Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 7
MiOVikudagur 31. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA'7
bil sem á engan sinn lika I islenskum
stjórnmálum um áratugaskeið. Sjálf-
stæ&isflokkurinn bar ábyrg&ina á þessu
ástandi ásamt Alþýöuflokknum. Saman
efndu þeir til vetrarkosninga. Saman
komu þeir i veg fyrir afgreiöslu fjárlaga
rikisins og fjárhagsáætlana sveitarfélag-
anna. Saman töföu þeir gerð kjarasamn-
inga sem nú voru allir lausir.
Leiftursókn ihaldsins var kveöin niöur i
kosningunum 2. og 3. des. 1979.
Viöreisnarflokkarnir náöu ekki meiri-
hluta á alþingi eins og stefnt var aö meö
haustkosningunum. Vinstristjórn tókst
ekki þrátt fyrir vandlega unnar tilraunir
til þess aö skapa forsendur vinstri-
stjórnar.
Fyrstu skref
nýrrar stjórnar
t stjórnleysinu — þegar við blasti utan-
þingsstjóm —geröust þau tiðindi aö Sjálf-
stæöisflokkurinn klofnaði og minnihluti
flokksins gekk til samstarfs viö Alþyöu-
bandalagiö undir forystu Gunnars Thor-
oddsens. Sú rikisstjórn hefur nú setiö um
nokkurra mána&a skeiö og þegar liggur
fjölmargt eftir rikisstjórnina.
Á valdatima rikisstjórnarinnar á árinu
1980, eöa frá þvi hún tók viö, hefur visitala
framfærslukostnaöar hækkaö úr 2.361
stigi 1. mai, sem er fyrsta mæling visitöl-
unnar eftir aö stjórnin tók viö, i 2.883 stig
1. nóvember s.l., sem er 22,1% hækkun.
Þetta er mikil veröbólga, sem siöar
veröurgreindnokkru nánar. A sama tima
hefur veröbótavisitala hækkaö um 18,9%.
Mismunurinn stafar af frádráttar-
ákvæ&um laga um efnahagsmál o.fl. nr.
13 1979. Á þessum tima hafa almenn laun
einnig hækkaö meö geröum kjarasamn-
ingum um aö þvi er taliö er 10%, en kaup-
máttur kauptaxta ASl er i þessum mánu&i
um 11% hærri en í október aö mati Þjóð-
hagsstofnunar. Kjarasamningarnir hafa
vegið upp þann frádrátt sem oröiö hefur á
kaupmættinum á valdatima rikis-
stjórnarinnar. Má fullyröa aö kaupmáttur
launa idesember hafi verið meö þvi besta
sem orðið hefur og jafnframt að launa-
tekjur hafi aldrei veriö hærra hlutfall
þjóöarframleiöslu en nú — eftir þá stór-
felldu viðskiptakjararýrnun sem þjóöar-
búið hefur oröiö fyrir.
En veröbólgan geisar og ástæöur þess
eru sumpart áöur fram komnar. Á valda-
tima núverandi rikisstjórnar hafa inn-
flutningsvörur haldið áfram a& hækka i
verði, en hins vegar hefur átt sér staö
stö&nun i útflutningstekjum landsmanna.
Þessari stöönun og verulega auknu
birgöahaldi útflutningsafuröa hefur veriö
mætt meö sifellt lækkandi gengi islensku
krónunnar. Hefur veriö hratt gengissig á
árinu, en afleiðingar þess á veröbólgu-
hraðann eru verulegar. Meö óbreyttu
samhengi gengishreyfinga og verölags-
þróunar má gera ráö fyrir þvi — aö öllu
óbreyttu, þar á meöal óbreyttum viö-
skiptakjörum — að veröbólga geti hér á
næsta ári fariö i 65 til 70% veröi ekkert aö
gert. Þar með skeröist kaupmáttur launa
svo aö segja sjálfkrafa um a.m.k. 6% aö
jafnaöi á árinu, mest um ca 15%, en i lok
ársins um ca 10%. Þaö er þvi ljóst, aö
kaupmáttur launanna veröur ekki varinn
nema gripiö veröi til sérstakra efnahags-
aögeröa — ekki heldur kaupmáttur lægstu
launanna.
