Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 21
Helgin 14.-15. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21 undirokuftum þjóöum fordæmi og viö viljum aö aörar þjóöir kynnist framkvæmd kúbönsku byltingar- innar þótt vitanlega mótist bylt- ingarhreyfingar i öörum löndum á annan hátt; þaö má ekki stæla kúbönsku byltinguna i blindni. Þróunarhjálpin viö önnur lönd kostar mikiö.en viö viljum sýna alþjóöahyggju i verki, þótt það kosti okkur mikiö, til að fólk skilji aö alþjóöahyggjan á sér raunverulegt inntak en er ekki bara tómt oröagjálfur”. Flóttamenn frá Kúbu Næst berst talið að flótta- mannastraumnum frá Kúbu i sumar er leiö: „Þegar eftir sigur byltingarinnar flúöi fjöldi stuðn- ingsmanna Batista úr landi, eink- um til Bandarikjanna, og næstu árin fór einnig efnafólk og margt menntamanna sem tilheyrðu yfirstéttinni. Eftir 1972 hættu Bandarikin aö taka á móti fólki frá Kúbu. Eftir atburðina viö perúanska sendiráðið i vor opn- uöu Bandarikin aftur fyrir fólks- flutninga i áróöursskyni og þang- aö fóru um 100.000 manns. Vitan- lega er til hér fólk sem er and- snúið byltingunni og hefur alltaf verið. Þaö er til fólk sem vill lifa án þess að vinna og lifa á vinnu annarra. Meðal þess fólks sem fór voru ofbeldismenn og vandræða- gemsar ýmiskonar. Við Kúbanir ætlum aö byggja upp sósialskt þjóðfélag — okkur dreymir um réttlátt og gott þjóðfélag þar sem enginn auögast á vesæld annars ogenginner fótum troðinn. Þeim, sem ekki vilja taka þátt i að byggja upp þjóöfélagið, er frjálst að fara. við viljum ekki þvinga neinn til að vera hérna sem ekki vill þaö. Fólki var ekki meinað að fara úr landi i sumar og fólk fór ekki aðeins frá Havana heldur hvaöan sem var og varö ekki fyrir neinni áreitni. Nú hafa Banda- rikjamenn aftur tekiö fyrir innflutning fólks frá Kúbu,en fólk má flytjast þangað okkar vegna”. Að lokum innum viö Enrique eftir þvi hvort hann þekki einhvern sem sé andvigur bylt- ingunni: „Nei, það geri ég ekki. Allir minir vinir og kunningjar eru hliðhollir byltingunni. Bylt- ingin hefur leitt margt gott af sér og ég tel aö áframhaldandi starf i anda byltingarinnar sé eina leiðin til betra og manneskjulegra lifs fyrir Kúbani”, Kveðjustund og kveðjuhóf Föstudagsmorguninn þann 26. silaðist lestin inn á járnbrautar- stöðina i Havana. Attum við nú fridag og gengum um borgina að vild. Lögðu margir leið sina um Gömlu-Havana — elsta borgar- hlutannnæsthöfninni.Fyrrá öld- um söfnuðu Spánverjar farm- skipum saman i Havana og sigldu þeim þaðan i lestum til Spánar hlöðnum gulli og gersemum frá nýlendum. Sjóræningjar voru einlægt að ráöast á borgina og unnu hana nokkrum sinnum, Spánverjum til mikillar mæðu. Reistu þeir rammbyggilega kastala til að verja höfnina meö þykkum veggjum og mörgum fallstykkjum. Eru þeir nú söfn. Fjöldiannarrasafna er i Havana. Vinsæll veitingastaður er La Bodaguita; þangað lagði skáldiö Hemingway tiðum leið sina til að skemma i sér lifrina. 