Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 31. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11.
reglunni var óðar sigað á þá og
siðan hófst bylting á staðnum og
var verbiíðin svo gott sem lögð i
rúst. Þótti blaðamönnum Þjóð-
viljans þetta vel af sér vikið.
Með hnifinn í
bakinu
I mars og april fóru sjómenn á
Vestfjörðum i verkfall og varð
það til þess að frystihiisum vár
lokað og hundruð verkafólks þar
með atvinnulaus. KarvelPálma-
sonlékeinleik i verkfallinu — eins
og honum er lagið — og samdi I
Bolungarvik. Þann samning
kallaði Gunnar Þórðarson for-
maður Sjómannafélags ísa-
fjarðar rytingsstungu i bakið á
þeim sem staðið höfðu i verkfalli
vikum saman til að knýja fram
viðunandi samninga. Pétur
Sigurðsson forseti Alþýðusam-
bands Vestfjarða tók i sama
streng. Liklega hafa þeir sem
stóðu með hnifinn i bakinu ekki
greitt Karvel atkvæði á ASt-
þinginu siðar á árinu.
Allra kerlinga elst
Hinn 15. april sló Halldóra
Bjarnadóttir á Blönduósi öil is-
lensk aldursmet er hún varð 106
ára, tveggja mánaða og 13 daga
gömul og þar með eldri en Maria
heitin Andrésdóttir i Stykkis-
hólmi er hún dó. Svo magnaður er
aldur Halidóru orðinn að tölv-
urnar ráða engan veginn við
hana. Þær halda nefnilega að hún
sé fædd árið 1973 en ekki 1873 og
vilja ólmar kenna henni að li'ta til
hægri og vinstri áður en hún
gengur yfir götu. Hún hefur nefni-
lega verið tekin i Umferðarskól-
ann og liklega hefur hún nú verið
boðuð i 7 ára bekk.
Framkvæmdastjóri
varð uppvís
Kjamorkuvopnamálið á Mið-
nesheiði og Jan Mayenmálið voru
heit deilumál á vormánuðum.
Ekkert sló þó forsetakosning-
amar Ut i' hugum manna. Voru
þar mörg myrkraverk framin og
komu sum fram i dagsljósið eins
og stuldur framkvæmdastjóra
Vikunnar á myndum af Alberti
Guðmundssyni. Fór allt i háaloft
á þvisa blaði. Eftir að fram-
kvæmdastjórinn varð uppvfs
greip hann fyrst til þess ráðs að
reka ljósmyndarann, en flæma
siðan ritstjórann úr starfi. En allt
kom fyrir ekki. Albert var ekki
kjörinn.
Eitt laufblað
I byrjun júni' hófst Listahátið
með miklu fjöri og áttu spænsku
listamennirnir Els Comediants
ekki minnstan þátt i þvi þar sem
þeir fóru með pipuleik, trumbu-
slætti og trúðslátum um borg og
bý. Umdeildasta atriðið var hins
vegar dans Japanans Tanaka,
sem iklæddist einungis einu lauf-
blaði sem sivafið var um ónefnt
liffæri.
Dauði prinsessu
Flugleiðir voru sifellt i fréttum
— með vafasömum hætti. Þeir
komu m.a. i veg fyrir að Pavar-
otti, tenórsöngvarinn frægi,
kæmist á Listahátið meö vélum
félagsins með þvi að fella niður
flug sem hann átti pantaö. Varð
aö panta einkaþotu undir söngv-
arann. Um svipað leyti i júni
komust Flugleiðir inn á gafl i út-
varpsráði og tókst að koma til
leiðar banni viö sýningu kvik-
myndarinnar Dauði Prinsessu
sem forráðamenn félagsins töldu
að gæti skaðað viðskiptahags-
muni vegna pilagrimaflugs.
Hver er þessi
kona?
Sunnudaginn 29. júni var nýr
forseti lslands kjörinn og var sá
einstæð móðir og friöarsinni.
Kosningamar vöktu athygli um
allan heim og m.a. spurðu Kin-
verjar hver annan: Hver er
þessi kona:
þar af gosi. Gosiði Heklu tæmdist
lika fljotlega og hafði þá valdið
töluverðum usla i afréttum.