Forsendur efna-
hagsráðstafana
Rikisstjórnin hefur undanfarnar vikur
unniö aö efnahagsráöstöfunum, sem
veröa kynntar nil um áramótin. Forsenda
þessara aögeröa eru eftirfarandi megin-
atriöi:
1. Kaupmáttur almennra launa veröi ekki
lakari en oröiö hef&i aö óbreyttu.
2. Veröbólgan veröi á niöurleiö i lok
ársins 1981 frá þvi sem er i lok ársins
1980.
3. Ekkiveröisettlögum veröbæturá laun
nema með samþykki allra flokka sem
aöild eiga aö rikisstjórninni og i sam-
ráöi viö verkalýöshreyfinguna.
Rikisstjórnin mun i samræmi viö þessi
grundvallaratriöi beita sér fyrir þvi aö
gengi Islenskukrónunnar veröi stööugra á
næsta ári en verið hefur og aö beitt veröi
raunverulegri veröstöövun. Jafnframt
verði vaxtahækkanastefnan stöövuö. Þá
er gert ráö fyrir aögeröum til stuönings
atvinnuvegunum til þess aö efla islenska
atvinnustefnu andspænis þeirri ásókn er-
lendra auöfélaga i islenskt atvinnulif sem
nú veröur vart i vaxandi mæli.
Engin ástæöa er til þess hér i þessari
áramótagrein aö gera itarlegri grein fyrir
þessum ráöstöfúnum, enda hafa þær ekki
verið ákveönar i einstökum atriöum
þegar þessi grein er skrifuö.
Hvað hefur áunnist ?
Veröur nú vikiö aö þeim verkefnum
sem rikisstjórnin hefur beitt sér a& á þeim
tima sem liöinn er frá þvi aö hún kom til
valda, 8. febr. s.l. eftir sögulegan aödrag-
anda:
Þegar rikisstjórnin tók viö voru öll
rflrisf jármál i ólestri, lánsfjáráætlun haföi
ekki veriö lögö fram, skattagrundvöllur
rikisbúskaparins lá ekki fyrir, veröbólgan
MYNP II___________________________________
Á þessari mynd er þróun viðskiptakjara siðustu sex árin
borin saman við þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna
heimilanna á sama tima.
130
— Linan á myndinni sýnir þróun
viöskiptakjaranna i utanrikisviðskipt-
um okkar frá 1975—1980, og eru þá
viöskiptakjörin eins og þau voru 1972
kölluð 100 stig. (Fyrir árið 1980 er
byggt á spá Þjóöhagsstofnunar).
Súlurnar á myndinni sýna þróun
kaupmáttar ráðstöfunartekna heim-
ilanna iþegar skattar hafa verið
dregnir frá) á sama tima, og er þá
kaupmáttur ráöstöfunarteknanna eins
og hann var árið 1972 kaliaður 100 stig.
Myndinsýnirm.a.aðáþeim þremur
heilu rikisstjórnarárum Geirs
Hallgrimssonar,sem myndin nær yfir,
þ.e. 1975-1977, þá var meðalkaupmátt-
ur ráðstöfunarteknanna 8,2% betri en
1972, en á árunum 1979 og 1980 var
meðalkaupmáttur ráöstöfunartekn-
anna hins vegar 24,3% betri heldur en
1972. Til samanburðar sýnir myndin
að aftur á móti vofu viöskiptakjörin
1975—1977 1,1% lakari en 1972, en arin
1979—1980 5,2% lakari að jafnaöi held-
ur en 1972.
Þær upplýsingar sem hér koma
fram eru byggöar á sömu heimildum
Þjóðhagsstofnunar og greint er frá i
skýringum með mynd 1.
MYND III
Á þessari mynd er þróun viðskiptakjara siðustu sex árin
borin saman við þróun kaupmáttar timakaups verka-
kvenna i dagvinnu á sama tima. (Við mælingu á kaup-
mættinum er framfærsluvisitalan notuð sem viðmiðun).
