Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiÐvikudagur 31. desember 1980 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ó'.ífsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friörikssoii. Afgreiöslustjóri: Valþór HlöBversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttáfréttamaöur: Ingólfur Hannesson. útlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún GuövarBardóttir, Jóhannes HarBarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Srmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún BárBardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Árið kvatt • Ef til vill er það merkilegra en f lest annað á siðasta ári að vísindamenn hafa tjáð almenningi að við jarðar- búar séum harla einir í himingeimnum, og ekki sé við því aðbúastaðgeimskipfrá jörðinni hitti fyrir vitsmunalíf í nálægum sólkerfum En svo litlir karlar sem við erum í stórum og torræðum alheimi eru mennirnir stórbrotnir í illdeilum sínum óg“átökum um jarðargæðin og skiptingu þeirra. Omældu hugviti, þekkingu og f jármunum er var- ið í að verja hlut sinn og bæta, en ójöfn skipting gæðanna, rányrkja auðlinda og eyðingarmáttur atómvopna stefnir öllu lífi í tortímingu. Svo virðist sem jarðarmenningin sé haldin sjálf seyðingarhvöt, en hver á að leysa lífsgátuna og skilja alheimsundrið, ef mannkynið fer sér að voða? • Eftir árið sem er að líða eru flest alþjóðamál ill- vígari en áður, óf riðvænlegt f ramundan og meiri harka í viðskiptum þjóða en verið hefur í nokkur ár. Baráttan fyrir slökun spennu, afvopnun og nýju heimskerfi í ef nahagsmálum hefur beðið mikinn hnekki. „Haukarnir" ráða ferðinni hjá stórveldunum og víða hafa afturhaldsöfl eða hreinar miðaldaafturgöngur náð undirtökum. • í iðnríkjum auðvaldsheimsins verður atvinnuleysið sifellt ömurlegra og umfangsmeira. Ekki er óalgengt að 7 til 8% vinnufærra manna gangi atvinnulausir og allt að helmingur æskuf ólks geti ekki vænst þess að f á atvinnu. Þrátt fyrir þetta eru tveggja stafa verðbólgutölur algengar. • Svona mætti halda áfram að rekja raunalegar staðreyndir af alþjóðavettvangi í hið óendanlega. En þó ekki sé litið nema til næsta nágrennis verður Ijóst að Islendingar geta borið sig bærilega, enda þótt barlómur sé okkur tamur. • I upphaf i árs gerðust mikil tíðindi á stjórnmálasvið- inu. Þá tókst að stemma stigu við sókn leif tursóknaraf la, sem hvarvetna annarsstaðar hefur leitt til hins mesta ófarnaðar, svo sem í Bretlandi og í ísrael. í stað leiftur- sóknar gegn lifskjörum hefur verið haldið áfram á félagslegri framfarabraut meðan opinber þjónusta og samneysla hefur verið stórskert í grannlöndum okkar. • Á árinu hafa verið samþykkt lög um húsnæðismál sem gjörbreyta munu möguleikum lágtekjufólks til þess að eignast húsnæði. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sem taka gildi nú um áramótin opna nýjar leiðir fyrir starfsfólk til þess að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt, og Alþingi hef ur nýverið sett iög um fæðingarorlof, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrt dæmi um það að hér er stef nt í f ramf araátt er sú staðreynd að á næsta ári verður varið meira framkvæmdafé til heilbrigisþjónustu en nokkru sinni fyrr. • Ekki hefur á árinu tekist f remur en áratuginn allan að hemja verðbólguna, þrátt fyrir umtalsverðan árang- ur á ýmsum sviðum, svo sem í ríkisf jármálum. Þau heildartök sem þarf til þess að ná verðbólgunni niður hafa ekki verið stjórnmálaf