Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN1 Miövikudagur 31. desember 1980 Hverfandi hvel Þegarárið 1980gekk i garö rikti mikil ringulreiö og óvissa á þvi kalda Islandi. Menn gátu ekki einu sinni komiö sér saman um þaö hvort nýr áratugur væri aö byrja eöur éi. Stjórnarkreppa var i algleymingi og lánlausir kratar i valdalausum ráöherrastólum. Sjálfur rannsóknarblaöa- maöurinn var oröinn dómsmála- ráöherra en stóö ekki i ööru um þær mundiren aö reynaaökoma Einari Braga í tukthúsiö. Flug- leiöir, stærsta fyrirtæki landsins, var aö komast á vonarvöl og sáust þess glögg merki um þessi áramót. A nýársdag tilkynnti dr. Kristján Eldjárn, aö hann hygöist hætta aö vera forseti. Engan óraöi þá fyrir þvi aö stærsti stjórnmálaflokkurinnætti eftir aö klofna, skipt yröi um forystu i tveimur öörum og kona yröi valin sem æösti valdsmaöur þjóöar- innar. Enn siöur aö þrjú eldgos yröu. Enn póstrán i Sandgerði Hinn annan janúar fór hiö árlega póstrán I Sandgeröi fram og aö þessu sinni var póstmeist- arinn sleginn niöur og stoliö tæpri hálfri miljón. AUt leynilögreglu- net suövesturkjálka landsins var sett i' gang — án árangurs. Sumir segja aö allt sé þegar þrennt er og biöa nú Sandgeröingar meö kalt vatn milli skinns og hörunds eftir aö póstræninginn faglegi meö Oldspæsiö láti til skarar skrlöa. Áþreifingar og flangs Fyrstu dagana I janúar haföi Geir Hallgrimsson þann starfa aö kynlegt uppátæki og var þegar fariö aö blása i herlúöra gegn henni en svo margvislegir tónar komu Ur lúörum þessum aö þeir mynduöu aldrei heildstæöa sin- fóniu. Vatn á myllu Kölska Miöstjóm Sjálfstæöisflokksins kom óttogtitt til funda um þessar mundir og var fum á mörgum manninum þar. Gerðar voru ýmsar samþykktir þvers og kruss og rann sumum til rifja hve typpiö vildi Htt upp á þessum stóra flokki. Mælti þá einn gegn og góöur Sjálfstæöismaöur þetta i lágum hljóöum: Nii er daufur ihaldsandinn, aukast þyngsl viö flokksins barm. Leiftursóknin lak i sandinn Hkt Og sæöi i divangarm. 1 Morgunblaöinu birtist leiöari sem nefndist Húblan og var þar atferli dr. Gunnars lýst sem vatni á myllu kölska. Er 8. febrúar rann upp, tviráöur og sæmilega bjartur, voru ráöherrarnir allt i einu orönir 10 eins og negrastrák- arnir foröum. Dularfullt bjölluhvarf Sem tlmanna tákn var sjálfri bjöllu neöri deildar alþingis stoliö aöfaranótt 14. febrúar og var sá grunur áleitinn meöal sumra i þingflokki Sjálfstæöisflokksins aö þar heföi sjálfur Gunnar Kölski veriö aö verki. Seint og um siöir kom bjallan I ljós og þótti þá full- sannaö aö hvorki dr. Gunnar né Ragnhildur Helgadóttir (til að reyna aö koma óoröi á forsætis- ráöherrann) heföu átt hlut aö máli. Höfðu hvorugir betur A útmánuöum fundu menn sér ýmislegt til rifrildis, og má þar nefna Höföabakkabrú yfir Elliða- árnar sem borgarverkfræöingur vildi fyrir hvern mun reisa sem Fjórir forsetaframbjóöendur. Ailir væniren einn vænstur.djósm.: gel) t góösemi vógu þeir hver annan. Fiugleiöamennirnir Siguröur Heigason og örn Johnson leita ásjár hjá fjandvini sinum ólafi Ragnari Grimssyni. Hringavitleysa ársins 1980 þreifa á stjórnmálamönnum til þess aö vita hvort þeir væru til- kippilegir i stjórn, en flestir kipptu sér lltiö upp viö þessar áþreifingar og töldu handtökin lin og ástriöulaus. Gafst hann upp um miöjan mánuö. Þá var Svavari Gestssyni falin stjórnar- mvndun og sagöist hann ætla aö ganga rösklega til verks. Þreifaöi hann