Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. júnl 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyf ingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. , Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Gtkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. rHstjórnararcin__________________ Allir ífriðargönguna • i dag er göngudagur. Göngudagur þeirra sem óska friðar sér og börnum sínum til handa. Göngudagur þeirra sem óska vígbúnaðarkapphlaupi, kjarnorku- ógnun og hernaðabrölti öllu út í ystu myrkur. • Samtök herstöðvaandstæðinga efna í dag til friðargöngu. Gengið verður frá herstöðinni í Kef lavík til Reykjavíkur. Lagt er af stað frá Keflavík kl. 8.30 og áætlað að Ijúka göngunni með stórfundi á Lækjar- torgi um kl. 22.00.Á«jeiðinni verður áð á nokkrum stöð- um, teygt úr lúnum liðum og hlýtt á andlegt fóður og skemmtiefni. Þannig verður t.d. áð í Hafnarfirði um kl. 18.30 og í Kópavogi um kl. 20.00. Þeir dugmeiri ganga alla leið, en eigi menn þess ekki kost, einhverra hluta vegna, að ganga alla leið, þá er hægt að slást í hópinn á leiðinni. Til að auðvelda það eru reglu- bundnar rútuferðir f rá BSí til móts við gönguna f ram eftir degi. I dag göngum við. Létt í skapi, djörf í anda, og njótum þess að vera í góðum félagsskap á vegum enn betri málstaðar. • Gangan í dag er ekki sú f yrsta sem herstöðvaand- stæðingar efna til. Fyrr hef ur verið gengið til að mót- mæla hersetu Bandaríkjamanna á Miðnesheiði, til að mótmæla hernaðarbrölti stórveldanna í austri og vestri, og til að mótmæla veru ísiands í striðsbanda- laginu Nato. Þörfin fyrir virka baráttu gegn herset- unni hef ur síður en svo minnkað. Sífellt er sótt á með aukin umsvif hersins hér á landi. Þar er af nægum dæmum að taka frá Helguvíkurtönkum til AWACS f lugvéla. Þessi stöðuga ásókn i að fá heimild til aukinna umsvifa hersins er hluti af þeim breyting- um sem orðið hafa á hlutverki herstöðvarinnar á Mið- nesheiði í varnarkeðju Bandaríkjanna.Herstöðin á Miðnesheiði er orðin mikilvægur hlekkur í kjarnorku- vopnakerf i Bandarikjanna. Hún er nú svo tækjum bú- in að í stríði yrði hún vafalaust meðal fyrstu skot- marka. Herstöðin á Miðnesheiði er okkur þannig engin vörn, þvert á móti virkar hún sem segull í óf riði, eins og rauð dula á mannýgt naut. • Herstöðin á Miðnesheiði er auk þess smánar- blettur á íslensku samfélagi, minnisvarði um lágkúru, óheilindi og skammsýni. Þann blettverður aðmá burt, og gangan í dag er einn þeirra dropa sem að lokum mynda þann vatnsflaum er þvær þennan blett af þjóðarlíkamanum. • Friðargangan i dag er farin á tímum vaxandi spennu í samskiptum kjarnorkurisanna, á nýju blómaskeiði hins vitfirringslega vígbúnaðarkapp- hlaups, ef hægt er að tala um blómaskeið í sambandi við slíkan óskapnað. • En þá nóttin er dimmust er dögun í nánd. Margt bendir til þess að almenningur hér á landi, sem og í nálægum löndum sé farinn að átta sig á því hvert víg- búnaðarkapphlaupið hlýtur að leiða okkur; að „ógnarjafnvægið” getur til lengdar ekki tryggt neitt nema ógn, en ekkert jafnvægi nema það jaf nvægi sem rikir á sviðinni jörð. Ný hreyfing er að fæðast. Hreyfing gegn kúrekaleik Pentagon og Kremlar, hreyfirig fólks sem neitar að láta draga sig í flokk annars hvors kúrekans, en krefst f riðar sér og sinum til handa. • I Evrópu hef ur á undanförnum misserum verið að fæðast nýtt afl, ný friðarhreyfing. Þessi hreyfing er að verulegu leyti orðin til sem mótmæli gegn áætlun- um Bandaríkjanna um gífurlega aukningu kjarnorku- vopna í Evrópu, um að vígvöllur stríðsátaka verði fluttur á evrópska grund. • Á morgun hefst á mörgum stöðum í Evrópu friðarganga sem stefnt er til Parísar. Friðargangan frá Keflavík til Reykjavíkur er okkar skerfur til þessarar alþjóðlegu friðarbaráttu. Segja má að hin evrópska friðarganga hef jist við hlið Keflavíkurflug- vallar. Og til að undirstrika tengslin við hina alþjóð- legu friðarhreyfingu, mun einn af skipuleggjendum hinnar alþjóðlegu f riðargöngu, Berit Ás f rá Noregi, á- varpa friðargönguna á Lækjartorgi í kvöld. • Þjóðviljinn hvetur alla, sem þvi mögulega geta komið við, að taka þátt í f riðargöngunni og f undinum við lok hennar. Sýnum með því vilja okkar til að búa við frið, og andúð okkar á vopnaskaki stórveldanna. Góðan göngudag. — en9- Sýndarlýðræði? A siðustu árum hafa Alþýðu- bandalagsfélögin víða um land viðhaft forval við uppstiliingu á lista við Alþingis- og sveita- stjórnakosningar. Félagið i Kópavogi mun vera