Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 5
Helgin 20.-21. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 notad 09 nýtt Viðtalsþjónusta Þjóðviljans: Fátt helur vakiö meiri og veröskuldaöri athygli aö undan- förnu en tilkoma allra hinna nyju verktakafélaga. Er skemmst aö minnast stofnunar verktakafélags öskukalla, veöurfræölnga, ættfræölnga, iækna og nú siöast löggæslu- manna. t tilefni af stofnun verktakafélagsins Armur lag- anna s/f þótti okkur hjá Viötals- þjónustu Þjóöviljans rétt aö leita svara hjá talsmanni félagsins Einaröi Einharössyni rannsóknarlögreglumanni. — Einarður, sumir vilja halda þvi fram, að það orki tvimælis, aö félag ykkar Armur laganna s/f sé lögmætt félag? — Já, þaö eru alltaf einhverjir sem vilja ákveða fyrir almenn- tng hvaö eru lög i þessu landi. Viö látum það sem vind um eyru þjtíta. — Sjáið þið enga aðra leiö til þess að bæta kjör ykkar lög- gæslumanna? — Alls ekki. Rikisvaldið hefur hundsað kaupkröfur okkar það lengi, að við sjáum enga leið færa aðra en.aö taka Verktaka- félagið Armur laganna sf. lögin i okkar hendur, ef svo má segja, og það höfum við gert með stofnun verktakafélagsins Armur laganna s/f. Ég sé ekkert ólöglegt við stofnun verktakafélags á þessu sviöi fremuren öðrum. — NU hafið þið auglýst verð- skrá Einarður, er gerlegt að verðleggja löggæslustörf einsog til dæmis málningarvinnu? — Já, þvi ekki? Það má flokka okkar störf nákvæmlega einog önnur störf iþjóðfélaginu. Við setjum upp ákveöið gjald fyrir handtöku, fyrir stöðvun bifreiðar, fyrir að láta blása i blööru, fyrir að sitja i lögreglu- bilnum, fyrir að taka skýrsluaf drukknum ökumanni, fyrir að læsa fángaklefanum, svo ég nefni nd bara af handahófi örfá dæmi. — Einarður, hvernig munduð þið hjá Armi iaganna s/f bregð- ast við, ef einhver hringdi og segðist vera i yfirvofandi hættu, það væri t.d. verið að ráöa við- komandi af dögum? — Við mundum einfaldlega reyna að tjá viökomandi hvað þaö kostaði að láta brjóta upp hjá sér dyrnar og annaðhvort fjarlægja likið eða afvopna til- ræðismanninn. Hafi viðkom- andi ekki fé handbært til að greiða fyrir þjónustuna gefst honum kostur á að skrifa uppá viðskiptavíxil með venjulegum víxilkostnaði. En þaö er deg- inum ljósara aö við getum ekki fremur en aðrir i þessu þjóð- félagi, veitt þjónustu nema gegn öruggri greiðslu. — NU hefur fjármálaráðherra lýst yfir því, að hann álíti aö- ferðir ykkar varða við lög. Hverju viltu svara þeim ásök- unum? — Ráðherrar koma og fara, en löggæslan blivur. Mér finnst að ráðherrar ættu að hugsa sig um tvisvar, áðuren þeir gagnrýna löggæsluna opinber- lega. — Einaröur, teljið þiö aö al- menni'ngur muni möglunarlaust sætta sig viö aö löggæslan færist i hendur verktakafélagi? — Við erum reyndar með sérstaka þjónustu við þá sem ekki sætta sig við þjónustu okk- ar. erlendar bækur Heinrich Heine: Sakularausgabe —Werke, Briefwechel, Lebens- zaugnisse. Herausgegeben von den Nationalen Forschungs und Gedenkstatten der klassischen deutschen Literatur in Weimar und dem Centre National de la Itecherche Scientifique in Faris. Band 13: Potfmes et Lé- gcndes. Bearbeiter Pierre Grappin. Band 27. Briefe an Heine 1852—1856. Kommcntar. Bcarbeiter Christa Stöcker. Akademie-Verlag Berlin — Edi- tions du CNRS Paris 1978—1980. Alls mun bindafjöldi Heine*út- gáfunnar verða um 30. Nokkur eru útkomin og eru þessi bindi þau siöustu. Þessi útgáfa er ein- staklega vel unnin, nákvæm og vönduð. 