Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 16
16 StDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. desember 1980 r Klippid út og geymiö Kommanfæristfram um2sæti 3 4§f einfalterþad! = 500,00 0,- = 100,00 0,- = 50,00 0,- = 10,00 0,- = 5,00 0,- = 1,00 minni upphæðir-meira venðgildi Klippiö út og geymiö nyKr.Au, Fiugeldamarkaðir Hjálparsveita skáta Skák- kennslu- bók Út er komin á vegum Námsgagnastofnunar, i samvinnu við Skáksamband Islands, bókin Æskan að tafli. í formálsorðum Friðriks Ölafssonar, forseta F.I.D.E., segir m.a.: ,,Með útgáfu þessarar bókar er brotið blað i sögu skákfræðslu hér á landi. Nú verður unnt að samræma skákkennslu um land allt og beita skipulegum vinnu- brögðum i framtiðinni. Þetta framtak boðar að minu mati bjarta framtið fyrir út- breiðslu skákarinnar. Höfundur bókarinnar, Hol- lendingurinn Berry J. Withuis, er þekktur i heima- landi sinu fyrir skrif sin um skák og er höfundur fjöl- margra skákbóka. Þykir hann einkar laginn við að skrifa fyrir börn á skemmti- legu og aðgengilegu máli og hafa þau kunnað vel að meta bækur hans. Vona ég að sama verði upp á teningnum hjá ungu kynslóðinni hér á landi.” Skáksamband Islands hefur látið gera próf sem nemendur geta þreytt að loknu námi hvers hinna þriggja hluta bókarinnar og ætti þaðað verka hvetjandi á alla þá er vilja auka þekk- ingu sina á skáklistinni. Þrlr hressir af eldri kynsióöinni l Skagafiröi. Frá Öldrunarnefnd Skagajjarðar: Skortur á vistrými fyrir aldrada Skagfirðingar eiga ekkert starfandi elliheimili. t sjúkrahús- inu á Sauðárkróki er hjúkrunar- deild og ibúðir fyrir átta aldraða einstaklinga, byggöar fyrir nokkrum árum. Ljóst, er, og hef- ur lengi veriö,aö full þörf er á aö bæta hér úr, segir i fréttatilkynn- ingu frá öldrunarnefnd Skaga- fjarðar. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki og sýslumaður Skagfirðinga fengu Húsnæðismálastjórn rikisins til að gera athugun á þörfum fyrir slika starfsemi i byggðum Skaga- fjarðar 1977. Könnun þessi var unnin af Gylfa Guðjónssyni, arki- tekt, og Asdisi Skúladóttur, fé- lagsfræðingi, og skiluðu þau áliti 1978. Lögðu þau allmikla vinnu i þetta, ferðuðust um allan Skaga- fjörð, heimsóttu staði, stofnanir og gamalt fólk viðsvegar um hér- aðið. Á þann hátt drógu þau sam- an mikinn fróðleik um þessi mál i sýslunni, en fleiri staðir ættu að geta notið skýrslunnar að miklu leyti. t byrjun árs 1980 gerðu Skaga- fjarðarsýsla og Sauðárkróksbær með sér samstarfssamning um sameiginlega byggingu hjúkrun- ar- og dvalarheimilis i tengslum við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Einnig skyldu reistar ibúðir fyrir aldraða á Hofsósiog i Varmahlið. t sumar kusu svo sýslunefnd og bæjarstjórn 3 menn hvor i byggingarnefnd. Hún er tekin til starfa og hefur m.a. farið yfir skýrslu Húsnæðismálastjórnar, kynnt sér hvernig þessum málum er best fyrir komið annarsstaðar, rætt við heilbrigðisyfirvöld, Hús- næðismálastofnun og sótt um lóð- ir. Rætt hefur verið við arkitekta og er vonast til að framkvæmdir geti hafist á næsta vori. Augljóst má vera, segir enn- fremur, að mikla fjármuni þarf til að standa straum af fram- kvæmdinni. Er nú fyrirhugað að fá félagasamtök til að taka þátt i allsherjar fjársöfnun þessu máli til framdráttar. Áhugi er alls- staðar mikill. Rausnarlegár gjaf- ir hafa borist frá eldra fólki og fylgir þar góður hugur. Nokkur félög hafa þegar lýst sig reiðubú- in til samstarfs um málið með fjáröflun o.fl.. Húsnæðismála- stjórn hefur heitið allri þeirri lánafyrirgreiðslu er lög heimiia og einnig lifeyrissjóðir i Skaga- firði. Hinsvegar er óljóst enn sem komið er um þátttöku rikisins, en það mál verður kannað nánar. Skagfirðingar hafa orðið á eftir iskipun þessara mála, og við svo búið má ekki standa, segir að lok- um og er skorað á alia héraðsbúa að hefjast handa og sameinast um farsæla lausn málsins. I byggingarnefnd aldraðra i Skagafirði eiga sæti frá Skaga- fjarðarsýslu sýslunefndarmenn- irnir: Gunniaugur Steingrimsson, Hofsósi, Sigurður Jónsson Reyn- isstað og Þórarinn Jónasson, Hróarsdal. Frá Sauðárkróksbæ, bæjarfulltrúarnir Friðrik J. Frið- riksson, Hörður Ingimarsson og Sæmundur Hermannsson. Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Þjóðviljann á Húsavik frá áramótum. Upplýsingar i sima 96-41223 og hjá fram- kvæmdastjóra blaðsins i sima 81333. DJOBVIUINN Siðumúla 6 S. 81333. Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 Bílbeltin hafa bjargað ifcERÐAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.