Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. júní 1981 rtitstJórnargreti n Nú um þessa helgi er sól lengst á lofti hér á norðurslóð. Enn einu sinni lifum við nótt- lausa voraldar veröld, sem bæt- ir fyrir svo margt frá myrkum dögum vetrarins. Allt lifnar í náttúrunnar riki og bregður á leik, og mannfólkið sem stundum á það til að gera sér rellu út af smámunum kemst varla hjá þvi að hrifast með. Viða um heim eru bekkir svo þéttsetnir af fólki að fátt lifir eftir upprunalegra tengsla mannsins við dýrð óbrotinnar náttúru. I slikri veröld er það mikil gæfa að eiga fá saman okkar stóra land með allar sinar við- áttur, sitt tæra loft, sitt hreina vatn. héruð, þá glötum við þúsund ára rétti okkar til fullra yfirráða i þessu landi frá ystu skögum til innstu dala. Við erum ekki ein i heiminum. Siðast en ekki sist leggja góðir landkostir okkur þá kvöð á herðar, að við rækjum skyldur okkar i samfélagi þjóðanna, — að við miðlum þeim, sem svo miklu lakar eru settir af okkar mikia auði, og tökum þátt i að greiða hungurþjóðum leið til sjálfsbjargar. Þvi aðeins tryggjum við rétt okkar, að við höldum einnig sæmd okkar. Og við skulum muna það vel að réttur okkar til landsins og gæða þess er aðeins heleaður af þúsund ára starfi og striti þess fólks sem færði okkur ekki að- eins landið heldur einnig lifið. Sólstöður Sú gæfa verður að visu aldrei metin til fjár, en svo er einnig um flest þaö annað sem mestu varðar. Landkostir tslands eru miklir i fiskimiðum, gróðurmold og orkulindum, en þegar erlendir menn úr fjölbýli sækja okkur heim þykir mörgum þeirra þó hin óbrotna náttúra, vatn okkar og loft öðru dýrmætara. Vonandi auðnast okkur sjálf- um að viröa rétt hversu mikið við eigum að þakka i þessum efnum. En engin gjöf er án kvaðar. Þeir góðu landkostir, sem náttúran býður okkur leggja einnig skyldur á herðar. Þá skyldu að umgangast nátt- úru landsins með virðingu og ræktarsemi, og að sérhver kyn- slóð skili landinu til þeirrar næstu betra en hún tók við þvi. Þá skyldu að nýta auðlindir landsins sjálfum okkur og öðr- um til farsældar án rányrkju og náttúruspjalla. Þá skyldu að byggja landið allt með svipuðum hætti og ver- ið hefur. Fari svo að við reyn- umst ekki menn til að byggja landið allt, lika hin harðbýlli Þeir sem ekkert vilja af þvi fólki vita — og hafa máske með góð- um gáfum aldrei heyrt þess get- ið að við vorum öldum saman hungruð nýlenduþjóð — þeir eru a.m.k. ekki liklegir til að auka sæmd islenskrar þjóðar né til þess að treysta rétt okkar til landsins, hvað sem öðru liöur. Og nú eru sólstöður. Landið að búast i sinn fegursta skrúða. En það vorar misjafnlega snemma á tslandi. Vorköld jörð er ein sú búmannsraun, sem enginn bóndi getur tryggt sig gegn að fullu. Stundum vorar seint fyrir sunnan og austan, eða þá fyrir norðan og vestan. En öllum vorhretum linnir um sið. Við sem búum á höfuðborgar- svæðinu höfum notið mikils sól- fars á þessu vori, og á mölinni gleymir margur þeim hugar. hrellingum sem bændur verða fyrir af kali i túnum og vor- kaldri jörð. A þessu sólrika vori eru tún viða