Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 15
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. desember 1980 Mibvikudagur 31. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Y firlýsingar Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra Þrítugasta og fyrsta allsherj- arþing Sameinuðu Þjóöanna, sem haldið var 1976 samþykkti að árið 1981 skyidí veröa al- þjóðaár fatlaðra og hefur þaö verið undirbúið viöa um lönd. Var samþykkl allsherjarþings- ins tekið með fögnuði hjá öllum þcim sem á undanförnum árum hafa barist fvrir breyttu við- horfi til fatlaðra og auknum skilningi á þörfuni þeirra og kröfum. t samþykktum allsherjar- þingsins segirrr.a að Sameinuðu þjóðirnar hafi jafnan i huga nauðsyn þess að hindra likam- lega og andlega fötlun og að- stoða fatlaða við aö þroska hæfi- leika sina á sem viðustu at- hafnasviði og vinna aö þvi að þeir falli sem fullkomnast inn i daglegt eðlilegt Hf, en þinginu sé jafnframt ljóst að á núverandi þróunarstigi ýmissa þjóða geti þær aðeins beitt sér að tak- mörkuðu leyti að þessu verk- efni. I yfirlýsingu SÞ um réttindi fatlaðra segir m.a.: „Orðið fatlaöur á við hvern þann mannsem ófær er um, aö einhverju eða öllu leyti, að tryggja sér sjálfur nauðsynjar eölilegs einstaklings og/eða fé- lagslegs lifs, vegna einhvers ágalla, meðfædds eða ekki, á andlegum eða líkamlegum hæfileikum sinum.” „Fatlaðir eiga áskapaðan rétt á að mannleg reisn þeirra sé virt. Hver sem er orsök eðli og alvara fötlunar þeirra og höml- unar, eiga þeir sömu frumrétt- indi og meðborgarar þeirra á sama aldri, sem innifelur fyrst og fremst rétt þeirra til að njóta heiðvirðs lifs, svo eðlilega og fullkomið sem unnt er.” „Fatlaöir eiga kröfu á að- geröum sem stuðla að þvi aö þeir geti orðið eins sjálfbjarga og unnt er.” „Fatlaðir eiga rétt á læknis- fræðilegri og sálfræðilegri með- ferð og starfsþjálfun, þar á meðal hjálpartækjum, á læknis- fræöilegri og félagslegri endur- hæfingu, aðstoö, ráðleggingum, atvinnuútvegun og annarri þjónustu, sem veitir þeim tæki- færi tii að þroska möguleika sina og hæfnisvosemhægt er og flýtir fyrir félagslegri aðlögun þeirra og/eða enduraölögun.” „Fatlaðir eiga rétt á fjár- hagslegu og félagslegu öryggi og mannsæmandi lifskjörum. Þeir eiga rétt á, eftir því sem hæfileikar þeirra leyfa, að fá at- vinnu og halda henni eða taka þátt i nytsamlegu, frjóu og arö- gefandi starfi og að ganga i verkalýðsfélög.” „Fatlaðireiga kröfu á að tek- iðverði tillit til sérþarfa þeirra á öllum stigum fjárhagslegrar og félagslegrar skipulagning- ar.” „Fötluðum, fjölskyidum þeirra og samfélagi skulu með ölium tiltækum ráöum kynnt þau réttindi sem fatlaðir njóta samkvæmt þessari yfirlýs- ingu.” Sameinuðu þjóðirnar hafa ennfremur gert samþykkt um á hvað beri að leggja áherslu i einstökum ríkjum á alþjóðaári fatiaðra, og segir þar m.a. að fyrirbyggjandi aðgerðir, úrbæt- ur á kjörum fatlaöra og félags- leg og starfsleg endurhæfing ættuaðvera mikilvægir þættir i félagslegri áætlanagerð í hverju landi og að hinar sérstöku f arfir fatlaðra beri að viröa á öllum stigum efnáhagslegar