Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. júnl 1981 daegurtónlist Ein hinna mörgu hljómsveita sem skotiö hafa upp kollinum á þessu ári er Taugadeild- in. Þrátt fyrir ungan ald- ur hefur hljómsveítínni tekist að ná töluverðri hylli. Og fljótlega mun fyrsta afkvæmi Tauga- uei Idarinnar Iftadagsins Ijos. i tilefni af væntanlegri plötu þótti tilhlýðilegt að bregða undir sig betri fætinum og ná tali af þeim sveinum. Erfið fæðing. Sp. Hvenær var hljómsveit- inni hleypt af stokkunum? Sv.Það var i september á sið- asta ári sem fyrsta útgáfa af Taugadeildinni fór af stað. Sú útgáfa starfaði saman tvær æf- ingar og gaf þá upp öndina sök- um tónlistarlegs ágreinings. Núverandi útgáfa kom fyrst saman um áramótin og hélt sina fyrstu tónleika i Menntaskólan- um við Sund i febrúar t leikgarðinum Taugadeild tekin tali siðastliðnum. Alls hefur hljómsveitin haldið um tiu hljómleika og hefur tæpur helm- ingur farið fram á Hótel Borg. Það var töluvert erfitt að fullmanna Taugadeildina, sér- staklega að finna menn á hljóm- borð, gitar og trommur. En það tókst að lokum. Sp. Upp úr hvaða hljómsveit- um er Taugadeildin sprottin.? Sv.Allar þessarhljómsveitir, Fræbbblarnir, Taugadeildin, Utangarðsmenn, Purrkur Pill- nikk og Q-4-U,eru úreinum stór- um hóp. Taugadeildin er sprottin upp úr þessum hóp. Óskar var i Fræbblunum og æfði meö Utan- garðsmönnum. Þorsteinn, hljómborðsleikarinn, er fyrsti bassaleikari Fræbbblanna. Hinir voru misjafnlega tengdir þessum hóp. Sp. Lék ekki nýi gitarleikari Fræbbblanna með ykkur um tima? Sv. Jú, Assi byrjaði upphaf- lega með okkur en gekk siðan til liös við Fræbbblana. Engu að siður lék hann með okkur þar til við fundum Óðin. Sp. Hvernig gekk að finna nýjan gitarleikara? Sv.Það gekk nú hálf brösótt. Við lentum á alls konar fyrir- bærum allt frá bárujárnsrokk- urum yfir i diskó-aðdáendur og öllu þar á milli. ÓBin fundum við i rusla- kompu heima hjá einum kunn- ingja okkar. Tveir framlínumenn. Sp. Hvað gerið þið utan þess að leika tónlist? Sv.Taugadeildin er af mörg- um og merkilegum sauðahús- um. Einn er golfidjót. Annar er að leita að þaki yfir höfuðiö. Þriöji er verðandi faöir. Fjórði aumingi sem hætti i skóla. Fimmti er kvikmyndaleikstjóri og sá sjötti er i vinnumennsku á Hellu. Sp.Nú hefur það vakið athygli að þið eruð með tvo framlinu- menn (frontmenn). Hvað kemur til? Sv. Okkur fannst það mjög sniðug hugmynd aö hafa tvo framlinumenn, það gefur hljómsveitinni aukna mögu- leika. Svo erum við miklu lif- legri á sviöi með „dansara”. Þannig að þetta hangir allt saman á sömu spýtunni. Að öllum likindum mun Egill leika á saxafón i framtiðinni, þannig að þá verðum við nokkuð vel settir hvað varöar breidd i hljóðfæraskipan. Sp. Hvernig hefur ykkur gengið að fá æfingapláss? Þorsteinn, Kommi, Arni Davið, Óskar, Egill og Óðinn. Talið frá vinstri til hægri. ekta Fræbbbli og verður ekki annað sagt en samstarfið hafi tekist eins og best verður á kosið. Platan er hljóðrituð og hljóð- blönduð i Stemmu á aðeins 16 timum. Við erum mjög ánægðir með árangurinn, þvi að okkur tekst að ná fram mjög svipuöum