Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. júnl 1981 skammiur AF ÞJÓÐREMBU „Orður eru til alls f yrst", og þess vegna fór vel á því að byrja þjóðhátíðardag íslendinga á því að tilkynna það hver jir hefðu til þess unnið að vera krossfestir á þeim merku tímamótum 17. júní 1981. Flestir þeirra sem orðu hlutu að þessu sinni eru menn í opinberum stöðum og hljóta þennan vegsauka f yrir „embættisstörf " og þá væntanlega fyrir þaðað mæta í vinnunni oftar en láta sig vanta. Annars mun þjóðhátíðin hafa farið fram með hefðbundnum hætti víðasthvar i landinu. Byrjað á því að fara með bænir, siðan glíma, reiptog, ræða, hátíðarljóð, kvartettsöngur, gamanvísur, pokahlaup og minnisvarði af- hjúpaður. Síðar um kvöldið svo dansleikur í félagsheimilinu, áberandi ölvun og limlest- ingar eftir þörfum. A Laugardalsvelli skilst mér að diskóstaður- inn Hollýwood hafi séð um þjóðlegheitin og haft hafi verið ofan af fyrir börnunum með kókakólaauglýsingum, svo ekki er hægt að seg ja annað en að séð haf i veriðfyrir ollu. Hér áðurfyrr á árunum voru bæjaryfirvöld yfirleitt með tilburði í þá átt að gera litlu krökkunum eitthvað til gamans. Skrúðgöngur fóru um bæinn með lúðrasveitir i fararbroddi, brunaliðið var fært úr stað og skrípaleikarar léku kúnstir sínar. Nú skilst manni að þetta sé að mestu hætt og sjálfsagt hvergi í veröldinni eins lítið gert f yrir litla krakka eins og hérna i Reykjavík og nágrenni. Það síðasta sem yfirvöld hafa afrekað krökkunum í óhag er að loka Sædýrasafninu endanlega, en þar var, eins og kunnugt er, litill vísir að dýragarði. Ef það er nokkuð sem krakkar hafa gaman af, þá er það að fylgjast með fiskum og fugl- um, alls kyns apaköttum og jafnvel venju_ legum búsmala, svo ég get ekki að því gert að mér finnst það til háborinnar skammar að ekki skuli frekar hlúð að Sædýrasafninu, heldur en að loka þvi. En nú kem ég að nokkru sem liggur mér þungt á hjarta, en það er að ekki skuli á ári hverju efnt til samkeppni um Ijóð handa f jall- konunni að flytja. Núna var flutt Ijóð eftir Þorstein Erlings- son, ágætt að vísu og vel f lutt en eigi að síður gömul lumma. Mér sárnar þetta þeim mun meir þar sem hátíðarljóði mínu var hafnað af nefndinni, en þeirri klíku skal ekki takast að koma í veg fyrir að Ijóðið komi fyrir almennings sjónir. Hátíðarljóð mitt er eins og íslensk þjóðhá- tíðarljóð hafa alltaf verið, eru og eiga að verða um ókomna framtíð. Þess vegna skora ég á þjóðhátíðarnefnd að láta fjallkonuna flytja þetta dæmigerða hátíðarljóðað ári þann 17. júní. ÍSLAND ó þjóð mín, ó land mitt, min kæti, min kvöl min köllun, minn draumur sem á sér að rætast mitt hjarta, minn hugur, minn bikar, mitt böl mín básúna og harpa í hjartanu kætast. ó hæðir, ó dalir, ó firðir, ó fjöll, ó fossar og jöklar með hátignar skalla, ó klettur, ó drangur, þér trygglyndu tröll með trega ég sæll mér í skaut yðar halla. Og óp mitt i f jarlægð, sem bergmálar blítt mót bláhvítum himni i þögn sinnar stærðar mun hljóma til baka um himinhvolf vitt, i hugarhvarf i þagnar vér kennum oss værðar. Vér gleðjumst og fögnum, aftur i ár mun afrakstur dáðanna sýndur í verki, vort hungur og hörmungar, tregi og tár: vort tálbeitta vopn; já vort sjálfstæðismerki. Já, nú verður fagnað á feðranna slóð fengsæiu ári, þótt landsbúar svelti, nú syngur öll þjóðin sitt lag og sitt Ijóð, i Laugardal skundar með veigar i belti. Ef eftir að hátið er gengin um garð vér gáum til skýja og þungbúnir hugsum: Hvað fengu þeir nýfæddu aftur í arð, ef til vill barasta kúkinn i buxum? Mér finnst ég vera sá sami eftir sem áður” segir Lúðvík Kristjánsson, rithöfundur, nýkjörinn