Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 13
Helgin 14.-15. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Ásmundur Ásgeirsson 75 ára Það hefur ekki átt fyrir höfundi þessara iina að liggja að semja afm ælisgreinar um dagana, allrasist um menn sem honumer lítt eða ekki kunnir. Þó hefur minning liðinna atburða oft orðið viðfangsefni skákpistla minna og þegar ég frétti að maður út i bæ, sem á mælikvarða skáklistarinn- ar a.m.k. gæti kallast saga út af fyrir sig, væri orðinn 75 ára gamall taldi ég það ekki fráleitt að hnýta saman greinarkorni I þvi tilfelli. Ekki svo að skilja að ég hafi svo mikið til málanna að leggja, þvi eins og áður gat, þá þekki ég þennan mann sama sem ekki neitt, get varla talist málkunn- ugur honum, hef nokkrum sinn- um séð honum bregða fyrir á götu, vitað hver hann er, hann kannski hvur ég er, þó það skipti auðvitað engu máli. Hinu hef ég svo furðað mig á hvernig þessi maður gæti hafa staðið i fylk- ingarbrjósti islenskra skák- manna nokkru fyrir seinna strið, þvi þó augljóst væri að ekki hefði verið beinlinis mulið undir hann, þá virtist hann i likamsburðum ekki ýkja árennilegur svo vægara verði vart að orði komist. Þessi maður er Asmundur Asgeirsson. Nú, fyrst skákpistlahöfundur Þjóðviljans er á annað borð að bera sig upp við að skrifa afmælisgrein um mann sem hann þekkir ekki nema af afspurn þá hlýtur það ósjálfrátt að teljast nokkuð fróðlegt hvaða innlegg hann hefur i málið og skal þá haf- ist handa. Þannig er nefnilega mál með vexti að á þeim árum þegar Ásmundur Asgeirsson var uppá sitt besta á skáksviðinu var málum aldeilis háttað á annan veg en i dag. Skákbókmenntir gátu talist meiri háttar safngripir og fundust jafnvel dæmi þess að menn gerðu sér far niður á þau bókasöfn sem til var að dreifa og sátu þar allt frá dagrenningu og til kvölds og glósuðu það bitastæðasta sem þar var að finna i skákbókmenntum. Menn urðu að stóla á sitt eigið hyggjuvit til að ná langt i þessari hugarins iþrótt og Ur þeim litt frjósama iarðvegi spratt Ásmundur Asgeirsson. Einhverja glöggustu heimild um Ásmund sem skákpistlahöfundurinn hefur rek- ist á má finna i eina skáktimarit- inu sem Ut kom i upphafi 6ta áratugsins. Tilurðþess blaðs varð i hUsi á Njálsgötu 15 i Reykjavik og uppá hanabjálka bar sátu tveir ungir menn, Sveinn Kristinsson og Þórir Ólafsson. Blaðið kom Ut i þrjU ár, frá 1950—'53 og hefur mér lengi þótt sem forsvarsmenn þess hafi getað talist fullsæmdir af. Blaðið var skrifað á fádæma góðu máli þannig að i hverri blaðsiðu mátti finna angan af alUð og nostursemi. Fylgst var gaumgæfilega með öllum skák- viðburðum bæði innan lands og utan á milli þess sem ritstjórarnir tóku til umfjöllunar þá skák- meistara sem hvað atkvæða- mestir voru þá i islensku skáklifi. Asmundur var að sjálfsögðu tek- inn á lærið og hefur mér virst umræðanum hannhafa einkennst að takmarkalausri virðingu greinarhöfundar bæði fyrir Asmundi og viðfangsefni hans. Það mun hafa verið á einni af sjó- mannastofum bæjarins sem Ásmundur kynntist hinum tiglótta akri skákborðsins, svo notað sé eitt af orðatiltækjunum i áðurnefndu blaði. Það er auðvelt að imynda sér að þar hafi Ásmundur sótt sér þekkingu og reynslu, þvi á slikum og sam- bærilegum stöðum finnast einatt sterkir skákmenn, jafnvel þótt þeir hafi aldrei teygt sig eftir opinberum kappmótum. Samkvæmt blaði Sveins og Þóris þá gekk Ásmundur i Taflfélag Reykjavikur 1924 og tók það hann ekki ýkja langan tima að komast i hóp sterkustu skákmannanna i þeim félagsskap. Hann varð skák- meistari íslands 1931 og vann þann titil fjórum sinnum i allt. Skákmeistari Reykjavikur varð hann þrisvar, og flesta aðra titla sem voru i boði á þessum ár- um vann hann. Hann var i skák- sveit þeirri sem hvað viðfrægust hefur orðið, sveitinni sem vann B-riðilinn i Buenos Aires 1939. Þá ku hann hafa teflt blindskákir við fleiri i einu en flestir, mest við átta i einu. Ásiðastliðnu hausti tókst Skák- sambandi Islands að fá til tafls nokkra skákmeistara sem ruddu veginn fyrir aðra þá sem á eftir komu, skákmenn á borð við Friðrik ólafsson og Inga R. Jó- hannsson. Þar var um að ræða æfingamót Olympiuliðsins og mót gömlu meistaranna var einskon- ar Utibil frá þvi. Tveir keppenda voru Baldur Möller og Ásmundur Asgeirsson, meðlimir i sveitinni Alþjóðlega skákmótið í Tallinn Góður árangur hjá Margeiri Péturssyni ~~J Pétursson, sem hefur staö- ið sig með miklum ágætum til þessa. 