Þjóðviljinn - 20.09.1980, Side 21
7*j<í'n^í9,íií , i N'KMM' * • f- >í*•?
Helgin 20.— 21. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21
„Unglingunum er visað á sjoppur og torg til að hittast og ræða sln mál”. Ljósm:-gel
Skemmtanaiðnaðurinn hefur tekið að sér uppeldishlutverk skóla og heimila.
Ljósm:-gel
,,Eins og málin standa Idag blasir við unglingnum menningarlegt öngþveiti”. Ljósm:-gel Unglingarnir eru mörgum gullnáma.
Ljósm:-gel
UT ANG ARÐSHÓPUR
ELDISFRÆÐINGUR RÆÐA SAMAN UM MÁLEFNI UNGLINGA
verk skólans sé tviþætt og
hvorugur þáttanna komi yfirlýstu
markmiði nokkurn skapaðan hlut
við. Annars vegar þjónar hann
kröfum samfélagsins um sér-
menntaðan starfskraft. Það er
ekkert launungarmál að skóla-
lögin frá 1946 voru fyrst og fremst
afleiðing af umfangsmikium fjár-
festingum I atvinnutækjum eftir
seinni heimsstyrjöldina og þeim
sérmenntunarkröfum sem af
þeim leiddi.
Geymslustaður fyrir
gagnslitla þjóðfélags-
þegna.
Hins vegar er skóianum ætlað
að vera geymslustaður fyrir
gagnslitla þjóðfélagsþegna.
Lengd skólans svo og námsefni er
I beinu samhengi við kröfur og
þarfir vinnumarkaðarins.
Yfirleitt dala unglingarnir þegar i
unglingaskólann er komiö hvað
námsárangur snertir og það
foreldrum til mikillar skapraun-
ar. Skýringin er einfaldlega sil að
skólinn kemur alls ekki til móts
viö raunþarfir unglingsins. Það
er reynt að halda honum að námi
með ýmsum brögðum eins og
samkeppnismóral og fögrum lof-
orðum um arðbæra stöðu að námi
loknu. Staðreyndin er sú að slik
tilbúin markmið eru engan
veginn fullnægjandi og tilgangs-
leysið elur af sér áhugaleysi. Ég
efast ekki um að innan skólanna
er fullt af áhugasömu fólki sem
gerir sér vandamálið ljóst. Það er
ef til vill sjálfur starfstimi
skólans sem er allt of stifur.
Lágstéttarbörn standa
verr að vigi
SAM: Ekki er heldur hægt að lita
fram hjá þvi að á Islandi er
stéttasamfélag. t samræmi við
það eru börn og unglingar
misjafnlega undir það búin að
glima við þau vandamál sem við
koma skólastarfinu. Eftir niu ára
grunnskóla hættir stór hópur
unglinga námi og leitar út á
vinnumarkaöinn. Þetta er
yfirleitt sá hópur nemanda sem
verst hefur staðiö sig I skólastarf-
inu og einnig sá hópur sem á
foreldra sem tilheyra iágstéttum
landsins. Skólinn hefur aldrei
reyntaðstarfaisamræmivið það
að menn séu misjafnlega settir i
byrjun. Samkeppnisandinn ýtir
undir þaö að hinir veikari dragast
fljótlega aftur úr og úr þessum
hópi eru margir af fastagestum
Hallærisplansins að bæta sér upp
það sem skólanum hefur yfirsést.
Siðan er fjölskyldan oft kölluð til
ábyrgðar.
Ekki pláss fyrir
unglinga
SAM: En fjölskyldan hefur oft
ekki möguleika á að hjálpa
unglingnum til að leita svara við
þeim spurningum sem á hann
leita. Þessu veldur meðal annars
að þar er afar algengt að bæði
foreldri vinna úti langan vinnu-
dag fjarri heimilum. Gjarnan er
það svo að öll fjölskyldan hittist
aðeins viö kvöldverðarborðið
þreytt eftir langan dag og illa
undir það búin að taka upp og
ræöa þau vandamál sem á hana
herja. Foreldrarnir vilja gjarnan
hvila sig fyrir framan sjónvarpið
og unglingunum er visað út. Þau
fara út til félaganna til að
fullnægja félagsþörf sinni. Að
sjálfsögöu er það ekki aðeins
vegna lausra fjölskyldutengsla að
unglingurinn leitar út fyrir
fjölskylduna heldur er þetta eöli-
legur hluti af þroskaferli
unglingsins en hér ætti samfélag-
ið vissulega aö gegna þvi hlut-
verki sem foreldrar og heimili
eru oft ekki fær um að leysa.
Unglingunum er visað á sjoppur
og torg til að hittast og ræða sln
mál.
Sveinn Allan Morthens uppeldis-
fræðingur. Ljósm:-gel
Unglingar
ekki þrýstihópur
IG: Og svo getur maður leitt
hugann að þvi hvers vegna sam-
félagið sinnir málefnum unglinga
svo litiö sem raun ber vitni. Hér
virðist einna helst koma tvennt
til. Annars vegar er gagnsleysi
unglingsins hvað vinnumarkað-
inn snertir og hins vegar að þeir
sem sitja á gullinu eru pólitikusar
sem láta skammtimahagnýt-
ingarsjónarmið ráða ferðinni.