27. bindið eru athuga- greinar við bréf til Heines 1852—56 og er allt tint til sem snertir bréfin og ekki er að finna i þeim sjálfum. PoSms et Lé- gendes par Henri Heine kom út i Paris 1855, ári áður en hann lést. Paris og Frakkland urðu annaö föðurland Heine frá 1831. Þýð- ingarnarhefjastmeð Atta Troll, satiriskum kvæðabálki þar sem efnið er Þýskaland og hin ömur- legu örlög þess, sem Heine sá fyrir og gat aldrei sætt sig við. Heine mótaði þá mynd Þýska- lands, sem átti eftir að ráða hugmyndum Frakka um langan aldur, eins og hann mótaði hug- Heinrich Heine myndir Þjóðverja um Frakk- land. Þessar hugleiðingar hans komu fram i greinum sem hann skrifaði i Revue des deux Mond- es á árunum 1832—35, en þær voru siöar gefnar út i Die romantische Schule og i Zur Ge- schichte der Religion und Philo- sophie in Deutschland. Þótt Heine segði skiliö við Þýska- land, mótaðist afstaða hans til fööurlands sins af ást og hatri og einmitt þessvegna varð honum þemað Þýskaland stöðugt ihug- unarefni, stöðug kveikja til at- hugana og uppgjörs. Frakkar kunnu að meta Heine og hann naut þar opinbers rithöfunda- styrks. Þvi fór fjarri að Heine dáði allt það sem franskt var. Fáir menn hafa haft meiri ömun á frönskum smáborgurum en hann og þá einkum konungi þeirra, borgarakóngnum Lúð- vik Filip. Marcus Clarke: His Natural Life. Edited with an lntroduction by Stephen Murray-Smith. Peng- uin Books 1980. Marcus Clarke fluttist frá London til Astraliu 1863. Hann stundaði blaðamennsku og ým- iss konar skriftir, og höfuð- árangurinn varð þessi bók. I henni dregur hann upp mynd þeirra, sem enskt réttlæti taldi heppilegast að flytja úr landi i refsingarskyni. Fjöldi manna var dæmdur til þess að flytjast i fanganýlendurnar, þ.á m. Astraliu. Lýsingar Clarke, á örlögum þeira sem þangað lentu eru ekki sérlega glæsileg- ar. Margir komust þangað aldrei, þeim þótti skárra að stytta sér aldur, áður en kæmi til nauöungarflutninganna. Bókin er hér prentuö óstytt og gefin út i Penguin English Libr- ary. Skólastjóra vantar við Tónlistarskólann i Ólafsvik frá 1. sept. n.k. Upplýsingar um stöðuna gefa: Sveitar- stjóri i sima 93-6153 og formaður skóla- nefndar i sima 93-6293. Skólanefnd. Skrásetning stúdenta til náms á 1. námsári í Háskóla Islands fer fram frá l. til 15. júli 1981. Umsókn um skrásetningu skal fylgja staðfest ljósrit eða eftirrit af stúdentaprófsskirteini, skrásetningargjald kr. 320.- og tvær litlar ljósmyndir af umsækjenda. Skrásetningin fer fram i skrifstofu háskólans og þar fást umsóknarey ðublöð. Athugið: Ekki verður tekið við umsóknum eftir 15. júli. Organisti — Ólafsvíkurhreppur Organista vantar yið ólafsvikurkirkju nú þegar eða frá 1. sept. n.k.. Æskilegt er að viðkomandi geti tekið að sér kennslu við Tónlistarskólann. Upplýs- ingar hjá formanni sóknarnefndar i sima 93-6233 og formanni skólanefndar tónlist- arskólans i sima 93-6293. Sóknarnefnd. Frá Garðaskóla Laus er til umsóknar ein staða kennara i liffræði og eðlisfræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Nánari uppl. gefur skólafulltrúi Garða- bæjar i sima 42311. Skólanefnd. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast á næturvaktir á öldrunarlækningadeild Landspitalans frá og með 1. júli. Áætluð vinna 9 nætur i mánuði. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspitalans i sima 29000. LÆKNARITARAR óskast til frambúðar á ýmsar deildir. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin, ásamt góðri vélritunar- kunnáttu. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspital- anna fyrir 6. júli n.k. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri i sima 29000. STARFSMAÐUR óskast sem fyrst i heila- rit Landspitalans. Stúdentspróf eða sam- bærileg menntun æskileg. Um framtiðar- starf er að ræða. Upplýsingar veitir deildarstjóri heilarits i sima 29000 milli 10—12. KLEPPSSPíTALI FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast við Klepps- spitalann. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Stjórnarnefnd rikis- spitalanna fyrir 29. júli n.k. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi i sima 29000. Reykjavik, 21. júni 1981 Skrifstofa rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, simi 29000.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.