Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. mars 1981. SVAVAR GESTSSON STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI skrifar A fimmta áratug aldarinnar eftir aö strlöinu lauk var mikiö rætt um þaö á Norðurlöndunum, að Noröurlöndin stofnuöu meö sér öryggis- eöa varnarbandalag. Þessi umræöa átti mjög veru- legan hljómgrunn I öllum stjórnmálaflokkum, bæöi tii hægri og til vinstri. Þess vegna uröu það mikil vonbrigöi þegar þrjií rikja Noröurlandanna, þ.e.a.s. ísland, Noregur og Danmörk gerðust árið 1949 aöilar aö Atlantshafsbandalaginu og brutu þar meö niöur vonir manna um norrænt öryggisbandalag. Þrátt fyrir þessa niöurstööu rikjanna þriggja var ákveöið að stofna Noröurlandaráð en þaö átti aö fjalla um svo aö segja allt milli himins og jarðar i samskiptum þessara fimm þjóöa á norðurhveli jarðar nema utanrikis- og öryggismál. Þegar aðildin aö Noröurlandaráði var til meöferð- ar hér á alþingi tslendinga snerust nokkrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins gegn hugmynd- inni um Norðurlandaráö, Sösialistaflokkurinn stöð mjög heill og eindregið með stofnun Norðurlandaráðs. Engu að siður var það þannig á árum kalda striðsins að Sósialistaflokknum var meinuð þátttaka i störfum Norðurlandaráðs með þeim hætti að kosið var i deildum alþingis til Norðurlandaráðs. Hluti fulltrda á Norðurlandaráðsþing var kosinn i efri deild og hluti i neöri deild. Þannig var Sósialistaflokkurinn, ekki mæna á þá eina, þvi staðreyndin er sú aö samstarf Norðurlandanna hefur þegar skil- að mjög myndarlegum og athyglisverðum árangri. Hér er um að ræða samstarf sem vafalaust er einstakt i heiminum á milli fimm sjálfstæðra rikja. Þetta samstarf er að mestu hnökralaust. Þar vinna menn af velvild og opnum huga að þvi að leysa vandamálin og það er hægt að benda á ýmsa þætti sem eru ákaflega mikilvægir og snerta ibUa Norðurlandanna, svo að segja hvern einasta. Verulegur ágreiningur Norræna hUsið I Reykjavlk er sá vitnisburður sem við höfum hér tslendingar daglega fyrir augunum i þessu efni og sem er til marks um menningarmálasam- starf Norðurlandanna en það er kannski sá þáttur norræns sam- starfs sem er aö sumu leyti þýðingarmestur, sá þáttur sem við íslendingar hljótum að leggja einna mesta rækt við vegna þess að við finnum að Norðurlanda- þjóðimar hinar kjósa að rekja menningarsögu sina til þeirra verðmæta sem tslendingar i sinni sögu og handritum. En samstarfið á vettvangi félags-, heilbrigðis- og trygginga- mála er ekki siðurmikilsum vert og taka þó sennilega færri eftír Þau skrifuðu undir bréfið til forsœtisnefhdarirmar: Gubrún llelga dóttir, Alþýöu- bandalaginu. •Christian Björklund, Finnska lýöræOis bandalaginu. Lars Werner, formaöur VPK i SviþjóÖ. Eivor Marklund, varaformaöur VPK. Erlendur Paturs- son, Þjóöveldis- flokknum i F'ær- eyjum. Olof Palme, for- maöur sænskra jafnaöarmanna. Hjörleifur Gutt- ormsson Anker Jörgensen, Christiansen, K.B. Andersen forsætisráðherra formaöur Retsfor- Danmerkur. bundet i Dan- mörku. Ebbe Strange, formaöur þing- flokks SF i Dan- mörku. Karin Kjölbro, Þjóöveldisflokkn- um. minnti hann sérstaklega á auð- lindakreppuna og einnig á vax- andi vi'gbiínaðarkapphlaup stór- veldanna. Hann vitaaði i John Kenneth Galbraith og sagði að hægri vindurinn sem nú væri að ganga yfir væri uppreisn hinna riku gegn þeim fátæku. Eftir margra áratuga uppbyggingu á félagslegri þjónustu Vesturlanda á eftirstriðsárunum