1 Gömlu-Havana er útimarkaður og um helgar leika hljómsveitir á dómkirkjutorginu. Leið nú að ferðalokum. Um kvöldið var kveðjuhóf i nálægu þorpi. Siðustu nóttina var litið sofið svo sem vænta mátti. Laugardagsmorguninn fórum viö svo að búast til ferðar. Eins og jafnan vill verða i ferðalögum hafði dregist að okkur allrahanda drasl og dót; gat viða að lita hraustleg handtök og þrútin and- liter ferðatöskur voru klemmdar saman og re.yröar aftur. Eftir hádegiö tóku svo við hjartnæmar kveðjur,- féllust menn i faðma unnvörpum óskandi hver öðrum góðs titrandi röddu og hrærðu hjarta. Kúbönsku vinnufélagarnir okk- • ar fylgdu okkur á flugvöllinn. Brottför var áætluð um sexleytið en viö urðum fyrir óvæntum töf- um,þvi i þann mund er flugvélin átti aö hefja sig til himins fannst maður á einu klósettinu. Varð nú upphlaup mikið, maðurinn fjarlægður i snatri en farþegum öllum skipað inn i flugstöðvar- bygginguna. Biðum við þar eina átta eða niu tima meöan leitað var að vitisvélum i flugvélinni.en ekki veit ég hvað af laumufarþeg- anum varð. Aöur en lauk höfðum við kvatt Kúbanina „okkar” þrisvar sinnum. Við komumst i loftið milli klukkan þrjú og fjögur um nóttina, og féllu þá allir i fastasvefn. Flugfreyjurnar — myndarlegar kvensur sem æfa trúlega lyftingar og sleggjukast — reiddu fram máltið að venju. Urðu þær að hrista sumar svefn- purkurnar óþyrmilega til að geta troðiöi þær matnum. Þótt hraust- lega væri að verki verið kom það fyrir litið og mestallur maturinn borinn ósnertur til baka. Er leið á daginn vaknaði öll alþýða, tóku sumir tal saman en aðrir tefldu og nú gengu yrkingar öllu betur en á jörðu niðri. Gunnar saknaði Kúbumeyjanna og mælti hrærðri röddu: Kúbufljóöin kveðjum vér, knegum vart að mæla. En aðrir létu sér fátt um finnast eða söknuðu annars meir: Þau má fifla fyrir mér, fordjarfa og tæla. Vegna tafarinnar i Havana misstum viö af Loftleiðavélinni á sunnudeginum og urðum að vera um nótt í Kaupmannahöfn. Þessi fyrsta nótt i auövaldsheiminum var einkum minnisstæð fyrir það hvaö baðvatnið var dásamlega heitt,enda voru allir lengi i baöi. Varð einhverjum að orði að kapítalisminn væri kannski ekki svo slæmur þrátt fyrir allt. Ferðin yfir Islandsála var tiðindalitil; við flettum dagblöð- unum tilaö fá fréttir.og meira að segja virtist Sigurjón taka Mogganum með ljúfu brosi. Mátti búast við ýmsum stórtiðindum á þessum mánuði, en merkustu tiðindin sýndust vera mismælið læks fyrir lækjar. í Keflavik tók svo blessuð (lesist: helvitis) útsunnan golan á móti okkur. Gekk greiðlega að komast inn i landiö enda skriffinnskan ólikt minni en á Kúbunni. Er til Reykjavlkur kom var ekki annað eftir en að fallast i faðma og kveöjast. Aö hætti stórskálda læt ég þessari ferðasögu lokið á Loft- leiðahótelinu, þar sem hún hófst, enda skildi þar leiðir með okkur feröafélögum að sinni. Félagsráðgjafi óskast i hálft starf. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Endurhæfingarráð Hátúni 12, Rvk, sími 29292. F élagsmálanámskeið Kvenréttindafélags íslands KRFl heldur félagsmálanámskeið að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, dagana 17., 19., 23. og26. mars n.k. kl. 20.30. Á námskeiðinu verður fjallað um: 1. Ræðumennsku. 2. Fundarsköp. 3. Fundarstjórn. Leiðbeinandi: Friða Proppé, blaðamaður. Þátttökugjald er 150.- kr. Upplýsingar og innritun i sima 18156 og 84069. Námskeiðið er öllum opið og eru félags- menn sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin. Fyrstu verðlaun eru kr. 2.000.- Innur verðlaun eru kr. 1.000. Þrlð]u verðlaun eru kr. 500.- Nánari upplýsingar í bæklingi sem liggur frammi í öllum afgreiðslum bankans. pað er góð. ___nd að taka pátt í Jpessan samkepP0'-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.