Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 11
Ilelgin 14.-15. mars 1981. I'JÓÐVILJINN — SÍÐA 1
Rætt við sænska
kvikmyndastjórann
Stefan Jarl »
Sænski kvikmyndastjórinn Stefan Jarl geröi stuttan
stans i Reykjavík í siðustu viku. Veðurguðirnir voru
honum ekki sérlega hliðhollir/ og ekki gat orðið af
fyrirhugaðri ferð hans til Egilsstaða og Akureyrar.
Fyrir norðan og austan sátu menn eftir með sárl
ennið/ en fyrir bragðið tókst blaðamanni að fá Stefán i
heimsókn á Þjóðviljann0og spyrja hann nokkurra
spurninga um myndir hans og feril.
Stefan Jarl er þekktastur fyrir tvær myndir um
utangarðsmenn i Stokkhólmi: //Dom kallar oss mods"
og „ Ett anstandigt liv". Þá fyrri gerði hann 1968,
nýskriðinn út úr kvikmyndaskóla, og þá seinni tiu ár-
um síðar. Það lá nokkuð beint við að byrja á að tala
um fyrri myndina, sem á islensku mætti nefna Þeir
kalla okkur skríl. =>
Stefan Jarl: þessir
flugur. Ljósm. — Ál.
krakkar hrynja niður einsog
Kvikmyndir eiga að
breyta þjóðfélaginu
— £g er fæddur i smábæ inni i
miðri Sviþjóð, — sagði Stefan, —
og flutti ekki til Stokkhólms
fyrren ég hóf nám við kvik-
myndaskólann. Þá fór ég að leifa
mér að félögum og kynntist
mörgum sem höfðu svipaðan
bakgrunn og ég, þ.e. verkamanna-
börnum. Meðal þeirra voru vin-
irnir Kenta og Stoffe, sem eru
aðalsöguhetjurnar i myndunum
tveimur. Þeir höfðu báðir átt
erfiða bernsku og voru i uppreisn
gegn þjóðfélaginu á sinn hátt. Ég
gerði fjóra þætti um æskulýðsmál
fyrirsjónvarpið á árunum 1966 og
67, og einhvernveginn kom það af
sjálfu sér að ég fjallaði um þessa
krakka sem ég þekkti. Uppfrá þvi
fórum við Jan Lindqvist, skóla-
bróðir minn, að kvikmynda bút og
bút um lif Kenta og Stoffe og
kunningja þeirra, og áður en við
vissum af vorum við komnir með
langa mynd.
Breytum Svíðþjóð
Þeir kalla okkur skrilvar loka-
prófsmynd min við skólann, og
hún var frumsýnd 1968. Eftir það
ætluðum við Jan að gera mynd
sem átti að heita Förvandla
Sverige — Breytum Sviþjóð. Við
vorum byrjaðir á henni uppfullir
af áhuga og ætluðum að kryfja
sænskt þjóðfélag, stéttabaráttuna
og öryggisleysi verkalýðsstéttar-
innar, sem er háð duttlungum at-
vinnurekenda. Þetta átti að vera
mjög breið mynd og hún átti að
sýna þjóðfélagið einsog það er.
En við fengum engan til að
fjármagna hana og komumst að
raun um að slika mynd var ekki
hægt að gera i Sviþjóð.
Seinna klipptum við saman
bútana sem við höfðum þegar
tekið og gerðum hálftima mynd,
sem gefur nokkra hugmynd um
hvaö það var sem við vildum
segja, en er auðvitað ekkert ann-
að en visbending. Við áttum
mjög erfitt með að fá nokkuð að
gera á þessum árum og ákváð-
um aö reyna að koma okkur upp
eigin fyrirtæki til þess aö geta
gert það sem okkur langaði til að
gera. Ég vann sem framleiðandi
hjá ýmsum kvikmyndastjórum til
að hafa i mig og á, og smám
saman tókst okkur að koma okkur
upp aðstöðu, með mikilli
fyrirhöfn.
mynd þurfi að stuðla að breyttum
framleiðsluafstæðum i þjóðfélag-
inu, og jafnframt þurfi hún að
hafa bein áhrif á þann veruleika
sem hún er að lýsa.
Mannsæmandi lif er t.d. gerð i
mjög ákveðnum tilgangi, og ég
held hún hafi haft mikil áhrif.
Sumir eru að tala um að maður
eigi að gera kvikmynd sem sýni
styrk verkalýðsins, samstöðu-
mátt og allt þetta fina — jákvæö-
ar hetjur sem geti orðið
áhorfendum fyrirmynd. En það
er ekki það 'sem ég vil. Þegar
verkamaður kemur frá þvi að sjá
slika mynd fyllist hann kannski
krafti, veifar krepptum hnefum
og fer beina leið á pósthúsið að
borga fimmkall inn á póstgiró
Sósialdemókratanna. Svo fer
hann heim til sin og hugsar : þetta
er allt i lagi, ég hef gert mitt.
En ég vil hafa þannig áhrif á
fólk að það komi útúr bió með
hnefana kreppta niðri i vasa og
hugsi: þetta er hrikalegt, það
verður að gera eitthvað i málinu,
við svo búið má ekki standa.
Það sem er að gerast i Sviþjóð
núna er svo ægilegt að við megum
ekki loka augunum fyrir þvi.
