Þjóðviljinn - 14.03.1981, Side 16

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Side 16
16 SÍÐÁ — ÞJÖÐVlLJlNN Helgin 14.-15. mars 1981. Ein þeirra hljómsveita, sem skutu upp kollinum árið 1977, er hljómsveitin Slits. Illjómsveit þessi hefur öölast þá hvlli sem hún á skilift, enda fer hún gjarnan sinar eigin leiftir. Slits er fyrir margar sakir all-sér- stætt fyrirbæri og því ekki úr vegi að gera örlitla grein fyrir henni. Upphafið Slits var hleypt af stokkunum um mitt ár 1977. Hljómsveitin vakti fremur litla athygli. Henni var i fyrstu einkum gefinn gaumur fyrir þá sök aö vera eingöngu skipuð kvenmönnum og hversu ungar þær voru. Meðalaldur var vel undir 20 ár, sú yngsta aðeins 15 ára. Hljómsveitin gekk i gegnum nokkrar mannabreytingar i upphafi. Að endingu var eftir- talin uppstilling lifseigust: Ari Up sér um sönginn og Palmolive lemur húðirnar, Tessa leikur á bassa, en hún var áður i hljóm- sveitinni Castrators, og Viv er gitarleikari hljómsveitarinnar, leysti Kate Korus af hólmi. Hún ! á að baki einna merkastan tónlistarferil af þeim stöllum. | Hún lék i hljómsveitinni Flower ! of Romance, þar sem sá umdeildi Sid Vicious var söngv- ári áður en hann gekk til liðs við Sex Pistols. Einnig var Keith Levine, fyrrum gitarleikari Clash og núverandi gitarleikari PiL, i hljómsveitinni. Sterkustu einstaklingarnir Eftir að menn hættu að horfa, en fóru þess i stað að hlusta fór Slitsaðvekja þó nokkra athygli. Tónlist hljómsveitarinnar þótti sérstök,enda fóru þær stöllur litt troðnar slóðir i tónlist sinni. Tónlist Slits minnir mig einna helst á Siouxie and the Banshes og Ninu Hagen. Það ber samt ekki að lita þannig á málin að Nina Hagen hafi haft áhrif á Slits. Réttara er að segja aö Slits hafi haft áhrif á Ninu Hagen, þó það hafi aldrei farið hátt. Þær berjast hatrammlega gegn þvi að litið sé á þær sem kvenmenná sviðinu. „Þeir (þ.e. blaðamenn) hugsa alltaf um okkur sem kvenfólk og það viljum við ekki. Við hófum ekki samstarfið á þeim grundvelli að við værum kvenmenn, heldur llátiða höld I tilefni útkomu fyrstu breiðskffu hljómsveitarinnar. vegna þess að við erum sterkustu einstaklingar, sem við höfum hitt.Það er trú manna að karlmenn séu þeir einu sem leikið geta rokk. Það er þess vegna sem engar kvennahljóm- sveitir hafa náð að þrifast.” Það er trú þeirra sem fylgst hafa náiðmeðmálum að Slits sé eina kvennahljómsveitin sem virkilega geti ógnað karla- veldinu i rokkinu i dag. Ekki tilbúnar til aö fara i stúdíó Stefnan hjá Slits i upphafi var sú að leika ekki inn á breiðskifu, fyrr en virkileg reynsla væri komin á samstarfið og þær hefðu fullmótað það efni sem þær hefðu i höndunum. Einnig töldu þær hættu á að hljómsveitin leystist upp ef þær færu of snemma að vinna i stúdiói. Raunin varð sú, að tvö ár liðu frá stofnun hljómsveitarinnar, þangað til þær hófu vinnu að fyrstu breiðskifu sinni. A þessum tveim árum ferðuðúst þær vitt og breitt um England og léku á ýmsum minniháttar stöðum. Um áramðtin 1977—78 gerðu þær hlé á hljómleikahaldi og hófu undirbúning að útvarps- þætti með John Peel. Þær breyttu nokkuð um stil, en aðal- breytingin fólst i meiri röddun og örlitið meira rokki. Skemmst er frá þvi að segja að þáttur þessi naut fádæma vinsælda (eins og annað efni frá Peel) og var