Þjóðviljinn - 14.03.1981, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Qupperneq 15
Helgin 14.-15. mars 1981. ÞJÓÓVlLJINN — StDA 15 A trúnaftarmannanámskeiði Dagsbrúnar 1979. Fyrir borðsenda: Tryggvi Þór Aöaisteinsson, fram- kvæmdastjóri MFA. gilduraöiliaösamtökum „MFA á Noröurlöndum” og hefur þaö, eins og ég sagöi áöur, notiö þess á margan hátt. En samstarfiö hefur lika lagt MFA mikilvæg og erfiö verkefni á heröar og mér finnst rétt aö geta þess, aö þaö hefur komiö skýrt fram hjá félögum okkar erlendum, aö viö úrlausnir verkefna höfum viö ekki bara veriö þiggjendur og nemendur, heldur einnig staöiö þannig aö verki, aö þátttaka MFA hefur sannað gildi sitt i norræna samstarfinu með sjálfstæðu framlagi. Fyrsta stóra átakiö, sem MFA tók sér fyrir hendur i erlendu samskiptunum var þriggja daga ráöstefna um tsland, Hún var haldin i ölfusborgum og sóttu hana 20 erlendir gestir. Meö reynsluna af þessum islensku menningardögum aö baki, hafa siðan veriö haldnar kynningar- ráðstefnur i Færeyjum og siðar á Grænlandi með þaö fyrir augum aö stofna þar til MFA-samtaka. Nýlega átti Færeyingur sæti á 17. önn Félagsmálaskólans i boöi MFA. Næst vil ég geta um hiö svokall- aða „örvandi fræðslustarf”, sem framkvæmt var á þann hátt, aö leita til fólks bæöi á vinnustöðum og i heimahúsum og bjóöa þvi til þátttöku i fræösluhópum, sem það gat valiö um. Sannleikurinn er sá, aö árangur MFA á íslandi af þessari tilraun var meö þvi besta sem gafst á Norðurlöndum. Næst var ráöist i það mikla verkefni, sem fékk heitiö „Maöurinn og hafiö”, og var, sem kunnugt er, margbrotin menningardagskrá og verkalýðs- ráöstefna i Vestmannaeyjum, háö i samstarfi viö Vestmanna- eyjakaupstaö og margra aöra aöila, auk verkalýðsfélaganna i Eyjum. A siöasta ári var efnt til menningardaga og ráöstefnu á Akureyri undir samheitinu: „Vinna, umhverfi, frlstundir”, Þetta var fjóröa stóra norræna verkefniö, sem MFA hefur tekið sér fyrir hendur, en öll hafa þau notiö nokkurs stuönings Norræna menningarsjóösins. 1 hverju Noröurlandanna var valin sama starfsgrein og siöan einn vinnu- staöur, sem einskonar miödepill verkefnisins. Járniðnaöur var sú grein, sem fyrir valinu varö, og vinnustaöurinn Slippstööin á Akureyri. Samstarfsaöilar voru Málm- og skipasmiöasamband Islands, Sveinafélag járniönaðar- manna á Akureyri og Slippstööin. Auk þess voru verkalýösfélögin á staönum þátttakendur, og þau, ásamt bæjarstjórn, buöu til loka- fagnaöar. Þaö, sem hæst bar af viö- buröum þessara menningardaga var annarsvegar ráöstefnan ,, Vinnustaöurinn og heimiliö”, hinsvegar tvær sýningar, sem haldnar voru. önnur þessara sýn- inga var einstök aö þvi leyti, aö aö henni stóöu einungis starfsmenn fyrirtækisins. Sýnd voru mál- verk, teikning, grafik, ljósmyndir og nokkur fágæt söfn. Þetta ein- stæða framtak starfsfólksins vakti manni bjartsýni og gleði. Hin sýningin var myndlist úr Listasafni ASl, eftir nokkra af öndvegismönnum islenskrar myndlistar. Þessir fjórir atburöir, sem ég hef nú minnst á, eru góö dæmi þess, hvernig erlenda samstarfiö hefur mótast og tekiö á sig svip íslenskra menningarviöburöa. Þaö fer heldur ekki milli mála aö þetta starf hefur haft hvetjandi áhrif I einstökum verkalýös- félögum til hliöstæöra verkefna. Dæmi um slikan árangur tel ég óhætt aö nefna „Afmælishátiö verkalýössamtakanna i Vest- mannaeyjum” i nóvemberlok 1979. Framtíðarsýnir — Hverra nýju:nga má aö þinum dómi helst vænta i starfi MFA i framtiöinni og hvernig eru skil- yröin til menningar- og fræöslu- starfs þegar til lengri tima er litiö? — Það er nú kannski dálitiö erf- itt fyrir mig að svara þessum spurningum þar sem ég er hættur starfi hjá MFA og lét einnig af störfum sem stjórnarmaöur. Nýir menn hafa nýjar hug- myndir, þó skal ég reyna að svara eins og ég best get, og hef þá hlið- sjón af samþykktum siöasta ASí- þings um menningar- og