Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 3
Helgin 20.-21. jiini 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Aðalverblaun i áskrifendaþraut Þjóftviljans, Kenwood hljómflutnings tæki. Þrautin að þekkja andlit Þjóðviljinn hefur ákveðið að leggja þraut fyrir lesend- ur blaðsins. Mun þrautin verða í þrem hlutum# fyrsti hluti birtist i næsta helgarblaði, næsti helgina 25. - 26. júlí og að lokum 23. - 24. ágúst. Birtar verða í hvert sinn myndir af 20 þekktum andlitum, þrautin felst síðan i að þekkja andlitin. Skrifa þarf rétt nöfn við myndirnar og senda lausnina til Þjóðviljans fyrir 15. næsta mánaðar. 25. júlí, ágúst og september verður dregið úr réttum lausnum. I verölaun veröur m.a. vasi hannaöur af hinum fræga finnska arkitekt. Alvar Aalto, 30 hljóm- plötur frá Steinari h.f. og Hljóm- deild Karnabæjar og ITT „stereo” útvarps-segulbands- tæki. Aðalverðlaun fyrir réttar lausnir á öllum þrem þrautunum, Kenwood sigma-drive magnari, Kenwood kd-1600 plötuspilari og Ar-18s hátalarar, verða dregin út i september. Svo veröa auövitaö aukaverö- laun í hverri viku. Vakin er sér- stök athygli á, að nú gefst tæki- færi fyrir þá sem gerast áskrif- endur aö taka þátt i þrautinni og munu þeir fá blaöið fritt til mán- aöa:móta. Skattskrá Reykjaneskjördœmis Guðbergur í Garðinum er með hæstu gjöldin Álögð gjöld samkvæmt skattskrá Reykjaneskjör- dæmis fyrir síðasta álagn- ingarár eru 53,87% hærri en fyrir árið þar á undan en alls nema álögð gjöld kr. 36.629.848.954 gkr. Einstaklingar greiða rúman 31 Leikur ykkar að þessu sinni er 43...-KdK, og þvi svarar Helgi meö 44. Bc6, og er þá staðan þannig: Þiö eigiö leikinn. Hringiö á mánudaga, milli kl. 9 og 18, i sima 81333. miljarð gkr. en aðrir gjaldendur og lögaðilar 5.4 miljarða. Hæstu gjöld einstaklinga greið- ir Guðbergur Ingólfsson saltfisk- verkandi i Garði, samtals 38.543.331 gkr. Iicnedikt Sigurös- son Keflavik greiðir 35.397.348 gkr. og Hreggviður Hermannsson einnig frá Keflavik greiðir 31.364.440, en alls greiöa 11 aðilar yfir 20 miljónir gkr. i gjöld. Mest gjöld félaga i Reykjanes- kjördæmi greiða íslenskir aðal- verktakar á Keflavikurflugvelli samtals 208.804.418 gkr. Þá kem- ur Varnarliðið með 156.723.824 gkr. og Islenska álfélagiö greiðir 124.945.149 eða rúmum 700 þús. gkr. meira en Byggingavöru- verslun Kópavogs sem kemur þar næst á eftir. Alls greiða 35.669 framteljend- ur i kjördæminu skatt samkvæmt skattskránni, en hæst er meðaltal álagðra gjalda i kjördæminu i Garðabæ gkr. 1.140.822. Þá kemur Grindavik meö 1.070.524, Sel- tjarnarnes meö 1.057.541 gkr. og Keflavik meö 1.002.801 gkr. Guðjón í frí og Þórunn tekur við Guðjón Friðriksson umsjónar maður Sunnudagsbiaðs er nú far inn i 3ja mánaða fri, en við um sjón blaðsins hefur tekið Þórunr Sigurðardóttir. Þórunn hefur sét um Sunnudagsblaðið undanfarin sumur, en hún verður hér fram á haustið. Eins og fram hefui komiðf fréttum hlaut hún starfs laun listamanna og fer hún á þau : haust. Alvar Aalto vasi er meöal verðlauna Bátsstrand við Flatey í fyrrinótt, um kl. 1, strandað 170 tonna stálbátur frá Húsavik Sigþór ÞH 100, við Flatey á Skjálfanda. Að sögn Hannesar Hafsteins, framkvæmdastjóra Slysavarna- félags Islands, var báturinn á leið frá Húsavik og hugðust skip- verjarhalda á veiöar. SU veiðiför endaði með þvi, að báturinn strandaði við Flatey. Orsök þessa óhapps er ekki ljós, en vist þykir aö veður hafi ekki blandaö sér i málið, þvi það mun hafa verið hið bliðasta. Engan mann sakaði og áhöfnin beið i rólegheitum i bátnum eftir þvi, að togarinn Kolbeinsey kæmi og drægi hann á flot með flóðinu. — mhg Vegirnir eru heilsuspillandi Heilbrigðismálaráð Vestur landshéraðs ályktaði á fund sinum 12. júni sl. að margir vegii á Vesturlandi séu nú með þeire hættiað þeir flokkist undir heilsu spillandi mannvirki. Þvi skorar ráðið á Vegagerð rikisins að sinna mun betur nauð- synlegu viðhaldi vega m.a. til að draga úr slysahættu og til að koma i veg fyrir að fólk hljót: likamlegt og andlegt tjón af akstri um vegina. VOLVO . lestin'SL er komintil Reykjavíkur í tilefni af því að Volvolestin ‘81 er komin í bæinn, verður Volvo- dagur hjá Velti á Suðurlands- braut í dag, laugardaginn 20. júní frá kl. 10 -18. Lestin verðurtil sýnis, en í henni eru: Volvo F616S með álpalli frá Málmtækni hf. Volvo F7, 6X2, sjálfskiptur með Sörling palli og tölvustýrðri hleðslu- mælingu. Volvo F10,6X2, með flutningahúsi frá BTB, Borgarnesi. Volvo N12,6X4, með upphituðum grjótpalli frá Blidsberg. Volvo Lapplander torfærubifreið. Volvo 345 fólksbifreið og Volvo Penta bátavél. Starfsmenn sölu-, varahluta- og þjónustudeilda Veltis verða til staðar og veita upplýsingar um verð, tæknileg atriði og allt það sem fólk langar að vita um Volvo, Penta, Bröyt, BM, Hiab og Esco. MISSIÐ EKKI AF LESTINNI VELTIH HF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.