útvarpað fimm sinnum. Eftir þessa útvarpsþætti fóru útgefendur á stúfana og reyndu að lokka þær til sin, en árang- urslaust. Það var ekki fyrr en i árslok 1978 að þær gerðu samn- inga við Island. Stuttu siðar hófu þær upptöku á fyrstu breiðskifu sinni. Skömmu áður en þær fóru i stúdióið hætti Palmolive og gekk til liðs við Raincoats og tók þar sæti Richard Dudanski, sem siðar varð meðlimur i PiL og Basement 5. Til að fylla skarð Palmolive fengu þær trommuleikara Spit- fire Boys til liðs við sig. Sem upptökustjóra fengu þær Dennis Bowell. Hann- hefur meðal annars unnið sér gott orð sem upptökustjóri hjá ýmsum reggae listamönnum. Lélegar undirtektir og óviss framtíð Platan kom út um mitt ár 1979 og heitir einfaldlega The Slits. Hljómplatan seldist ekki eins og vonir stóðu til. Þessar dræmu undirtektir virðast hafa sett hljómsveitina út af sporinu. Litið sem ekkert hefur heyrst frá þeim eftir að The Slits kom út. Aðeins tvær litlar plötur sem Rough Trade Records hefur gefið út. Framtið hljómsveitarinnar virðist vera mjög óljós. Þær hafa haft sig litið i frammi en vonandi hrista þær af sér vetr- ardrungann með hækkandi sól, þvi að þær eru einfaldlega allt of góðartil að leggja árar i bát. (Aðalheimild: Zig Zag. árg. 1977—80.) ELLEN FOLEY Það þekkja vist vel flestir Ell- en Foley. Ef ekki, þá má geta þess að hún söng með Meat Loaf á plötu hans Bat out of Hell. Plata þessi naut fádæma vin- sælda hér svo ekki sé meira sagt. Eftir að Foley hætti samstarfi sinu við Meat Loaf hóf hún vinnu að sinni eigin plötu i sam- starfi við Ian Hunter. Afrakstur samstarfsins var hljómplatan Nightout sem vakti þó nokkra athygli. Á þessari nýju plötu sém ber nafnið Spirit of St. Louisnýtur Foley aðstoðar fjölda þekktra tónlistarmanna. 1 fylkingar- brjósti eru þeir félagar Mick Jones, Joe Strummer, Topper Headon og Paul Simonon sem skipa þá margfrægu hljómsveit Clash. Einnig nýtur hún að- stoðar Timon Dogg og „Þöng- ulhausa” Ian Dury, þeirra Mickey Gallagher, Norman Watt-Roy og David Payne. | Þessi mannskapur er sá sami, I ef Mikey Dread er undanskilinn, | og lék á seinustu breiðskifu j Clash, Sandinista. Það má þvi með sanni spyrja hvort hér sé á ferðinni 5. Clash platan eða önn- ur plata Ellen Foley. Tónlistarlega þá er platan miklu fremur nær þvi sem Clash eru að gera en það sem Foley var að gera. Þróun Ellen Fol- ey stendurvafalitið i sambandi við hin nánu tengsl hennar við Clash. Á Spirit of St. Louis má finna dæmigert Clash lag, „Torchlight”, sem vel hefði sómt sér á Sandinista. Ekki spillir að i þessu lagi syngur Joe Strummer með henni. Platan er annars róleg, furð- anlega róleg, og erfitt að átta sig á hvor áhrifin séu sterkari, Clash eða Foley. Það er þvi erf- ittaðdraga Spirit of St. Louis i einhvern ákveðinn tónlistardilk. Minnsta kosti treysti ég mér ekki til þess að svo komnu máli. Allur hljóðfæraleikur er hinn vandaðasti enda ekki við öðru að biiast. Samt vantar einhvern neista til að tendra bálið. Þaö er eins og leikið sé meira af skyldu en ánægju. Söngur Foley er góður, hún hefur sterka og kraftmikla rödd sem mér finnst betur hæfa kröftugu rokki en ljúfum tónum. Eini gallinn við sönginn er að einhverra áhrifa virðist gæta frá Kate Bush og er það vægast sagt hábölvað. Textarog lög eru