Ungt fólk kemur út úr skólum og
fær enga atvinnu, finnur sér
engan stað i þjóðfélaginu. Kann-
anir sýna að neikvæð afstaða til
þjóðfélagsins er mjög algeng
meðal ungs fólks i Sviþjóð. Það
hugsar sem svo: þetta er allt á
leið til fjandans hvort sem er, til
hvers ætti ég að vera að leggja
eitthvað á mig? Fólk sem þannig
hugsar er mjög berskjaldað fyr-
ir eiturlyfjum og áfengi og
hverskyns flótta frá firrtum
raunveruleika. Ofbeldi færist
stöðugt i aukana — Stokkhólmur
er orðinn einsog úthverfi i New
York. A hverju ári reyna 20.000
Sviar að fremja sjálfsmorð, og
2000 tekst það.
Vantar
alþýðumenningu
Það er eitthvað að i sliku
þjóðfélagi, sem ekki er hægt að
laga með þvi að jafna kjörin,
bæta heilbrigðisþjónustuna og
lifeyrisgreiðslurnar. Það sem
hefur gerst, bæði i Sviþjóð og
annarsstaðar, er að gamla
þjóðfélagið er horfið, gamla yfir-
stéttarmenningin búin að vera og
ekkert hefur komiði staðinn nema
sölumennska. Sósialdemókratar
voru við völd i 40 ár oglétu margt
gott af sér leiða, en þeim mistókst
annað hrapallega. Það vantar
alþýðumenningu, virkni og
frumkvæði fólksins — nú er það
ofurselt neyslumenningunni og
sölumennskunni og enginn ber
persónulega ábyrgð á neinu.
Þetta er það sem ég vil taka þátt i
að breyta með myndum minum.
Ég vissi ekki hve alvarlegt
heróin er fyrren ég fór að vinna
að Mannsæmandi lifi. Þá sló það
mig allt i einu, að þessir krakkar
eru að hrynja niður einsog flugur.
Af 20.000 eiturlyfjasjúklingum i
Sviþjóð deyja a.m.k. hundrað á
ári af of stórum skömmtum.
— Þú hefur sagst ætla að gera
þriðju myndina i þessum flokki og
eigi hún að fjalla um syni þeirra
Kenta og Stoffe. Hvernig
heldurðu að hún verði?
— Ég get ekkert sagt um það
núna. Ætlunin er að gera hana
þegar önnur tiu ár eru liðin, þá
verða strákarnir á sama aldri og
pabbar þeirra voru i Dom kallar
oss niods. En það getur margt
gerst á þessum tima. Kannski
verður það allt öðruvisi mynd,
kannski verður ónauðsynlegt að
gera hana. Ég vil helst ekki hugsa
um það fyrren þar að kemur. ih
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR i
W Vonarstræti 4 - Sími 25500
Fósturheimili óskast fyrir 14 ára gamlan
heimilislausan pilt, sem fer á heimavist-
arskóla i haust. Æskilegur staður:
Stór-Reykjavikursvæðið. Nánari upplýs-
ingar veittar hjá Félagsmálastofnun
Reykjavikurborgar, Asparfelli 12, mánu-
daga til föstudaga, simi 74544.
® ÚTBOÐf
Tilboð óskast i röntgenfilmur og framköll-
unarefni fyrir Borgarspitalann. útboðs-
gögn verða afhent á skrifstofu vorri að
Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin
verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
22. april kl. 11.
innkaupastofnunreykiavikurborgar
Fnkirkfuvegi 3 — Simi 25800
Mannsæmandi líf
Svo fórum við að huga að þvi að
gera aðra mynd um Kenta og
Stoffe. A þessum árum sem liðin
voru hafði ég stopult samband við
þá og fylgdist með þvi sem var að
gerast i lifi þeirra. Stoffe var
sokkinn á kaf i heróinið, en Kenta
hafði haldið sér nokkurnveginn á
floti, þótt hann drykki einsog
svampur. Þeir voru hættir að
vera vinir, en við fengum þá til að
hittast og taka þátt i myndinni
Mannsæmandi lif.
Sú mynd vakti feykilega athygli
i Sviþjóð, og m.a. talaði Olof
Palme um hana i kosningaræðum
og á 1. mai-fundi. Myndin var
beinlinis notuð i kosningabaráttu
sósialdemókrata og þeir lofuðu
ýmsum umbótum og aðgerðum.
Þvi miður töpuðu þeir kosningun-
um og borgaraflokkarnir sem nú
stjórna hafa ekkert gert til að
sporna við eiturlyfjaneyslu nema
setja upp nokkrar auglýsingar.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i uppsteypu og utanhússfrá-
gang póst- og simahúss, Suðurlandsbraut
28, Reykjavik. (Bygging D og E, 2. útboðs-
áfangi.)
Upplýsingar um verkefnið verða veittar á
skrifstofu Umsýsludeildar, Landsimahús-
inu við Austurvöll, þar sem útboðsgögn
fást afhent gegn skilatryggingu, kr.
2.500.00.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 7. april 1981, kl. 11 árdegis.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN j
Ákveðinn
tilgangur
— Hvað segir þú um hlutverk
kvikmyndarinnar í þjóðfélaginu
— til hvers gerir þú kvikmyndir?
— Ég hef engan áhuga á
afþreyingarmyndum. Afþreying
er að visu nauösynieg, en ég het
meiri áhuga á að breyta
þjóöfélaginu. Mér finnst að kvik-
Styrkir til háskólanáms i Frakklandi
Franska sendiráðið i Reykjavik hefur tilkynnt að boðnir
séu fram nokkrir nýir styrkir handa Islsndingum til há-
skólanáms i Frakklandi háskólaárið 1981—82.
Umsóknum um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum
prófskirteina og meðmælum, skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 12. april
n.k..
Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
12. mars 1981.