Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 13
Mi&vikudagur 31. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Annáll erlendra tíðinda Titó Júgóslaviuforseti lést i mai eftir iangvarandi veikindi og við tók sérkennilegt kerfi þar sem æðstuembætti rikisins ganga á milli fulltrúa lýðveldanna sex og tveggja sjálfstjórnarhéraða. Útför Titós, sem myndin er frá, sýndi vel hve mikils álits þessi siðasti stórhöfðingi rikja utan hernaðarbandalaga naut um allan heim — en til þeirrar athafnar mættu ýmsir helstu ráðamenn heimsins og notuðu tækifærið til að stinga saman nefjum um viðkvæm mál. 1 borginni Kvangju i Suður-Kóreu braust lýðréttindabarátta út i upp- reisn almennings, sem bæld var niður af mikilli hörku: um 300 manns létu lffið i átökum við herinn og margar þúsundir særöust. Tsjon Dú Kvan hershöfðingi notaði tækifærið sem ólgan i landinu bauð upp á til að ryðjast til alræðisvalda og hefur þegar eflt til pólitiskra réttarhalda yfir helstu andstæðingum sinum og dæmt hinn helsta þeirra, Kim Dae Jung, til dauða. Hermdarverk ýmiskonar ný- fasiskra hópa færðust i vöxt: verst þeirra var sprenging á járn- brautarstöðinni i Bologna á ttaliu, sem kostaði um áttatiu manns lifið. Mannskæð sprengju- tilræði i Miinchen og árásir gegn samkunduhúsum Gyðinga i Frakklandi þóttu benda til þess að hinir ýmsu hópar íasista hefðu með sér allnáið samstarf. Mark- mið nýfasista er að skapa með hermdarverkum það ótrygga ástand sem leiðir til þess að ýmis- leg lýðréttindi eru tekin úr sam- bandi. Viða hafa þeir komið sér fyrir i ýmsum sveitum lögregl- unnar, t.d. hinnar frönsku. Mynd- in er frá Bologna eftir sprenging- una. Oliuhreinsunarstöðvar við Aba- dan i tran standa i ljósum logum eftir innrás iraska hersins. For- seti traks, Saddam Hussein, not- færði sér ótryggt ástand i tran og einangrun byltingarstjórnarinnar islömsku til að breyta landamær- um rikjanna sér i hag og fá úr þvi skorið hvaða riki hefði hernaðar- lega og pólitiska forystu i þessum hluta heims. Styrjöldin hefur dregist á langinn og lrakar ekki unnið þann sigur sem þeir bjugg- ust við. Stöðvun á oliuútflutningi frá þessum tveim löndum hefur þegar haft áhrif til verðhækkana á oliu og munu stærri eftir íylgja. Svokölluð hægri sveifla i heimin- um kemur meðal annars fram i fjölgun herforingjastjórna. I júli tók herforingjaídika völdin i Bóliviu og hefur, að argentisnskri fyrirmynd og með argentinskri aðstoð, rænt og myrt foringja lýð- ræðissinna og verkalýðsfélaga: myndin sýnir lik eins þeirra, Vega. Andstaða námaverka- manna hefur verið brotin á bak aftur með skriðdrekum og bensinhlaupi. — Nokkru siðar hafði tyrkneski herinn pattstöðu i stjórnmálum og pólitiska morð- öldu að yfirvarpi til aðtaka völdin i sfnar hendur — „afnema lýð- ræöið til að bjarga þvi” eins og það heitir i bræðralandi okkar i Nató. Spjótkastarinn Dainis Kula var einn þeirra sem færði Sovétrikj- unum mikinn fjölda gullverð- launa á Ólympiuleikunum i Moskvu i ágúst. En höíuðkeppi- nautarnir, Bandarikjamenn, voru hvergi nærri; einnig vantaði ýmis önnur iþróttaveldi eins og t.d. Vestur-Þýskaland og Japan. Allt frá innrásinni i Afganistan höfðu Bandarikjamenn reynt að fá sem flestar þjóðir til að hætta við þátt- töku. Rúmlega áttatiu sendu lið til leikanna, þar af nutu allmörg lið úr þriðja heiminum beinlinis sovésks fjárstyrks til að mæta. Fjöldi heims- og ólympiumeta fauk á þessum leikum. Langvinn verkföll hófust i hafn- arborgum Póllands i ágúst og lauk þeim með þeim merkilegu tiðindum að hinn rikjandi komm- únistafiokkur lét undan siga og leyfði aðstofnuð yrðu óháð verka- lýðsfélög sem i eru : nú miljónir félaga. Mikil átök hafa orðið um stöðu og réttindi hinna nýju verkalýðssamtaka og litlu hefur munað að Sovétmenn, sem óttast mjög aöhiö pólska fordæmi reyn- ist smitandi, stöðvi lýðræðisþróun með vopnaðri ihlutun eins og i Tékkóslóvakiu 1968. Myndin sýnir verkamenn i Gdansk bera á herð- um sér Lech Walesa, helsta for- ingja hinna nýju verkamanna- samtaka. Skelfilegustu náttúruhamfarir ársins urðu nú fyrir skemmstu á Suður-ltaliu þegar um tvö hundruð þúsundir manna misstu heimili sin i miklum jarðskjálft- um og margar þúsundir manna týndu lifi. Björgunarstarf af hálfu opinberra aðila hefur mjög verið gagnrýnt og þykir afhjúpa margt um spillt og duglaus stjórnvöld i landi, sem hefur setið uppi með stóran hægriflokk við völd i meira en þrjátiu ár. ÁB tók saman Carter forseti brosti ekki við Reagan eins og hér eftir að hann tapaði herfilega fyrir hinum aldna kvikmyndaleikara i for- setakosningunum i byrjun októ- ber. Úrslitin komu á óvart og grófu undan trausti manna á skoðanakönnunum. Reagan býr sig nú undir að taka við embætti og þykir val hans á mönnum i helstu ábyrgðarstöður bera vott um mjög sterka hægrisveiflu i Bandarikjunum. Kjör Reagan er eitt af þvi sem býður upp á harðn- andi vigbúnaðarkapphlaup á næstunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.