Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 20
20 SIÐA ÞJóbVlLJÍNN H'élgin 14.-15. m&rS 1981.
Síðari hluti
Ferðasaga Jóns Torfasonar bónda á Torfalæk
Sjö á Kúbu
Um sexleytið laugardaginn 20.
desember stigum við inn i nýlega
járnbrautarlest i Havana, og
skyldi haldið langs eftir eynni til
Santiago, stærstu borgarinnar á
suöurhluta Kúbu. Ferðin sóttist
seint þvi lestin fór afar hægt —
sannkallaðan lestagang — og var
einlægt að stoppa. Varð einhverj-
um að orði að sem hægast mætti
dunda sér við að telja laufin á
trjánum á ferðinni. Þetta var i
eina sinniö sem kuldi bagaöi okk-
ur verulega á Kúbu.þvi loftkæl-
ingin var stillt heldur lágt.
Magnús og Erla höfðu haft með
sér svellþykkar duggarapeysur i
blessuðum sauðalitunum. Höfðu
þau stundum mátt þola önn fyrir
þennan klæönað, en það datt vist
engum i hug aö varpa að þeim
háösyröum eða glósum fyrir
klæðaburö þessa köldu nótt. Það
bagaöi okkur nokkuð að ferðatafl-
iö varð eftir „heima” i búðunum;
reyndum við þvi að stytta timann
meö yrkingum, og eftir langa
mæðu varð til svona fyrripartur:
Lestarferðir leiðast mér.
Lágt er ris á Dönum.
„Þetta er illa kveðið og mun
verða aö gera aðra visu betrij’
mælti þá Gunnar fararstjóri okk-
ar og leiðtogi — auk þess var
feröin ekki leiðinleg eða svo
fannst mér að minnsta kosti. Lik-
ast til verður það verkefni að biða
næstu Kúbufara að botna þennan
óskapnað.
í ungherjahöll
á aðfangadag
Til Santiago var komið að
morgni sunnudagsins 21. Þarvar
gist i viölika búðum og áður. Var
viðurgjörningur jafnvel ennþá
betri en norður frá og var þó
varla á bætandi. Við dvöldum
þarna fimm daga, skoðuðum söfn
og fyrirtæki, völsuðum um
borgina og skemmtum okkur og
fræddumst á margan hátt.
Ekki virtust Kúbanir gera sér
dagamun vegna jólanna og jóla-
dagur var virkur dagur. Aðfanga-
dag heimsóttum við ungherjahöll
i Santiago. Húsið var gömul yfir-
stéttavilla og sækja þangað nokk-
ur hundruð unglingar á aldrinum
10—15 ára. Koma þeir þangað
einu sinni i viku og eru fjóra til
fimm tima i senn. Börnin skipta
sér i hópa eftir áhugaefnum og fá
leiðsögn kennara. Úr mörgu er aö
veljajsumir læra hljóðfæraleik,
föndra eða mála, smiða, sauma,
stunda eðlis- og efnafræði,
simvirkjun, búvisindi svo
eitthvað sé nefnt. Þarna er bóka-
safn, kvikmyndasalur og veit-
ingar reiddar fram. Uppi á þaki
er stofa radíóamatöra. Við fórum
um alla bygginguna og ræddum
viö unglingana; þau voru mjög
óþvinguö i framkomu og lifleg og
mælsksum hver.
Litil stúlka hélt til dæmis
mikla ræöu um jafnrétti kyn-
þáttanna af mikilli innlifun og
sannfæringu. Ungherjahreyfingin
er tengd nafni José Marti. Hann
er þjóðskáld Kúbana og sjálf-
stæöishetja, fæddist árið 1853 og
féll fyrir Spánverjum i upphafi
frelsisstriðsins áriö 1895. Jósé
Marti orti kvæði, samdi sögur og
skrifaði greinar. Glæddi hann
mjög ættjarðarást Kúbana og
sjálfstæöishug. Eru viða minnis-
merki um hann og spjöld með
ivitnunum I verk hans. Ungherja-
hreyfingin innrætir unglingum
viröingu fyrir vinnunni,
ættjarðarást og alþjóðahyggju en
andúð á heimsvaldastefnunni,
arðráni og snýkjulifnaði.
Sigurjón fékk
dræmar undirtektir
öðru flokksþingi kúbanska
kommúnistaflokksinslauk meðan
við vorum i Santiago. Á þinginu
kom fram uggur um harðnandi
utanrikisstefnu Bandarikjanna
undir stjórn Reagans,sem meðal
annars hefur lýst yfir auknum
stuðningi við illræmdar einræðis-
stjórnir I Suður- og Mið-Ameriku.