fræöslu- mál. Þessar samþykktir haföi ég aöstööu til aö móta ásamt öörum, bæöi undirbúningsnefnd og þing- nefnd, sem skilaði lokaályktun, sem þingiö samþykkti án breyt- inga. I þessariályktun, sem ég vil líta á sem einskonar starfsskrá næstu fjögur árin, er bæöi lögö áhersla á nýjungar i starfi og efl ingu þess, sem hafið er. 1 ályktun þingsins segir m.a.: „Þingiö leggur áherslu á Félagsmálaskóla alþýöu, I höfuö- atriðum I þvi formi, sem hann hefur þróasttil þessa. Stefnt veröi aö þvi sem fyrst, aö á vegum skólans veröi starfrækt fram- haldsnámskeiö i einstökum greinum, sem taki viö af þvl námi, sem nemendur á þriöju önn skólans hafa stundaö. Þessum námskeiöum veröur komiö á svo vlöa um land sem unnt er, og starfi sem kvöldnámskeiö”. Áhersla veröi lögö á aö allt nám Félagsmálaskólans, auk kvöldnámskciöa, veröi metiö til stiga sem námsárangur I fram- haldsskóium og háskóla”. Hér verður vissulega um nýjung i starfi Félagsmálaskólans aö ræöa. Allsstaöar þar sem nem- endur þriöju annar skólans eru orönir nógu margir, yröi stofnaö til kvöldnámskeiöa i völdum greinum. Þessum námskeiðum er ætlað aö opna múra skólakerfis- ins. Þannig getur einnig sú von ræst, aö Félagsmálaskólinn veröi hreyfanlegur skóli eftir byggöar- lögum. 1 ályktun siöasta ASl-þings, þar sem m.a. er fjallað um fulloröins- fræöslu, voru samþykkt eftir- farandi ályktunarorö: „I sambandi við löggjöf um fræöslu fullorðinna, sem jafnan hefur veriö rætt um sem fristundanám, vill þingiöbenda á, aö ekkert væri eölilegra en aö fólkiö I atvinnulifinu heföi mögu- leika á þvi, samkvæmt ákveönum reglum, aö fá launuö námsfri frá störfum, úr opinberum náms- launasjóði, sem ásamt fristunda- námi gæfi réttindi i vissum greinum til framhaldsnáms I skólakerfinu”. Enn er bryddað á nýmæli i eftirfarandi ályktunaroröum varöandi námsefni skólanna I félagsfræöum: „Þingiö telur nauösynlegt og sjálfsagt aö I skólum landsins sé veitt víötæk fræösla um verka- lýöshrey finguna, stjórnkerfi rlkisins, stofnanir atvinnulifsins og starfsemi þeirra. Þessi fræösla verði hafin strax á grunnskóla- stigi og samvinna höfö viö verka- lýöshreyfinguna um námsefni og kennsluform. Þingiö samþykkir að á vegum MFA verði unnin námsgögn til notkunar i efri bekkjum grunnskóla og fram- haldsskóla”. 1 fyrsta sinn á ASl-þingi var eftirfarandi atriöum beint til for- ystumanna verkalýösfélaganna og Menningar- og fræöslusam- bands alþýðu: ,,.... að örva félagsmenn til hverskonar áhugastarfa svo þeir veröi m.a. undir þaö búnir aö mæta aukinni sjálfvirkni, ein- hæfni f vinnubrögöum, styttum vinnutima og lækkandi eftir- launaaldri”. Ennfremur: „... aö stuöla aö þvi eftir getu, aö fólk meö skerta starfsorku fái á sem flestum sviöum notiö þess fræöslu-og mcnningarstarfs, sem verkalýöshreyfingin hefur upp á aö bjóöa”. Aö siöustu vil ég geta afstööu ASÍ-þings til uppbyggingar orlofsbyggöanna meö tilliti til fræöslu- og menningarstarfs: „Verkalýðshreyfingin miöi uppbyggingu orlofsbyggða sinna viö það, að kjarnahús þcirra nýt- ist henni sem best og verði aögengileg öllum til fræöslustarfa og félagsmálastarfs, ennfremur til listsýninga, sögusýninga, smærri leiksýninga, söng- og hljómlistarflutnings”. Það væri vissulega ástæöa til aö gera hverjum þessara þátta, sem ég hefi nefnt, ýtarlegri skil, en ég læt þetta nægja að sinni. Sögusafn verkalýðs- hreyfingarinnar — Hvaö geturöu sagt mér um Sögusafn verkalýöshreyfingar- innar og hvar er þaö á vegi statt? — Til Sögusafnsins hafa á undanförnum árum borist verö- mæt aöföng og svo er enn. Hins- vegar hefur annriki fárra starfs- manna MFA og ófullnægjandi húsnæði hamlaö vexti safnsins og vinnu við þaö. Þetta er nú aö breytast meö auknu starfsliöi, sérlega hentugu geymslurými og betri aðstöðu á margan ‘hátt. Þegar litið er til opinbers stuðnings við Sögusafn er auöséð að skilningur á hlutverki þess er af skornum skammti hjá ráöa- mönnum. En þegar um slikan skilning er að ræða, grunar mig að þar sé ekki við stjórnvöld rikis ein að sakast. En svo ég vitni enn i samþykktir siðasta ASl þings sem stefnumótandi aðila, samþykkti þaö einum rómi að leggja: „...