Eins og allir vita eru bæði borg og
riki á hvinandi kúpunni og þvi i
ósköpunum ætti þá að veita fjár-
magn I hóp sem að engu leyti
stuölar að hagvextinum. Alla
vega ekki á kjörtimabilinu en það
virðist vera sú timaeining sem
pólitikusar hugsa i og þar sem
unglingarnir eru viðs fjarri at-
vinnulifinu, þá hafa þeir litla
möguleika að láta i sér heyra á
þvi máli sem stjórnmálamenn-
irnir skilja. Með öðrum orðum
unglingar ásamt börnum og
gamalmennum, eru ekki þrýsti-
hópar i samfélaginu og verða þvi
fyrstir undir niðurskurðarhnif-
inn, þegar fjármálavaldið er I
sparnaöarhugleiðingum. Þaö
kom berlega i ljós i byrjun ársins
1979, þegar til stóð að leggja niður
bæði útideild og starfsemi i Tóna-
bæ og var þó félagslega sinnaður
meirihluti I borgarstjórn.
SAM: Það er sorglegt að yfirvöld
með sinum skammtimahugsjón-
um gera sér ekki grein fyrir þvi
að með starfi sinu stuðla þau
óbeint að þvi að hluti þessara
unglinga lendir inni á dýrum
stofnunum seinna meir, m.a.
vegna þess aö þeim var ekki
hjálpaöog sköpuð sú aöstaða sem
þeir sannarlega þurfa á þessu
mótunarskeiði sinu. Það er ekk-
ert launungarmál að stór hópur
unglinga lendir I vandræöum, af-
brotum og jafnvel eiturlyfja-
neyslu. — Slik fyrirbæri eru
ákveðnir kúltúrgeirar innan ungi-
ingahópsins.
Þvi ber yfirvöldum skylda til að
gera upp hug sinn i þessu máli.
Haldi málið áfram að þróast á þá
leið sem nú horfir er þaö dýrára
fyrir skattgreiöendur að luta
skammtimasjónarmiðum stjórn-
valda, en taka langtima sjónar-
mið upp.
IG: Þaö er I raun og veru gott og
blessað að byrja á einhverri
umræðu um vandamál unglinga,
en okkur virðist sem forsendur
séu allrangar i allri umræðunni.
Skilgreining
vandamálsins
Aðalvandamálið er i raun
hvernig vandamálið er skilgreint.
Þungamiöjan er skemmdarverk i
miðbænum og ölvun ungmenna á
almannafæri. Þar er vandamálið
komið og orsökin er samkvæmt
æskulýðsfrömuð aöstöðuleysi
unglinga. Sjálf borgarstjórn
Reykjavikur lætur hafa sig út i að
samþykkja samhljóða ályktun
þar sem fordæmdir eru
skemmdarvargar sem gera að
engu þá kostnaðarsömu viðleitni
að prýöa borgina og gerir jafn
framt kröfu um aukna löggæslu
til að sporna við þessu. Alyktun
þessi er fullkomlega rökrett, ef
um væri að ræða skemmdarverk,
sem einangrað vandamál, en hún
er fáránlegt innlegg i umræöuna
um sjálft ,,unglingavandamálið”.
Allka ambögu gætir hjá þeim sem
tönglast á að hér sé um árvissan
atburö að ræða, skólar að byrja
og veður gott. Það er beinlinis ýj-
aðað þvi að „unglingavandamál-
ið” hverfi úr sögunni þegar næt-
urkuliö skellur á. Guð hjálpi mið-
bænum, ef islenskt veður færi
batnandi. 1 alvöru talað, þá er
nöturlegt til þess að hugsa að
stórfelld spjöll þurfi til að vekja at
hygli á þvi ófremdarástandi sem
rikir I málefnum unglinga og enn
nöturlegra er það þegar menn
neita að horfast i augu við stað-
reyndirnar og afsaka ástandið
með þvi að aðeins sé um fáeina
ólátaseggi að ræða.
óbreytt þróun við
óbreyttar aðstæður
Hið skammarlega ástand i
félagslegri aðstöðu unglinga
verður ekki réttlætt á þann máta.
Það er kominn timi til aö tekið
verði á þessum málum af ein-
hverju viti þvi að mikið er i húfi.
Þróunin heldur áfram og
vandamálin eiga eftir að aukast
áfram ár frá ári ef aöstæður
veröa óbreyttar. Það er til fullt af
góðu fólki sem hefur bæöi áhuga
og þekkingu til að takast á við
vandann. Eina sem á vantar er
stuðningur yfirvalda og skilning-
ur og greiöfærari leiðir i gegnum
skrifstofubáknið og endilega þarf
aö hafa unglingana meö i ráðum.
Þeir ættu að vera manna best
meðvitaðir um þarfir sinar eða
hvað?