hljóm og á tónleikum. Samt hefði ekki sakað að fá nokkra tima til viðbótar til að snurfusa nokkra hluti sem heppnuðust ekki sem skyldi við hljóðritun. Erfitt að semja. Sp. Hvernig gengur ykkur að semja á islensku? Sv.l upphafi voru allir okkar textar á ensku, en okkur þótti það ekki við hæfi, þannig að við snöruðum þeim vel-flestum yfir á islensku. Við reynum allir að semja en eins og gengur og geristerum við misgóðir. Arni á sennilega best með að tjá hugs- anir sinar i bundnu máli. Sp. Hver semur tónlistina? Sv. Hún er i lang-iflestum tilvikum samin i sameiningu á æfingum. Einn af okkur kemur þá gjarnan með laglinu og siðan er unnið út frá henni uns lag er fullskapað. Einstaka sinnum kemur það fy rir að við komum með fullbúin lög á æfingar en það er ákaflega sjaldan. Sp. Hafið þið reynt að skil- greina tónlist ykkar? Sv. Við höfum enga skilgrein- ingu á takteinum fyrir blaða- menn né aöra. Tveir popp- spekúlantar kölluðu okkur „ska” hljómsveit ekki alls fyrir löngu. Við hlógum i heila viku yfir þessum stimpli. Ef marka á okkur tónlistarbás má setja hann á milli Fræbbblana og Þeys. Annars er okkur illa við að láta likja okkur við einhverj- ar hljómsveitir. Við leikum okk- ar tónlist. Áhrif frá Bretlandi. Sp.Á hvað tónlist hlustið þið? Sv.Við hlustum á nær allt sem kemur frá Bretlandi. Hljóm- sveitir eins og Joy Division, New Order, Undertones, ,,ska”-hljómsveitir o.fl. o.fl. Sp. Eruð þiö ekkert hræddir við að staðna i einhverri einni tónlistarstefnu? Sv.Þaöer staðreynd sem vert er að gefa gaum, að frjóasta tónlistin hefur komið frá fólki á aldrinum 16-24. Þannig að við eigum enn nokkuð langa leið fyrir höndum. Annars er alger óþarfi að staðna i tónlist. Ef menn leggja það á sig að fylgjast með nýj- ungum verður uppskeran i sam- ræmi við það. Sp.Er einhver stefnubreyting i vændum hjá ykkur? Sv. Já og nei, okkur langar til að standa undir þessum „ska”-áburði en það er allt óráðið ennþá. Sp. Snúum okkur að öðru — hvernig list ykkur á þróunina i islensku tónlistarlifi i dag? Sv. Hún er alveg dásamleg, allir björtustu draumar okkar eru að rætast. Samt er eins og herslumuninn skorti hjá sum- um. Þeir eru ekki ennþá farnir að átta sig á tiðarandanum. Litil plata. Sp. Hvaöa lög veröa á væntanlegri plötu ykkar? Sv.Það verða fjögur lög sem öll hafa verið á „prógrammi” okkar að undanförnu. Það eru lögin „Her longing”, „Tauga- deildin”, „Guð hins nýja tima” og „Hvitar grafir”. „Her longing” er á ensku og var valiö á samansafnsútgáfu Rough Trade Records sem kemur út með haustinu. Auk okkar verða lög eftir Purrkinn, Þey, Fræbbblana og Utangarðs- menn. Sp. Hver var upptökustjóri hjá ykkur? Sv. Valgarður Guðjónsson Sv. Við vorum mjög lánsamir og fengum inni hjá einum kunn- ingja okkar. En erfiðasti hjall- inn hjá öllum hljómsveitum er að fá æfingapláss. Þær eru ekki svo fáar sem orðið hafa úti sökum húsnæðiseklu. Sp. Hvað æfið þið oft i viku? Sv. Að jafnaði eru það þrjú kvöld i viku, þá 4-5 tima i senn. Og svo oftast um helgar,en þær hafa nýst okkur vel. juii viucir Sigurðsson skrifar ->i T Það er Borgarliðiö, Kópa- vogsklikan