Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 8
*• A</13 - v./.n JI7ÖÖ14 1881 UK 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. júnl 1^81 bókmenntir Góöar bækur týnast ekki islendingar koma sér, sem betur fer, upp nokkuð öðurvísi agentum en þau ríki sem meiri háttar telj- ast. Og kannski verða eng- ir þeirra betur séðir og vel- komnari gestir en þeir sem hafa lagt fram gáfur og háskólann i Lundi. Fornislenska var þá skyldufag fyrir þá sem voru i sliku námi, auk þess gátu menn tekið námskeið i nýislensku (hjá Nirði P. Njarövik) og það gerði ég. Ég komst þvi fljótt að þvi, að þetta gamla mál var sprelllifandi. Ég fékk mér orða- bók og Þórberg Þórðarson og fór að byggja upp orðaforða —■ með son. Eftirþankar Jóhönnu eftir Véstein Lúðviksson. Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helga- dóttur. tlrval ljóða Jóhannesar úr Kötlum. Þrjú bindi úr sjálfsæfi- sögubálki Halldórs Laxness. Þaö sem siöast kom út var svo verð- launabók Snorra Hjartarsonar, Hauströkkrið yfir mér. Svo það má vel rétt vera að það það verður varla auðveldara að stunda þá iðju á næstunni. Bóka- markaðurinn hefur verið að skreppa saman, forlögin eru mjög varkár. Almenn fjölmiðla- þróun ræður einhverju um þetta, en ekki sist vaxandi umsvif bóka- klúbbanna, sem dreifa ýmiskonar metsölubókum, hlest engil- saxneskum skáldsögum með að- hverfi ekki, týnist ekki — hvorki heima né hér á Islandi. Það munu finnast leiðir til að koma henni á framfæri. Og endilega vil ég halda fram jákvæöri þýðingu Norræna Þýð- ingarsjóðsins. Fyrir 15—20 árum sáust varla bækur frá grannlönd- unum i Sviþjóð. Og það hefði varla orðiö mikið úr útgáfum Rsett við Inge Knutsson, atkvæðamikinn þýðanda íslenskra bókmennta . . . ég fékk mér orðabók og Þórberg . . . Ólaf Jóhann þýddi ég og Snorra nú síðast ... gagnrýnendum hœttir við að fjalla um allt í sama tón . . . það væri synd að saka mig um leti . . . sumir byrja ekki fyrr en undir fertugt þrautsegju viö aö þýöa á erlendar tungur bók- menntir íslenskar. Inge Knutsson er mjög framar- lega í þeim hópi: það var hann sem þýddi á sænsku þær Ijóðabækur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og Snorra Hjartarsonar, sem hafa hlotið bókmennta- verðlaun Norðurlanda- ráðs. Frá þvi 1974hefur Inge þýtt ein- ar fimmtán bækur úr islensku á móðurmál sitt og haft þessa iðju sem aðalstarf á siðustu árum. En fyrir fjórum árum fékk hann rit- höfundastyrk til að vinna að þýð- ingum — ef vel er að staðið, segir Inge i viðtali viö Þjóðviljann á dögunum, þá get ég látiö þennan styrk og þýðingarlaun fyrir 2—3 bækur á ári duga mér til fram- færis. Sprelllifandi mál Þetta byriaöi á þann hátt, segir hann, að ég lærði norræn mál við miklum uppflettingum til að byrja með. Og ég komst fjljótt að þvi að þaö vantaði þýðingar úr islensku. Fyrst og fremst höfðu bækur Halldórs Laxness verið þýddar á sænsku, ekki mikið annað. Ég fékk áhuga á þvi að bæta nokkuð úr, þvi ég hafði alltaf verið bók- menntalega sinnaður, eins þótt ég hefði áform um aö skrifa doktors- ritgerð um tökuorð i islensku á vissu timabili. Fimmtón bækur Nema hvað, 1974 hafði ég þýtt og fengiö gefið út ljóðasafn, sem ég kallaði ,,Ord frSn ett utskar”, þar voru ljóð eftir þá sjö frum- kvöðla islensks módernisma sem mér fannst mest til koma. Ariö siðar hafði ég þýtt Guðsgjafar- þulu Halldórs Laxness. Siðan rek- ur hver bókin aðra: ljóðasöfn Ólafs Jóhanns sem hann hlaut Norðurlandaráðsverðlaunin fyr- ir. Þá úrval ljóða eftir Einar Braga. Yfirvaldiö eftir Þorgeir Þorgeirsson og siðar Einleikur á glansmynd eftir saraa. Mánasigö Thórs Vilhjálmssonar og Punkt- ur, punktur eftir Pétur Gunnars- væri synd að saka mig um leti. Ég hefi lika þýtt tvær færeyskar bækur og eina úr norsku og ég mun aö likindum halda áfram meö að þýða úr fleiri máium en islensku. En næst á dagskrá verð- ur að likindum Grikklandsár Halldórs Laxness auk bókar sem ég er beðinn að þýöa vegna Norð- urlandaráðsverðlaunanna. Ágætar viðtökur Ekki treysti ég mér til að gera upp