og félags- legrar áætlanageröar. Er sam- þykktin um aðgerðir mjög við- tæk og styðjast framkvæmda- nefndir i hverju landi við hana og njóta aöstoðar og eftirlits Sameinuðu þjóöanna i verkefn- um sinum. — AI Einkunnarorð Alþjóðaárs fatlaðra 1981 — Fullkomin þátttaka og jafnrétti Á Islandi hefur undir- búningur að alþjóðaári fatlaðra 1981 verið í hönd- um sérstakrar nefndar, sem framan af var skipuð þremur mönnum en síðan í haust hefur undirbúningur veriðá herðum átta manna nefndar, sem þá var skipuð. I henni eru: Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri, formaður nefndarinnar, tilnefnd af félagsmálaráðuneytinu, Alexander Stefánsson, al- þingismaður tilnefndur af Sambandi ísl. sveitar- félaga, Friðrik Sigurðsson, þroskaþjálfi, tilnefndur af Landssamtökunum Þroskahjálp, Guðni Þor- steinsson, læknir, til- nefndur af heilbrigðis- ráðuneytinu, Magnús Magnúson, sérkennslufull- trúi, tilnefndur af mennta- málaráðuneytinu, ölöf Ríkharðsdóttir, fulltrúi, tilnefndaf endurhæfingar- ráði, Sigríður Ingimars- dóttir, húsmóðir, tilnefnd - Borgarbókasafniö i Sólheimum er ein fárra þjónustubygginga I Reykjavik þar sem fólk i hjóiastótum á Jafnréttisganga fatlaðra i Reykjavik i september 1978. Ljósm. Leifur. Rætt við Margréti Margeirsdóttur, formann íslensku ALFA-nefndarinnar greiðan aðgang. af öryrkjabandalagi Is- lands, Theodór A. Jónsson, formaður Sjálfsbjargar, tilnefndur af Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra. Ritari nefndarinnar var skipaður Þórður Ingvi Guðmundsson, stjórn- málafræðingur. Þjóðviljinn ræddi nú viö upphaf alþjóðaárs fatlaðra 1981 við Margréti M a r g e i r s d ót tur, deildarstjóra, sem er formaöur islensku undirbúningsnefndar- innar og spurði hana fyrst um hvernig undirbúningur væri á veg kominn og hvaða aögerðum nefndin hefði einkum unnið að. „I byrjun desember sat ég fund i Kaupmannahöfn meö formönn- um framkvæmdanefnda á Norðurlöndunum öllum, Irlandi, Bretlandi og Hollandi, þar sem menn voru að bera saman bækur sinar”, sagöi Margrét. „Miðaö við það sem þar kom fram tel ég aö við séum nokkuö vel á vegi stödd með undirbúning og ég tel að hér sé veriö að vinna að verk- efnum sem við getum verið vel sæmd af, verkefnum sem eru mjög nauðsynleg og leiöa vonandi til úrbóta i málefnum fatlaðra”. — Hvaða verkefni eru það sem þið hafiö lagt áherslu á? „Eitt stórt verkefni, sem er vel á veg komiö, er aö steypa saman i einn lagabálk gildandi lögum og reglugerðum um málefni fatlaðra og aðstoö við þá, en tveir lögfræð- ingar, Gunnar Eydal og Friðgeir Björnssop, voru ásamt ritara nefndarinnar, Þóröi Ingva Guö- mundssynj, skipaðir til þess af ráöherra. Þessi endurskoðun er geysimikið verk en það hefur gengið vel og er nú komið lang- leiðina i frumvarpsform. Ef vel tekst til ættu ný lög aö geta leitt til framkvæmda og stefnumótunar i málefnum fatlaðra, öryrkja og þroskaheftra i framtíðinni, en lögin um aöstoð við þroskahefta sem tóku gildi i ársbyrjun 1980 ná ekki nema að takmörkuðu leyti til annarra hópa fatlaös fólks. Slys valda oft örorku Þá hefur verið settur á fót starfshópur