Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 13
Helgin 20 — 21. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 13
tslendingar hafa aldrei unniö
gullverölaun á ólympíuleikum.
Og þó! Á ólympiuleikunum i
Antwerpen i Belgiu fyrir 60 árum
— nánar tiltekiö voriö 1920 — var i
fyrsta skipti keppt i isknattleik á
Ólympiuleikum. Kanadamenn
unnu gullverölaunin meö miklum
yfirburöum. Allir leikmennirnir i
liöinu — nema einn — voru af
vestur-Islenskum ættum. Þetta
voru hinir frægu Fálkar
(Falcons) frá Winnipeg.
í siöasta hefti timaritsins The
Icelandic Canadian er saga Fálk-
anna rifjuö dálitiö upp f tilefni af
þvi aö 60 ár eru liðin frá sigrinum
á ólympiuleikunum. Þar segir
m.a. aö nú sé búiö aö koma upp
sérstöku minningarhúsi um
fræga iþróttamenn i Manitoba
Vestur-
íslenskt
ísknatt-
leiksliö:
Liö Fálkanna sem vann gull á Ólympluleikunum 1920: Fremri röð f.v.: Fred Maxwell þjálfari, Bobby Benson, Frank Fredrickson fyrirliöi,
Magnús Glslason Goodman og Wally Byron. Efri röö f.v.: Hebbie Ax ford, Huck Woodman, Halldór Halldórsson, Konráö Jóhannesson og
Kristján Friöfinnsson.
Yann gull á Olympíuleikum
árið 1920
(Manitoba Sports Hall of Fame)
og veröi Fálkarnir þeir fyrstu
sem fá þar inni.
Aöur en Fálkarnir unnu gullið á
Olympiuleikunum voru þeir litt
þekktir utan sinnar heima-
byggðar en sigurinn geröi Winni-
pegbúa eins hreykna á sinum
tima og Bandarikjamenn er þeir
unnu gulliö i sömu grein á
Ólympiuleikunum 1 Lake Placid
s.l. vetur.
Fyrirliöi Fálkanna var Frank
Fredrickson sem lék miövörö og
var valinn sterkasti maöur liös-
ins. Hann varö seinna atvinnu-
maöur i isknattleik meö ýmsum
þekktum bandariskum liðum.
Aörir leikmenn voru Halldór
(Slim) Halldórsson á hægra
kanti, Huck Woodman miöfram-
herji, Magnús Gislason (Mike)
Goodman á vinstra kanti, Konráö
(Connie) Johannesson og Bobby
Benson I vörninni og Wally Byron
i marki. Varamaður liðsins var
Kristján (Chris) Friöfinnsson.
Eini leikmaöurinn sem ekki var
af islensku bergi brotinn var
Huck Woodman.
Fálkarnir unnu sér rétt til að
taka þátt i Ólympiuleikunum i
Antwerpen fyrir hönd Kanada
meö þvi aö slá út hiö sterka lið há-
skólans i Toronoto i Allan-bikar-
keppninni.
Fyrirfram var búist við aö
keppnin um gulliö á Ólympiuleik-
unum stæöi milli Bandarikja-
manna og Kanadamanna en auk
þeirra kepptu 5 Evrópulið á leik-
unum, frá Belgiu, Frakklandi,
Sviss, Sviþjóö og Tékkó-slóvakiu.
slóvakiu.
Fyrsti leikur Fálkanna var viö
Tékkóslóvakiu og unnu þeir mjög
auöveldlega. Lokastaöan var
15:0. A sama tima unnu Banda-
rikin auöveldan sigur yfir Sviss
meö 29 mörkum gegn engu.
Aö lokum voru þrjú liö efst og
jöfn: Kanada, Bandarikin og Svi-
þjóö og I hlutkesti var liö Svi-
þjóöar svo heppiö aö sitja hjá og
uröu þvi hin liðin aö keppa um
það hvort ætti aö leika á móti Svi-
þjóö I úrslitaleiknum. En leikur-
inn milli Kanadamanna og
Bandarikjamanna var i rauninni
úrslitaleikurinn þvi aö sænska
liðiö stóö þeim langt aö baki aö
styrk.
Bandarikjamenn voru mjög
sigurvissir fyrir leikinn en kana-
disku skautamennirnir reyndust
þeim þegar til kom algerir of-
jarlar, bæöi i sókn og vörn. 1 hálf-
leik haföi ekkert mark veriö
skoraö en á 11. minútu siöari hálf-
leiks skoraöi fyrirliöinn Frank
Fredrickson fyrir Fálkanna og
sjö minútum siöar bætti Connie
Johannesson ööru marki viö með
þrumuskoti. Úrslitin uröu 2:0.
