Þjóðviljinn - 14.03.1981, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Qupperneq 10
10 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. mars 1981. Greinargerð heilbrigðisráðherra til jafnréttisráðs frá 12. febrúar sl. um veitingu lyfsöluleyfls á Dalvík Svavar Gestsson heilbrigðis- ráðhcrra sendi jafnréttisráði 12. febriíar sl. 11 siðna greinargerð vegna veitingar lyfsöluleyfis á Dalvik og fer hún hér á eftir nema hvað löngu yfirliti um embætta- veitingar er sleppt. Lagaákvæði um lyfsöluleyfi Akvæði um veitingu lyfsölu- leyfa er að finna i lögum nr. 30/1963. t lyfsölulögum nr. 30/1963 er talað um stofnun lyfjabúða og veitingu lyfsöluleyfis. Samkvæmt lyfsölulögum veitir forseti tslands heimild til stofn- unar lyfjabiíða og má stofnsetja þær þar sem þess gerist þörf að og er leyfishafa skylt að hlita ákvæðum laga og stjórnvalds- reglna, svo sem þau eru á hverj- um tima, um réttarstöðu hans og starfshætti. Þegar veita á lyfsöluleyfi aug- lýsir ráðherra eftir umsóknum i öllum dagblöðum og Lögbirtinga- blaði meö 4 vikna fyrirvara. Umsóknir skal senda landlækni. Umsækjendum er veittur kostur á vitneskju um það, hverjir hafa sótt um. Umsóknir skal leggja fyrirtveggja manna nefnd, sem i sitja fulltrúar fagfélaganna, þ.e. Apótekarafélags Islands og Lyfjafræðingafélags íslands. Kjörtimi nefndarmanna er 6 ár. Nefndin lætur landlækni i té rök- studda umsögn um þá umsækj- endur, sem að hennar áliti eru Stjórnsýslustörf ekki metm tll jafns viö störf í lyfjabúð eða við lyf jagerð <r . < " % ; , I samræmi við venjur og lög dómi ráðherra, enda hafi hlutað- eigandi sveitarstjórn æskt þess. Lyfjabúð má aö jafnaði ekki stofnsetja annars staðar en þar, sem likur eru til aö hún geti borið sig með eðlilegum rekstri. Ráð- herra ákveður lyfjabúð stað og veitir leyfi til flutnings hennar að fengnum umsögnum fagfélaga lyfsala og lyfjafræðinga. Leyfi til að reka lyfjabUð (lyf- söluleyfi) veröur aðeins veitt ein- staklingi, sem uppfyllir skilyrði lyfsölulaga, en þau eru: l.lslenskur rikisborgararéttur. 2. Lögræði og fjárforræði. 3. Andlegt og likamlegt heil- brigði. 4. Umsækjandi skal hafa lokið lyfjafræðiprófi, sem metið er gilt hér á landi. 5. Umsækjandi skal hafa unnið i 12 mánuði sem lyfjafræðingur i lyfjabUð eöa við lyfjagerð hér á landi. Vilcja má frá þessu skil- yrði, þegar sérstakar ástæður mæla með þvi. 6. Heimilt er að synja manni um lyfsöluleyfi, ef ákvæði 2. mgr. 68.gr. almennra hegningarlaga eiga við um hagi hans. í höndum ráðherra Eins og áður sagði verður lyf- söluleyfi aðeins veitt einstaklingi hæfastir og skipar þeim i tiauröð, en þó aöeins þremur hinum hæf- ustu, ef umsækjendur eru þrir eöa fleiri. Teiji nefndin einhvern um- sækjenda óhæfan, skal hUn geta þess. Landlæknir sendir þvi næst ráðherra rökstutt álit um það, hverja af umsækjendum hann tel- ur hæfasta i töluröð, og skal um- sögn nefndarinnar fylgja áliti hans. Að fengnum þessum um- sögnum veitir ráðherra siðan lyf- söluleyfi. Samkvæmt ótviræðum laga- boðum er þvi veitingarvaldið i höndum ráðherra og ber hann enda einn stjórnvaldsábyrgð á leyfisveitingunni. Nefnd fag- manna og landlæknir eru ein- ungis umsagnaraðilar, ráðherra til ráðuneytis, og kemur hvergi fram f lögunum að álit þeirra eða röðun umsækjenda sé bindandi fyrir ráðherra. Sex sinnum 2. til 5. maður þegar hér er komið sögu i greinargerðinni fer á eftir yfirlit um veitingar lyfsöluleyfa frá þvi að heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið tók til starfa sem sjálfstætt ráðuneyti. Þessu yfirliti er sleppt en næst gripið niður i greinargerðina, þar sem niður- stöður þess eru dregnar saman: Samkvæmt yfirliti þessu hefur alls 24 sinnum verið veitt lyfsölu- leyfi frá stofnun ráðuneytisins. Þar af var aöeins einn umsækj- andi fjórum sinnum og þvi i 20 til- vikum um það að ræða að velja þyrfti milli manna. Þar af hefur 14 sinnum verið fariö eftir þeirri röðun sem nefndin og/eða land- læknir lögðu til, en sex sinnum hefur ráðherra kosiö að velja annan til fimmta mann i umsögn- um áðurnefndra aðila, eða sem hér segir: 1. 