um slysavarnir undir forsæti landlæknis. Verkefni þessa hóps er að afla upplýsinga um orsakir slysa og gera tillögur um varnaðaraðgerðir. Ég tel þetta vera mjög nauösynlegt verkefni, þvi slys eru þvi miður svo oft orsök andlegrar og likam- legrar fötlunar, bæði vinnuslys, umferðarslys, slys i heimahúsum og slys á börnum. Þá er Trygg- ingastofnun rikisins að hefja rannsókn á þvi hvernig örorku af völdum slysa er háttað en upplýs- ingar um þaö ásamt varnaðarað- gerðum eru nauösynlegar til þess að koma i veg fyrir fötlun. Einnig hefur komist á sámstarf viö umferðarráð um fræðsluefni fyrir aldraöa um umferðarmál og alþingi hefur verið send áskorun um að lögleiða notkun bilbelta. á öllum sviðum Rannsókn á högum fatlaðra Þá var ákveðið að nefndin beitti sér fyrir rannsókn á högum fatl- aðra i landinu og var leitað eftir samstarfi við félagsvisindadeild Háskóla Islands i þvi skyni. Þór- ólfur Þórlindsson, prófessor mun i samvinnu við nefndina stjórna þessari rannsókn sem hefst i janúar. Ætlunin er að taka fyrir ákveðin svæði, fyrst höfuöborgar- svæðið og siðan svæði úti á landi og leita sem gleggstra upplýsinga um alla hagi fatlaðra, efnahag þeirra, atvinnu, húsnæði o.s. frv. Við vonumst til þess aö i lok ársins 1981 liggi fyrir heildaryfir- lit um niðurstöður þessarar rannsóknar þannig að hægt sé að móta framtiðarstefnu i þessum málum á sem flestum sviðum þjóðfélagsins á grundvelli þeirra. Auk þessara verkefna hefur nefndin tekið upp samvinnu við ferlinefnd fatlaðra við undirbún- ing ráöstefnu um úrbætur i þeim málum og að tilhlutun hennar „Við vonum að á alþjóðaári fatl- aðra 1981 verði lagöur grunnur aö áframhaldandi aðgcröum og þróun til hins betra i málefnum fatlaöra”, sagöi Margrét Mar- geirsdóttir. Ljósm. —gel. hafa verið settar á stofn svæða- nefndir sveitarfélaga viöa um land. Veigamikill þáttur i starfinu verður upplýsinga- og fræðslu- þátturinn. Nefndinni ber að miðla upplýsingum og vekja umræður um málefni fatlaðra og i þvi skyni höfum við undirbúiö samstarf viö rikisfjölmiðla og dagblöö en góð samvinna við svæöanefndir og ekki sist félög fatlaðra um land allt hlýtur að verða grundvöllur góðs árangurs i þeim efnum”. Enginn verði útilokaður — Hvert er megininntak þessa starfs og hvar kreppir skórinn mest? „Markmiðið er að fatlaðir verði ekki lengur aögreindir sem sérstakur hópur i þjóðfélaginu, heidur viðurkenndir sem hluti heildarinnar. Allt sem gert er i þjóðfélaginu ber að gera með tilliti til heildarinnar allrar, — fatlaðra jafnt sem annarra og allar stofnanir þjóöfélagsins verða aö vera þannig upp byggðar að enginn þurfi að vera útilokaöur frá þátttöku i daglegu lifi. Fatlaöir eiga að sjálfsögðu að eiga jafnan aögang aö skólum og dagvistarheimilum, möguleika á atvinnu við sitt hæfi aöstöðu til fristundastarfs, o.s.frv. Svo er alls ekki i dag. en á þetta verður að leggja áherslu og breyta við- horfum þannig að litiö veröi á fulla þátttöku og jafnrétti fatl- aðra sem sjálfsagðan hlut. Atvinnumálin eru ákaflega stór þáttur og i þeim efnum þarf aö gera mikið átak. Endurhæfingar- málin, starfsmenntun