum frá embættistöku George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Trinity Church, ein elzta kirkja í New York, er viö enda Wall Street. China Town er nokkuö til austurs, kínverskt hverfi í miöri New York með austurlandamat og austurlenzkt vöruúrval. Nokkuð til noröurs er Wash- ington Square, aöaltorg í Greenwich Village, sem er listamannahverfi New York. Þúsundir skapandi listamanna eiga hér heimkynni, og hér eru haldnar stórar og litríkar útisýningar. Stórkostleg listasöfn eru í New York. Frægast er Metropolitan Museum of Art á 5. breiögötu í Central Park. Önnur listasöfn, Frick Collection, Guggenheim, og Museum of Modern Art eru meö stööugar farandsýningar. Madison-breiögatan ofan viö 60. götu býöur upp á fjölda lítilla sölusýninga (galleries). Central Park, Miögarður, er stór trjágaröur á miöri Manhattan- eyju. Hann gefur að deginum í góöu veöri tækifæri til skógargöngu t miöri stórborginni. í honum er dýragarður. Rétt frá suö-vesturhorni Miðgarðs er Lincoln Center meö Metropolitan-óperunni, leikhúsi og tónlistarhöll. Þar eru fluttar óperur og haldnir hljómleikar og þar fara fram sýningar á leikritum og listdansi samtímis. Nú skal haldiö á 5. breiðgötu miöja og skoöuö St. Patricks-dómkirkjan, gotneskt listaverk í hæsta gæöaflokki. Viö hlið hennar er hiö fræga vöruhús Sack’s 5th Avenue. En andspænis henni er Rockefeller Center, samsafn stórbygginga byggöra um 1930, neðanjaröar verzlunarhverfi og skrifstof- ur Flugleiða. Þetta eru áhugaveröir stoppistaöir á leiö okkar til aðalbyggingar Sameinuöu þjóöanna, eins af fyrstu stórverkum hús- ageröarlistar úr málmi og gleri. Kynnisferöir eru farnar um aö- setriö og upplýsingar gafnar um starfsemi SÞ. Ekkert jafnast á viö ameríska steik, þaö vita þeir, sem kynnzt hafa. Pen and Pencil og The Palm eru frægir steikarstaðir. í hádeg- ismat er skemmtilegt aö fara á Sexurnar, 666, 5. breiögötu, Rainbow Room í RCA-byggingunni og Windows of the World í World Trade Center (laugard. sunnud. og á kvöldin), allir staðirnir á efstu hæö skýjakljúfa meö ógleymanlegu útsýni yfir borgina. Einnig í Tavern on the Green, (Crystal room) í Central Park. Snöggur lúxushamborgari á J.P. Clark á 3. breiögötu. Á sunnudögum iöar allt af lífi í verzlunargötunni Grant Street í gyöingahverfinu á Lower Eastside. Þar má gera reyfarakaup. Vöruhús eru Macy, Gimbles, og Alexanders. Hærri gæöaflokkar eru í Bloomingdales, B. Altman, Sacks 5th Avenue. Til hvíldar frá stórborginni eru bátsferöir til Liberty Island þar sem Frelsisstyttan er eöa hringferö meö bát um Manhattan-eyjuna. Einnig ganga fljótaskip upp Hudson-fljótiö. Viö þaö stendur West Point Military Academy, sem er frægasti herfræðiháskóli Bandaríkjanna. Fraeg nöfn nemenda: Mac Arthur, Patton, Eisenhower. í minja- safninu er veldissproti Görings. Á austurbakka árinnar í Hyde Park eru heimili Roosevelts og Vanderbilts, sem eru áhugaverð söfn í dag. Ef fara á aöeins stutta ferö í friö og kyrrö þarf ekki út fyrir Manhattan-eyju aö fara, því í Fort Tryon Park er The Cloisters, einstætt safn franskrar og spánskrar miöaldalistar. Þarna er safni uppruna- legra herbergja meö upprunalegum listaverkum komiö fyrir í byggingum sem minna á miðalda- klaustur. í sambandi viö New York-ferð væri tilvalin 3ja daga ferö til Washington, einnar fegurstu og sérstæöustu borgar heimsins. Ef þúhygguráferötil NEWYORK geturöu klippt þessa iitglýsingu útog hafthana meö.þaö gæti komið sér vel. FLUGLEIDIR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.