5 sinnum 2. maður. 2. 1 sinni 5. maðuri umsögn land- læknis, en sá komst ekki á blað i umsögn nefndarinnar. I eitt skipti af þeim fimm, sem ráðherra veitti 2. manni i umsögn nefndarinnar, hafði 1. maöur dregið sig til baka. Þau 5 lyfsölu- leyfi sem hér um ræðir eru sem hér segir: 1. 1971 Norðurbær, Hafnarfirði: 2. maður i umsögn nefndar. 2.1976 Iðunn, Reykjavik: 5. maður i umsögn landlæknis. 3. 1976 Egilsstaðir: 2. maður i umsögn nefndarinnar. 4. 1976Neskaupstaður: 2. maður i umsögn nefndarinnar. 5. 1981 Dalvik: 2. maður i umsögn nefndarinnar. í samræmi við venjur og lög SU veiting lyfsöluleyfis sem hér um ræðir einkum.á Dalvik, styðst þvi i einu og öllu við venjur og lög eins og hér hefur verið sýnt fram á. Slfkt er hafið yfir allan efa. Þegar lyfsölulögin voru rædd á alþingi 1963 mælti dr. Bjarni Benediktsson dómsmálaráð- herra fyrir frumvarpinu, en þá voru heilbrigðismálin i Dóms- málaráðuneytinu. Hann fjallaði i ræðu sinni um 7. grein lyfsölulag- anna og sagði þá m.a.: „Að öðru leyti er um aðra sú meginregla að veitingavaldið er algjörlega frjálst um það hverjir leyfið fá”. I umræðum á alþingi kom fram að þeirri hugmynd hafði verið hreyfti nefnd, að skylda ráðherra tilþess að veita einhverjum hinna þriggja umsækjenda, sem efst er raðað af nefndinni, lyfsöluleyfið. Ekki einu sinni sU hugmynd varð að þingskjali, hvað þá heldur að hUn næði lengra. Enginn hreyfði þeirri hugmynd að ráðherra væri skylt að hlita röðun nefndarinnar. Þvert á móti kom fram á alþingi i umræðum veruleg andstaða við þau ákvæði laganna, að skylda nefndina til þess að raða umsækj- endum. Þar var og á það bent að fráleitt væri i raun að hafa tveggja manna nefnd hagsmuna- aðila i þessu verki af margvis- legum ástæðum. Alfreð Gislason, læknir, sat þá á alþingi og sagðimeðal annars i umræðum um málið I efri deild alþingis: Gallað fyrirkomulag ,,í 7. greiner fjallaðum hvernig fara skuli með umsóknir þeirra, sem sækja um leyfi til að reka lyfjabUð. Þar er ákveðið að tveggja manna nefnd skipuð af Lyfjafræðingafélagi Islands og Apótekarafélagi Islands skuli fjalla um umsóknir i fyrstu lotu. NU er það Ut af fyrir sig galli að láta aðeins tvo menn fjalla um slikar umsóknir, og það er enn meirigalli, hvernig þessi nefnd er skipuð, að hUn er skipuð af þeim aðilum sem mestra hagsmuna hafa að gæta i sambandi við veit- ingu þessara leyfa. Það er mjög óheppilegt og hlýtur að reynast oft óþægilegt þeim, sem það verk eiga aö vinna, þeirri tveggja manna nefnd. Þessi tveggja manna nefnd þannig skipuð á að láta landlækni i té rökstudda um- sögn um umsækjendur og ekki nóg með það, heldur á hUn að skipa þeim i töluröð, 1., 2. og 3., eftir hæfni að dómi nefndarinnar, og ekkinóg með það, heldur hefur hUn líka rétt til þess að dæma þann sem hUn vill óhæfan sem umsækjanda. Þetta siðasta er Framhald á 26. siðu. Ritstjórnargrein Einar Karl Haraldsson skrifar F ramfaraspor í húsnæðismálum • Félagsmálaráöherra hefur staðfest áætlun húsnæðismála- stofnunar um lánsfjárhæðir og Utlánaflokka Ur Byggingarsjóöi rikisins á árinu 1981, eins og frá er greint i blaöinu i dag. Fjárhæöir lána fara nú eftir fjölskyldustærð, en ljóst er af áætluninni að meöallán eru hærri en i eldra kerfinu sem við lýðivar áöur en nýju húsnæðis- lánalögin gengu f gildi um áramðtin. Lánsfjárhæöir hækka nú til samærmis við byggingar- visitölu og veröur það nú gert fjórum sinnum á ári I stað einu sinni áður. Þá eru teknir upp fjórir nýir lánaflokkar: Til viðbóta og endurbóta á gömlu húsnæði, til fatlaöra og öryrkja, til orkusparandi húsabóta og tií tækninýjunga og rannsóknar. Þá verður veruleg hækkun á ráöstöfun lánsfjár til dagvistar- stofnana ibúða fyrir aldraða og hjúkrunarheimila og til Utrým- ingar heilsuspillandi húsnæðis. • Samtals er áætlað aö Byggingarsjóður rikisins veiti I hið almenna húsnæðislánakerfi um 307 miljónum nýkróna, en þar af renna 40 miljónir til