og kennslu- málin öll eru lika brennandi verk- efni og i raun er sama hvar drepið er niður, — alls staðar er úrbóta þörf. Þaö er von okkar sem vinn- um að undirbúningi og fram- kvæmdum á alþjóðaári fatlaöra 1981 aö á þvi ári verði lagður grunnur að áframhaldandi að- gerðum og þróun til hins betra i málefnum fatlaðra”, sagði Mar- grét Margeirsdóttir aö lokum. — AI Ólöf Ríkharösdóttir, fulltrúi hjá Sjálfsbjörg: Alþjóðaárið marki upphaf bættra lífskjara fyrir fatlaða Hvers viröi er sérstakt alþjóðaár fatlaðra og hvaða vonir bindur þú við það? Þessa spurningu lagði Þjóðviljinn fyrir Olöfu Ríkharðsdóttur, full- trúa hjá Sjálfsbjörg, en hún á sæti í ALFA-nefnd- inni af hálfu endurhæf- ingarráðs. „Ég tel alþjóða- ár fatlaðra 1981 ákaflega mikils virði og það er um að gera að nota það rétt", sagði Ólöf. „Ekki í f járöfl- unarskyni, heldur fyrst og fremst sem upphaf bættra lífskjara fyrir fatlaða, hvers konar fötlun sem um er að ræða". „Þaö hafa margir vaknað vegna þessa árs og það er ýmis- legt að brjótast i fólki bæði fram- kvæmdir og ýmsar úrbætur. Sjálf bind ég mestar vonir við nýja lagasetningu um málefni fatl- aöra. Það er ekkert eins mikil- vægt á þessu ári og að byggja nýjan grunn sem staðið getur til frambúöar. Svo þarf auðvitað að minnast ársins með ýmsu móti með aögerðum þannig að einhver árangur sjáist strax, til dæmis með úrbótum við byggingar sem eru óaögengilegar hreyfihömluöu fólki. Það er aldrei hamraö nógu mikiö á þvi hversu vel slikar úr- bætur nýtast, ekki aðeins fötluö- um, heldur öllu öldruðu fólki, — fólki með barnavagna og þeim sem eiga viö timabundna fötlun að striða t.d. vegna fótbrots. Ein- faldar úrbætur i þessum efnum koma öllum til góöa og svæða- nefndirnar munu vinna að þvi verkefni ásamt ferlinefnd fatl- aðra og ALFA-nefndinni á árinu 1981”. — Hvar kreppir skórinn mest? „Einkunnarorð ársins, „fuli- komin þátttaka og jafnrétti” „Það er ekkert eins mikilvægt i þessu ári og að byggja nýjan grunn sem staðið getur til fram- búðar”, sagði ólöf Rikharös- dóttir. segja fyrir hverju er barist. Það er sama hvar gripið er niöur það skortir ákaflega mikið á þátttöku fatlaðs fólks. Fatlaðir hafa ekki sömu möguleika og aðrir þjóð- félagsþegar. Þetta stafar bæði af umhverfinu, svo sem húsnæði og aðkomuleiðum og aöstæðum öll- um, þeir njóta siður menntunar en aðrir og tækifæri til atvinnu eru af skornum skammti. Ef skól- arnir væru aögengilegir fengju fatlaðir betri möguleika tilþessað fá atvinnu og þeir gætu séð sér farborða sjálfir. Það er ekkert eins mikilvægt og að hafa atvinnu og markmiðið hlýtur að verða að allir geti fengiö atvinnu viö sitt hæfi; þaö geta miklu fleiri öryrkjar verið i fullu starfi en nú er. Ég bind miklar vonir viö nýja lagasetningu i þessum efnum. Þaö þarfaðnjörvi rétt fatlaðra til atvinnu fastar i lög, ekki sist I ljósi þeirrar reynslu sem fékkst af endurhæf- ingarlögunum, sem þvi miður hafa ekki verið virt. Menntun, atvinna, húsnæöi, allt eru þetta liðir i þvi aö létta ein- angrun fatlaðra og blanda þeim saman við aðra i þjóðfélaginu. Það hafa oröiö viss sinnaskipti