Það vakti athygli okkar að við
kjör I miðstjórn náði aðeins ein
kona varamannssæti en enginn
blökkumaður var kosinn. Konur
taka þó sffellt meiri þátt i starfi
fjöldasamtaka og sveitar-
stjórnarmálum, en varla er við
þvi að búast að kvennafordóm-
um, sem fólki hafa verið innrættir
um aldir, verði útrýmt á fáum ár-
um. Fólk af ólikum kynþáttum
umgengstfullkomlega eðlilega og
sambúð hvitra og blakkra er nú
engum vandkvæðum bundin.
Fyrrum voru blökkumenn illa
settir — enda afkomendur þræl-
anna — en byltingin hefur fært
þeim fullt félagslegt jafnrétti og
möguleika á námi og starfsframa
til jafns við hvita. Samkvæmt
hagsýslutölum eykst hlutdeild
blakkrasmám saman i ábyrgðar-
meiri og betur launuðum störf-
um.
Siðdegis á aðfangadag mætti
Norræna brigaðan á miklum úti-
fundi á aðaltorginu i Santiago;
voru þar ræddar og skýrðar
samþykktir flokksþingsins. Stóð
fundurinn i tæpa þrjá tima og var
mikil stemmning meðal fundar-
manna og húrrahróp tið. Ekki er
gott aö meta mannfjöldann þvi
fólk var á erli, ýmist að koma eða
fara. Sumir virtust mér litið
hlusta en spjalla bara um daginn
og veginn við kunningjana. Ann-
ars voru fundir meö Kúbönum oft
skemmtilegir og meö léttu yfir-
bragði.
Þeir tala mikið með höndunum
og eru margir afburðaræðu-
menn án þess að nota j.c. stæla.
Jafnan er endað á að hrópa viva
(=lifi) hitt eða þetta (viva
Fidel, viva Kúba, viva komm-
únistaflokkurinn o.s.frv.).
Sigurjón, sem ber hlýjar taugar
til Fylkingarinnar, reyndi
einhverju sinni aö hrópa viva
Trotsky, en fékk heldur dræmar
undirtektir.
Dansnáttúran
Aðfangadeginum lauk með
garðveislu I aðalstöðvum ICAP,
sem er einskonar vináttustofnun
þjóðanna og skipulagði dvöl okk-
ar á Kúbu. Þar kom enn einn
dansflokkurinn, en landar urðu
mjög þreyttir og dasaðir er á leið
kvöldið. Þó varö til þetta stemnn-
ingsljóð:
Vindurinn bærir hljóölega
lauf pálmatrjánna,
ómar suðrænnar tónlistar
berast f andvaranum,
skapið léttist er iækkar
i rommflöskunni.
Lengi lifi Byltingin!
Lifi Fidel!
íbúar Santiago eru dökkir að
mestum hluta.og virtist jafnvel
enn léttara yfir fólkinu en norður
frá. Til dæmis má nefna að öll
laugardagskvöld og sunnudags-
kvöld áriö um kring er framið
spilverk á aöagötunni og dansað
og sungið, sýningarsalir eru opnir
og leiksýningar i gangi, allt undir
berum himni. Aður er drepið á
dansnáttúru Kúbana.en þeir virð-
ast alltaf vera i stuði og oft unun
að sjá til þeirra.
Af Enrique
Vilardell
Siðasta daginn heimsóttum við
orkuver i byggingu. Það á að
fullnægja þörfum borgarinnar og
héraðsins umhverfis. Siðdegis 25.
desember kvöddum við svo þessa
glaðværu borg og stigum um borð
i lestina köldu. Ferðin til Havana
tók eitthvað 14 tima og var
tiöindalitil. Ekki var reynt að
yrkja. Aftur á móti áttum við
langt samtal við einn Kúbumann-
inn sem vann með okkur, mikill
ágætismaður.
Hann heitir Enrique Vilardell,
fæddur 10. október árið 1939 i
Havana og hefur átt þar heima
alla tlð. Hann vinnur á aðalskrif-
stofu alþýðusamtaka sem vinna
að þvi að auka valddreifingu og
virkja almenning til þátttöku i
opinberu starfi. Hann er gjaldkeri
oghefur umsjón með undirdeilum
samtakanna i Havana.
Enrique iauk skólagöngu árið
1958 og fékk þá starf á skrifstofu:
„Ég fékk 60 peso i laun á mánuði
og þurfti að gera allt sem yfir-
maðurinn skipaði, vinna t.d. alls
konar óborgaða aukavinnu.
Atvinnuleysið var mikið (um 30%
atvinnuleysi) og ég taldist
heppinn að hafa þó þessa vinnu.”