teldu hinir riku nú brýnt á timum minnkandi hagvaxtar að risa upp gegn al- þýðu manna. Ræður þessara tveggja leiðtoga sósialdemó- kratiskra flokka voru ákaflega athyglisverðar. Þær voru m.a. athyglisverðar fyrir okkur hér á Islandi sem stundum litum á Al- þýðuflokkinn sem sósialdemó- krati'skan flokk, og aldrei verður maður sannfærðari um hvað slikur skoðunarháttur á Alþýðu- flokknum er mikill misskilningur en þegar hlýtt er á menn af þessu tagi. En þetta var UtUrdUr. Aðal- atriðið er það að þessir menn lögðu áherslu á það að Norður- löndin hefðu hlutverki að gegna i öryggismálum andspænis hinum stórfellda vigbúnaði stórveld- anna. Frumkvæði norrænna sósíalista FulltrUar Alþýðubandalagsins í hinni almennu umræðu á þingi Norðurlönd - kjamorkuvopnalaust svæði sem þó hafði til þess hlutfallsleg- an styrk i þinginu, Utilokaður frá þátttöku i störfum Norðurlanda- ráðs alveg framundir 1960, enda þótt hann væri eindregnast allra flokka þeirrar skoðunar að það væri rétt að Island gerðist aðili að Norðurlandaráði. Einstakt samstarf Þannig lék kalda striðið Norðurlandaráð i upphafi eins og aðrar stofnanir á þessum tima. Arið 1956 gerðust Finnar aðilar að Norðurlandaráði eftir margra ára hik, sem stafaði m.a. af þvi sambandi sem þeir höfðu þá og hafa enn við Sovétrikin. Það hefur stundum verið talað um það að Norðurlandaráð sé hin slæma samviska þeirra þjóöa sem eyðilögðu hugmyndina um norrænt varnarbandalag og kusu að ganga i Atlantshafsbanda- lagið. Á undanförnum áratugum hafa umræður um Norðurlandaráð verið næsta litlar i blööum og á opinberum vettvangi Norðurlandanna. Það er helst i kringum þing Norðurlandaráös sem umræða um þessa stofnun hefst og það verður að segja eins og er að sú umræða er oftast fremur neikvæð. Ástæðan er vafalaust sú að Norðurlandaráðs- nefndimar, — ráðherranefndir og ráð — eru frekar þungar i vöfum og það hefur oft langan tima að koma málunum áleiðis. Þaö er hægt að nefna um það mörg dæmi sem ég geri ekki hér, en ég sá i pappírum á Norðurlandaráös- þinginu, sem ég sat i Kaup- mannahöfn núna fyrir nokkrum dögum að þar voru til meðferðar mál sem höföu fyrst komiö fram á vettvangi ráðsins fyrir fjölda- mörgum árum. Stofnunin er semsagt þung og þar er mikið pappirsflóö. Myndir af pappirs- flóði virðast vera ákaflega heillandi viðfangsefni fyrir ljós- myndara dagblaða og sjónvarps eins og menn hafa tekið eftir aö undanförnu og þeir eru vissulega ógnvekjandi pappirshaugarnir i skjalageymslum þeim sem Norðurlandaráðsþingiö haföi i Kristjánsborg i Kaupmannahöfn núna fyrir nokkrum dögum. En menn mega ekki láta pappi'rshaugana villa sér sýn og Umræður á þingi Norðurlandaráðs þvi. Samningurinn um félagslegt öryggi sem undirritaður var i Kaupmannahöfn i tengslum við Norðurlandaráðsþingið er til marks um þetta. Ég telraunar að undirritun þessa samnings sé einhver stærsti áfanginn i norrænu samstarfi á liðnum ár- um. 1 samningum er gert ráð fyrir viðtæku samstarfi á sviði tryggingamála og félagsmála á Noröurlöndunum þannig að ibúar þessara landa geta hagað sér eins og þeir séu heima hjá sér, ef svo mætti að orði komast, i hvaða riki sem þeir eru staddir af þessum fimm rikjum Norðurlandanna. Gildir það jafnt um sjúkratrygg- ingar og um lifeyristryggingar auk þess sem komin eru i samn- inga á milli Noröurlandanna ákvæði um atvinnuleysistrygg- ingar, þannig að það er hægt að tala um það að senn verði Norðurlöndin eitt