bygginga sölu- og leiguibúða sveitarfélaga. Byggingarsjóður verkamanna hefur hins vegar til ráðstöfunar á þessu ári um lOOmiljónir nýkróna. Fjármagn þaö sem byggingarsjóðirnir hafa til Utlána hefur aukist verulega umfram veröbólgu, og þvi er sá kreppusöngur sem Landssamband iðnaöarmanna hefur hafið i fjölmiðlum meö öllu tilhæfulaus. • Hinsvegar fellur lánastarf- semin til hUsbygginga I nokkuð annan farveg en veriö hefur. Benedikt Davlðsson formaður Sambands byggingarmanna segir 1 samtali við Þjóðviljann að hann telji að það spor sem stigiö hefði verið i þá átt að færa byggingarstarfsemina I aukn- um mæli á hendur félagslegra aðila sé framfaraspor og til heilla. „Ekki bara hvað varöar eignaraðildina heldur lika hvað varðar skipulagningu á bygg- ingarstarfseminni. Ég tel mikl- ar likur á þvi að með þessu móti hafi byggingamenn traustari atvinnu en ella, og að þaö verði byggt skynsamiegar og ódýrar, og jafnvel betur en áður", segir Benedikt. • Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiðafélags Reykjavlkur segir i dagskrár- grein I Þjóðviljanum að það hafi vakið undrun sina að sjá þvi slegið upp i blöðum, að nýsett lög um félagslegar ibUðabygg- ingar væru aðför aö atvinnu- öryggi i byggingariðnaðinum. „Sannleikurinn i þessu máii er að sjálfsögðu sá, að ef ákvæði þessarar lagasetningar verða aö raunveruleika, er stigið stórt skref I þá átt að tryggja at- vinnuöryggi i byggingariðn- aðinum. Þau blaðaskrif sem að framan greinir, eru mér nokkur visbending um að verulegar iik- ur séu á þvi að stjórnvöld standi loksins við gefin fyrirheit þess efnis’ að 1/3 af þörfinni sé mætt með félagslegum ibúðabygging- um. En slik fyrirheit hafa verið gefin af stjórnvöldum árum saman án þess að við þau hafi vcrið staðið, enda minnist ég ekki áður skrifa af þvi tagi sem hér um ræöir.” • Formaður Trésmiðafélags- ins vikur siðan að þvi aö bygg- ingariðnaðurinn sé illa skipu- lagður bæöi frá hendi yfirvalda og verktaka. óreglulegar úihlutanir lóöa og slælegur undirbUningur byggingarsvæöa eru meðal kunnra vandamála I þessu sambandi. Hann telur þó öllu alvarlegra að allstór hluti af þessari atvinnugrein hefur verið borinn upp af mjög smáum verktökum (meistur- um), og það svo smáum aö sum- ir hverjir halda ekki uppi sam- felldum rekstri allt árið. I sum- um greinum er fjöldi meistara allt að helmingur þess fjölda sem er i sveinafélögum iönaöar- manna. Slfkir aðilar eru hvorki liklegir til þess að skapa verka- fólki starfsöryggi né til að tryggja ódýrt hUsnæöi, þar sem þeir hafa ekki bolmagn til skipulags og hagnýtingar: tækni nýjunga. • Eins og áður hefur komið fram er það fjarstæða að aukið fjámagn til Byggingarsjóðs verkamanna dragi Ur lánveit- ingum til aðila sem standa utan viö hinar félagslegu ibUöabygg- ingar. En eins og Benedikt Daviðsson hefur bent á þá er sýnt að þeir sem verið hafa hvorutveggja i senn, byggingar- menn og seljendur IbUða, og Landssamband iðnaöarmanna er málsvari fyrir, munu missa spón Ur aski sínum. • Byggingamenn hafa ekki teljandi áhyggjur af atvinnu- ástandi i náinni framtið. Aö visu má segja að tækninýjungar og f veðurfar geti haft slæmar afleiöingar i för með sér fyrir mUrara, en sé horft til næstu tveggja til þriggja ára má bUast viö ágætri vinnu hjá byggingar- mönnum, að sögn þeirra sem gerst til þekkja. Það er kunn staöreynd að þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningum hef- ur lóðaframboð tilhneigingu til að aukast hvarvetna á landinu. Þá hefur sU tiskusveifla aö gera upp gömul ibUðarhús i för með sér verulega viðhalds- og breyt- ingavinnu fyrir iðnaöarmenn. • Mestu skiptir þó að með þvi að beina lánsfé i rikara mæli til félagslegra IbUðabygginga er von til þess aö betra skipulag náist i byggingariðnaðinum með vaxandi atvinnuöryggi. Þá er þess aö vænta að framboö aukist á góðu og ódýru hUsnæöi, en það er ekki litill þáttur I lifs- kjörum fólks, ef slikur árangur næst. — ekh \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.