og Jokerklikan sem staðið sig vel. Gott dæmi um góðar undir- tektir við nýrri tónlist er salan á plötu Purrksins en hún er mjög góð, farin tæp 900 eintök. Sp.Viljiö þið þakka einhverj- um hljómsveitum fyrir þá hugarfarsbreytingu sem átt hefur sér stað aö undanförnu? Sv.Fræbbblarnir eiga stóran þátt sem frumherjar, svo er hlutur U tangarðsmanna ómældur og verður þeim seint fullþakkað hvað svo sem segja má um tónlistina. í kjölfar þessara hljómsveita hafa sprottið upp hljómsveitir i hverjum bilskúr sem allar keppast við að leika frumsamda tónlist og það er alveg stórkost- legt. Sp. Er landinn nýjunga- gjarn? Sv. íslendingar hafa verið furðu lokaðir gagnvart tón- listarhræringum erlendis, en nú er eitthvað að rofa til og verður gaman að sjá hvert framhaldið verður. Sp.Gerið þið ykkur vonir um að plata ykkar seljist eitthvað. Sv.l það minnsta 5000 eintök! — Svona án grins, þá erum við ekkert alltof bjartsýnir, en von- um samt að hún seljist það vel að við getum keypt brot af þeim tækjum sem okkur vanhagar um. Sp.Ef sú litla gengur vel er þá ætlunin að ráðast I gerð breið- skifu? Sv. Það fer fyrst og fremst eftir sölunni á þeirri litlu. Ef hún gerir það gott þá erum viö til alls liklegir. Allavega verður efnisskortur okkur ekki fjötur um fót. En það er fyrst og fremst tækjaskortur sem stendur okkur fyrir þrifum. Ef til þess kæmi að gefa út stóra plötu þá yrðum við að vera með lengra pró- gramm og eiga okkar eigin tæki. I framtiðinni ætlum við að stefna að þvi að leika sjaldnar opinberlega en skipta þeim mun oftar um lög á prógramminu, meiri endurnýjun, jafnvel meira „show”. Sp.Hafið þið haft annað upp úr þessu en ánægjuna? Sv.Það er varla orð i þvi haf- andi. Peninga fyrir einum mikrafón eöa svo. Það eru litlir möguleikar til að hafa eitthvaö upp úr þessu, að minnsta kosti meðan við erum enn svo til óþekktir. Vonandi lagast það þegar litla platan kemur út. Sp.Hvers vegna leikið þið þá ekki á dansleikjum? Sv. Við höfum ekki nægilega mikið frumsamið efni til þess. En ef fólk viil dansa við tónlist okkar þá erum við tilbúnir til að leika á dansleikjum. Sp. Hvað verðið þið lengi i þessu i viðbót? Sv. Þangað til við hættum! Ætli við tollum ekki saman eins lengi og hægt er, allavega þangað til við erum komnir i óskalög sjómanna. Toppurinn er að sjálfsögðu að komast i lög unga fólksins. Tvennir hljómleikar Styrktarhljómleikar fyrir MS-félagið (heila- og mænu- siggssjúklinga) verða haldnir i Þjóðleikhúsinu 29. og 30. júni. A dagskrá verða 15 atriði, bæði rokk og klassik. M.a. mun Ólöf Harðardóttir syngja og hljóm- sveitin Náttúra eins og hún var skipuð 1972 leika og jafnvel Shady Owens. Hljómleikarnir verða hljóðritaðir. Hinn 3. júli verða svo i Laug- ardalshöll hljómleikar þar sem fram koma um 10 hljómsveitir. Þar er fyrst að telja Þey, Fræbla, Taugadeild, Jurka og kannski Bara-flokk, Englaryk og fleiri hljómsveitir sem hafa verið að skriða út úr bilskúrnum á siðustu mánuöum. Hugmynd- in er að hafa aukasvið i anddyri Hallarinnar þannig að alltaf sé eitthvað á seyöi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.