Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 28
UOÐMHNN Miðvikudagur 31. desember 1980 Þorsk- aflinn 430 þús. lestir Heildaraflinn rúm- lega 1,5 miljónir lesta Þótt endanlegar afiatölur fyrir desember-mánuð liggi ekki fyrir enn, þá er ljóst að heiidar þorskafiinn i ár verður um 430 þúsund lestir, þar af er afli erlendra skipa 7.500til 8 þúsund lestir. Þetta er mun meiri þorskafli en fiskifræðingarnir hafa lagt tii, þótt þeir hafi á árinu hækkað þau hættumörk, sem þeir áður héldu sig við. Þessi afli mun vera'um 80 þúsund lestum meiri en fiskifræð- ingar hafa talið að ætti að vera hámarksafli á þorski. Heildarafli landsmanna var 1. desember sl. 1.420.391 lestir og er þvi gefið mál aö hann mun verða rúmlega 1,5 miljónir lesta, sem er mun minni heildarafli en var 1979. Þar munar öllu að loðnuafl- inn i ár er minni en var i fyrra. Afli flestra annarra fisktegunda er meiri i ár en i fyrra. — S.dór Færri bana- slys í ár en í fyrra A árinu 1980 létust 82 manneskjur af slysförum hér a' landi, þar af 4 útlend- ingar, en i fyrra létust 86 af slysförum, þar af 6 útlend- ingar. 1 mjög ýtarlegri skrá frá Siysavarnafélagi tsiands um slysfarir i landinu á þessu ári kemur fram, að flestir hafa látiö lffið i sjó- slysumeða drukknunum eða samtals 31 (2 útlendingar), en í fyrra 29 (2 útlendingar). t umferöarslysum létust 26 I ár (2 útlendingar), en 27 i fyrra (2 útl.) t flugslysum i létust 4 i ár, 2 i fyrra, og I ýmsum slysum létust i ár 21, en 28 I fyrra (2 útl.) Febrúar var mesti slysa- mánuður ársins 1980. Þá urðu 15 banaslys, i júli 11 og i júni' 10. Fæst banaslys urðu i mars-mánuöi, 3. — S.dór Bygginga- menn utan SBM á samninga- fundum Byggingamenn utan Sam- bands byggingamanna voru á fundi hjá sáttasemjara i fyrradag og komu aftur til fundar siðdegis i gær. 1 fyrradag var einnig sátta- fundur með Bifreiðastjóra- félaginu Sleipni og viðsemj- endum þess. Næsti fundur þeirra hefur verið boðaöur mánudaginn 5. janúar. 1 Sleipnieru bilstjórar hjá sér- leyfishöfum. Ekki hefur verið boöaður fundur með bensínafgreiðslumönnum i Reykjavik, Hafnarfiröi og á Suðurnesjum, sem nú eru i verkfalli. — eös Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsinsI þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8x285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaðsins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Þrjár nýjar dagvistarstofnanir voru formiega teknar i notkun i Breiðholtinu i gær, dagheimili og leikskólar við Fálkabakka og Hálsasel og skóladagheimili við Blöndubakka. Þarmeð hafa 5 nýjar dag- vistarstofnanir tekið til starfa á árinu og áætlanir borgarinnar fullkomlega staðist. Myndin sýnir börn og fóstrur á Hálsaborg. — Ljósm. — eik — Ótryggt ástand í rafmagns- málum Rafmagn var komið á viðast hvar á landinu um miðjan dag I gær. Nokkrir bæir i Staðarsveit á Snæfellsnesi voru enn rafmagns- lausir fyrir hádegi I gær, en unnið var að viðgerð þar siðdegis. Baldur Helgason hjá Rafmagn- sveitum rikisins sagði að raf- magn ætti að vera komið á svo til alls staðar á landinu, en þó var honum ekki fullkunnugt um ástandið á Norðurlandi vestra. Grundarfjarðarlina bilaði I fyrri- nótt vegna seltu, en komst aftur i gagnið i gærmorgun. Austfirðir haía sioppið sæmilega, þar urðu ekki alvarlegar rafmagnstrufl- anir i' hvassviörinu um helgina. Astandið i rafmagnsmálum er þóheldurótryggt enn vegna mik- illar seltu á einangrurum. Er þvi hætta á rafmagnstruflunum enn um sinn. Seltan er mikil viðast hvar um landið að sögn Baldurs Helgasonar, — á Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi allt norður að Akur- eyri. — eös Bankar opnir 2. jan. Bankar og sparisjóðir verða opnir föstudaginn 2. janúar kl. 10—18 vegna myntbrey tingarinnar, en venjulega er lokað þennan dag hjá peningastofnunum vegna uppgjörs. Munu gjaldkerar skipta fyrir fólk gömlu krónunum i nýjar þennan dag, en engin almenn afgreiðsla verður að öðru leyti. Sparisjóðirnir hafa að auki opið á laugar- dag, 3. jan kl. 10—16 til að skipta mynt. Verkfall bensínafgreiöslumanna: Afgreiðslubann á föstudaginn A föstudaginn kemur halda bensinafgreiðslumenn á höfuð- borgarsvæðinu