Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 26
26 SIÐA — ÞJÓÐVILJTNN Helgin 14.-15. mars 1981. 1 samræmi Framhald af bls. 10. mjög leiðinlegt ákvæði og mjög hættulegt ákvæði. Þetta hefur tiðkast viða að eins konar nefndir hafi leyfi til að dæma einn um- sækjanda óhæfan, og mér er kunnugt um að freklegt ranglæti hefur verið framið undir þvi yfir- skini að umsækjandi væri óhæf- ur. Þetta er engan veginn gott með þetta ákvæði um þessa tveggja manna nefnd. Hún á að raða um- sækjendum, hversu margir sem þeir eru, en húm má ekki raða nema þrem þeim hæfustu. Hinir eiga að fara i einskonar úrkast og verða eins og utan flokka þegar umsóknirnar berast landlækni og ráðherra, svo að það verður ekki auðvelt fyrir ráðherra að skipa þann mann sem i úrkastinu er, jafnvel þó að hann sé að dómi landlæknis og ráðherra sá hæf- asti, að ég nú ekki tali um þá eða þann umsækjanda sem þessi tveggja manna fornefnd hefur dæmt óhæfa.”. Gagnrýni á skipan og skyldur Alfreð Gi'slason var einn örfárra manna á alþingi islend- inga á þeim tima — og raunar sið- ar — sem gjörþekktu heilbrigðis- þjónustuna. Og hann var eini maðurinn sem i umræðum um málið á alþingi sá ástæðu til þess að gagnrýna bæði skipan og skyldu nefndarinnar. Að öðru leyti komu ekki fram skoðanir á hlutverki nefndarinnar i umræð- um á alþingi utan þess sem áður var vitnað til ummæla Bjarna Benediktssonar. Það er þvi ljóst hver var vilji löggjafans þegar lögin voru sett og styrkja þessar tilvitnanir enn þá niðurstöðu, sem fyrr var orðuð, að við veitingu lyfsöluleyfis á Dalvik hafi bæði verið farið að lögum og venjum sem siðan hafa myndast á tæpum átján árum frá þvi að lögin tóku gildi. Starfsferill umsækjenda Mat ráðherra byggist á þessu: Freyja Matthiasdóttir Frisbæk lauk kandidatspr.ófi i lyfjafræði 1971. Strax að námi loknu eða i ágúst 1971 hóf hún störf i lyfja- máiadeild danska innanrikis- ráðuneytisins þar til 5. ágúst 1978. í september sama ár hóf hún störf i Köpavogsapóteki sem yfirlyfja- fræðingur og hefur starfað þar siðan. Óli Þ. Ragnarsson lauk kandi- datsprófi 1974. Hann hóf störf að námi loknu i Vesturbæjarapóteki og hefur unnið þar siðan, eða i rúm 6 ár. Frá 1. ágúst hefur hann starfað i' sama apóteki sem yfir- lyf jafræðingur og verið staðgeng- ill apótekara i fjarveru hans. Ennfremur hefur hann, 1976 og 1980, verið staðgengill apótekar- ans á Isafirði og 1977 og 1978 var hann staðgengill apótekarans á Dalvik. Allt frá 1976 til þessa dags hefur Óli verið staðgengill for- stööumanns lyfjabúrsins á Landakotsspitala i Reykjavik, bæði i sumarleyfum forstöðu- mannsins og ýmsum öðrum for- föllum. 1979 var Óli staðgengill forstöðumanns lyfjabúrsins á Borgarspitalanum i Reykjavik og nú á þessu ári hefur hann starfað sem slfkur i lyfjabúrinu á St. Jósefsspitala i Hafnarfirði. Störf i lyfjabúð og að lyfjagerð Ráðherra voru að sjálfsögðu kunn störf Freyju i lyfjamála- deild danska innanrikisráðu- neytisins um 7 ára skeið, en sam- kvæmt ákvæðum laganna (5. tl. 9. gr.) eru slik st jórnsýslustörf ekki metin til jafns við störf i lyfjabúð eða við lyfjagerð. Jafnvel er svo að orði komist, að einu starfsskil- yrðin sem umsækjendur um lyf- salaleyfi þurfa að uppfylla séu störf i lyfjabúð eða að lyfjagerð. Frá þvi skilyrði má þó vikja, ef „sérstakar aðstæður mæla með þvi”. Verður ekki framhjá þvi lit- ið að löggjafinn hefur talið störf i lyfjabúð og lyfjagerð eitt af undirstöðuatriðum veitingar lyf- söluleyfis. Við mat á umsóknum lá þvi ljóst fyrir að lögskilin starfs- reynsla Óla i lyfjabúð og að lyfja- framleiðslu var fengin með 6 ára samfelldu starfi en Freyja hafði unnið sambærileg