að þessu leyti, fordómarnir hafa minnkað, fatlaðir eru orðnir frjálslegri og þeir gera sér grein fyrir aö þeir eiga heimtingu á sama rétti og aðrir. Sem dæmi um breytingu til bóta get ég nefnt að þegar Sjálfsbjörg var stofnuð, var fariö að halda skemmtanir fyrir fatlaða. Sumir fóru aldrei annað og marga varð að draga af staö. Nú eru þessar skemmtanir ekki eins mikið sóttaróg áður var og ástæðan er sú að fatlað fólk er á almennum skemmtistöðum eins og aðrir. Þetta er gleðileg þróun og þarf aö halda áfram. Hins vegar hef ég alltaf sagt að ekki sé við þvi að búast aö allt verði rétt upp i hendurnar á manni, hvorki þeim fötluðu né öðrum hópum i þjóöfélaginu. Fólk á þvi ekki að sitja og biöa eftir þvi aö eitthvaö gerist, það á aö gjöra hlutina sjálft”, sagði Ólöf Rlkharðsdóttir. — AI Hversu margir íslendingar eru Hversu margir Islendingar eru fatlaðir? Þessari spurningu er mjög erfitt að svara, þar sem dýr tölfræðileg úrvinnsla situr ekki i fyrirrúmi á verkef nalista fáliðaðra stofnana, sem gætu veitt nauðsynlegar upplýsingar. Erlendis mun talið að tí- undi hver maður eigi við einhverja fötiun að stríða, andlega eða likamlega, en það jaf ngildir um 23 þúsund manns hér á landi. Areiðanlegustu tölurnar fást hjá Tryggingastofnun ríkisins, sem heldur skra yfir örorku- bótaþega, en þær skrár eru þvi miður mjög takmarkaðar enn sem komið er. Þeir sem búa við 75% örorku eða meira af völdum sjúkdóma, meöfæddrar fötlunar og annarra slysa en þeirra sem siöar verða talin, njóta örorkulifeyris, sem i janúar 1981 verður 1186 nýkrónur. 1 júni 1980 voru örorkulifeyris- þegar 3.527 talsins, (2001 kona og 1526 karlar) en þeir sem búa við 65% og 50% örorku og nutu örorkustyrks voru þá 3.316. A skrám Tryggingastofnunar rikisins eru þvi 6843 öryrkjar á aldrinum 16—67 ára og þvi til viðbótar 686börn yngri en 16ára. Þá er ótaiinn sá hópur öryrkja, sem i skýrsium Tryggingastofn- unar rikisins fyllir fiokkinn „slysaörorka” og aö sögn Björns Onundarsonar tryggingayf- irlæknis eru þvi miður engar tölur til um þann fjölda. Hins vegar stendur það til bóta, þvi ráðherra hefur ákveöið að gerð skuli tölfræðilega.úttekt á þessum bóta flokki, eftir kynjum, aldri, at- vinnustéttum og ástæðum slysa tiu ár aftur I timann. En slysa- örorka er sú örorka sem menn veröa fyrir vegna slysa i vinnu, á leiö til eða frá vinnu, við stjórn ökutækja, við björgun úr sjávarháska eða við björgun verðmæta, svo og iþróttamenn i keppni eða á æfingu undir leiösögn þjálfara. Má fullvist teija að sá hópur sem fyllir þenn- an flokk sé álika stór hinum fyrri eöa um 7 þúsund manns. Eru þá ótaldir allir þeir sem ekki eru á skrá hjá Trygginga- stofnun rikisins t.d. vegna of hárra tekna til þess að geta þegiö bætur, vegna vanþekkingar á þeim réttindum og fjárhags- aðstoð sem þeim er tryggö með lögum eða vegna annarra hluta. Þaö er þvi engin leið að svara spurningunni, hversu margir Isiendingar séu fatlaðir að svo komnu máli, en alþjóðaár fatlaöra verður m.a. notað til þess að afla nákvæmra upplýs- inga um það. — AI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.