Magnús Gfslason Goodman er nú
einn á Iffi leikmanna og sést hann
hér meö gullpening Olympiuleik-
anna.
Hinn 27. april var svo úrslita-
leikurinn og burstuöu þá Fálk-
arnir liö Sviþjóöar meö 12:1. Svo
ójafn var leikurinn aö i hálfleik
ákváöu Fálkarnir aö gefa Sviun-
um eitt mark. Seint i leiknum
duttu óvænt allir Kanadamenn-
irnir og Sviinn Svensson komst i
dauöafæri. Um leiö og hann skaut
missti markvöröur Fálkanna fót-
anna — öllum til mikillar undr-
unar — og mark var staðreynd
Sviarnir fögnuöu ákaflega — og
Fálkarnir ekki siöur.
Eftirfarandi frásögn birtist i
Winnipegblaöinu Free Press dag-
inn eftir sigurinn:
,,I gærkvöldi söfnuöust aðdá-
endur Fálkanna fyrir utan Free
Press bygginguna til að biöa úr-
Frank Fredrickson fyrirliöi á efri
árum. Hann var talinn sterkasti
maöur liösins og geröist siöan at-
vinnumaöur meö ýmsum þekkt-
ustu ísknattleiksliöum Banda-
rikjanna
slita frá Isknattleikskeppni
Ólympiuleikanna i Antwerpen.
Um leiö og blaöinu bárust fréttir
voru þær látnar berast út til
mannfjöldans og ætlaöi þá allt um
koli að keyra i fagnaðarlátum.
Ritstjórn blaösins ákvaö aö sima
út fréttina til allra leikhúsa og
samkomuhúsa i borginni og var
alis staöar rofin dagskrá til aö til-
kynna sigurinn og greip um sig
gifurleg hrifningaralda.
Fréttin um sigurinn vakti
þjóöarfögnuð i Kanada og berg-
málaöi um allt landið. Jafnvel i
þingsal rikisins i Ottawa gleymdu
þingmenn i svip hvar þeir voru
staddir, er þeir heyröu tiöindin.
spruttu á fætur, veifuöu vasaklút-
um og ööru lauslegu og hrópuöu
þrefalt húrra fyrir Fálkunum.
Biaöiö Star tók svo til oröa:
„Kalliö þá hvaö sem yöur sýn-
ist, hvirfilbylji Vesturlandsins,
fellibyl frá Manitoba, heita vind-
strauma vestursins, sem allt ætla
að kæfa, eöa hvaö annaö, sem
yöur dettur I hug og táknar yfir-
buröahraöa, og þér hafiö lýsingu
af Fálkunum”.
Er Fálkarnir komu heim voru
þeir heiðraöir á margvislegan
hátt ma. meö opinberum móttök-
um bæöi i Toronto og Winnipeg.
Þeir sem muna liö Fálkanna
eru nú farnir aö týna tölunni en
eru sannfæröir um aö þaö hafi
verið sterkasta áhugamannaliö
sem nokkru sinni hefur leikiö is-
knattleik.
Aöeins einn af leikmönnunum
er á lífi. Þaö er Magnús Gislason
Goodman sem ávallt bar gælu-
nafnið Mike. Hann býr i Florida i
Bandarikjunum og starfar þar
enn fyrir þvottahús þó aö hann sé
oröinn 82 ára gamall. Hann var
talinn fljótastur allra isknatt-
leiksmanna á skautum og var
eftirlæti áhorfenda. Margir töldu
aö skautar hans væru geröir úr
einhverju töfraefni og honum var
boöiö stórfé ef hann vildi selja þá.
Þá vann hann og það afrek á sin-
um tima aö vinna titilinn skauta-
kappi N-Ameriku.
Kanadamenn eru enn stoltir af
sigri Fálkanna á Olympiuleikun-
um 1920 og þaö geta Islendingar
meö nokkrum hætti lika verið.
— GFr.
MINNING
Ingunn Valgerður
Hjartardóttir
fædd 30. sept. 1909 dálnn sept. 1980
Ingunn Valgerður Hjartar-
dóttir var fædd 30. sept. 1909 i
Vilborgarhúsi i ólafsvik á Snæ-
fellsnesi. Foreldrar Ingu (en
svo var hún jafnan nefnd) voru
Ólöf frá Hnausum i Eyrarsveit d
Tjörva Jónssonar frá Hlið I
Hnappadal og Ingunnar Jóns-
dóttur úr Skaröstrandarhreppi.