það fyrsta sem tók upp þessi vinnubrögö og við röðun á G-listann i Reykja- vík fyrir vetrarkosningarnar 1979 var stuðst við forval i fyrsta sinn. NU í vikunni voru sam- þykktar nyjar forvalsreglur fyrir A lþyðubandalagið i Reykjavik og hefur blaðið greint fra þeim i fréttum. Ekki er þaö ætíun min að fara i saumana á þeim reglum eða öörum forval sreglum heldur ræða lítiUega forval og prófkjör og hugsanleg áhrif þess. Aðalmunurinn á forvali og prófkjöri er sá aö i prófkjöri bjóöa sig fram ákveðnir menn sem kjósendur greiða siðan at- kvæöi um eða raða á lista eftir vissum reglum, en þegar forval er viðhaft hafa flokksmenn frjálst val um aö tUnefna menn á lista i fyrri umferð en raða siöan i' forgangsröð á lista þeim úr fyrri umferð sem gefa kost á sér i hinni siðari. A þetta að koma f veg fyrir þá augljósu vankanta sem eru á prófkjöri og tryggja lýðræði innan viðkom- andi flokks. Um þetta er allt gott aö segja svo langt sem það nær. Hug- myndafræðin sem að baki liggur er góðra gjalda verð en litum aöeins nánar á málið. Hvaö skyldi gerast að tjalda- baki eftir að forval hefur verið ákveðið? Skyldu þeir sem hafa áhuga á að verða þing- eða bæjarfulltrUar sitja aðgerða- lausir og biöa bara og vona aö sem allra flestir muni eftir sér? Eða þeir sem bera ákveöna menn fyrir brjósti og óska þess heitast af öllu að þeir komist á lista? Auðvitað ekki, það sér hver óvitlaus maöur i hendi sér. Hvað gerist næst? Þaö skyldi þó ekki vera eitthvaö svipaö og gerist i prófkjöri? Að sá sem hefur sterka stööu og tengsl við heppilega aðila og itök og aðstööu eigi fyrirfram miklu meiri möguleika á að verða tilnefndur en sá sem hefur litið eða ekkert af öllu þessu. Eða hvað gerðist ekki i alþingiskosningunum i Reykja- vik 1979 þegar forvali bar beitt. „Kvennasætið” tapaöist. Það þarf ekki að fara i grafgötur með það að konur eru valda- lausar i' okkar ágæta þjóðfélagi. Helga Sigurjónsdótti skrifar Þrátt fyrir pólitiska þátttöku þeirra og vinnu fyrir pólitiska flokka er þeim vendilega haldið utan við allt sem hefur með * raunveruleg völd að gera. Þetta á viö um Alþyðubandalagið jafnt og aðra flokka i þessu landi. Það eru fleiri en konur sem munu eiga undir högg að sækja við þessar aðstæður. Hvað meö ungt fólk t.d. og hvað meö fólk Ur ólikum starfsstétt- um? Hætt er við að æðimargir gleymist. Að minu mati mun forval ekki auka lyðræöi innan flokka held- ur er hér á ferðinni enn eitt dæmiö um sýndarlýöræði sem betra væri að vera án. Ég veit samt að tilgangur þeirra sem i fyrstu gengust fyrir aö koma á forvali var góður en það er bara ekki nóg. Þegar komið er á lög- um og reglum um ágætmál eins og aukiö lyöræöi en engar for- sendur eru fyrir að geti virkaö eins og hugmyndafræöin segir tilum.þá er verraf stað farið en heima setið. Betra að hafa gamla fyrirkomulagið, viður- kenna lýðræðisleysið, og biða þar til forsendur eru fyrir breyttri skipan. Ef það er ekki gertgeturfariðeins og mér sýn- ist vera að gerast i forvali að lýðræðiö snUist upp i andstæðu sina og komi til meö að þjóna fyrst og fremst þeim er lýð- ræðisreglurnar voru settar til höfuðs. Sá sterki veröur enn sterkari, hann hefur burði og aðstöðu til að notfæra sér i hag þá bættu aðstöðu sem umræddar reglur skapa. Sá vanmáttugi verður hins vegar enn verr settur en áöur. Þetta vitum viö sem lengi höfum staöiðikvenfrelsisbaráttu sem lengi gekk undir nafninu jafnréttisbarátta. Lika á þeim vettvangi er sama hætta á ferð- um. Að formlegt jafnrétti snUist upp i' aukið misrétti. NU munu einhverjir segja að þetta sé tóm vitleysa, forvalið sé ekki bindandi, uppstillingar nefnd geti hanterað niðurstöður og ráðskast með listann að vild eftir sem áður. Rétt er það að forval er ekki bindandi en það eru afar litlar likur á að upp- stillingarnefndbreyti svo neinu nemi niðurstöðum. Það væri lika fullkomlega óeðlilegt og opinberlega i andstöðu við yfir- lystan tilgang með forvali. Vitaskuld geta menn lika hugsað sér að valdalaus hópur eins og konur tæki sig saman og raðaöi sinum fulltrúum i efstu sætin. Gerðu „kúpp”. Þessi möguleiki er fyrir hendi en þvi valdaminni sem hópar manna eru þvi' minni likur eru á að þeir hafi burði til að gera slikt. Og þó. Hvað segja Alþyðubanda- lagskonur um að gera þetta i næsta forvali? Láta nU ekki toppkarlana i flokknum enn einu sinni deila og drottna og hlusta alls ekki á tal þeirra um eitt „kvennasæti”. Hvers vegna ekki konur i öll sætin?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.