lokkum né hagsmunahópum tiltæk. En vel má líka huga að þeirri staðreynd að þrátt fyrir hátt verðbólgustig allan þennan áratug hefur kaup- máttur ráðstöf unartekna aukist um 35% f rá 1970 til '80 og kaupmáttur launataxta um 18%. Og atvinna hefur þennan tíma haldist stöðug og mikil. • Margra ánægjulegra tíðinda er að minnast frá árinu sem er að líða hér innanlands. Ber þar hæst þann veraldarsögulega atburð er Vigdís Finnbogadóttir varð forseti, fyrsta konan í heiminum sem kjörin er þjóð- höfðingi í almennum kosningum. Árgæska var til sjávar og sveita og góða veðrið sl. sumar mun áreiðanlega verða umtalsefni á komandi kalvorum og rigningar- sumrúm. Upplýsingar fiskifræðinga um sterkari fiski- stofna en áður var álitið voru og fagnaðarefni. Þá er vert að minnastánægjulegra tíðinda í menningarmálum, svosem glæsilegrar lista- og kvikmyndahátíðar, mikils fjörkipps í íslenskri kvikmyndagerð og frumsýningar íslensks balletts nú í árslok. • Smáttog stórt blandast saman í minningunni um lið- iðár, svo og ánægju- og áhyggjuef nin. Ánæstaári verður enn sem fyrr nóg að starfa, verkefnin óþrjótandi í at- vinnumálum og orkunýtingu, ár fatlaðra framundan, áfök um skiptingu þjóðarteknanna sem fyrr, og barátta fyrir kjörum alþýðu. Þjóðviljinn þakkar lesendum sín- um liðið ár og góðan stuðning og óskar þeim árs og f riðar. klippt Vanmáttur valdsins StriBiB i Afgsnistan hefur um- fram flesta aðra viðburði mótað andrúmsloft i alþjóðlegum sam- skiptum á þvf ári sem senn er lokið. Sovésk málgögn hafa i til- efni þess að ár er liBið síðan sovéskur her var sendur til liBs við Babrak Karmal og hans liö látið mikiB af þvi, að kominn sé á „stöðugleiki”, að framfarir séu miklar i landinu, að þjóðin stefni á sigur yfir andstæBing- um sinum og þar fram eftir göt- um. Literatúrnaja gazéta var full með þetta á dögunum. stöku arma þess flokks sem gerði byltingu i landinu 1978. Um ástandið segir á þessa leið i nýlegum leiöara i danska blað- inu Information: „Þaö er alveg ljóst, að sovésk ákvörðun um ihlutun i Afganist- an var ekki tekin með hag af- ganskrar byltingar fyrir aug- um. Akvörðunin var tekin á grundvelli sovéskra öryggis- hagsmuna. En einnig frá þessu sjónarhorni hefur athöfnin unn- ið gegn tilgangi sinum. Það svæöi sem sovéskir leiðtogar höfðu hvaö eftir annað hvatt til að væri friðlýst hefur nú fyrir sakir hinnar sovésku innrásar vigbúist ört. Þetta veröa menn Sovéskir hermenn I Kabúl. Þessi opinbera sovéska bjart- sýni á sér rýra stoö i veruleik- anum. Þótt uppreisnarmenn gegn Kabúlstjórninni séu sjálf- um sér sundurþykkir hefur and- staðan gegn hinu sovéska liði verið mikil og stjórnarherinn hefur rýrnað mjög að liðsafla vegna hreinsana og vegna þess að margir hafa slegist i lið með uppreisnarmönnum. Talið er að um 85000sovéskirhermennséu i landinu — vestrænir fréttaskýr- endur telja að ef vinna ætti hernaðarlegan sigur á stjórnar- andstæðingum sem um munaði, þá þyrfti að þrefalda eða fjór- falda þennan her. Og mundi kannski ekki duga til: styrjöld eins og sú sem háð er i Afganist- að horfast i augu viB enda þótt menn hljóti að viðurkenna að Bandarikin hafa veriö mjög fús til aö fiska I gruggugu vatni. Sovétrikin hafa með Afganist- anævintýri sinu lagt fram sinn eiginn mikla skerf til að koma Sovétrikjunum i einangrun á al- þjóðavettvangi — bæöi I samskiptum viö Vesturlönd og þriöja heiminn. Sú visa verður ekki of oft kveðin að sovésk innrás I Afgan- istan var brot