harkalega á öörum stjóm- málamönnum i nokkra daga og geröi sér engar gyllivonir, enda skilaöi hann af sér fljótlega. Skömmu siðar tók Benni Gröndal viö en varö ekki mikiö ágengt. Hann lagöi strax til aö kaup yröi lækkaö og var flangsi hans um- svifalaust vi'saö frá. Stóra bomban Um þessar mundir gerjuöu hins vegar undirstraumar miklir I þjóðfélaginu og er þar ekki átt viö forsetaframboö þeirra Alberts, Péturs og Guölaugs sem ljóst varö I jandar.heldur neöanjaröar- starfsemi Gunnars Thoroddsens. Guö! Stora bomban féll um mán- aöamdtin janiiar-febrúar og geröi, þegar mikinn usla. Þjóöviljinn skýröi ,svo frá 1. febrúar 1980: „Þaö kom eins og sprengja yfir stjórnmálaheiminn er þaö kvisaöist 1 fyrradag aö Gunnar Thoroddsen alingismaöur hefði gert Alþýöubandalaginu og Framsóknarflokknum tilboö um stjórnarmyndun undir sinni stjórn”. Kona vestur i bæ Sama dag og undirheimastarf- semi dr. Gunnars varö lýöum ljós i upplýsti kona vestur I bæ aö hún I gæfi kost á sér til embættis for- seta Islands. Þetta þótti ýmsum minnismerki bilismans. Einnig rifust menn harkalega um embættisveitingu prófessors i sagnfræöi og snerist sú deila fljótt upp i þaö h ver jir væru meiri dokt- orar Sveinbjörn Rafnsson og Björn Þorsteinsson annars vegar og Þór Whitehead, Ingi Sigurös- son og Vilmundur Gylfason hins vegar. Höföu hvorugir betur, en Sveinbjörn fékk stööuna. Halldór á Drykkjubóli 1 febrúar létti Geir Hallgrims- son skap manna með óvæntum hætti þegar hann gaf Halldóri Kristjánssyni, bindindiskrossfara frá Kirkjubóli, sæmdarheitiö Halldór frá Drykkjubóli I alþingissölum. Er þaö mál manna aö aldrei hafi Geir tekist betur upp f gamanmálum. Jafnvel undir fjögur augu I mars fór aö færast fiöringur i landslýö vegna væntanlegra for- setakosninga og tóku menn aö efna til prófkjöra hvar sem þvi varö viö komiö — jafnvel undir fjögur augu. Þessi ósköp byrjuöu I skrifstofum Vegageröarinnar I Borgarnesi, en enduöu i fermingarveislum i ónefndum húsum I Garöabæ og rútubilum fullra Þórsmerkurfara. Eru þá ónefndar allar lofgreinarnar i blööunum. Nátttröll ársins Snemma á árinu 1980 var Oddur kaupfélagsstjóri á Selfossi kjör- inn nátttröll ársins þegar hann kom fram sföbúnum hefndum á nokkrum gamalgrónum starfs- mönnum sem staðiö höföu fyrir verkfalli 5 árum áöur. Er hann haföi endanlega innsiglaö þennan verknaö hrópaöi hann út um glugga kaupfélagsins: Samvinn- an lengi lifi! Borgþór fékk lífi að halda Mikiö irafár varð i tisku- heiminum i mars þegar Frétta stofa Borgþórs Kjærnested sendi þau tiðindi Ut á öldur Ijósvakans að stúlkur i ónefndum tisku- sýningarsamtökum stunduöu vændi i Hollywood I tengslum viö þing Noröurlandaráös. Eins og búast mátti viö risu ttsku- sýningardömur upp sem einn maöur og sama má segja um eig- anda Hollywood. Kölluöu þau eld og brennistein yfir Borgþór. Lyktir málsins uröu þær aö sönnunum varö ekki viö komiö enda erfitt um vik — en Borgþór fékk lífi aö halda. Byltingin á Þór- kötlustöðum Farandverkafólk var mjög I sviðsljósinu allt árið, og átti rokk- söngvarinn Bubbi Morthens ekki minnstan þátt I þvi. M.a. fóru fram háviröulegar bókmennta- umræður um texta hans siðla árs. En 13. mars tóku blaöamenn Þjóöviljans viö sér og hugöust kanna skituga verbúö suður I Þórkötlustööum i Grindavik. Er skemmst frá þvi aö segja aö lög- Japaninn Tanaka skriöur inn i fsienska menningarhelgi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.