Linan á myndinni sýnir þróun
viðskiptakjaranna i utanrikisviðskipt-
um okkar frá 1975 til 1980 og eru þá
viðskiptakjörin eins og þau voru 1972
kölluö 100 stig. (Fyrir árið 1980 er
byggt á spá Þjóðhagsstofnunar).
Súlurnar á myndinni sýna þróun
kaupmáttur timakaups verkakvenna á
sama tima og er þá kaupmáttur tíma-
kaupsins eins og hann var 1972 kall-
aöur 100 stig.
Myndin sýnir m .a. að á árunum 1979
og 1980 hafa viöskiptakjörin verið um
4% lakari að jafnaði heldur en þau
vorutil jafnaðar á árunum 1975—1977.
Á árunum 1979 og 1980 var hins vegar
kaupmáttur dagvinnutimakaups
verkakvenna 16—17% hærri en á þeim
þremur heilu rikisstjórnarárum Geirs
Hallgrimssonar ( 1975—1977) sem
myndin sýnir.
Rétt er að taka fram varðandi kaup-
mátt timakaupsins að töluraöir
Kjararannsóknarnefndar sem hér er
byggt á ná aðeins tii júniloka 1980.
Hins vegar er hér gert ráö fyrir þvi, aö
kjarasamningamir i lok október hafi
dugað til að tryggja sáma meðalkaup-
mátt á siðari helmingi ársins 1980 og
var á fyrri helmingi þess sama árs. —
Heimildir: Fréttabréf
Kjararannsóknarnefndar október
1980 bls. 19 og úr þjóöarbúskapnum,
rit Þjóðhagsstofnunar 8. júli 1980 bls.
43.
æddi áfram af meiri hraöa en nokkru
sinni fyrr, verölagsmál lágu óafgreidd,
gengisforsendur útflutningsatvinnuveg-
anna voru aö bresta. Þaö tók rikisstjórn-
ina af eölilegum ástæöum nokkra mánu&i
að koma þessum þáttum i horf og má
segja að mestallur þingtiminn hafi fariö i
aö sinna þessum málum. Fram eftir öllu
s.l. sumri var tekist á viö vandamál út-
flutningsatvinnuveganna, vaxandi
birgöahald hér heima og erlendis á
frystum fiski samfara stöönun f verðlagi á
Bandarikjamarkaöi þrátt fyrir verulega
veröbólgu þar i landi. Samhliða hækkuöu
innfluttar vörur i veröi vegna þess aö
Vestur-Evrópumyntir styrktust and-
spænis Bandarikjadollara — þaö er viö-
skiptakjörin fóru áfram versnandi.
Þessum vanda hefur veriö mætt meö
auknu gengissigi á árinu 1980 og hefur þaö
veriömjöghrattmestallt áriö. Fram hafa
komið tillögur um aö taka gengisárhrifin
út úr kaupinu en þeim tillögum hefur
verið hafnaö.
Er þá komiö aö kjarasamningunum
sem voru allir lausir þegar rikisstjórnin
var mynduö. Samningum viö opinbera
starfsmenn tókst aö ljúka á miöju sumri.
Samningar viö Alþýöusamband íslands
tókust 27. október. Enn eru i gangi báta-
kjarasamningar og ekki séö fyrir endann
á þeim. Þannig hafa veriö i gangi
samningaviöræður allt áriö aö heita má.
Meö samningunum 27. október er talið aö
kaup hafi hækkaö um 9—11% aö jafnaöi
eins og áöur var getiö i þessari saman-
tekt. Hér var um aö ræöa almenna kaup-
hækkun auk hækkana sem svonefndur
kjarnasamningur haföi i för meö sér. í
kjarnasamningnum fólst breyting á öllum
kauptöxtum ASl-félaganna, samræming
og einföldun i senn og md segja aö sjaldan
eöa aldrei hafi jafn viötæk breyting átt sér
stað á kjarasamningunum og nú varö.
