Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 22
22 StÐA — ÞJóÐVILJINN Helgin 14.-15. mars 1981. erlendar bækur The Age of Stonehenge. History in the Landscape Series. Colin Burgess. J.M. Dent 1980. Stonehenge er eitt þeirra minja á Bretlandseyjum, sem hefur um aldir vakiö forvitni og furðu manna og gerir enn. Þetta mann- virki er frá forsögulegum timum, áður en menn skráðu söguna, en hana má rekja eftir þeim leifum sem þeir létu eftir sig, samkvæmt skoðun höfundar þessa rits, en það fjallar um timabilið frá þvi ca. 3000 og allt til 1000 f.Kr. Höfundurinn fjallar um samfélög þau sem blómstruðu á Bretlands- eyjum og Irlandi á þessu tima- skeiði. Hann lýsir háttum og siöum þeirra þjóðflokka sem þá byggðu þessi lönd, listum þeirra og handiðnum. Hann telur að fólksfjöldinn hafi veriö mun meiri, en hingað til hefur verið álitið og að fólk þeirra tima hafi ráðiö yfir þróaðri tækni og búið við fullkomnari samfélagshætti en hingað til hefur veriö talið. Hann álitur eins og fleiri forn- leifafræðingar að niðurkerfun forsögulegra tima i steinöld, eir- öld og járnöld villi fyrir mönnum þegar rætt er um þessi timabil og fjallar um skeiðin sem eina menningarsögulega heild. Höfundurinn lýsir húsakynnum þeirra, landbúnaðarháttum, veiöitækni og viöbrögðum þeirra við landþrengslum og offjölgun. Einnig er fjallað um þau áhrif sem breytingar á veðurfari hafði á byggðaþróun og framkvæmdir. Þetta fólk gerði sér glögga grein fyrir afleiöingum breytts hita- stigs og miöuðu framkvæmdir sinar við reynslu kynslóðanna. Höfundurinn lýsir útfararvenjum þeirra og helgisiðum og bryddir upp á nýjum skilningi i þeim efnum, sem mörgum mun þykja forvitnilegur. Höfundurinn lýsir siðan Stonehenge og útlistar byggingarsögu staðarins og til- gangi og notkun þess steins- musteris um aldir. Feminine Beauty. Kenneth Clark. Weidenfeld and Nicolson 1980. - Kenneth Clark er meðal kunnustu listfræöinga og höfunda nú á dögum. Hann dvaldi um tveggja ára skeið meö Bernard Berenson i Flórenz og varö siöar yfirsafnvörður við National Gallery i London. Hann hefur sett saman margar bækur t.d. Leon- ardo da. Vinci, The Nude, sem þótti merk Dók, Piero della Francesca ofl. Meðal rita hans er Civilization, hugleiðingar hans og umþenkingar um efni, sem hann reifaöi fyrst i nokkrum sjón- varpsþáttum ienska sjónvarpinu. Höfundurinn segir i formála aö Weidenfeld lávarður hafi komið að máli við sig um að skrifa bók um kvenlega fegurð. Hann tókst þetta á hendur og skrifar inngang að bókinni, en hún samanstendur af listaverka-eftirprentunum bæði I litum og svart/hvitu, með athugasemdum við hvert verk auk ljósmynda. Clark fjallar um tvær gerðir kvenlegrar fegurðar, þá klassisku og þá einstaklings- bundnu. Sú klassiska á sina fyrir- mynd með Forn-Grikkjum og hver tlmi á slna klassisku kven- fegurð, og einnig þá fegurð sem ekki fellur beint undir samheitið klassisk fegurö. Höfundur telur að báðar gerðirnar eigi mjög margt sameiginlegt og það sé ákaflega erfitt að greina á milli, hann hefur þvl tekið það ráð að aöskilja ekki myndir þessara tveggja gerða I myndtextum. Myndunum er raðað I timaröð, fyrsta myndin er frá 2590 f.Kr., egypsk,og næsta mynd er Nefer- titi frá þvl um 1373 f.Kr. Siðustu myndirnar ljósmyndir af Bardot og Monroe. Höfundurinn lýkur inn- ganginum meö þvi að segja, aö hugmynd manna um kvenlega fegurö sé i rauninni sú sama nú á dögum og á timum Praxitelesar. VERÐLAUNAKROSSGATA Nr. 262 1 z 3 7 <r (p V 7 7— 1 10 u i/ V 12 13 2 V Y~ 17 IV !(o Z 7 é> 92 17 V i$ T~ s /i V /<f ¥ ;<5 /7 /3 h V /9 2 w~ 20 /3 7 H £ ÝZ /I 9? 7 i/ 17 7 (p 20 9? II f 6 7 20 T 21 ¥ 7 ih 17 7- V 22 V ? (, z /o 7 9? (c> 23 (e 6' 2 27 V & /i T~ V /0 >7 lp y 20 /0 iy 17 92 3 2sr (? W~ V ih 2'i V IL> n V 4 /8 20 V fs *0 "& >Ý 9P Ý V II ? (? w Xf- /H 2Í 7 4 Z1! 7 (p 77 lo 7 92 22 27 !( H 2,g IH 92 T~ /D (p 20 4 * W 20 7 b 7- V 1H 27 27 á, 18 V /7 7 /9 i 7- ;</ 2t? 4, (p V 2Ý II 22 /5 27 27 V Ib i B D Ð E E F G H I í J K L M N O Ó P R S T u U Y X Y Y Þ Æ Ö s 2 3 10 3 23 19 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gef iðog á því að vera næg hjálp, því að með þvi eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa staf i hvern i sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið i stað á og öfugt. Setjið rétta stafi í reitina hér til hliðar. Þeir mynda þá íslenskt karl- mannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, > Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „ Krossgáta nr. 262." Skilaf restur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Verðlaunin að þessu sinni er bókin ólíkar persónur eftir Þórberg Þórðarson sem bókaútgafan Ljóðhús gaf út. Það eru ritsmiðar Þórbergs frá árunum 1912—1916. Verðlaunin fyrir krossgátu 258 hlaut Sylvía Hallsdóttir, ValbrautS í Garði. Verðlaunin eru bókin Stillist úfinn sær. Lausnarorð er Sinbabe. Mig grunar aö þeir fullorönu séu of latir til aö ala okkur upp, j j/ Hvernig latir? J 3 Þeirkenna okkurbara hvaö er gott og hvaö vont. J----- Svo veröum viö sjálf aö finna út aö fátt - er svo meö öllu illt aö ekki boöi nokkuö gott.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.