meira kalin en verið hefur um langt skeið og var þó sumar- ið 1979 eitt hið lakasta i þeim Kjartan Ólafsson skrifar efnum viða á landinu. A.m.k. um norðanvert landið er gras- spretta einnig seint á ferð og skaflar rétt nýlega horfnir af túnum nú um sólstöður. Bændur og búalið eru þeir þegnar landsins, sem nánust tengsl hafa við náttúru þess, oft á tiðum eins konar tengiliðir okkar hinna. Það er skylda okk- ar auðuga þjóðfélags að hjálpa bændastétt landsins til að mæta búsifjum af völdum misæris, fari svo að hér verði meiriháttar grasbrestur. Okkar þjóðfélag skal byggjast á samhjálp og samvinnu, þar sem hver styður annan og svo sannarlega á hér ekki að þurfa neinu stóru að kviða nú á tækniöld þótt mis- jafnlega ári um grassprettu. Hér hafa ýmsir haft miklar áhyggjur af „offramleiðslu” landbúnaðarvara á siðustu ár- um, og vist má til sanns vegar færa, að mjólkurframleiðslan hafi verið orðin i mesta lagi á timabili. — En sérstök ástæða er til að minna á það nú, að á siðustu þremur árum hefur orð- ið slikur samdrdttur i mjólkur- framleiðslunni að ekki má neitt út af bera svo hér verði ekki mjólkurskortur á komandi vetri. A siðasta ári var mjólkur- framleiðslan hér á landi um 107 miljónir litra og hafði minnkað um 11% á tveimur árum. Innan- landsneysla mjólkur á siðasta ári var hins vegar 105,2 miljónir litra og sjá menn þá hve litlu mátti muna. Og hér er einnig á það að lita að á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs Var innvegín mjólk til mjólkurbúanna enn 13% minni en á siöasta ári. Þetta mættu menn gjarnan ihuga áður en þeir hrópa hátt um offramleiðslu i landbúnaði okkar. Við skulum halda áfram að nýta gæði landsins og virða náttúru þess. Þá mun okkur vel farnast. — k. Friðargangan 20. júní Tímaáætlun: Gangan hefst kl. 8.30 Keflavik Kl. 8:30 Rútuferðir Avarp: Bergljót Kristjánsdóttir. Og siðan göngum við af stað. af höf uðborgar- svæðinu: Vogar: Kl. 10.45 Aning stutta stund. Böðvar Guðmundsson syngur Sjá lista á bls 7. Kúagerði: Kl. 14:00 Ávarp: Þorgrimur Starri Björgvinsson. Þorvaldur Arna- son syngur, Þorleifur Hauksson les ljóö, Birgir Svan Símonarson les eigin ljóö og Hjörtur Hjartarson syngur eigin lög og annarra. Straumur: Kl. 16.00 Rútuferðir Áning stutta stund og fjöldasöngur. Hafnarfjörður: Kl. 18.30 frá BSÍ Avörp: Kristjan Bersi Ólafsson og Astriður Karlsdóttir. Vilborg Dagbjartsdóttir les eigin ljóð. Hjörtur Hjartarson til móts við syngur. Kópavogur: Kl. 20.00 gonguna: Fundarstjóri: Kagna Freyja Karlsdóttir. Avörp: Gils írá BSI til móts við Guðmundssonog Birna Þórðardóttir. Sigurður Pálsson les gönguna: eigin ljóð. Böðvar Guðmundsson syngur. Kl. 9.00 Stórfundur á Lækjartorgi kl. 22.00 Kl. 10.00 Fundarstjóri:Böðvar Guðmundsson.Avörp: Jón Helgason Kl. 11.00 og Guðrún Helgadóttir. Einnig flytur Berit As frá Noregi stuff ávarp. Hún hefur tekið virkan þátt i undirbúningi Kl. 13.30 Friðargöngunnar frá Kaupmannahöfn til Parisar. Kl. 14.30 Bergljót Astriöur Jón Þorgrimur Starri Gils Guðrún Kristján Bersi Birna Berit As

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.