Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. desember 1980 Stjórnarmyndunartilraunirnar um siðustu áramót tóku á þriöja mánuð. Hér sjást allir þáverandi for- menn stjórnmálaflokkanna komnir tii fundar við Kristján Eldjárn, þáverandi forseta Islands, i þvi skyni aðræða um stjórnarmyndun. — Myndin ertekin I janúar, —Ljósm.: eik. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: ÁRAMÓT 1980-1981 Þegar litiö er yfir farinn veg allra siðustu ára birtast stéttaandstæður ljós- lega: 011 stjómmálabaráttan frá 1974 hefur snúist um það að hve miklu leyti er unnt að varðveita þann árangur sem póli- tiskt vald verkalýðsstéttarinnar, þ.e. Alþýðubandalagið, knúði fram i rfkis- stjórninni 1971—1974. Rfkisstjórn Geirs Hallgrimssonar réðist gegn þessum ávinningi 1978, en féll á eigin bragði. Aldrei hafa stjómmálaflokkar tapað öðru eins og Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn i kosningunum 1978; kosningabaráttan þá snerist um kjara- mál.einnig átökin I vinstri stjórninni, og æsiðan hafa stjórnmálaátökin snúist um þetta meginatriði: Hvernig á að skipta arði þjóðarbúsins? Þessi barátta hefur verið sérstaklega hörð að undanförnu vegna þess aö minna hefur verið til skiptanna en áður meö versnandi viöskiptakjörum, en hún hefur einnig verið flóknari en fyrr vegna verð- bólgunnar, þar sem annars vegar liggur fyrir aö verðbólgan er óvinur láglauna- fólks, en hins veger er brýnt aö tryggja kjör þess með verðbótum á launin. Þeir sem ekki átta sig á þeim grundvallar- atriðum sem nefnd vom i upphafi sjá alla þessa atburðarás I þoku og þá hættir mönnum til þess aö halla sér að milli- flokkum sem hafa óljósa og óskýra af- stööutilgrundvallaratriöanna, enda þótt i raun sé stuðningur við miöflokka aðeins stuðningur við meginandstæöinginn, auð- magnsöfl atvinnurekenda og flokk þeirra. Enn aðrir fyllast pólitiskri þreytu og gefas upp. Slikt er sumpart okkur, sem tölum fyrir stjórnmálaflokka, að kenna — það stafar af þvi að málin eru ekki nægilega skýr og greinargóð af hálfu þeirra sem um stjórnmál ræöa, og af þvi að sumir þeir sem um stjórnmál ræða og rita þekkja ekki skil þeirra grundvallarþatta sem einkenna alit okkar þjóðfélag. Þeir féllu á eigin bragði Rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar geröi aðför aö samtökum launafólks með eftir- i minnilegum hætti. Rikisstjórn hans féll á I eigin bragði — borgarstjórnarmeirihluti ihaldsins i hálfa öld féll og Alþýðubanda- lagið og Alþýðuflokkurinn mynduðu rikisstjórn saman með aðstoð Fram- sóknarflokksins. Þessi rikisstjórn var veik frá byrjun fyrst og fremst vegna þess aöinnan hennarvarekki i öndveröu sam- staða um það hvernig ætti aö ná þeim markmiðum 1 lengd sem skrifuö voru á blað stjórnarsáttmálans. Alþýðu- flokkurinn gekk nauðugur til stjórnar- samstarfsins, einkum var hann and- snúinn fyrstu efnahagsaðgerðum rikis- stjórnarinnar i september 1978 er samningarnir voru settir i gildi og gripiö til viðtækra niðurfærsluráðstafana. Alþýðuflokkurinn baröist um á hæl og hnakka istjómarsamsatarfinu, sem stóð i 13 mánuöi, fyrir tillögum sinum f efna- hagsmálum sem gengu út á einhliöa og freklega kjaraskerðingu. Framsóknar- flokkurinn, sem var i sárum eftir ósigur- inn mikia 1978, gerði allt sem hann gat til þess að nota sér til framdráttar ágreining sigurvegaranna frá 1978, og var þar af leiðandi aldrei heill i þessu stjórnarsam- starfi. Þvi fór sem fór, Alþýðuflokkurinn sprengdi stjórnina með samþykkt í þing- flokki sinum 5. október 1979. Þessi stjórn setti sér tviþætt megin- markmiö: 1 fyrsta lagi aö halda kaupmætti launa og i annan staö að tryggja fulla atvinnu. Þrátt fyrir ákvæði Ólafslaga, sem voru I rauninni knúin fram af Framsóknog Alþýðuflokknum, tókst aö halda kaupmætti launa i meginatriðum: Frá 1. deptember 1978 til 1. september 1979hækkuðu verkamannataxtar um 42% — nákvæmlega jafnmikið og vfsitala framfærslukostnaöar. Atvinna var mikil allan timann og framleiðsluvörur þjóöar- innar seldust á góðu verölagi. Rikis- stjórninni tókst ekki að hemja verð- bólguna og til þess voru tvær megin- ástæður: í fyrsta lagi margfaldaðist olía I veröi og munaöi