1 fyrstu umferð lagði hann sovéska stórmeistarann Nei að velli, en eins og margir muna að- stoðaði sá Spassky i heimsmeist- araeinviginu hér i Reykjavik ’72. 1 annarri og þriðju umferð gerði Margeir siðan jafntefli við sovét- mennina Voorema og Hufi. Með svörtu tefldi hann siðan við fyrrum heimsmeistara Mikhail Tal i fjórðu umferð. Skákin varð flókin en um siðir tókst Margeiri að tryggja sér jafnt tafl og jafn- tefli var samið eftir 36 leiki. Skákin við Bronstein I fimmtu umferð var allan tímann i jafnvægi og var samið eftir aðeins 18 leiki. Að loknum fimm umferðum hefur Margeir þvi 3 vinninga, ásamt þeim Bronstein og Fatcnik, Tékkóslóvakiu. Efstir með 3.5 vinninga eru þeir Gispils og Gufeld frá Sovétrikjunum. Nokkrir hafa 2.5 vinninga, þeirra á meðal Tal. — eik — Margeir Pétursson Þessa dagana fer fram í Tallinn/Eistlandi/ minning- arskákmót um Keres, með þátttöku 8 stórmeistara og 5 alþjóðlegra meistara. Þeirra á meðal er Margeir sem send var til Argentinu forðum. 1 þessu æfingamóti var ekki verið að leggja sig eftir hámóðins teórium, það var allt eins hægt að imynda sér að maður væri staddur i Buenos Aires á þvi herrans ári 1939. Lausn á skákþrautinni i siðasta sunnudagsblaði: 1. Kd5 (NU getur svartur ekkert hreyft nema biskupinn og verður mát annaðhvort með 2. De2eða 2. De4. Og hér kemur ein reglulega skemmtileg: Hvitur mátar i 21. leik!!! Góða skemmtun. Asmundur Asgeirsson. \allt undir einu þaki þú verslctr í „ húsgagnadeild og/eða teppadeild og/eða byggingavörudeild °8/eda rafdeild þúfærö aílt á einn og scana kaupsamninginn/skuldabréf og þú borgar allt niður i 20% SEM ÚTBORGUN, og eftirstöðvarnar færðu /ánaðar allt að 9 MÁNUÐUM. Nu er að hrökkva eða stökkva. óvist er hvað þetta tilboð stendur lengi (okkur getur snúist hugur hvenær sem er). Þegar þú hefur reitt af hendi útborgunina og. ritað nafn þitt undir KAUPSAMNINGINN, kemur þú auðvitað við i MATVÖRUMARKAÐNUM og birgir þig upp af ódýrum og góðum vörum. Opið til kl. 22 á föstudögum og til hðdegis á laugardögum I Matvörumarkaðnum og Rafdeild. JI5 Jón Loftsson hf. rAAAAAA : 13 . jjuupqjibj; Hríngbraut 121 Simi 10600 Thermer Sérstakt kynningarverd. Geríd verdsamanburö. Viö bjóöum eldavélar, eldavéla- hellur, bökunarofna, blásturs- bökunarofna, viftur, örbylgjuofna frá THERMOR, Frakklandi, á sérstöku kynningarverði fyrst um sinn. 5% afsláttur ef greitt er innan mánaðar eöa 25% útborgun og eftirstöövar greiöist á 6—8 mán- uöum. Verð (með söluskatti): 3ja hellna eldavélar . frá kr.: 2J16.00 4ra helína eldavélar . frákr.: 2J75.00 Eldavélahellur, 4ra hellna . frákr.: 1J27.00 Blásturs-bökunarofnar frákr.: 2.786.00 Thermor er meðal stærstu og viöurkenndustu framleiöenda í sinni grein. Frönsk matargerö er frábær, þaö eru tækin frá THERMOR eínnig. Kjölur s/f, Ðorgartúní 33, Reykjavík. Símar 21490, 21846. Víkurbraut 13, Keflavík. Sími 2121. Utsöiustadir: ísafjöröur: Póllinn h/f — Hvammstangi: Kaupfélag V-Hún- vetninga — Blönduós: Kaupfélag A-Húnvetningá — Skagaströnd: Páll Þorfinnsson — Húsavík: Bókaversl. Þórarins Stefánss. — Hella: Kaupfélagið Þór — Vest- mannaeyjar: Róbert Sigurmundsson — Keflavík: Kaupfé- lag Suöurnesja — Hellissandur: Óttar Sveinbjörnsson — Ólafsvík: Jón & Trausti — Grundarfjöröur: Guöni & Magnús.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.