Faöir Ingu var Hjörtur sonur
Ólafs Guömundss. frá
Hvammsdal I Dalasýslu og
Ónnu Daviöss. frá Miklagaröi.
Foreldrar Ingu eignuöust einnig
dreng sem dó nýfæddur.
A fyrri hluta þessarar aldar
voru atvinnutæki okkar Islend-
inga fábreytt, veiöarfæri og
bátar voru léleg og þar af leiö-
andi var mikil fátækt og ör-
birgö. Foreldrar Ingu fóru ekki
varhluta af þessari óáran og
vegna þess hve erfitt þau áttu
uppdráttar uröu þau aö slita
samvistum. Olöf var heilsulitil
og einstæö móöir átti ekki
margra kosta völ, eina
„hjálpin” sem henni var veitt,
var sú að telpan var rifin af
mööurinni. En Inga var heppin
meö fóstriö. Hún lenti hjá góöu
fólki á sunnanveröu Snæfells-
nesi þar dvaldist hún til 8 ára
aldurs. Og minntist hún þessa
heimilis ætiö meö hlýju þvi þau
reyndust henni sem bestu for-
eldrar. En þegar Inga var 8 ára
dó fóstri hennar og heimiliö
leystist upp og litla stúlkan var
send inn i Eyrarsveit. Þar var
hún á ýmsum bæjum og á þeim
tima þótti þaö viö hæfi aö töku-
börn tæku til hendinni. Inga var
létt á fæti og lipur i snúningum,
enda var þaö notaö út I æsar.
Móöur sina missti Inga þegar
hún var rétt komin yfir ferm-
ingu, en meö þeim mæögum var
mjög kært, þó þær gætu lítiö
verið samvistum. Inga varö
fljótt eftirsótt i vinnu vegna
dugnaöarog verklagni. Allt lék i
höndum hennar. Inga var orö-
lögö fyrir vandvirkni og lagni.
Hún vann mörg ár viö sauma
fyrir Belgjageröina. En öll
sumur fór hún i kaupavinnu þvi
alltaf dró sveitin hana til sin.
Inga var heitbundin Heröi
Runólfssyni og eignuöust þau
einn dreng Hilmar. Þau slitu
samvistum.Inga haföi drenginn
alltaf meö sér. Hún vissi hve
erfitt gat veriö aö lenda hjá
vandalausum. Siöar kynntist
Inga, Þorvaldi Steinasyni frá
Narfastööum I Leirársveit og
þaö var gæfa þeirra beggja. Þau
voru samhent um alla hluti og
hann elskaöi drenginn hennar
eins og börnin sem þau eign-
uöust. Heimili þeirra var ætiö
opiö gestum og gangandi. Þar
var islensk gestrisni i hávegum
höfð. Vinir barnanna voru alltaf
velkomnir og þá var dregiö
fram eitthvert góögæti og allir
uröu aö þiggja góðgeröir. Þau
voru aldrei auöug af fé en þvi
rikari af auö hjartans. Inga var
börnum sinum ástrik og góö
móöir og barnabörnin voru
mjög hænd aö ömmu sinni. Hún
varöveitti lika alltaf barniö i
sálu sinni. Inga átti tvo hálf-
bræöur sem hún kynntist ekki
fyrr en á fulloröinsaldri en þaö
var mjög kært meö þeim syst-
kinum. Þorvaldur lést fyrir
nokkrum árum og þaö er sárt
fyrir börnin aö sjá nú á bak ást-
rikri móöur. Inga átti viö mikla
vanheilsu að striöa á undan-
förnum árum en hún var svo
glaðlynd og bjartsýn aö ekkert
gat bugaö hana. Inga hafbi
gaman af söng og dansi. Hún tók
þátt i félagsstarfi eldri borgara i
Kópavogi af alhug. Inga var
hafsjór af visum og sögum. Ég
vil þakka henni alla þá elsku
sem hún sýndi mér og minni
fjölskyldu fyrr og siðar. Börn-
um hennar, Hilmari, ólöfu,
Steina og Lilju Guörúnu votta ég
innilega samúð svo og barna-
vörnum, bræörum og tengda-
börnum.
Guölaug Pétursdóttir.