Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. júnl 1981 IfB „só'»''ar\p9e'a 09 ftSwW° ,toe*a' G,eo^^ía ^a° pí^a^ s»sfi® «®s° • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garöabæ Onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmiði. Gerum föst verötilboð SÍMI53468 Frá Bændaskólamim á Hvanneyri Auglýsing um innritun nemenda Bændadeild: Tveggja ára námsbraut (4 annir) að búfræðiprófi. Inntökuskilyrði: — Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi og íullnægt lágmarkskröfum um eink- unn til inngöngu I framhaldsskóla. — Umsækjandi hafi öðlast nokkra reynslu við landbúnaðarstörf og að jafnaði stundað þau eigi skemur en eitt ár, bæði sumar og vetur. — Umsækjandi skal eigi vera haldinn neinum kvilla eða háttsemi, sem öðrum gæti orðið til tjóns að mati skólastjóra. Skriílega beiðni um inngöngu ásamt próf- skirteinum sendist skólanum fyrir 1. ágúst n.k. Búvisindádeild: Þriggja ára námsbraut að kandidatsprófi i búfræði (BS-90). Inntökuskilyrði: — Umsækjandi hafi lokið búfræðiprófi með 1. einkunn. — Umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi i raungreinasviði eða öðru framhalds- námi sem deildarstjórn telur jafngild og mælir með. Umsóknir ásamt prófskirteinum skulu hafa borist fyrir 30. júni n.k.. Nánari upplýsingar eru veittar á Hvann- eyri — simi 93-7000. Skólastjóri. ættfrædi Skagfirðingabók nr. lOkom út fyrir nokkrum dögum. 1 henni er m.a. að finna grein um Einar Baldvin Guðmundsson bónda og alþingismann i Hraunum I Fljótum i Skagafirði en hann var bróðursonur þjóðfrelsis- mannsins fræga, Baídvins Ein- arssonar. Með greininni, sem er eftir Guðmund Daviðsson á Hraunum, fylgir vandað niðja- tal hans sem Ólafur Pálsson verkfræðingur hefur fullkomn- að svo að það nær allt fram til slðasta árs. Hér verður ekki unnt að birta það i heild sinni en tekið það ráö að rekja hér af- komendur eins barna Einars Baldvins, nefnilega Páls Ein- arssonar, fyrsta borgarstjórans i Reykjavík og siðar lengi hæstaréttardómara. Þeir sem viija afla sér alls niðjataisins geta keypt Skagfirðingabók hjá Sögufélaginu sem hefur aðsetur efst i~ Fischersundi. Einar Baldvin Guðmundsson (1841—1910) var þrigiftur. Fyrsta kona hans var Kristin Pálsdóttir og átti hann með henni 9 börn, miðkonan hét Jó- hanna Jónsdóttir og áttu þau saman eitt barn sem fæddist andvana. Þriðja kona Einars Baldvins var Dagbjört Magntís- dóttir og eignuðust þau 3 börn. Páll Einarsson (1868—1954) var fjórða barn Einars Baldvins affyrsta hjónabandi. Hann varð Edda Þórarinsdóttir leikari Björn óiafsson verkfræöingur Páll Einarsson jarðeðIisfræð'nSur NR. s 37 . I Páll Einarsson borgarstjóri Freyr Þórarinsson Einar Baldvin jarðeðlisfræöingur Pálsson prófessor Páll Theódórsson Einar Baldvin eðlisfræðingur Guömundsson alþm. Hraunaætt lögfræðingur aðeins 23 ára gamall og tveimur árum siðar var hann skipaður sýslumaður Barðstrendinga. Arið 1894 varð hann sýslumaður i Gullbringu- og Kjósarsýslu og eins og áöur sagöi varð hann fyrsti borgar- stjóri Reykjavikur á árunum 1908—14. Þvi næst varð hann sýslumaður og bæjarfógeti á Akureyri 1914—1919 en hæsta- réttardómari 1920—1935. Fyrri kona hans var Sigriöur Árna- dóttir landfógeta Thorsteinson (1872—1905) og voru börn þeirra Arni og Kristin. Seinni kona hans var Sigriður Fransdóttir (1889—1970) sýslumanns Siemsen og voru börn þeirra Einar Baldvin, Sigriður, Þór- unn, Franz Eðvarð, ólafur og Þórunn Soffia. Verður nú gerð nánari grein fyrir þeim og af- komendum þeirra sem komnir eru til fullorðinsára: A. Arni Pálsson (1897—1970) verkfræðingur i Rvik, ókvæntur og barnlaus. B. Kristin Pálsdóttir (1898—1940) átti Theódór Jakobsson skipamiðlara á Akureyri. Börn þeirra: 1. Sigriður Theódórsdóttir (f. 1921) jarðfræöingur og mennta- skólakennari, gift Þórarni Guðnasyni iækni og eiga þau þessi börn: la. Edda Þórarinsdóttir (f. 1945) leikari átti Finn Torfa Stefánsson lögfræðing og fv. alþingismann. lb. Freyr Þórarinsson (f. 1950) jarðeðlisfræðingur, giftur Kristinu Geirsdóttur bókasafns- fræðingi en hún er dóttir Geirs Hallgrimssonar alþingismanns. lc. Kristin Þórarinsdóttir (f. 1952) sjúkraliði. ld. Bjarki Þórarinsson (f. 1954) læknanemi, giftur Lucindu Margréti H jálmtýsdóttur bankamanni. le. Helga Þórarinsdóttir (f. 1955) lágfiðluleikari i Reykja- vik. lf. Nanna Þórarinsdóttir (f. 1958) stúdent. 