samfellt almanna- og lifeyristrygginga- svæði. Hér er um aö ræða nánara samstarf á þessum vettvangi en er til dæmis innan Efnahags- bandalagins á milli rikjanna þar. Þó hafa þjóöir Norðurlandanna ekki afsalað sér einu eða neinu af sjálfstæði sinu I þessum efnum, þær hafa með sjálfstæðum hætti ákveðið að taka þátt i þessu sam- starfi og bera allar i rauninni ábyrgð á þvi að gestir frá hinum Norðurlöndunum fjórum geti fengið alla þá bestu þjónustu sem félagslegt samhjálparkerfi þessara rikja býður upp á. Það sem vekur ekki sist athygli við þing Norðuriandaráðs og þátttökuna I starfi ráðsins eru þessi mál, menningarmálin, félags-, heilbrigöis- og trygginga- málin, sem hafa skilað margvis- legum árangri og þaö er óhætt að segja að þar sem norrænt sam- starf hefur náð að þróast á eðli- legum, norrænum forsendum án utanaðkomandi annarlegra áhrifa hefur þetta samstarf borið ávöxt sem snertir flestalla ibúa Norðurlandanna. Þetta samstarf fimm norrænna, sjálfstæðra rikja hér i N-Evrópu er einstakt i heim- inum og norræni samningurinn um félagslegt öryggi er kannski skýrasta dæmið um þetta sam- starf af ölium þeim mörgu dæm- um sem unnt er að nefna. Þátttaka íslendinga Þátttaka Islendinga i starfi Norðurlandaráðs er með þeim hætti að embættismanna- og sér- fræðinganefndir eru starfandi á ýmsum sviðum, eins og t.d. i vinnuverndarmálum, i jafnréttis- málum, i menningarmálum ýms- um o.s,frv. Siðan er gert ráð tyrir þvi að hvert Norðurlandaráðs- þing sæki sex islenskir alþingis- menn og það eru kosnir sex vara- menn og stundum fara þeir, a.m.k. einhverjir þeirra lika. Þá er þaö venja að ráðherrar taki þátt I störfum ráöherranefnda Norðurlandaráðs. Þar er um að ræða fjölmargar ráðherranefnd- ir. Samstarfsráðherrarnir hittast að sjálfsögðu oftast, og auk þess eru nær allir fagráðherrarnir hér jiátttakendur i norrænum ráð- herranefndum, t.d. fjármálaráð- herra i nefnd fjármálaráðherra •Norðurlandanna og iðnaöarráð- herra hittir aðra iðnaöarráðherra á Norðurlöndum af og til. I félagsmálaráðuney tinu og heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu er mikið um slika fundi, miklu meira en i flestum öðrum ráöuneytum vegna þess að sam- starfiö á þessum sviðum er einmitt vi'ðtækara en viðast hvar annarsstaðar. Þessir fundir eru miklu tiðari en svo að þeir sem gegna störfum félagsmálaráð- herra eða heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra hafi nokkur tök á þvi að sækja alla þessa fundi, enda er það oft ástæðulitið og þá er brugðið á það ráð að senda sér- staka fulltrúa starfsmanna ráðu- neytanna eða jafnvel sendiráð- anna. I heild þá held ég aö þeir sem hafi sinnt þessum málum af hálfu Islendinga hafi oftast lagt nokkra vinnu i það að gera það sæmilega fyrir Islands hönd. Þó get ég ekki neitaö þvi að mér finnst að stundum mættu Islensku sendinefndirnar standa betur að vfgi en þær gera. Hér á ég einkum við það að það þarf að sinna með skipulegri hætti allskonar bréfum og skýrslum sem koma frá Noröurlandaráöi og einstökum ráðherranefndum og skrifstofum Norðurlandaráðs og ég er viss um að það gæti skilað okkur miklu meiri arangri i þessu norræna samstarfi en þegar er. Ég tel þvi að bæði rikisstjórn og alþingi þurfi að athuga það alvarlega hvernig best ec að stýrkja veru- lega það starfslið sem nú hefur með að gera tengsl Islands innan Norðurlandaráðs. Víðtækari um- ræða en áður Eins og ég gat um i upphafi var Norðurlandaráði