Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 1
MOÐVIUINN Miðvikudagur 31. deseinber 1980 —294. tbl. — 45. árg. i Þjóðviljinn óskar i lesendum ! árs og friðarl L____________________ 1 ■ Gervasoni beint í fangelsi Þegar Flugleiöavél lenti á Kastrup-flugvelli I gær beið Patricks Gervasoni hópur danskra lögregluþjóna, sem fluttu hann til yfirheyrslu hjá útlendingaeftirlitinu. Eftir hana var Gervasoni sviptur ferðafrelsi um óákveðinn tima og situr nú f Vesterfangeisinu i Kaupniannahöfn. Ljósmyndari Þjóðviljans fylgdist með brottflutningi Gerva- soni og tók myndina hér að ofan af móttökunum á Kastrup-flug- velli. A þriðju síðu blaðsins í dag eru birtar fleiri myndir ásamt yfirlýsingu lögmanns Frakkans í Kaupmannahöfn. Guðrún Helgadóttir alþingismaður gaf I gær út yfirlýsingu um að hún væri ckki lengur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar vegna brottvisunar Gervasoni i fullkomna óvissu. Yfirlýsing Guðrúnar er birt i heild á baksiðu. Marn“ía Mirnii verðbólga og “ oskertur kaupmattur Að undanförnu hef ur ver ið mikið um fundahöld á vegum þeirra aðila, sem að ríkisst jórninni standa. Stef nt hef ur verið að þvi að ná samkomulagi um margþættar efnahagsráð- stafanir nú um áramótin. Enn er ekki séð hversu víð- tækt samkomulag tekst, eða hvaða dag hægt verður að kynna þær ráðstafanir sem í vændum eru, en þegar þetta er skrifað sið- degis i gær situr ríkis- stjórnin á sinum öðrum fundi sama daginn. Kétt fyrir þann fund náðum við tali af Svavari Gestssyni, for- manni Alþýðubandalagsin^ og leituðum frétta: . — Svavar sagði: Megintilgangur þeirra efna- hagsr^ðstafana, sem rætt hefur veriðum að gripa til er tviþættur. Annars vegar sá að verðbólgan i loir árs 1981 verði minni en nú i lok ársins 1980, og þar með verulega miklu lægri en spáð er að vænta megi að óbreyttu á næsta ári. Verði ekki gripiðt taumana, þá er talið af opinberum stofnunum að hraði verðbólgunnar geti farið upp i um 70% á næsta ári. Það væri því að minu mati allgóður árangur i baráttunni gegn verð- bólgunni, ef við náum verðbólgu- hraðanum niður fyrir 50% á árinu 1981. Hitt meginatriðið, sem við höf- um lika alltaf lagt á þunga áherslu er það, að kaupmáttur launa verði ekki lakari á árinu 1981 heldur en verið hefði að óbreyttu án efnahagsráðstafana. Samkvæmt þeim tillögum, sem forsætisráðherra hefur nú lagt fram og eru tií umfjöllunar hjá stuðningsflokkum rikisstjórnar- innar, þá ætti að vera hægt að ná þessu tviþætta markmiði, að verja kaupmáttinn og halda verö- bólgunni i skefjum. — En hvað felst i þessum til- lögum? — Þærráöstafanir.sem hér erum að ræða eru samsettar úr fjöl- mörgum atriöum, sem snerta nær alla. meginþætti efnahagsmála. Þjóðhagsstofnun hefur látið frá sér fara álitsgerð um áhrif þess- ara ráðstafana og þar kemur Rætt við Svavar Gestsson fram að niðurstaðan er viðunandi með tilliti til þeirra tveggja markmiða, sem nefnd voru hér að ofan. Það er ekki unnt á þessu stigi að gera grein fyrir þessum ráðstöfunum i smáatriðum. Ég vil þó nefna þaö að þarna er um að ræða verulega fjárútvegun úr bankakerfinu vegna vanda út- flutningsatvinnuveganna, veru- lega hertaðhald i verðlagsmálum og við það miðað að gengi nýju krónunnar haldist mun stöðugra en verið hefur um þá gömlu að undanförnu. — Þá er einnig i þessum aðgerðum fjallað um vaxtamál, verðbætur á laun og fjölmarga aðra þætti, sem greint verður frá opinberlega á næst- unni, ef að likum lætur. —■ Þú nefnir verðbætur á laun. Er gert ráð fyrir breytingum i þeim efnum? — Meðal þess sem rætt hefur verið um eru breytingar á verð- bótagreiðslum á laun, en for- senda þeirra umræðna af okkar hálfu er að sjálfsögðu sú, að það sem niður kann að falla verði bætt upp með öðrum hætti, þannig að kaupmáttur launa haldist óbreyttur frá þvi sem verið hefði ella. Alþýðubanda- lagið hefur margoft á undan- förnum árum staðið að hlið- stæðum aðgerðum i efnahags- málum og nefni ég sem dæmi aö- gerðir þáverandi rikisstjórnar þann 1. des. 1978. — Hvaö er umfjöllun flokkanna langt á veg komin? — Þær tillögur sem forsætis- ráðherra hefur nú lagt fram eru unnar upp úr þeim hugmyndum sem þróast hafa við sameiginlega umfjöllun fulltrúa rikisstjórnar- flokkanna á undanförnum vikum og mánuðum. Við höfum svo undanfarna daga verið á stöð- ugum fundum og sama gildir um samstarfsflokkana. Við i Alþýðu- bandalaginu vorum t.d. með sameiginlegan fund þingflokks og framkvæmdastjórnar i fyrra- kvöld og þar mættu einnig ýmsir aðrir flokksmenn úr forystuliði verkalýðshreyfingarinnar. Enn hefur ekki verið gengið frá hinum nýju efnahagsráðstöfunum. Að- ilar eru eins og gengur með sinar athugasemdir við drög forsætis- ráðherra en þetta þokast áfram. Ekkert er þó enn hægt að fullyröa um niðurstöður, eða hvenær þær muni liggja fyrir. Von min er hins vegar sú að þess verði ekki langt að biða. — k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.