störf aðeins að- eins i rúm 2 ár. A þessu grundvallaðist veiting ráðherra til Óla Þ. Ragnarssonar. Vísað á bug t bréfi jafnréttisráðs er ein- vörðungu óskað skýringar á leyfisveitingunni. Þær skýringar eru fram komnar hér á undan. Jafnframt er heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu kunn- ugt um að jafnréttisráð hef- ur aflað ser annarra gagna i mál- inu. Með þessari greinargerð heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins fylgja ennfremur ljósrit af þeim gögnum sem um- sækjendur lögðu fram svo og undirskriftarlisti sá sem barst frá nokkrum Dalvikingum. Tekur ráðuneytið skýrt fram að gögn þessi ber að jálfsögðu að fara með sem trúnaðarmál i einu og öllu. Með þeirri greinargerð sem hér er farin á undan telur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið að fullnaðarskýringar séu fram komnar af þess hálfu i málinu. Ráðuneytið telur ekki ástæðu til þess að taka afstöðu til þeirra að- dróttana sem fram koma i bréfi Freyju Matthiasdóttur Frisbæk um mismunun umsækjenda eftir kynferði. Þeirri fullyrðingu visar ráðuneytið algjörlega á bug sem tilhæfulausri með öllu. Samkvæmt lögum og stjórnar- skrá landsins ber ráðherra alla ábyrgð á slikum málum. Þess vegna er honum skylt að kynna sér málin efnislega og dæma út frá þeim forsendum sem fyrir liggja. Hvergi i lögum né heldur þeirri venju sem skapast hefur kemur fram að ráðherrar hafi lit- ið á það sem skyldu sina að hlita úrskurði hagsmunaaðila, enda væri slikt fráleitt og stangaðist á við grundvallarþætti stjórnar- skipunarinnar. Á að nýta... Framhald af bls. 7 lóð sem Menntaskóla Kópavogs var úthlutað á sinum tima á mið- bæjarsvæðinu fullnægi ekki þess- um kröfum. Leggur Arni þvi til að hafist verði handa um byggingu nýs framhaldsskóla i áföngum með það i huga að fyrstu þrem áföngunum yrði lokið innan þriggja ára. Ýmis óþægindi fyrir- sjáanleg 1 þessum vangaveltum er alls staðar fjallað um ýmsar bráða- birgðalausnir sem gripa þarf til hvaða leið sem valin verður. Hús- næðisvandi MK er mikill og lik- legt að á næstu árum þurfi kenn- arar að vera á flakki milli bygg- inga þar eð bekkjardeildum verði skipt niður á tvo eða fleiri skóla. Þrengslin munu þá einnig hugsanlega bitna illa á starfi grunnskólans og tefja þá upp- byggingu sem nauðsynleg er ef framfyigja á fyrirmælum um grunnskólastarfið. Siðan þessi skýrsla var unnin hafa menn haldið áfram að kanna fleiri hugmyndir, t.d. hafa þeir Ólafur Jens og Gisli ólafur Pétursson kannað hvort finna mætti leiðir til að flytja allan framhaldsskólann yfir i Vighóla- skóla á tveim árum og niður- staðan mun hafa orðið mjög já- kvæð. Ef til vill er hér um að ræða mál sem önnur sveitarfélög hafa gagn af að fylgjast með þegar þau standa frammi fyrir ákvörðunum um nýbyggingar eða nýtingu gamals húsnæðis. j Kjarnavopn Framhald af bls. 4 mælti þessari ósk til forsætis- nefndar Norðurlandaráðs og skar sig þannig úr þeim hópi sem kall- aður hefur verið vinstra megin við sósi'aldemókrata i þessum efnum. Sömuleiðis vakti það verulega athygli á þessu þingi að Ib Christiansen, formaður Retsforbundet i Danmörku lýsti stuðningi við hugmyndirnar um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, afdráttarlausum og heilshugar stuðningi, þannig að það voru fulltrúar ýmissa flokka með margvisleg og mis- munandi sjónarmið sem stóðu að þeim hugmyndum sem fram komu á þingi Norðurlandaráðs um opnum Norðurlandaráðs fyrir umræðu um öryggismál og kjarn- orkuvopnal aust svæði á Norðurlöndum. Þannig má segja að þingið i Kaupmannahöfn núna fyrir nokkru hafi markað viss þáttaskil i sögu og starfi Norðurlandaráðs sem vonandi verða