Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 21
rmoBswwj?! 'í’t’t ídú| .(S%OS fiiylsH ^VHWIVÖÓW -- AQtft 0 Helgin 20.-21, júnl 1981 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 21 Fleiri konur látast af völdum reykinga en leg- og brjóstkrabba t reykingastriðinu visa báðir aðilar til kyntöíra. Myndin til vinstri er írá Krabbameinssambandinu i Bandarikjunum, næst kemur þýsk aug- lýsing þar sem reykingar eru tákn um lifsstil og siðast auglýsing frá bandariskum heilbrigöisyfirvöldum, sem stjórn Reagans hefurtekið úr umferð, að þvi er sagt er vcgna þrýstings frá sígarettuframleiðendum. „KvennamorSngjarnir” eöa „The Ladykillers” nefnist nýút- komin bók, sem hefur vakið mikla athygli og fjallar um aöra og hættulegri kvennamoröingja en kvikmyndin sem ber sama nafn. Samkvæmt rannsóknum I fjölmörgum löndum eru það hvorki umferðarslys né krabba- mein í brjóstum eöa legi sem veröa flestum konum aldurtila. Þaö eru sígaretturnar. „The Ladykillers” — Why smoking is a feminist Issue — er nafn þessarar bókar, en þar er fjallað um reykingarvenjur kvenna. Niðurstööurnar eru ógn- vekjandi: Konum gengur miklu verr að hætta aö reykja en karl- mönnum. Herferöin gegn reyk- ingum sem farin er um allan hinn vestræna heim, virðist ná aö mjög takmörkuðu leyti til kvenna. Meö sama áframhaldi verða konur i miklum meirihluta meðal reykingarmanna innan 20 ára. Herferöin gegn reykingum hef- ur dregið mjög úr reykingum karlmanna, eöa um 60% árið 1961 og 47% árið 1975 svo eitthvaö sé nafnt. En prósentutala þeirra kvenna sem reykja er enn 40%. Talið er aö stdlkur byrji æ yngri aö reykja, margar konur auka reykingar er þær takast á hendur erfið og krefjandi störf og tiltölu- lega fáar konur hætta algerlega við si'garetturnar. Framundir siöustu heims- styrjöld þótti það ekki dömulegt aö reykja og þá uröu konur aö reykja lftiö og sjaldan ef þær áttu ekki að missa mannoröið. Um 1950 voru konur aöeins hálfdrætt- ingar á viö karlemenn i reyking- um. Ariö 1979 var hins vegar svo komið i Bandarikjunum aö meöal unglinga reyktu fleiri stúlkur en drengir. Bandariskar konur i stjórnun- arstörfum reykja nú meira en karlar (42% kvenna á móti 37% karla). Stofnanir, sem reyna aö hjálpa fólki tilaö hætta aö reykja fá miklu fleiri konur til meöferðar en karlmenn, þótt árangurinn sé áberandi minni. Helmingi færri konum tókst aö venja sig af reyk- ingum en karlmenn hjá einni slikri stofnun i Bandarikjunum á s.l. ári. Konur sem taka pilluna auk þess að reykja eru i 40 sinnum meiri hættu en þær sem ekki reykja og ekki taka pilluna. 1 Bretlandi deyja fleiri konur Ur lungna og hjartasjúkdómum sem stafa af reykingum (amk. aö hiuta) en samanlagöur fjöldi þeirra karla og kvenna, sem far- ast i' umferöarslysum. Það kemur einnig fram i bók þessari aö konur viröast reykja af öörum ástæöum en karlmenn. Rannsóknir á reykingavenjum fólks syna, aö konur reykja frek- ar þegar þær eru taugaóstyrkar og æstar, en karlmenn tengja sigarettur fremur afslöppun og hvlld. Fylgst var með hópi karl- manna og kvenna aö horfa á kvik- myndir. Kom i Ijtís að konur reyktu mest undir hryllings- myndum á meöan karlmennirnir fengu sér helst sigarettu undir léttum gamanmyndum. í fram- haldi af þessu er þvi haldib fram aö konur noti sigarettur fremur til aö dylja ofsa, taugaspennu og vanlíöan.en karlmenn tengi siga- rettur fremur velliöan. Haft er eftir einni konu i bókinni: „Þegar ég reyki finn ég hvernig reiði og spenna hverfur Ur likama min- um. Sigaretturnar skaöa engan nema mig.” önnur kona segir: „Mennirnir okkar geta geövonsk- ast þegar þeir koma heim og eru spenntirá taugum. Viö konurnar eigum að taka viö skapvonsku og spennu frá öllum i fjölskyldunni og vera stööugt imynd hinnar sönnu móöur. Ég vilekki öskra og æpa á alla í fjölskyldunni, svo ég reyki.” Þessar skýringar koma heim og saman viö rannsóknir sem sýna aö konur dylja mun betur spennu og vanliðan er karlmenn, taka slfk óþægindi inn á sig og felaþauí stað þess aö láta þau op- iö I ljós og losna þannig við óþarfa spennu á sama hátt og flestir karlmenn gera. Hér er aö sjálfsögöu um alhæfingar að ræöa, en fjöldamargar rannsókn- ir sýna aö þessi skilgreining á viö mikinn hluta kvenna. Þá erfjallaö nokkuð um herferð gegn reykingum vanfærra kvenna og bent á aö nær eingöngu er fjallað um heilsu konunnar i tengslum viö lif og heilsu barns- ins. Þ.e. hUn á aö hætta aö reykja barnsins vegna, ekki endilega sjálfrar sin vegna. Enda tekst mörgum konum aö hætta að reykja á meöan þær eru vanfær- ar, en taka svo tilaf fullum krafti viö reykingarnar eftir aö barniö er fætt. Einástæðan fyrir þvi að konur i hinum vestrænu þjóðfélögum reykja svo mikiö er talin tengd kynimyndinni. Aö reykja er ein aöferb konunnar til að sýnast máttug, fulloröin og töff. Og sú staöreynd aö reykingar orsaka dauða fleiri kvenna en leg- og brjóstkrabbamein samanlagt sýna að miklu betur má ef duga skal i herferðinni gegn reyking- um. (ÞS þýddiog endursagöi) Við kynnum þér Kenwood SigmaDrive, turbo hlaðtö Hi-Fi. Það sem er turbo fyrir bíla, er Sigma Drive fynr Hi-Fi hljómburð. Þetta er ný einstök Kenwood aðferö við að láta magnarann annast eftirlit með, og stjóma tónblæ hátalaranna. Aðferðin er í því fólgin, að á sama andartaki og magnarinn sendir frá sér rafboð til hátalaranna, nemur Sigma Drive hvemig þau birtast í þeim, gerir samanburð og knýr fram leiðréttingu til samræmis við upprunalega gerð þeirra. Þess vegna tengjast 4 leiðarar í hvern hátalara. §KEI\IWOOD >ST HIFI STEREO ORIVE NEWHISPEED KENWOOD SIGMA DRIVE er algjör stökkbreyting í gerð hljómtækja FREQUENCY CHARACTERISTIC AT SPEAKER INPUT SPEAKER SIGNALINPUT SENSOR CORD FREOUENCY |Hz| Distortion characteristic between 5- and normal drive. Simplified block diagram of 51 Drive. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 KA-1000: Sigma Drive system "hi-speed"-100 watts per channel-distortion—0.005%—Non magnetic construction—DC coupied—dualpower > supply—Zero switching '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.