Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 31. desember 1980 Annáll erlendra tíðinda Ariöhófst á ótiðindum, eins og gömul þjóðtrú gerir ráð fyrir um hlaup- ár. Sovéskur her fór inn í Afganistan til að bjarga valtri stjórn Babraks Karmals, sem til varð við blóðugt uppgjör milli fjandsamlegra afla i byltingarstjórn landsins. Þessi innrás hefur dregið langan dilk á eftir sér: sambúð austurs og vesturs snarversnaði, kaldastriðsandi blés yfir löndin, afvopnunarhugmyndum var skotið á frest. Myndin: sovéskir skriðdrekar aka til Kabúl. Indira Gandhi komst aftur til valda á Indlandi i kosningum sem fram fóru i janúar,- þrem árum áður höfðu harkalegar aðferðir stjórnar hennar á timum herlaga orðið til þessaðhún beið mikinn kosningaósig- ur sem sýndist endir á hennar pólitiska ferli. Sigurárið hefur verið Indiru andstætt: sonur hennar og liklegur arftaki, Sanjay Gandhi, fórst i slysi, óeirðasamt var milli þjóðabrota i Assam og viðar. Stjórnvöld hafa enn gert sig likleg til að kippa æ fleiri lýðréttindum úr sambandi, visandi til alvarlegs ástands og þjóðarnauðsynjar. 1 Mið-Amerikurikinu E1 Salvador hefur geisað borgarastyrjöld eða svo gott sem: málamiðlunarstjórn sú sem i fyrra tók við af Romero ein- ræöisherra hefur i áföngum orðið handbendi bandaiags landeigenda og afturhalds i hernum, sem hafa staðið fyrir morðum á vinstrisinnum. Við stigmögnun átaka hafa æ fleiri frjálslyndir menn og vinstrisinnar sannfærst um að þeir verði að taka sér vopn i hönd. Taliö er að 6—8 þús- undir manna hafi fallið i borgarastriði þessu. Myndin sýnir götubar- daga i höfuðborginni, San Salvador. Eric Heiden, bandariskur skauta- hlaupari, var skærust stjarna á Vetraróíympiuleikunum sem fram fóru i Lake Placid i Banda- rikjunum i febrúar. Hann nældi sér i gullmedaliu fyrir sigur á þrem vegalengdum i skauta- hlaupi og hefur enginn eftir leikið. Uppreisnarmenn i Afganistan með hertekin vopn. Sovétmenn hafa mætt mikilli andspyrnu i Af- ganistan og mega að þvi leyti reyna eitthvað svipað og Banda- rikjamenn i Vietnam áður, að sú stjórn sem verður að styðjast við erlenda byssustingi verður lepp- stjórn i augum þjóðarinnar og nýtur meðal hennar fallandi gengis. Hinsvegar hefur það stað- ið skæruherjum i Afganistan mjög fyrir þrifum, að andstæð- ingar Kabúlstjórnarinnar og Sovétrikjanna eru mjög sjálfum sér sundurþykkir. Það var dansað á götum Salis- bury i mars þegar almennar kosningar leiddu til lykta áratuga átök og styrjöld um fraintið Zimbabwe, sem kölluð var Rhodesia meðan minnihluti hvitra manna réð þar rikjum. Sigurvegari i kosningunum var hinn róttæki ZANU-flokkur Roberts Mugabes, og voru uppi margir spádómar um að við tæki marxistabylting i landinu. Mugabe hefur hinsvegar gætt þess að fæla ekki hvita ibúa landsins á brott með eignaupp- töku, né heldur vestræna f járfest- ingaraðila —hve lengi sem hon- um tekst að halda jafnvægi milli bytingaróþreyju stuðningsmanna sinna og tillitssemi við þá, sem I mai gerði sérþjálfuð sveit úr bandariska hernum örvæntingar- fulla tilraun til að frelsa banda- risku gislana sem höfðu verið i haldi i sendiráði USA i Teheran frá þvi i fyrra. Tilraunin mistókst vegna bilana og slysfara: myndin sýnir lik bandarisks flugmanns skammt frá flaki einnar af þeim þyrlum sem fórust. Þessi tilraun, sem meðal annars var hluti af viðleitni Carters forseta til að endurvekja traust þjóðarinnar á sér, varð til þess i fyrstu að enn óliklegra var en áður að leysa mætti gislamálið. Nú undir árslok eru horfur betri — vegna þeirrar klemmu sem Iranir eru i út af ófriöi við Persaflóa yfir sérþekkingu og fjármagni ráða. Leitin að virkum meðölum i baráttunni gegn einhverjum skæðasta sjúkdómi sem mann- fólkið hrjáir, krabbameini, held- ur áfram. Von ársins er Inter- feron, efni sem verður til i mannslikama og ver hann gegn veirum og hefur reynst vel i viðureign við ýmsar tiltekn- ar tegundir krabbameins. Lyfjaframleiðendur heyja nú með sér mikið kapphlaup um að- ferðir til að búa þetta efni til á til- tölulega ódýran hátt, en eins og er er það gifurlega dýrt. Reza Pahlavi, fyrrum Iranskeisari, hafði orðið sér út um mikið af Interferon, en það kom fyrir ekki — hann lést úr krabbameini i Kairó á árinu. Myndin: Interfer- onframleiðsla hjá Rentschler lyfjahringnum. Þrisvar kom það fyrir með stuttu millibili og siðast i júni i höfuð- bækistöðvum Norad (Loftvarna- stjórn Norður-AmerCku) að við- vörunarkerfi þau sem eiga aö vara við árás óvina gáfu fölsk viðvörunarmerki. I siðastnefnda tilfellinu hafði útbúnaður Norad „oftúlkað” æfingaspólu á þá leið, að um eldflaugaárás frá sovésk- um kafbátum á Kyrrahafi væri aö ræða og voru eldflaugar settar i skotstöðu. og fleiri viðbúnaður haföur. Þessi atvik vöktu upp all- mikla umræöu um hættur á þvi að kjarnorkustyrjöld brytist út fyrir slysni, sem aukast enn vegna þess, að það er æ útbreiddari hugsunarháttur með herstjórum, að hægt sé að heyja með árangri svokallaða „takmarkaða kjarn- orkustyrjöld”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.