Þjóðviljinn - 14.03.1981, Síða 23

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Síða 23
Helgin 14.-15. mars 1981. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 23 visna- mál % SvrV Umsjón: Adolf J. Petersen A/ í hugferð húmar að kveldi Að hljota hylli kvenna var og er talsvert eftirsóknarvert fyrir unga karlmenn, ekki hvað sist ef hið fagra kyn var og er glæsi- legt i ásýnd og eftirsóknarvert, en þá er lfka nauðsynlegt að kunna sig og vita hvað við á. Verið getur að Þórarinn Magniisson frá Steintúni hafi talað af reynslu, þegar hann kvað þetta heilræði: llafirðu numið háttvisi og hneigð til kvenna og langisvo á laun aðkanna líkurnar á aldri svanna, hreint er frá að hreyfa þvi hve hún sé gömul, — aðeins hversu ung sé mærin; annars glatast tækifærin. Mjög er nauðsynlegt að vanda vel þá vöru, sem öðrum skal selja, svo viðskiptin geti gengið eðlilega. bá er lika um að gera að hafa vörumerkið vel við hæfi, svo varan gangi vel út, en þetta sem annað getur brugðist. Þess varð Þórarinn nokkuð áskynja og kvað: Um vörumerki á skreið: A bókmennta og lista leið loks fer nú að daga. Edda reyndist Uldin skreið, sem ttaiarnir naga. Vatikanið vart Ur leið verður svo til baga, að ilmi þar vor Eddu-skreið eða morkin Saga. Svo kveður Þórarinn um ála i ál og ál i nægtaskál: NU skal ál vor nægtaskál, næring sálar Hinarbál. Oft var rjál við ál iál aðcins tál og skepnan hál. NU er mikið rætt um stöðu gamla fólksins i þjóðfélaginu. Skrifuð er hver rausgreinin af annarri i blöð og fundir eru haldnir þar sem spekingar láta á sig skina „bjarma frá æsk- unnar eldi sem aldnir hlýja sér við”. Aldurinn leitar réttar sins, og fór ekki fram hjá Þórarni i SteintUni. Hann kvað: Eg er brotið ýlustrá. Óðum haustar, knörrinn lekur, Birtaá þrotum, ber á skjá. Bráðum naustið við mér tek- ur. Jón Hinriksson f. 1829 á Reykjum i S-Þing. varð gamall maður og hefur vist fundið sig vart færan um að mæta ellinni, eins og þessar visur hans bera með sér: Éggeteiborið eíliár, eins og manni hæfir, finnst mér bestað fella tár, þá fararlúinn gnæfir. Hef ég fest á hugarband hinstu eftirþrána. Nú er varla langt i land, leitar svefn á brána. Er aldurinn færist yfir fólk, þá hugleiðir það margt hvernig fara muni i framtiðinni og minnist þá æskuáranna: t hugferð húmar að kveldi hljóðlátt, skin á það svið bjarmi frá æskunnar eldi sem aldnir hlýja sér við. AJP. Hér norður við Ishafið er manntal ný-afstaðið. Margt var um það rætt áður en til fram- kvæmda kom, en minna þegar þaö var afstaðið. Nokkru fyrir siðustu aldamót var tekið hér manntal. Þá kvað Jón Hinriks- son, þó miklu fremur um stað- inn i sveit sinni en manntalið sjálft. Manntalsþinga höllin há herðir sveinum móðinn. Skemmtifund þeir skoppa á og skreppa I dans við fljóðin. Margoftbliknar mannleg kinn meyja gagnvart brosi, af hjarta-níu hertekinn hnigur spila-gosi. Andinn lifnar inni þar, ollirfagurmælum. Nema brjóstin núningar, nudda pils á hælum. Þessi lifsins stærstu stig standa á eðli kviku. Raular einn — og reigir sig — á rifna harmoniku. Þetta var þingeysk manntals- framkvæmd i þá daga. Þeir fóru bara að dansa og dufla i stað þess að skrá sig á manntals- skýrslu. Oft er vitnað til þess er Eva tók eplið af skilningstrénu til þess að næra sig á. Sú hjarta- góða kona gat þó ekki hugsað sér að njóta þess ein, heldur gaf hún karli sinum með sér. Margar visur hafa Islendingar ort um þessa góðgjörðarathöfn Evu, enda sýnist það vel þess virði að það sé gert. í mansöng fyrir Andrarimum kvað Halldóra B. Bjömsson: 1 sögum eldri saga tér; Sa t þá guð i blænum, og hann skyrpti útúr sér aldinkjarna vænum. Þarna vóx upp viskutré vænna flestum hinna, ei þó nokkurn ávöxt sé á þvilengiaðfinna. Loks eitt vor um lágnættið, lagt er slikt i vana, Eva lítur upp á við, Adam niðrá hana. Sér hún hvar á hæstu grein héngu eplin vænu, upp hún klifur ekki sein eikina fagurgrænu. Göfuglyndi og greiðvikni gjarnan sýndi Eva. Og hún rétti Adami epliaðstýfa úr hnefa. Hefði Adam eygt þau fyrst og á sig lagt að ná þeim, sá hefði étið sina lyst og sagt henni ekkert frá þeim. Enn í dag ef eplin skær eru ikvenna mundum, eru þau stolin oftast nær, eftirtalin stundum. I sunnudagsblaðinu 8. ,marz s.l. voru tveir visupartar sem óskað var eftir botnum við. Nú er of snemmt að búast við að lesendur hafi gert þeim viðeigandi skil og sent árangur- inn til Þjóöviljans, en vonandi mun ekki standa á því. Þann 1. marz s.l. brugðust vonir launaðra manna um ofur- litla kauphækkun, en i staðinn datt Ur skýjunum niður á þak Stjörnarráðsins og barst með norðankulinu til Visnamála þessi hagspeki, eða hvað maður á nú að kalla það: Kjörin rýrð og krónan felld, krepptur efnahagur. Meira var það nú ekki, en hér vantar viðaukann, og er hérmeð farið þess á leit að hagyrðingar hjálpi upp á sakimar og bæti sinni hagmælsku við hag- spekina. M átt að koma vestur, Karvel * * j a v, ., f n ! { : rjj Ekki hanga hér í þessari aumu Nesjamennsku Já, en maður fær svo góða klippingu hérna! ■ i * ™ 1 k j í N éIíí 4f 1 1 sj:: ilm ' if í l [

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.