á öllum lýðræðis- legum — að ekki sé talað um só- sialiskar — meginreglum um lausn alþjóðlegra deiluefna eða innanrikisátaka. Og allt bendir til þess að þetta verði ekki i siðasta sinn sem sá dómur er sorglega stórum hluta hinnar Rómönsku Ameriku, vilji sneiöa hjá þeim álitshnekki sem mann- réttindamálin skapa þeim með þvi að losa sig viö sjálft hugtak- iö pólitiskir fangar. Þær aðferð- ir sem við þaö eru notaðar, boða þvi miöur ekkert gott. Frá þessu segir m.a. flótta- maður frá Chile, Aleho Ara- vena, sem nýlega er sloppinn úr haldi eftir þriggja ára pólitiska fangavist i Santiago. Pinochet lét fara fram sér- stæða þjóðaratkvæðagreiöslu i haust um nýja stjórnarskrá, sem festir i sessi stjórnarhætti hans — og eitt einkenni hennar er einmitt það, aö hún viöur- kennir alls ekki hugtakið póli- tiskir fangar, enda þótt mörg samtök og flokkar séu bannaöir meö löggjöf Pinochetklikunnar. En um leið og stjórnarskráin tekur gildi er hert á grimmdar- stjórninni. Aravena segir: Kúgunin er ekki lengur miðuð við það eitt að velja úr þá and- ófsmenn sem virkastir eru, heldur fær hún i rikari mæli ein- kenni fjöldaofsókna. Lögregla fer i meiriháttar herferðir, handtekur 1500-2000 manns á einu bretti. Þetta fólk er haft i haldi um tima, þvi misþyrmt, en siðan er þvi sleppt. Þrjár ástæður eru helstar fyrir þvi að þessum aðferðum er beitt. I fyrsta lagi er með þessu móti reynt að hræöa fólk frá þvi aö ganga til liðs við andspyrnu- hreyfinguna. 1 annan stað kom- ast allir þeir á skrá sem hand- teknir eru, hvort sem yfirvaldið þykist finna hjá þeim eitthvaö saknæmt eða ekki. I þriðja lagi fara menn með þessum hætti i kringum það vandamál sem pólitiskir fangar eru, en þeir geta orðið til þess að mótmæli berist erlendis frá. Og þeir sem virkastir eru i stjórnarandstöðunni eru ekki lengur handteknir. Þeir eru blátt áfram myrtir. Þar með er yfirvaldið laust viö þá — sem og þann vanda sem pólitiskir fang- ar eru”. Breiðist út Aðferöir af þessu tagi eru ört að breiðast út um Rómönsku Ameriku. Fyrirmyndin er Arg- entina, þar sem stjórnin þykist hvergi nærri pólitiskum hermd- Chile: fjöldahandtökur, pyntingar, morð. an minnir ekki sist á vanmátt valdsins, vanmátt hinna þungu hernaðarvélar. Dýpra ofan í fenið Allir hugsunalegir aðilar málsins hafa haft hátt um nauð- syn þess að finna pólitiska lausn á styrjöldinni i Afganistan, en bæBi uppreinsarmenn og her- námsliö eflast stöðugt að þeim vopnum sem gera slika leið æ ófærari. Nærvera sovéska hers- ins hefur ekki einu sinni sam- einað stjórnarsinna, úlfúö hefur farið vaxandi milli hinna ein- itrekaöur, þvi ekki munu Sovét- rikin heldur á árinu 1981 fá leyst sin veikleikamál i Afganistan”. Hræsni harðstjóranna Mannréttindaumræöa siBustu ára barátta Amnesty Inter- national og fleira þesslegt hafa i ýmsum tilvikum orðiö ofsóttu fólki og handteknu góður liðs- auki. En þvi miöur sjást þess allviöa merki að þær herfor- ingjaklikur og þeir einræöis- herrar sem fara með völd i arverkum koma en gefur út al- mennar yfirlýsingar um „mannrán öfgahópa til hægri og vinstri” eða eitthvað þesshátt- ar. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að það eru sérstakar lög- reglusveitir, sem hafa gjarna farið úr einkennisbúningum, sem hermdarverkin vinna og hafa til þess pólitisk fangelsi sem eru aö þvi leyti verri öðrum slikum vistarverum, að þau eru ekki til opinberlega. áb. •9 shorfð — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.