á milli þessarra bóka, sem ég hef verið að þýða — sjálfum finnst mér gott að glima við ólik verk, hafa tilbreytingu. Stundum er tal- að um að islenskar bækur njóti sérstakrar velvildar vegna þess bókmenntaorðs sem fer af land- inu, vegna sérstöðu þess. Ég skal ekki um það segja — mér finnst að sænskir gagnrýnendur hafi yf- irleitt fjallað með eðlilegum hætti um bækurnar sem ég hef þýtt, yf- irleitt með vissum velvilja, en tekiö á þeim eins og bókum ann- arra höfunda og vitanlega er það æskilegast. Mér finnst blátt áfram að þessar bækur geti lifað, „fúngerað” i Sviþjóð rétt eins og hér. Tökum dæmi af bók sem var mjög vinsæl hér, Punkturinn Pét- urs — hún fékk einnig bestu viö- tökur i Sviþjóö. „tslendingur með stil" skrifaði einn gagnrýnandi. Hann átti meðal annars viö það, aö hjá okkur, eins og reyndar hér og viðar, bar töluvert á þvi, að einmitt yngri höfundar ynnu slælega úr sinu efni, létu allt flakka. Honum fannst Pétur ánægjuleg undantekning. Annars finnst mér viss slappleiki sækja á i gagnrýni bæði hér á Islandi og i Sviþjóð, það er tilhneiging hjá gagnrýnendum að skrifa i ósköp svipuðum tóni um allt, gott og lé- legt. Markaöurinn þrengist Það er allmikið um ýmislega styrki til bókmenntastarf i Svi- þjóð, en það eru ekki margir sem reyna aö lifa af þýðingum. Kannski tylft manna eöa svo. Og gengilegum f jölskyldumálum miðstéttanna, i stórum upplögum og fyrir 30—40% lægra verð en flestar aðrar bækur eru á. Sænsk- ar bækur fljóta að sönnu með i þessu kerfi, en það getur þá eins verið, að höfundarnir hafi lagað sig sérstaklega að þeim meöal- kröfum sem eru á þessum mark- aði. Eða aö þeir hafa dottið niður á efni sem allir eru að hugsa um eins og Jersild, sem seldi i 200 þúsund eintökum skáldsöguna Babels hus, sem fjallar um sjúkrahús. Það er nú svo, að ann- aöhvort vinnur fólk á sjúkrahúsi eða hefur legið þar eða er á leið- inni þangað. Auk þess var mikil kynning á bókinni fyrirfram i vikublöðum og viðar. Flest lagð- ist semsagt á eitt með forvitni um þessa bók. En annars eru upplög bóka i Sviþjóð ósköp svipuð og hér — 2000—3000 eintök. Sjóðir Það má sjálfsagt ýmislegt að opinberri aðstoð við sænska bóka- útgáfu finna. En ég held það eigi hvað sem öðru liður, að vera sæmilega tryggt, að góð bók þýðinga minna úr islensku ef að sjóðurinn hefði ekki veriö. Ekkert liggur á Inge Knutsson hefur sjálfur gefið út ljóðabók sem heitir Morgonen talar havets sprák. Þar fer fyrst tilbirgði við Höfuð- lausn: þessi nótt er þin siðasta — þú getur þvi aðeins bjargað höfði þinu að þú hugsir yfirþyrmandi, fullgilda hugsun. Og svala situr við gluggann og truflar þig — en það mun lítt stoða þótt þú drepir hana...Það er lika fjallaö um þá múra sem risa umhverfis þig og hækka dag hvern og það er litil huggun þótt dropinn holi steininn: til að fella þessa múra þyrfti haf- sjó af uppreisnarvatni ,,en einn átt þú aðeins tár”.... — Heldurðu áfram að yrkja, Ingi? — Ég fæ aldrei tima til þess að skrifa sjálfur, segir Inge Knuts- son og brosir við. En það liggur ekkertá.Sumirbyrjaekki fyrr en um fertugt. Enn er ekki úti öll TU félagsmanna B.S.A.B. Félagið hefur fengið úthlutað lóð undir fjöl- býlishús í 2. áfanga nýs miðbæjar. Hér með er óskað ef tir umsóknum um íbúðir í þessum byggingarf lokki sem verður hinn 10. Samkvæmt lögum B.S.A.B. hafa félagsmenn sem ekki eru ibúðaeigendur forgangsrétt f yrir þeim sem eiga hús eða íbúðir fyrir á félags- svæðinu. Þeir sem nú eru félagsmenn í B.S.A.B. hafa forgangsrétt fyrir nýjum fé- lagsmönnum til 28. júní 1981. Skrifstofa B.S.A.B. að Síðumúla 34 verður op- in daglega kl. 15-17 til að taka við umsóknum. Stjórn B.S.A.B. von.... AB. Ritgerðasain Imr Sjómannadagsins Allir þeir sem lofað hafa efni i fyrirhugaða útgáfu ritgerðarsafns Sjómannadagsráðs eru beðnir um að senda efni fyrir 1. júli til Hrafnistu i Hafnarfirði merkt Pétri Sig- urðssyni. Allur ágóði fyrirhugaðrar útgáfu rennur til byggingar hjúkrunarheimilis Hrafn- istu. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.