2. Soffía Theódórsdóttir (f. 1922) skrifstofustjóri. 3. Helga Theódórsdóttir (f. 1924), gift Albert Marinó Hans- syni verkamanni. Börn: 3a. Valgerður Albertsdóttir (f. 1947), gift Guðjóni Þór Steins- syni matreiðslumanni. 3b. Sigurbjörg Albertsdóttir (f. 1956) forritari. 4. BjörnTheódórsson (f. 1926) vélstjóri, kvæntur Gullborg Irene Eriksen frá Noregi. 5. Þórunn Theódórsdóttir (f. 1927) bókavörður, gift Baldri Jónssyni rafvélavirkja. Börn yfir tvítugt: 5a. Einar Baldvin Baldursson (f. 1953) sálarfræðinemi, giftur Heiðbrá Jónsdóttur stærðfræði- nema. 5b. Kristín Soffía Baldursdótt- ir (f. 1955) hjúkrunarnemi, gift Helga Mána Sigurðssyni stud.mag. 5c. Hildur Baldursdóttir (f. 1957), gift Einari Kárasyni bók- menntafræðinema. 6. Páll Théódórsson (f. 1928) eðlisfræðingur, sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskól- ans. Kona hans er Svandis Skúladóttir en fyrir hjónaband átti hann barn með Steinunni Bjarman. Börn hans yfir tvi- tugt: 6a. Kristfn Pálsdóttir (f. 1950). 6b. Flóki Pálsson (f. 1953). 6c. Sigrún Pálsdóttir (f. 1955). 6d. Skúli Pálsson (f. 1960). 7. Steinunn Katrin Theódórs- dóttir (f. 1932) meinatæknir, gift Gylfa Pálssyni skólastjóra i Mosfellssveit. Börn yfir tvitugt: 7a. Kristin Gylfadóttir (f. 1953) fóstra. 7b. Þóra Gylfadóttir (f. 1957) nemi, gift Birni Kristinssyni nema. 7c. Snorri Gylfason (f. 1958) nemi. 7d. Kári Gylfason (f. 1960) nemi. C. Einar Baldvin Pálsson (f. 1912) byggingarverkíræðingur, prófessor viö Háskóla Islands, kvæntur Kristínu Pálsdóttur. Börn: 1. Sigriður Einarsdóttir (f. 1943) pianókennari, gift dr. Gunnari Sigurðssyni lækni. 2. Páll Einarsson (f. 1947) doktor í jarðeðlisfræði, giftur önnu Þorbjörgu Jóelsdóttur kennara en hún er dóttir Salóme Þorkelsdóttur alþm. 3. Baldvin Einarsson (f. 1950) byggingarverkfræðingur, giftur Margréti Hvannberg kennara. 4. Arni Einarsson (f. 1954) lif- fræðingur, giftur Sigrúnu Jóns- dóttur stúdent. D. Sigriður Pálsdóttir (1913—1941), gift Heinrich Roth verkfræöingi frá Dresden. E. Þórunn Pálsdóttir (1915—27). F. Franz Eðvarð Pálsson (f. 1917) fulltrúi hjá Oliuverslun Is- lands, kvæntur Jóninu Margréti Pálsdóttur. Þeirra börn: 1. Páll Franzson (f. 1945) deildarstjóri hjá Tollgæslu ís- lands. 2. Hjalti Franzson (f. 1947) jarðfræðingur, kona hans er Friður Guðmundsdóttir. 3. Leifúr Franzson (f. 1952) ly f jafræðingur, kvæntur Margréti Guðrúnu Ormslev exam.art.. 4. Bogi Franzson (f. 1958) stúdent. G. Ólafur Pálsson (f. 1921) verkfræðingur, giftur önnu Sig- riði Björnsdóttur. Börn: 1. Björn Ölafsson (f. 1946) verkfræðingur, giftur Guð- björgu Helgu Magnúsdóttur. 2. Sigriður ólafsdóttir (f. 1949) kennari, gift Birni Má Ólafssyni lækni. 3. Marta ólafsdóttír (f. 1950) líffræðingur, gift Sigurði Stefánssyni lækni. 4. Unnur ólafsdóttir (f. 1952) veðurfræðingur, gift Þórarni Eldjárn bókmenntafræðingi og rithöfundi. 5. Páll Ólafsson (f. 1957) stærðfræðinemi. 6. Kjartan ólafsson (f. 1958). 7. Sveinn Ólafsson (f. 1962). H. Þórunn Soffia Pálsdóttir (f. 1932), gift Sigurbirni J. Þ. Þor- geirssyni skósmiðameistara. Dóttir þeirra: I. Jónína Soffia Sigurbjarnar- dóttír (f. 1960) skósmiðanemi, gift Rúnari Magnússyni. —GFr Þroskaþjálfaskóli íslands Staða verknámskennara við skólann er laus til umsóknar. Upplýs- ingar um starfið gefur skólastjórinn i sima 43541 og 43968. Umsóknir sendist til skólans fyrir 20. júli. Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.