Enrique nefndi að faðir hans
væri lögfræðingur og taldi hann
hafa tilheyrt miðstétt. Fjölskyld-
an var þó fátæk og t.d. áttu þau
ekki sjónvarp. Faðir hans hefur
nú 250 peso i eftirlaun á mánuði
og er það hærri upphæð en hann
vann sér nokkurn tima inn fyrir
byltingu. Við spurðum Enrique
um þátt hans i byltingunni: „Ég
barðist ekki, en likt og flestir
studdi ég hana og hjálpaði til við
að dreifa áróðri — ritlingum og
blöðum. Ástandið var mjög
slæmt, sprengingar og skot-
bardagar á næturnar og oft
fundust limlest lik á götunum á
morgnana. Fólki stóð stuggur af
leynilögreglunni”.
Við spurðum um ávinninga
byltingarinnar: „Þeir eru margs
konar. Fólk hefur örugga atvinnu
og hærri laun, en verðlag er
stöðugt á nauðsynjavörum. T.d.
kostar litri af mjólk 20 centavos
( = 120 gkr.),en það er sama verð
og fyrir byltingu. Hins vegar
hækka lúxusvörur i verði.
Sjónvarp kostaði um 200 peso en
kostar nú um 650 peso ( = 400.000
gkr.), og bjórílaska kostaði 20
centavos fyrir byltingu en núna
frá 60 til 80 centavos. Heilsugæsla
er orðin mjög góð og menntun er
ókeypis,en fyrir byltingu þurfti að
borga fyrir skólavist og börn
rikra foreldra áttu miklu meiri
möguleika á skólagöngu og góðri
menntun”.
Hann sagöi að fátækt fólk hefði
verið vannært og að i afskekktari
sveitum hefði komið fyrir að fólk
dæi úr hungri. Þá var ástandið i
atvinnumálum mjög slæmt,
verkamenn við sykuruþpskeruna
höfðu vinnu i fjóra til fimm
mánuði en urðu svo atvinnulausir
og fengu engar atvinnuleysisbæt-
ur. Hann bætti við: „I Havana
var illræmt slömmhverfi — Las
Yaguas — þar sem fólk hirðist i
aumustu hreysum og sumir áttu
varla spjarir utan á sig og gengu
um hálfnaktir. Þar var ólæsi
almennt og glæpir tiðir. Strax
eftir byltinguna var hreinsað til
þarna og fólkið flutt i mannsæm-
andihúsnæðiog fengin vinna. Það
viðgekkst margs konar spilling,
mútur og svindl og þúsundir
stúlkna, sem fengu enga vinnu,
urðu að stunda vændi til að
komast af. Eftir byltinguna var
vændi útrýmt og hafin mikil
uppbygging svo aliir fengu nóga
vinnu”.
Hverju hefur
byltingin breytt?
En hverju hefur byltingin
breytt fyrir hann sjálfan?
„Ég hef hærra kaup en áður og
góða atvinnu. Ég vinn átta tima á
dag fimm daga vikunnar og fjóra
tima á laugardögum og hef mán-
aðar sumarfri. I fristundum
stunda ég einkum tungumálanám
— ensku, itölsku og rússnesku —
sæki kvöldskóla fjögur kvöld i
viku frá 8—10. Kennslan er
ókeypis og fyrir byltinguna hefði
ég ekki átt neina möguleika á
sliku”.
Næst ræddum við um hina
hörðu afstöðu Bandaríkjanna til
stjórnar Castrós og hvernig
Bandarikjastjórn reyndi að
einangra Kúbu viðskiptalega og
pólitiskt.
Enrique taldi að Kúbanir
hefðu ekki átt annarra kosta völ
en að leita aðstoðar Sovétrikj-
anna. Við spyrjum um álit hans á
Bandarikjunum og hvort hann
óttist innrás þaðan: „Nei, ég á
ekki von á innrás þaðan og við
sofum rólegir þess vegna.en við
erum viðbúnir og allir Kúbanir
verða að kunna að beita vopnum
ef á okkur yrði ráðist. Bandarlkin
hafa skaöað Kúbu mikiö með
viðskiptabanninu,en þróunin hér
hefur verið ör þrátt fyrir það. Við
litum á bandariskan almenning
sem vini okkar en stjórnin, sem
er handbendi auðhringanna og
yfirstéttarinnar, er fjandsamleg
okkur”.
Kúba kostar miklu til að veita
öörum löndum i þriöja heiminum
aöstoö, bæði hernaðarstyrk og
þróunarhjálp. Viö spyrjum hvort
þeim væri ekki nær að nota fjár-
mitnina til uppbyggingar heima
fyrir: „Það er rétt að Kúba er
fátækt land”, svarar Enrique,,,en
með byltingunni gáfum við öðrum