áherslu á eflingu Sögusafns verkalýöshreyf ingarinnar. A næsta kjörtimabili veröi unniö aö öflun munnlegra heimilda, mynd- efnis, muna og minja og skrán- ingu þeirra. Safnið veröi gcrt svo aögengilegt sem veröa má til not- kunar í fræöslu- og rannsóknar- starfi á sögu verkalýðshreyf- ingarinnar”. Ég hef áður og annarsstaðar haft orð á þvi aö efling Sögusafns- ins sé verkefni, sem ekki veröur leyst nema svo til hver einasti maöur i verkalýösfélaginu leggi þar hönd aö verki. Og þetta verk geti allir unniö. Ég vil lika leggja á þaö sér- staka áherslu, aö samþykktir, sem viö gerum innan verkalýös- hreyfingarinnar, eigum viö aö taka alvarlega og einbeita kröftum okkar aö þvi aö koma þeim i framkvæmd. Annars eru samþykktir okkar marklausar og verri en engar. Bjartsýnn á framtiðina — Nú varst þú aö hætta störfum hjá MFA um áramótin. Hvaö viltu segja mér um viöhorf þin til framtiðarinnar, og á ég þá viö fræöslu- og menningarstarfiö? — Aö minu viti gefur útsýniö ástæöu til bjartsýni. Starfsemi MFA, sem á 11 árum hefur verið tilhúsa á fjórum stööum, hefur nú flutt i eigiö húsnæöi i byggingu ASl- viö Grensásveg. Fjárhagur- inn er þaö góöur, eins og er, aö veriö er að bæta viö starfsfólki, þannig aö eftir 1. mars eru 4 menn i fullu starfi. Þetta vekur óneitanlega góöar vonir. Aö visu eru verkefnin ótæmandi, en stór- bætt vinnuaðstaða og liössveit ungra og áhugasamra manna gefur fulla ástæbu til aö ætla, ab starfsemi MFA eflist aö nýjum þrótti. Þaö mun ekki aðeins fá valdið þeim verkefnum, sem unniö hafa sér fastan sess i fræðslustarfinu, en þeirra hef ég ekki getiö hér nema aö litlu leyti. Hinu tel ég megi treysta, aö unniö verði af fullum krafti aö þeim nýjungum, sem áformaöar eru og úrlausnar biða. Þaö vil ég hinsvegar minna á, aö fátt er þaö I starfi aö fræöslu- og menningarmálum, sem æski- legt er að taki á sig fastmótaö form, og enn siður steinrunna for- skrift. 1 þeim efnum þarf flest aö vera sveigjanlegt og nýjungar þurfa oft að eiga sér langa þróun uns þær eru nothæfar sem náms- form. — Hverjir eru nú i stjórn MFA? — t núverandi stjórn MFA eru: Helgi Gubmundsson, formaður, Karl Steinar Guönason, ritari, Sigfinnur Sigurðsson, gjaldkeri og meöstjórnendur Guömundur Hilmarsson og Kristin Eggerts- dóttir. Framkvæmdastjóri er Tryggvi Þór Aðalsteinsson pg aðrir starfsmenn Lárus Guðjóns- son, Snorri Konráösson og Kristin Eggertsdóttir. — Attu þér nokkrar persónu- legar óskir I sambandi við starf- semi MFA i næstu framtiö? ' — Já, miklu fleiri en ég mun tala um núna. En þaö er liklega vegna þess, aö ég er kominn út af launaskrá vegna aldurs, aö mér kemur i hug aö lifeyrishafar þurfi aö halda hópinn með einhverjum hætti, og þá væri ekkert eðlilegra en óska þess, aö MFA haldi nám- skeið fyrir þá um réttindi þeirra og hagsmunamál. Auk réttinda lifeyrishafa samkvæmt lögum og reglugeröum, er lika úr miklu að moöa þegar litiö er á samþykktir ASI og verkalýösfélaganna I trygginga- og mannréttinda- málum aldraöra. Þótt ég viti aö óskalisti MFA er langur væri vissulega gaman aö bæta viö hann þvi verkefni, aö koma á fót „örvandi fræðslu- starfi” i listum og listiönum fyrir fólk á öllum aldri, utan leikskóla. Siöasta ósk min til MFA er, aö þvi megi takast i öllu sinu fræðslu- og menningarstarfi „aö auka þroska einstaklingsins, sjáfstraust, vilja og þrek til þess aö gera hann hæfari i baráttunni fyrir hagsmunum og frelsi alþýö- unnar”. Sjálfstæði I hugsun og aukiö þrek til starfa i verkalýösfélaginu trúi ég muni verða islensku vinnufólkidrýgst i mal til langrar feröar. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.