ibúum Norðurlandanna allra til góðs — enn ein sönnun þess að Norðurlandaráð getur með samstarfi á norrænum forsendum án utanaðkomandi, annarlegra áhrifa náð árangri og haft áhrif á allt umhverfi sitt, einnig á sviði öryggismála. Norðurlöndin sem fyrirmynd Norðurlöndin hafa orðið fyrir- mynd annarra rikja á vettvangi félagsmála, heilbrigðis- og trygg- ingamála. Framlag Norðurlandanna til öryggismála þarf að vera meö sama hætti. T.d. yrði yfirlýsing um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- unum öllum vafalaust talið mikilsvert framlag til heims- friðar, til þess að slaka á spennu i heiminum og til þess að draga úr hættu á hernaðarátökum á milli stórveldanna. Islendingar þekkja það vel hvaða áhrif slikt framlag smárikja getur haft. Það kom best í ljós i landhelgismálinu þegar landhelgin var færð út i 12, 50 og 200 sjómilur. Ég er sann- færður um að yfirlýsing um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum yrði túlkuð sem mikilsvert framlag smárikja til heimsfriðar og væri enn ein stað- festingin á þvi að norrænt sam- starf á ekki aðeins rétt á sér, heldur er beinlinis lifsnauðsyn þeirra þjóða sem aðilar eru aö Norðurlandaráði, ekki sist íslands, andspænis ásælni risa- veldanna og kjarnorkuvopnavig- búnaði, sem ógnar allri framtið mannkyns. AUGLÝSING um styrki til leiklistarstarfsemi í fjárlögum fyrir árið 1981 eru ætlaðar 200.000 kr. til leiklistarstarfsemi atvinnuleikhúsa, sem ekki hafa sér- greinda fjárveitingu i fjárlögum. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af fjárveit- ingu þessari. Umsóknum fylgi greinargerð um leiklistarstarfsemi umsækjenda á siðastliðnu leikári og áætlun um starfsemi á næsta leikári, en fyrst og fremst mun úthlutun miðuð við leikárið 1. september 1980—31. október 1981. Reikningsyfirlit og kostnaðaráætlanir fylgi. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 10. april 1981. Menntamálaráðuneytið, 10. mars 1981. Borgarspítalinn MP Lausar stöður Ræstinga maður óskast til starfa. Starfið er einkum fólgið i vinnu með þar til gerðri ræstingavél. Upplýsingar gefur ræstingastjóri i sima 81200 (311) millikl. 1—2. Reykjavik, 13. mars 1981. BORGARSPÍTALINN. Á aðalfundi Samvinnubanka íslands hf. hinn 15. mars 1980 var ákveðið að auka hlutafé bankans um 25% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Samkvæmt ofangreindri ákvörðun hefur Samvinnubankinn gengið frá útgáfu þessara hlutabréfa og sendingu þeirra til hluthafa. Athygli hluthafa er vakin á því, að jöfnunarhlutabréfum fylgja ekki arömiöar, þar sem tölvuskráning hlutafjár gerir bankanum mögulegt að senda hluthöfum sínum árlegan arð með ávísun. Samvinnuhanki isiands hf RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KÓPAVOGSHÆLI FÓSTRA óskast á barnaheimili Kópa- vogshælis. Upplýsingar gefur for- stöðumaður barnaheimilisins i sima 44024. VÍFILSSTAÐASPÍTALI HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast frá 1. april n.k. Einnig óskast HJÚKR- UNARFRÆÐINGAR til sumarafleys- inga. Barnaheimiii á staðnum. Upp- lýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri i sima 42800. MEINATÆKNIR óskast til afleysinga frá april til 1. september n.k. Upplýs- ingar gefur deildarmeinatæknir i sima 42800. Reykjavik, 15. mars 1981. Skrifstofa rikisspitalanna Eiriksgötu 5, simi 29000. • Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtiiboð SIMI 53468 Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför Erlings Thorlacius Kársnesbraut 108 Anna Thorlacius ólafur Thorlacius Guðrún Jónsdóttir Ragnhildur Thorlacius Gunnar Adolfsson Egill Thorlacius

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.