oliuverðhækkunin ein um 10—12% i verðbólgu yfir árið 1979. Hin ástæðan var vaxtahækkunin sem knúin var fram i áðurnefndum Olafslögum og veltist jafnskjótt út i verðlagið. Þriðju ástæöuna er einnig vert að nefna: Eftir að lög um efnahagsmál o.fl. (ólafslög) voru sett var ekki samkomulag um neitt i' rikis- stjórninni. Þess vegna voru vandamálin ekki leyst og i staöinn visað á aukna verð- bólgu. Þetta kom gleggst fram vegna oliuverðhækkananna sumariö 1979 þegar samstarfsflokkar okkar neituðu að fallast á Itarlegar tillögur Alþýðubandalagsins um það hvemig bregðast ætti við oliu- kreppunni. Alþýðubandalagið vildi lengra lif vinstri stjórnar Það var ákveðið við myndun þessarar stjórnar að endurskoða málefnasamning hennar fyrir árslok 1979. Það tókst ekki vegna brotthvarfs Alþýðuflokksins úr rikisstjórninni áður en endurskoðunin hófst. Þvi hefur stundum verið haldið fram aö I raun hafi verið kapphlaup um þaö milli Alþýöuflokksins og Alþýöu- bandalagsins hvor flokkurinn yrði á undanúr rikisstjórninnijaetta er mikil fiar- stæða. Við litum svo á að það væri skylda okkar að reyna til hins ýtrasta aö ná stjórninni saman eftir hinn alvariega klofning sem óneitanlega varð i stjórnar- samstarfinu er áðurnefnd efnahagslög voru sett i mars 1979. Þar sem Alþýðu- bandalagið kaus að halda, þrátt fýrir þau lög, áfram stjórnarsamstarfinu, hlaut það aö freista þess viö endurskoðun stjórn- arsáttmálans siðar á árinu 1979 að koma saman róttækri efnahagsstefnu. t ræöu sem ég flutti á almennum fundi I Reykjavik i september 1979, þremur vikur áöur en kratar slitu stjórninni, var svo aö oröi komist: „En vegna þess að við vitum hvaöa afleiðingar þaö mun hafa fyrir fólkiö f landinu, fyrir sjálfstæði þjóðar- innar, ef viö sleppum höndum af lands- stjóminni, þá er þaö augljós skylda okkar aö reyna til hins ýtrasta að halda þessu stjórnarsamstarfi saman. Viö þurfum aö koma á laggirnar róttækri verkalýðs- stjórn með róttæka heildarstefnu i efna- hagsmálum. Þess verður nú freistaö. Þess hefur veriö óskaö við hina stjórnar- flokkana, að þeir tilnefni menn til þess að fara ofan i' málefnasamninginn lið fyrir lið og freista þess aö ná samkomulagi um vlötækari heildarstefnu en er aö finna i samstarfsyfirlýsingunni.Það mun koma i ljós á næstu mánuðum hversu tekst til um þessa endurskoðuni’ Þetta finnst mér nauðsynlegt aö komi fram og ég fullyröi að hér er um að ræöa skoðun Alþýöubandalagsins á þeim tima. Það var ætlan okkar að reyna til þrautar — en ekki get ég sagt að ég hafi veriö bjartsýnn á málalokin. Þegar kratarnir hlupu Ut úr stjórninni i októberbyrjun 1979 hófst stjórnleysistima- MYNDI A þessari mynd er þróun viðskiptakjara siðustu sex ár bor- in saman við þróun kaupmáttar kauptaxta helstu launa- stéttanna á sama tima. iioT 105- 100 Vv = 108,5 Vv = 108,5 Vv = vlsitsfa vfðskiptakjara (1972 = 100) Kk = kaupmáttur kauptaxta Linan á myndinni sýnir þróun við- skiptakjaranna i utanrikisviðskiptum okkar frá 1975 til 1980, og eru þá viðskiptakjörin eins og þau voru 1972 kölluö lOOstig (f yrir árið I980er byggt á spá Þjóðhagsstofnunar). Súlurnar á myndinni sýna þróun kaupmáttar kauptaxta helstu launa- stéttanna á sama tima og er þá kaup- máttur kauptaxtanna eins og hann var árið 1972 kallaður 100 stig. Myndin sýnir m.a. að árið 1976 voru viöskiptakjörin örlitið betri en 1972 (þ.e. 100,1 stig), en þaö ár var hins vegar kaupmáttur kauptaxtanna 15% lakari en 1972. A þeim þremur heilu rikisstjórnar- árum Geirs Hallgrimssonar, sem myndin nær yfir, þ.e. 1975—1977, voru viöskiptakjörin aö jafnaði 1,1% lakari en 1972, en á þeim sömu árum var kaupmáttur kauptaxtanna hins vegar rúmlega 10% lakari en 1972. A árunum 1979 og 1980 voru við- skiptakjörin hins vegar að jafnaöi 5,2% lakari en 1972, en kaupmáttur kauptaxtanna aftur á móti aðeins 0,6% lakari en 1972. Þær upplýsingar sem hér koma fram eru byggðar á heimildum frá Þjóðhagsstofnun. — Sjá: Or Þjóöar- búskapnum 8. júli 1980 bls. 43 og Þjóöhagsáætlun lögð fram á Alþingi 23. okt. 1980 bls. 15 aö viðbættri leiöréttingu frá Þjóðhagsstofnun vegna nýrra kjarasamninga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.