flest eftir þá félaga Strummer og Jones enda bera þau þess glögg merki hvert faðernið er. Einnig eiga Timon Dogg, Williams og Harrison lög á plötunni. Foley sjálf á aðeins eitt lag, „Phases of travel”, og er það með þvi besta á plötunni. Er synd og skömm að hún skuli ekki eiga meira efni á plötunni. Platan er fremur tormelt og venst hægt. Hún þarfnast þvi mikillar hlustunar. Þrátt fyrir þrælgóða takta þá varð ég fyrir vonbrigðum, sem stafa eflaust af þvi' að ég hugsaði mér allt aðra Utkomu i upphafi. Segja má aðplatan Spirit of St. Louis sé miðju moð. Þvi hvorugur að- ilinn, Clash — Foley, hefur feng- ið að ráða nógu. miklu til að skapa virkilega sannfærandi plötu. Um örlög þessarar plötu þori ég ekki að spá en vonandi verða það fleiri en einlægir Clash aðdáendursem leggja sig eftir henni. Tærir tónar 1 hljómplötuiðnaðinum hafa mikil stakkaskipti átt sér stað. Ný tækni er að ryðja sér til rúms, hið svokallafta „Master- sound”. Meginbreyting frá fyrri að- ferðum er sU, að tæknin er notuð i mun rikara mæli en áður. Fylgst er nákvæmlega með framleiðslunni á öllum stigum. Aðalbreytingin liggur i skurði „frum mastersins” en eftir hon- um er farið við gerð móta sem plöturnar eru pressaðar eftir. Kallast þessi aðferð á ensku „Half-speed Mastering”. Hér eins og viða er það örtölvu- byltingin sem geir kleift að ná betri árangri en áður þekktist. Áður en hljómplataer pressuð fer hUn I gegnum feril sem spannar átta stig. Það er þvi mikil hætta á að einhver bjögun hljóðs eigi sér stað. Með notkun hinna fullkomnu tækja er kleift að minnka bjögunina þannig að hún hverfi nánast. 1 stað þess að skera „frum- masterinn” á þeim hraða sem platan er leikin á eru tækin látin ganga á hálfum hraða. Gerir það alla vinnu mun erfiðari og útheinUir mun meiri nákvæmni. Kostur'þessarar aðferðar er sá að hljóminum er skilað mun betur til neytenda. Allar „Mastersound” hljóm- plötur eru pressaðar i Vestur- Þýskalandi en þar er að finna bestu plötupressur heims i dag. Hljómplöturnar eru pressaðar á sérstaklega hannað plast. En I samsetning plastsins hefur mik- I ið að segja upp á hljómburð. Á j plötum sem unnar eru á þennan i hátt hverfur allt suð sem oft er j til mikilla lýta. C.B.S. er hér I fararbroddi en heyrt hef ég að aðrir útgáfujöfr- ar séu langt komnir með svip- aða vinnslu. C.B.S. hefur gefið út nokkrar gamlar plötur þar sem þessari nýju tækni er beitt. Eru það plötur stærstu stjarna sem fyrirtækið hefur haft á snærum sinum, listamanna eins og: Jefí Refk Herbie Hancock, Billy Joel, Bruce Springsteen, Weather Report, Simon og Gar- funkel, Supertramp, svo nokkur nöfn séu nefnd. I framtiðinni munu allar plötur frá fyrirtæk- inu verða hannaðar á þennan hátt. Ég fékk eintak af Born to run með Bruce Springsteen þar sem þessari nýju aðferð er beitt við vinnsluna og bar þaö saman við gamla eintakið, sem að visu er all lúið. Mismunurinn leyndi sér ekki, þessi nýja útgáfa er i alla staði mun betri. Hljómurinn er mun tærari, skýrari og öll „bak” hljóðfæri heyrast greini- lega. Þetta er stórt spor fram á við og gerir alla hlustun mun ánægjulegri. Ég skora þvi á alla þá sem á annað borð hyggjast kaupa sér „gamlar” C.B.S. plötur að biðja um „Mastersound” eintak.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.