fund með sér. Verður þar að öilum likindum tekin ákvörðun um afgreiðslu- bann á bensini til þeirra fjögurra benslnstöðva, sem hafa afgreitt bensin í verkfallinu og bifreiða- stöðvarinnar Bæjarleiða, sem einnig hefur selt almenningi bensin i verkfallinu, en slikt er að sjálfsögðu óheimilt. Hér er um að ræða eina bensin- stöð i Mosfellssveit, eina i Garðabæ, eina i Hafnarfirði og einn bensintank i Kópavogi. Að sögn Halldórs Björnssonar hjá á jjórar bensín- stöðvar og Bœjarleiðir Verkamannafélaginu Dagsbrún eru það umboðsmennirnir sjálfir sem afgreiða bensin á þessum stöðvum, sem flestar eða allar eru OLlS-bensinstöðvar. ,,Það eina sem við getum gert og mun- um gera, er að setja aígreiðslu- bann á þessar stöðvar”, sagði Halldór. ,,Og við munum ekki aflétta þvi nema tryggt sé að menn hagi sér ekki svona i verk- fallsátökum.” Undanþágubeiðnir hafa borist til Dagsbrúnar frá rikisspitölun- um og Heilsugæslunni i Kópavogi. bær beiðnir hafa ekki verið af- greiddar og verður ekki fjallað um þær fyrr en eftir áramót. Bensinafgreiðslumenn halda fundi á föstudag og laugardag. Um 150bensinafgreiðslumenn á félagssvæði Dagsbrúnar eru i verkiaili, auk afgreiðslumanna i Hafnarfirði og á Suðurnesjum. Alls eru þvi hátt á annað hundrað manns i verkfalli. — eös. Óbundin núverandi stjórnarsamstarfi Tek aldrei þátt í niður talningu á mannslífum t eftirfarandi yfirlýsingu segir Guðrún Helgadóttir alþingis- maður að frá og meö gærdeginum og brottvisun Patricks Gerva- soni af landinu sé núverandi rikisstjórn henni óviökomandi, og hún óbundin henni, en muni vinna verk sitt sem alþingismaöur út kjörtim abiliö. 1 yfirlýsingunni segir Guörún aö hún sé tilbúin til þess ,,aö taka þátt í efnahagslegri niðurtalningu”, en hún muni aldrei ,,taka þátt i niöurtalningu á mannslifum”. „Vegna brottvisunar Patrick Gervasoni af landinu og afstööu minnar til rikisstjórnarinnar að henni gerðn vil ég taka eftir- farandi fram: Arið 1955 geröust Islendingar aðilar að alþjóöasamningi um stöðu flóttamanna, sem gildi tók 1951, og áriö 1968 aöilar aö breyt- ingu á samningnum, sem gerður var 1967. Ekkert ákvæöi i'slenskra laga brýtur i bága viö samninginn og er þvi'eölilegt aö lita svo á að fara beri eftir honum. Samkvæmt fyrstu grein A á oröið flóttamaöur ,,viö hvem segir Guðrún Helgadóttir alþingismaður í yfirlýsingu vegna brottvísunar flóttamannsins Gervasoni þann mann, sem er utan heima- lands sins af ástæöurikum ótta viö aö veröa ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragöa, þjóöernis, aöildar aö sérstökum félagsmálaflokkum, eöa stjóm- málaskoðana og sem getur ekki eöa vill ekki vegna sliks ótta, færa sér i nyt vernd þess lands.” I 27. grein segir, aö aðildarriki samningsins skuli gefa út nafn- skirteini til handa flóttamanni, sem dvelst I löndum þeirra, og jafnframt feröaskirteini til feröa utan viðkomandi lands, eöa svo- kallaöan flóttamannapassa. Þrátt fyrir þessi ákvæði Guörún Helgadóttir: Flestir flúnir af hólmi þegar alvara málsins er staöreynd. umrædds samnings var Patrick Gsrvasoni visaö burt af landinu út I algjöra óvissu án þess aö nokkur rök væru sett fram. í samningnum er dkvæöi um aö ekki skuli taka viö striösglæpa- mönnum, og hlýtur þvi sú spurning aö vakna, hvort andúö Gervasonis á herþjónustu sé metin til jafns viö striösglæpi á lslandi, þar sem engin herlög eru til. Enginn hefur um það deilt aö Gervasoni kom ólöglega inn i landiö, enda er þaö háttur flótta- manna af augljósum ástæðum. Heföi dómsmálayfirvöldum sýnst svo, var ekki fráleitt aö refsa honum fyrir þaö, þó aö lög- maöur hans telji svo ekki vera. Synjun á beiðni hans um landvist er hinsvegar hneyksli, smánar- blettur á Islensku þjóöinni, sem ég hvorki vil né get borið ábyrgö á. Mörg dæmi eru um aöra meöferö mála af þessu tagi hér á landi. Fyrir aðeins örfáum mánuðum kom hér flóttamaöur frá Sovétrikjunum og leitaði hælis i bandariska sendiráðinu! Sendiráöiö skilaöi honum samstundis til Friðjóns Þóröar- sonar dómsmálaráöherra, sem veitti honum landvist. Heims- frægir menn eins og t.d. Vladimir Askenazy fá hinsvegar enn Framhald á bls. 17.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.