ætlað að fjalla um svo að segja allt milli himins og jarðar i' samskiptum rikjanna fimm annað en utanrikis- og öryggismál. Þó hefur það verið þannig frá stofnun ráðsins trúi ég, a.m.k. lengst af þau siðustu 15 ár sem ég hef fylgst litillega með þessari stofnua að umræður um öryggis- og varnarmál hafa jafn- an verið talsverðar. Þegar ég fylgdist fyrst með fundi Norðurlandaráðs áriö 1965, hann var haldinn hér i hátiðasal Há- skólans, var dálitil umræða um öryggismál og sú umræða hefur siðan farið vaxandi. SU umræða hefur aldrei verið jafn viðtæk og á þingi Norðurlandaráðs nú. Venju- lega hefur umræða þessi verið flutt af fulltrúum flokka sem taldir eru vinstra megin við sósialdemókrata en á siðasta þingi Norðurlandaráðs i Kaup- mannahöfn var umræðan miklu vfðtækari. Það má segja að þeir sem hafi gengið einna lengst i þessari umræðu hafi verið leið- togar jafnaöarmanna, sósial- demókratfsku flokkanna á Norðurlöndum, einkum þó i Dan- mörku ov Sviþjóð, þeir Olof Palme og Anker Jörgensen. Sá siðarnefndi, forsætisráðherra Danmerkur, varaöi mjög viö þeirri hættu, sem er á vaxandi vfgbúnaði i heiminum og lagði á það áherslu aö Noröurlönd hefðu hlutverki aö gegna andspænis þeim ógnvænlegu tiöindum sem nU birtast i vigbúnaðarkapp- hlaupi stórveldanna. Olof Palme, formaður sænska sósialdemó- krataflokksins, sagði að iskaldur hægri vindurhefðiblásið yfir lönd V-Evrópu og N-Ameriku undan- fama mánuði. 1 þvi sambandi Norðurlandaráðs voru ég og Hjörleifur Guttormsson og við lögðum báðir áherslu á nauðsyn þess að Norðurlöndin yrðu kjarorkuvopnalaust svæði. 1 ræðum okkar lögðum við sér- staka áherslu á það að ísland yrði að vera hluti af þessu kjarnorku- vopnalausa svæði, algjörlega afdráttarlaust, vegna þess að ef hin Norðurlöndin fjögur verða lýst kjarnorkuvopnalaus en ís- land verður skilið þar Utundan þá er alveg augljóst mál að slikt getur haft i för með sér aukinn þrýsting og vaxandi hættu fyrir Islendinga varðandi kröfur Bandarikjamanna um það að kjarnorkuvopn verði geymd á Is- landi. Sá mikivægi áfangi náðist fram á þingi Norðurlandaráös núna, — að jafnvel gamlir varðmenn natóhagsmuna á vettvangi Norðurlandaráðs, eins og K.B. Andersen, fyrrv. utanrikisráð- herra Dana, viðurkenndi nauðsyn þess að fram færi I tengslum við Norðurlandaráð með einhverjum hætti umræða um öryggis- 0g varnarmál. Af þeim ástæðum lögöu fulltrdar nokkurra flokka fram i' lok þings Norðurlandaráðs sérstakt bréf til forsætisnefndar ráðsins með ósk um að fram færi sérstök umræða á þingmanna- fundi um öryggis- og varnarmál, þ.e. ekki venjulegt Norðurlanda- ráðsþing heldur sérstakur fundur þingmanna Norðurlandanna sem ræddi um öryggis- og varnarmál og sérstaklega hugmyndina um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum. Það voru fulltrúar frá Þjóðveldisflokknum i Færeyjum sem undirrituðu þessa ósk til forsætisnefndar Norðurlandaráðs, fulltrúi Alþýðubandalagsins, GuðrUn Helgaddttir, fulltrúar VPK i Sviþjóð, fulltrúi frá Finnska Lýðræðisbandalaginu, Ilkka Christian Björklund og Ebba Strange, formaður þingflokks SF i Danmörku. Þetta bréf til for- sætisnefndarinnar vakti tals- verða athygliog nokkra umræðu i dönskum fjölmiðlum eins og eðli- legt er, en það vakti ekki siður athygli að fulltrúi Finnska kommúnistaflokksins, Sten Söderström, gaf Ut sérstaka yfir- lýsingu þar sem að hann mót- Framhald á bls. 26.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.