heiðursdoktor við Háskólann Lúftvik Kristjánsson og ritverk hans. Mynd: —eik. Þeir Lúftvlk Kristjánsson, rit- höfundur og Steindór Steindórs- son frá Hlöftum, fyrrum skóla- meistari á Akureyri, hafa nú ver- ift kjörnir heiftursdoktorar vift Háskóla lslands. Munu þeir fá „bréf upp á þaft” þann 27. þ.m. Af þessu tilefni haffti blaöamaft- ur Þjóöviijans tal af Lúöviki Kristjánssyni og spuröi fyrst hvort hann heffti haft nokkurn grun um aö þetta stæöi til. — Nei, ég haffti náttúrlega enga hugmynd um aft þetta væri i bi- gerö fyrr en mér barst i hendur bréf um þaft, sagfti Lúftvik. Ég átti þessa enga von og haffti ekk- ert um þaft hugsaft. — Heldurftu aft hér sé lagt til grundvallar eitthvert eitt ritverk þitt efta rit- og rannsóknarstörf jin i heild? — Mér finnst nú trúlegt aö þetta standi i sambandi vift ritverk min iheild en þaö má vera aö einkum sé litiö til þess siöasta, islenskir sjávarhættir. Annars hefur mér engin sérstök grein veriö gerö fyrir þvi, en þaö upplýsist sjálf- sagt þegar þar aft kemur. — Hvaft hefur þú samiö margar bækur, Lúövik? — Ef þú átt viö bindatöluna þá hygg ég aö þau séu oröin ein 10. Þaö eru Vestlendingar, þrjú bindi, úrheimsborg i Grjótaþorp, tvö bindi, A slóöum Jóns Sigurfts- sonar, ein bók, úr bæ i borg og Viö fjörö og vik, Bildudalsminn- ing og svo þaft bindi, sem Ut er komiö um Islenska sjávarhætti. Jú, þau eru vist 10. — NU sóttir þú um hriö tima i Háskólanum en fékkst hinsvegar ekki aö ganga þar undir próf. Var orsök þess sú, aö þú varst ekki stúdent? — Já, þaft kom ekki til mála af þvi mig skorti stúdentsprófift. Þaö var þröskuldurinn. En þær ástæftur munu nú ekki gilda leng- ur, skilst mér .Menn geta nú lokift prófi viö Háskólann, ef þeir standa sig á annaö borft, þótt þeir hafi ekki stúdentspróf. — Telurftu samt ekki aft nám þitt vift Háskdlann hafi orftift þér verulegur ávinningur? JU, mikil ósköp, alveg tvi- mælalaust og hann mikill, en ég var þarna tvo vetur. — Hverjir voru kennarar þinir? — Sigurftur Nordal, Árni Páls- son og Alexander Jóhannesson. Þaö var ekki öftrum til aft dreifa þá, enda ekki i kot visaft aft njóta leiftsagnar þessara manna. — Finnst þér aö prófleysiö hafi háft þér vift ritstörfin? — Nei, þaft held ég nú ekki. Jú, þaö heföi kannski verift gott aft kunna eitthvaft fyrir sér i latin- unni, en aft öftru leyti held ég nú aft prófleysift hafi ekki bagaft mig mitóft. Maöur hefur náttúrlega alltaf lesiö mikiö og reynt aö afla sér menntunar á þann hátt. Slikt nám tekur auövitaö sinn tlma en nýtist manni eigi aö siöur býsna vel, hefur mér fundist. — Hefðirðugengiðmenntaveg- inn, eins og sagt er, ef efni og aft- stæöur hefftu leyft? — Já,þafthefftiég hiklaust gert. — Og varla þarf aft þvi aft spyrja hverskonar nám þú hefftir þtí lagt fyrir þig? — Og ætli það heföi nú ekki orð- ift þaö sama og það sem ég hef verift aft dunda vift; ég heffti lagt fyrir mig sagnfræðina, Islands- söguna. Hún hefur jafnan veriö mitt mesta áhugamál og kærasta viöfangsefni. — Aft hverju ertu aft vinna núna? — Ég er aö vinna aö ööru bind- inu um sjávarhættina. Er aö vona aö þaö geti komift út á næsta ári. Hiö fyrsta er nú uppselt og er aö komaút öftru sinni, væntanlega i næsta mánufti. — Og hvaöa tilfinningar vekur þaö svo meft þér aft vera orftinn heiftursdoktor vift Háskólann? — Ég er aft sjálfsögftu þakklát- ur fyrir þennan heiftur og þykir Ut af fyrir sig vænt um hann, þaft væri hræsni aft segja annaft. Aft ööru leyti vekur þetta engar sér- stakar tilfinningar meft mér. Mér finnst ég vera sá sami eftir sem áftur. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.