Fárið byrjaði
í Grundaifirði
Þegar liða tök að hausti gekk
faraldur i grunnskólum viöa um
land. Sums staðar vildu foreldrar
og nemendur sverja af sér
kennara og skólastjóra. en annars
staðar vildu skólastjórar reka
kennara gegn mótmælum nem-
enda og foreldra. Fárið byrjaði i
Grundarfirði, breiddist svo til
Grindavikur, hljðp þaðan i
Bolungarvik,og Guð veit hvar það
endaði, en fáir botnuðu i þessum
ósköpum.
Krummi visaði
veginn
31. ágúst veitti Hlynur
Halldórsson bóndi i Miðhúsum við
Egilsstaðakauptún þvi athygli aö
krummi var aö góna eitthvað
niður i gangstéttargrunn sem
bóndi hafði verið að grafa. Þar
sem hrafnar eru tildurrófur
miklar fór Hlynur aö athuga
málið og kom þá i ljós silfursjóður
vænn frá vikingaöld, sá stærsti
sem fundist hefur. Segið svo að
krummi sé til einskis gagns (hér
er ekki átt við Hrafn Gunn-
laugsson).
Fyrirtæki ársins
Fyrirtæki ársins var örugglega
Flugleiðir. Þær voru stöðugt i
fréttum og gekk á ýmsu. Var
málið að lokum orðið svo flækt og
marghliða og yfirlýsingar ráða-
manna orðnar svo sundurleitar
og ósamhljóða, aö venjulegur Jón
út í bæ gafst upp að fylgjast með.
Hitt var þó vist öllum ljóst að
fyrirtækið var á hvinandi kúp-
unni.
Tréhestar í dóms-
málaráðuneytinu
1 byrjun september kom til
landsins Patrick Gervasoni og
bað um hæli sem pólitiskur flótta-
maður. Hafði hann neitað að
gegna herþjónustu i Frakklandi.
Datt engum annað i hug en að
hann fengi hér fúslega hæli hjá
„vopnlausum” stafkörlum og
kotungalýð svo langt norður i
Dumbshöfum. Minntust menn
ýmissa hrakningsmanna, allt frá
Ingólfi Arnarsyni, sem hingað
hafði ýmist rekið upp eða höfðu
flúið hingað. 1 dómsmálaráðu-
neytinu vildi hins vegar svo illa til
að sat lítill maður með tréhesta-
stóð sitt og var hann eineygur og
heyrnarlaus. Varð ekki máli við
hann komið vegna stóðláta og
rann mikið óhreint vatn til sjávar
i þessu máli áður en árið var allt.
Maður tekinn
af lifi
1 septembermánuði varhaldini
Reykjavik samkoma sem nefnd-
ist Rokk gegn her. Það vakti
einkum athygli að herflokkur
með alvæpni fór um götur
borgarinnarnokkra daga á undan
til að vekja athygli á tilvist her-
mennskunnar og þessari sam-
komu. A Skólavöröuholti var
maður tekinn af lifi.
Úti á þekju
Mánudaginn 29. september bar
óvenjulegan gest að garði
tslendinga. Þá kom þýski bila-
salinn Wagner til landsins og stóð
á þaki flugvélar sinnar. Hugðist
hann fljúga svona úti á þekju yfir
Atlantshafið og verða frægur
fyrirbragðið. Ekki er vitað hvort
honum tókst að verða frægur, en
til Ameriku komst hann.
Valhöll á nauð-
ungaruppboði
Valdataflið vakti mikla athygli
á árinu og er þar átt við baráttuna
llábókmenntalegar umræður
fóru fram um söngtexta Bubba
Morthens. (Ljósm.: Ella)
milli Gunnarsmanna og Geirs-
manna í Sjálfstæöisflokknum, en
um þau kom út heil bók sem fletti
ofan af allskonar ráðabruggi
innan þessa stærsta flokks
þjóðarinnar á undanförnum
árum. Svo var dregið af ihaldinu
við klofninginn að sjálf Valhóll
við Bolholt var auglýst á
nauðungaruppboöi vegna
ógreiddra fasteignagjalda. Ekki
er hún þó enn farin undir
hamarinrven menn biða spenntir
næsta árs.