Jafnframt þessum breytingum á kaupi
hafa á árinu áttsér staö margvisleg önnur
tiöindi sem snerta beint afkomu launa-
fólks.
1 fyrsta lagi skal þar nefna lögin um
húsnæðismál sem sett voru s.l. vor og
skapa möguleika til þess aö þriöjungur
ibúöarbygginga verði á félagslegum
grundvelli, þannig aö miklu fleiri en veriö
hefur eigi framvegis aðgang aö ibúöum i
verkamannabústööum. Framlagiö til
Byggingarsjóös verkamanna á næsta ári
verður um 18 sinnum hærra en á þessu ári
— 10 miljaröar I staö 400—500 miljóna á
s.l. ári. Ég er sannfæröur um aö lögin um
verkamannabústaði eiga eftir aö marka
djúp spor i islenskt þjóðlif á næstu árum
og áratugum.
I öðru lagi veröa nefnd hér lögin um a&-
búnað, öryggi og hollustuhætti á vinnu-
stööum. Lögin taka gildi nú frá 1. janúar
og sama dag hefur starfsemi slna Vinnu-
eftirlit rikisins. Lögin skapa möguleika
fyrir allt starfsfólk fyrirtækjanna til þess
aö hafa aukin áhrif á starfsumhverfi sitt
ogþarme&vi'ötækari áhrifa þegar fram i
sækir. Þessi lög munu þvi valda miklum
breytingum þegar fram i sækir. Hér
veröur lögö á þaö áhersla aö þaö tekur aö
sjálfsögðu tima aö tryggja þaö aö lögin
komist i framkvæmd á öllum vinnu-
stööum I landinu sem skipta mörgum
þúsundum. Stjórn Vinnueftirlitsins og for-
ráöamenn stofnunarinnar munu væntan-
lega tilkynna alveg á næstunni hvernig
þeir hyggjast vinna aö þvi aö koma
lögunum i framkvæmd.
Þriöji þátturinn sem hér veröur nefndur
eru lög um starfskjör launafólks (áöur
launþega) og skyldutryggingu li'feyris-
réttinda. Jafnframt hafa veriö lögð fyrir
alþingi frumvörp um skráningu li'feyris-
réttindi og almenna lifeyrissjóöinn. Þá er
gert ráö fyrir þvi aö nú upp úr ára-
mótunum veröi tilbúiö frumvarp til laga
um rammalöggjöf fyrir lifeyrissjóöina.
Meö lögfestingu þess á aö hafa veriö stigiö
eitt lokaskrefiö aö þvi marki að komiö
veröi á samfelldu lifeyriskerfi fyrir alla
landsmenn á árinu 1982.
Hér hefur fátt eitt veriö nefnt og má
fjölmörgu bæta viö — ekki sist lögunum
um fæ&ingarorlof sem taka gildi nú um
áramótin, ákvörðunum um hækkanir á
tekjutryggingu aldraöra og öryrkja
umfram verölagshækkanir og einnig má
tina til i þessa umræðu ákvaröanir um
meira framkvæmdafé heilbrigöisþjónust-
unnar en nokkru sinni fyrr á næsta ári,
1981 — þaö eru lika lifskjör hvernig heil-
brig&isþjónusta starfar hér á landi.
Hvert sem litiö er, er um aö ræöa sókn
til félagslegra framfara á Islandi þrátt
fyrirá margan hátt erfiðar ytri aöstæður.
Vandinn er sá — einkum vegna ytri
aðstæðnanna — að finna réttar áherslur
annars vegar á kaupmátt kauptaxtanna
og ráðstöfunarteknanna og hins vegar á
fjármuni til félagslegra athafna. Ljóst er
að ekki verður hvoru tveggja haldið f há-
marki við þessar aðstæður. En það er
fróðlegt að bera saman framfarasókn
islenska þjóðfélagsins nú við þaö sem er
að gerast I grannlöndum okkar þar sem
allsstaðar er dregiö úr og skorið niður,
sérstaklega i félagslegri þjónustu og
framlögum til heilbrigðis- og menningar-
mála.
Af verkefnum núverandi rikisstjórnar
Framhald á bls. 8.