Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 13
Helgin 20.-21. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA I31 Langt síðan Mörkin var uppgötvuð sem paradís ferðamanna Rætt við Jón Böðvarsson skólameistara sem verður . aðalfararstjóri Nú er vika þar til lagt verður upp í sumar- ferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík og von- andi vita nú allir að áfangastaðurinn er að þessu sinni Þórsmörk. Aðalfararstjóri farar- innar verður Jón Böðvarsson skólameistari í Keflavík, þrautreyndur leiðsögumaður ferðamanna, maður sem mörgum stundum hefur dvalið í Mörkinni og þekkir hana flest- um betur. Við báðum Jón að segja okkur frá Þórsmörk og hvernig f undum hans og hennar bar fyrst saman. — Ég kom fyrst i Þórsmörk árið 1960 og þá i ferð á veg- um Æskulýðsfylkingarinnr. Þá var leiðsögumaöur okkar Böðvar Pétursson hjá Helgafelli. Svo var það sumarið 1963 að ég varð skálavörður i Mörk- inni og tók við af Jóhannesi heitnum skáldi úr Kötlum. Aðstoðarmaður minn þetta sumar og hið næsta var Finnur Torfi Hjörleifsson. Jóhannes setti okkur inn i skálavörsluna. en þeir Einar Guðjohnsen og Jóhannes Kolbeinsson gengu með mér eina helgi um Þórsmörk og það var geysimikil ganga, ég held að þetta hafi verið erfiðasta gönguferð sem ég hef farið i. Mörkin er viðáttumikil eins og flestir vita og viða torfær. Ég held nú raunar að þeir félagarnir hafi verið að prófa með þessu hvort ég væri hæfur til starfans. Við Finnur vorum þarna saman sumurin 1963 og ’64 þá hætti hann, en ég var skálavörður i alls sex sumur, siðast 1970. En siöan hef ég auðvitað oft komið þar og á ýmsum árstimum. Um Þórsmörkina en það annars að segja að það er tölu- vert langt siöan mönnum varð það ljóst hvilika kosti hún hefur sem áfangastaður ferðamanna. Ég held að fyrsti maðurinn til að benda á þetta hafi verið Jón Söðli sem svo var kallaður og var nokkurs konar fóstri Þorsteins Erlingssonar. Hann hefur lika áreiðanlega vakiö athygli Þorsteins á fegurð þessa staðar, ég held að ég geti fullyrt að Þorsteinn hafi fyrstur ort kvæði um Þórsmörkina sem komst á hvers manns varir. Þar á ég við kvæðið „Sól- skrikjan,” en þar segir i siðasta erindinu: En fjær er nú söngur þinn, sólskrikjan min, og sumur þins vinar hin fegurstu liðin. Hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þin, hann þráir svo ljóðin og vornæturfriöinn. Ferðir i Þórsmörk voru nú oft hálfgerðar svaðilfarir áöur en brúað var.þá var farið úr Fljótshliðinni og sund- riöið yfir Markarfljót. Það var i rauninni Ferðafélag Islands sem gerði Þórs- mörkina aö þeirri almenningseign sem viö getum talið hana i dag. Fyrsti Ferðafélagsskálinn var reistur sumarið :1955. Hann var skirður „Skagfjörðsskáli,” eftir Kristjáni Skagfjörð. Kristján var lengi formaður ferðafélagsins og beitti sér fyrir byggingu sæluhúsa á hálendinaen hann lést þegar skálinn i Þórsmörk var i smiöum. Fyrsti skála- vörður i Skagfjörðsskála var svo skáldið Jóhannes úr Kötlum og hann bast Þórsmörkinni órjúfanlegri tryggð. Þórsmörkin kemur miklu viðar við sögu frá gömlum tima en menn skyldu halda, en þar eru samt ekki margir staðir þar sem við köllum sögustaöi i hefðbundnum sk-iln- ingi, þvi hún er venjulega nefnd sem ein heild. Landnáma segir að Asbjörn Reyrketilsson hafi numið land á milli Krossár og Þröngár og helgað Þór og kallað Þórsmörk. En það sem oft er kallaö Þórsmörk i daglegu tali er i raun- inni tvö svæði, Þórsmörkin og svo Goðaland. Skáli Útivist- ar i Básunum er i Goöalandi svo dæmi sé tekið. Auðvitað eru svo margir staðir i Mörkinni sem allir þurfa að sjá sem þangað fara að það er erfitt að taka örfáa út. — Sem dæmi vil ég nefna Húsadal, Langadal og Litla- enda. Goðagil er lika þarna á sinum stað og við þaö stend- ur Búðahamar, mjög sérstætt náttúrufyrirbæri. Það er lika margt að sjá i leiðinni inn i Mörk og viö munum m.a. örugglega lita viö i Stakkholtsgjá áður en viö höldum inn i Þórsmörkina sjálfa. —j- Sumarferð Alþýðubandalagsins um næstu helgi Sérkennilegur steinbogi upp af Stóraenda. t mynni Stakkholtsgjár á leiö inn i Þórsmörk ÓMÖRK Jóhannes úr Kötlum gerðist skálavörður i Þórs- mörk þegar rekstur sæluhúss hófst þar 1956. Sem vænta mátti létu töfrar Þórsmerkur náttúruunn- andann Jóhannes ekki ósnortinn, og i ljóöabókinni „Tregaslagur” lýsir hann sumarmorgni i Þórs- mörk á þennan hátt i ljóðinu „Ó mörk”. Ó mörk hversu sæll og rikur ég reis á fætur af, hljóðum draumi er hárfögur morgunsól á enni jökulsins lagöi geislandi glófann svo gekk ég út i þitt háleita huldulíf hvert einasta lauf var leikfang svifandi álfa og dúnmjúkir fuglar flugu inn i ljóðið mitt þitt blágresi festi i brjósti mér djúpar rætur við ilina dálitiö vikurkorn bjó sér ból en mariuhæna tritlaði létt um lófann og himinn þinn var sú bláa blessaða hlif sem yfir mér hvelfdist viö hamingjulindina sjálfa ó mörk þegar sál minni svalaði vatniö þitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.