Eigi skal gráta
Miklar sviptingar urðu á
flokksþingi Alþýðuflokksins um
mánaðamótin október / nóvem-
ber enda þar samankomið mikið
skitapakk svo að vitnað sé i orð
Vilmundar Gylfasonar. Benedikt
Gröndal vár hrakinn frá völdum
oglétsér það lynd^ Vilmundur
vildi vera varaformaður en féll
með glans fyrir Magnúsi
Magnússyni. Nokkrum dögum
siðar heyrðist hann tauta fyrir
munni sér á förnum vegi: Eigi
skal gráta, heldur leita hefnda...
Davið sprellikarl
Nóvembermánuður var
mánuður hinna miklu manna-
skipta. Þá t.d. var Davið sprelli-
karl Oddsson skipaður oddviti
minnihlutans i borgarstjórn
Reykjavikur i stað Birgis ísl.
Gunnarssonr fallkandidats, og
Ronald sápuauglýsingamaður
Reagan kjörinn forseti Guðs eigin
lands.
Einróma og mót-
atkvæðalaust
Svavar Gestsson var hins vegar
kosinn formaður Alþýðubanda-
lagsins i staö Lúðviks Jóseps-
sonar og eins og vera ber I góðum
kommaflokki var hann kjörinn
einróma og mótatkvæðalaust.
Farvel Karvel
Sama var hins vegar ekki uppi i
Alþýðusambandinu nokkrum
dögum siðar, enda það ekki orðið
kommúnfskt ennþá. Ásmundur
Stefánsson var kjörinn forseti
með miklum atkvæðamun, en
kratar með Karvel Pálmason i
broddi fylkingar guldu mikiö
afhroð. Skrifuðu flestir á at-
kvæðaseðla sina Farvel Karvel.
30 miljarðar
týndust í hafi
Næststærsta bomba ársins féll
16. desember. Þá upplýsti Hjör-
leifur iðnaöarráðherra að 30 milj-
arðar króna hefðu týnst i hafi i
formi súráls á vegum álverk-
smiðjunnar i Straumsvik. Af
þessu varð mikill hvellur og lýsti
Ragnar álskalli því þegar yfir að
hér væri á ferðinni kommúnist-
iskt samsæri gegn erlendri at-
vinnuuppbyggingu i landinu.
Sagði hann að skýringu á þessu
væri að finna á fjármagns-
kostnaði og vöxtum — i hafi. Fer
vel á þvi að láta þá skýringu
hringja út hringavitleysu ársins.
—GFr
Wagner bflasali var úti á þekju alla leiö yfir Atlantshafið.tLjósm.: eik)
A Skóiavörðuholti var maður tekinn af lifi.
Keppinautar um forsetasæti á ASI-þingi. Þingheimur sagði Farvel
Karvel.
Valdatafl Gunnars og Geirs var leikiö allt árið meö þeim afleiðingum að
Valhöll var auglýst á nauðungaruppboði. (Ljósm.: eik)
r
Ox honum
ásmegin
Hinn 11. júli varð eldgos við
Kröflu sem þótti engum tiðindum
sæta nema þá helst vegna þess að
þar lágu Danir I þvi — þ.e.a.s.
einnDani.Sá hafðiálpast út i mitt
Gjástykki og var þar staddur er
jörðinopnaðistundir fótum hans.
Sá í iljar honum og óx honum ás-
megin— eins og Þór forðum — og
fór hann mikinn um þver fjöll.
Þorskflakasmygl
og svefnpokavist
Jóhanna nokkur Tryggvadóttir
komst mjög i fréttir á úthallandi
ári, fyrir að segja gjörvallri fisk-
framíeiðendastéttlandsins strið á
hendur. Viidihún fá að selja salt-
fisk á eigin spýtur i Portúgal og
taldi sig fá þannig mun hærra
verð fyrir hann, heldur en að selja
hann i gegnum einokunarsamtök
SIF. Margt dularfullt henti, svo
sem dularfullt þorskflakasmygl i
Portúgal, svefnpokavist i við-
skiptaráðuneytinu o.fl. Jóhönnu
var synjað um leyfið, en fróðir
segja að henni hafi viö það aðeins
vaxið fiskur um hrygg.
Gos og ekki gos
Sunnudaginn 17. ágúst kom
Hekla gamla öllum að óvörum og
byrjaöi aögjósa sem ákafast. Þar
sem þetta var á fridegi fóru allir i
sunnudagsbiltúrinn austur i
sveitir og tæmdu allar sjoppur